Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2000, Blaðsíða 14
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Svelnn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Svelnsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aóstoðarritstjórí: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiósla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ VTsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerö: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins f stafrænu formi og f gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viðtöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Áróður fyrír erfðabreyttu Umhverfisráðherra hefur boðað áróðursherferð fyrir erfðabreyttum matvælum undir merki fræðsluherferðar. Fyrsta skrefið var ráðstefna í vor, þar sem tjaldað var nokkrum sérfræðingum, er höfðu séð ljósið og töldu and- stöðu neytenda ekki vera á rökum reista. Þegar íslenzkir ráðherrar tala um nauðsyn á að upplýsa almenning, meina þeir nánast alltaf, að reka beri áróður fyrir málstað, svo að almenningur fallist á hann. Þannig töluðu þeir um Fljótsdalsvirkjun og heilsugagnagrunn og þannig tala þeir nú um erfðabreytt matvæli. Hvorki umhverfisráðherra né sérfræðingar hennar hafa hugmynd um, hvort erfðabreytt matvæli séu skaðleg, geti verið skaðleg eða alls ekki. Reynslan sýnir í þessu efni sem öðrum, að hver étur upp úr sínum poka. Fræði- menn hafa skoðun þess, sem borgar fyrir fræðin. í Bandaríkjunum segja fræðimenn á vegum ríkisbákns- ins, að erfðabreytt matvæli séu ekki skaðleg. í Evrópu- sambandinu halda fræðimenn á vegum báknsins hins veg- ar fram, að mikið eigi enn eftir að rannsaka til að geta haldið fram, að sennilega séu þau ekki skaðleg. Þetta endurspeglar deilu milli Bandaríkjanna, sem vill selja erfðabreytt matvæli, og Evrópusambandsins, sem ekki vill kaupa þau. Niðurstaðan verður væntanlega sú skynsamlega, að skylt verður að merkja sérstaklega á um- búðir slíkra matvæla, hvernig í pottinn er búið. Mikill hvellur varð fyrir nokkru í Evrópusambandinu, þegar upp komst, að dálítið af erfðabreyttum repjufræjum hafði óvart komizt i sendingu frá Kanada. Svíar og Frakk- ar ætla að eyða öllum ökrum, sem repjan komst í, en Bret- ar og Þjóðverjar ætla ekki að gera það. Misjöfn sjónarmið austan og vestan hafs stafa einkum af misjöfnu áliti neytenda. í Evrópu tala menn um Frankenstein-fæðu, sem þeir vilja ekki kaupa, en Banda- ríkjamenn hafa til skamms tíma látið sér fátt um finnast. Ýmislegt bendir til, að það síðara sé að breytast. Það sést af því, að bandarísk fyrirtæki hafa, það sem af er þessu ári, verið að lýsa formlega yfir, að þau hafni erfðabreyttum hráefnum í ýmis matvæli. Þannig hafa nokkur fyrirtæki hafnað slíkum efnum í bamamat og McDonalds er farið að hafna erfðabreyttum kartöflum. Tvískinnungur er í ýmsum þessum yfirlýsingum, því að McDonalds notar enn erfðabreytta grænmetisolíu og Heinz notar enn erfðabreytta tómatsósu, þótt kartöflur og bamamatur þessara fyrirtækja sé laus við slíkt. Fyrirtæk- in em enn að tvístíga og hlusta á markaðinn. Talið er, að sjö tíundu hlutar matvæla í verzlunum Bandaríkjanna séu erfðabreyttir. Það mun því kosta fram- leiðendur stórfelldar fjárhæðir að skrúfa fyrir dæmið. Margir hafa þó neyðzt til að gera slíkt til að reyna að verja markað sinn í löndum Evrópusambandsins. Gera má ráð fyrir, að erfðabreyttur sé meira en helm- ingur bandarískra matvæla í íslenzkum búðum. Væntan- lega verða fyrir áramót settar hér á landi evrópskar regl- ur um merkingu erfðabreyttra matvæla, svo að neytendur geti sjálfir valið slíkar vörur eða hafnað þeim. Þessar nýju reglur verða því miður marklausar meðan ekki er neitt opinbert eftirlit með því, hvort merkingar á umbúðum matvæla séu yfirleitt réttar eða ekki. Með til- visun til laga vísar Hoflustuvernd slíku eftirliti eindregið frá sér. Neytendavemdin er því í algeru núfli. Umhverfisráðherra leysir ekki vanda erfðabreyttra matvæla með áróðri svokallaðra sérfræðinga, sem ekki hafa hugmynd um, hverjar séu staðreyndir málsins. Jónas Kristjánsson svo við ' þurfum stœrra kerfíH svo þeir \ fellagerða samninga úr gildi og vera þar með enn meiri ógnun En hugmyndin skelftr Rússa Psst.. Þetta kerfi er mislukkað 4" V ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2000 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2000 27 Skoðun DV Hættulegt handahóf í stjórnsýslu „Getur venð að lifsgceðakapphlaupið svokallaða sé hægt og örugglega að eyðileggja möguleika okkar til þess að njóta lífsins í raun? Erum við kannski svo blinduð að við sjáum alls ekki eftir hverju er að sœkjast utan við hina tilbúnu vestrœnu hlaupabraut sem við alltof auðveldlega villumst inn á ífáti œskunnar?“ Þetta eru einkennilega öfgafullir tímar. Allt er afstætt og háð mann- anna dómum. Ósongötin eru ýmist stór eða lítil eftir því við hvern er tal- að. Óbyggðimar gagnslausar auðnir eða ómetanleg auðæfl. Við getum meira segja ekki viðurkennt sameig- inlega niðurstöðu um hvenær öldinni lýkur sem við lifum á. Hugmyndir okkar eru skrumskæld afkvæmi ein- staklingshyggju og hagsmunir lita alla okkar hugsun. Frelsi einstak- lingsins, sú fagra hugmynd, hefur verið spéspegluð á alla enda og kanta. Við virðumst vera farin að trúa enda- leysunni um það að staðreyndir séu sú hlið mála sem við höllumst að í það skiptið. Steyptur í sama mót Við Vesturlandabúar hreykjum okkur gjaman af því hversu frelsi manna er mikið á okkar tímum og á okkar torfu í heiminum. Við getum að sögn valið hvert fyrir sig milli margra góðra kosta á flestum ef ekki öllum mikilvægum sviðum mannlífs- ins. En er þá ekki furðulegt hvað við - með þetta mikla frelsi - virðumst velja líka kosti þegar kemur að því að lifa lífmu. Lífsstíll okkar hér á Fróni er meira og minna steyptur í sama mót. Við fáum í upphafi að njóta þeirra gæða að mennta okkur. En menntun telst ekki lengur til lífsgæða heldur er hún orðin í hugum flestra tæki til að geta nálgast önnur og meiri gæði. Efnisleg gæði. Með ákveðnar tegund- ir menntunar erum við mun líklegri til að geta nálgast fjármuni og nýtt þá í eigin þágu. Þrepaþjálfun Þegar svo kemur að þvi að lifa lífinu þá eru allir samferða, allir eru á sömu leið. Við viljum fara á skíði. Sumir fara í rútu, aðrir á jeppum og svo örfáir í þyrl- um. Við viljum halda veislu. Nokkrar eru haldnar í heimahúsum, aðrar í sölum og ein- staka aðilar halda þær á erlendum hótelum eða í snekkjum. Við viljum klæðast fallega. Sumir kaupa fót í verslunum ætluðum almenningi með meðalfjárráð. Aðrir versla í sérstök- um búðum með merkjavöru og svo eru það alltaf einhverjir sem kaupa sérhannað og saumað eftir máli. Langflestir eiga sjónvörp, sumir eiga bara alveg ótrúlega stór sjónvörp! Svona mætti lengi telja. Það er þessi stigsmunur i lífsstíl okkar sem okkur er ætlað að einblína á og verja svo lífi okkar í að reyna að klóra okk- ur upp milli þrepa. Sá sem færir sig niður eftir þessum skala er ekki í góðum málum. Hann er að tapa - hin- ir sterku halda allir í hina áttina. Blint hungur Og hvað bíður svo þeirra sem í efstu þrepunum dvelja? Hvað er það sem mennirnir njóta í okkar vestræna frelsi þegar vel- megunin hefur seytlað inn í hvern kima lífs þeirra? Hvað er það sem nýríkir ís- lendingar bera sig eftir þeg- ar efnahagurinn hefur verið tryggður? Snúa þeir sér þá að því sem sagan ætti að hafa kennt okkur að hefur raunverulegt gildi? Þeim hlutum sem geta í raun gef- ið lífsfyllingu. Eða hefur svelti sálarinnar á meðan á kapphlaupinu stóð einhverj- ar varanlegar afleiðingar? Getur verið að lífsgæðakapphlaup- ið svokallaða sé hægt og örugglega að eyðileggja möguleika okkar til þess að njóta lífsins í raun? Erum við kannski svo blinduð að við sjáum alls ekki eftir hverju er að sækjast utan við hina tilbúnu vestrænu hlaupa- braut sem við alltof auðveldlega vill- umst inn á í fáti æskunnar? Hið vesælasta í þessu öllu er hversu sorglega innihaldslítiö for- dæmi okkar er fyrir börnin okkar. Við skulum því ekki vera reið heldur gleðjast þegar seint og síðar meir rís upp ný kynslóð sem gerir uppreisn- ina sem við reyndum kannski - kannski ekki. Kynslóð sem krefst raunverulegs frelsis og lætur ekki binda sig á klafa fyrir fram ákveð- inna söluhæfra gilda. Kynslóð hinna raunfrjálsu einstaklinga. Sigfríður Björnsdóttir Sigfríöur Björnsdóttir tónlistarkennari Bágt er að horfa upp á handahóf stjórnvalda í mál- efnum landsbyggðar. Heild- stæð hugsun og yfirsýn virðast bannorð en skottu- lækningar þeim mun ofar á blaði. Meirihluti á Alþingi, stjórnarliðar studdir af Samfylkingunni, hefúr nú innsiglað kjördæmabreyt- ingu sem ber þess vott að höfundarnir hafi hvorki Hjörleifur lært að gagni landafræði né Guttormsson íslandssögu. Nægir að fyrrv■ alþingismaóur benda á þá visku að kljúfa Norðlendingafjórðung um þvert og skipta Reykjavík í tvö kjördæmi. Verður þessi gjömingur lengi í minnum hafður. Hér átti löggjafinn leik á borði að jafna atkvæðisrétt í landinu með því að gera ísland allt að einu kjördæmi til Alþingis. Jafnhliða átti að setja á fót nýtt stjórnsýslustig með fimm fylkjum, höfuðborgarsvæði og fjór- um landsfjórðungum. Með þessu móti hefði einkum unn- ist tvennt. Alþingi hefði fengið skýrt umboð til að fjalla heildstætt um landsins gagn og nauðsynjar og jagið um mismun atkvæðisréttar hefði verið úr sögunni. Með stofnun fylkja hefði skapast nýr og ákjósanlegur grunn- ur til að efla svæðisbundna sjálfstjórn og byggja upp þekkingu á heimamálum. í staðinn eru menn nú að þenja út sveitarfélög með sameiningu, oft langt út yfir skynsamleg mörk. Fylki kjörnar sam- starfseiningar ________ Lýðræðislega kjörin fylk- isþing væru kjörinn vett- vangur til að takast á um hagsmuna- mál heima fyrir og nýtingu opinbers fjármagns svæðinu til hagsbóta. Þannig gætu myndast þau vaxtar- svæði og þjónustukjarnar sem seint verða til með handstýringu frá Al- þingi eða úr Stjórnarráðinu. Heima- menn hefðu verið knúðir til að koma sér saman um sameiginlegar lausnir og fylkin hefðu sjálfkrafa orðið skipulagseiningar í landrænu og hagrænu tilliti. Um þetta fluttum við Steingrímur J. Sigfússon tillögur á Alþingi fyrir 15 árum og enn var á þetta minnt ný- lega þegar kjördæmabreytingin var á dagskrá. Rök fyrir fylkjaskipan eins og hér um ræðir má sækja allt aftur á þjóðveldisöld og hún félli einnig ólíkt betur en nýja kjördæmaskipan- in að samstarfi sveitarfélaga eins og það hefur þróast síðustu áratugi. Markviss dreifing stjórnsýslu Með fimm fylkjum fengist svæða- skipting sem auðvelda myndi stórum landfræðilega dreifingu opinberrar stjómsýslu, sem ekki næst nema að takmörkuðu leyti á grunni sveitarfé- laga. Fylkin væru nægilega stórar einingar til að byggja upp stjórn- sýslu ríkisins á öllum helstu mála- sviðum og hún fengi um leið bak- hjarl í fylkisþingunum. Núverandi viðleitni til að flytja stofnanir hins opinbera sem gegna mistöðvarhlutverki frá Reykjavík út á land leysir lítinn vanda og vinnur um margt gegn skynsamlegri stjórn- sýslu. Miklu vænlegra er að hlúa að svæðisbundinni uppbyggingu í helstu málaflokkum og færa með því þjónustuna nær fólkinu. Það yrði jafnframt til að fjölga sérmenntuðu fólki á landsbyggðinni. Núverandi handahóf þar sem ein- stakir ráðherrar skáka með illu eða Staðfest kjördœmaskipting. „Hér átti löggjafinn leik á borði að jafna atkvœðisrétt í landinu með því að gera ísland allt að einu kjördœmi til Alþingis. Jafnhliða átti að setja á fót nýtt stjórnsýslustig með fimm fylkjum, höfuðborgarsvœði ogfjórum landsfjórðungum.“ góðu einstökum stofnunum á sínu valdsviði út á land snýst fyrr en varir gegn landsbyggðinni. Ólíkt ráðlegra er að hlúa að svæðisbundinni starf- semi, fjölga meðal annars störfum á Trúboð Herberts og leigumarkaðurinn Miðvikudaginn 31. maí sl. birtist í DV undarleg grein eftir Herbert Guð- mundsson framkvæmdastjóra um leigumarkaðinn og Leigjendasam- tökin. Hann segir réttilega að leigu- markaðurinn sé „villtur og afvega- leiddur" og að „samningsbundinn umráðaréttur sé kjarni málsins en ekki eignarhaldið". Hvort tveggja hefur ætíð verið kjaminn í málflutn- ingi Leigjendasamtakanna þau 22 ár sem þau hafa starfað. Um Leigjenda- samtökin segir Herbert að þau „virð- ast hafa það sérstaka hlutverk að gráta upp leiguverð á markaðnum“ og að þau hvetji leigusala með „fávís- legum upplýsingum í fjölmiðlum um upphæð húsaleigu". Þessi orð hljóta að vera skrifuð af aulahætti eða illgirni, nema hvort tveggja sé. Hann er með öðrum orð- um að halda því fram að stórhækkun „Margir fasteignasalar mikluðu fyrír kaupendum sín- um mögulegar leigutekjur og sögðu fólki, að auðvelt vœrí að losna við leigjendur eða hœkka leiguna þótt í gildi vœru samningar. Reynt var skipulega að brjóta niður húsaleigulöggjöfina. “ Með og á móti Fíkniefnabann hvetur til glæpa á leigu undanfarið ár sé Leigjendasamtökunum að kenna! Fasteignasalar koma við sögu Það er þá ekki í fyrsta sinn sem boðberi illra tíð- inda er hálshöggvinn í stað þess að ráðast að rót- um vandans. Hjá Samtök- unum erum við daglega í sambandi við margt fólk, leigjendur og leigusala og aðra sem vantar upplýsingar Við skynjum strax breytingar sem verða á markaðnum og á undan öðr- um. Snemma á síðasta ári bárust fregnir af risahækkunum á leigu. íbúðir sem áður fóru á 40-50 þús. kr. voru skyndilega boðnar á 70-80 þús. og allt upp í 100 þús. kr. Af tali fólks- ins var ljóst að leigumiðlanir og fast- eignasalar stóðu á bak við hækkan- irnar. Var m.a. Leigulistinn oft nefndur, rekinn af fasteignasölunni Hóli. Margir fasteignasalar mikluðu fyrir kaupendum sínum mögulegar leigutekjur og sögðu fólki að auðvelt væri að losna við leigjendur eða hækka leiguna þótt í gildi væru samningar. Reynt var skipulega að brjóta niður húsaleigulöggjöfina. Falsað greiðslumat... Sumir fóru að þessum ráðum og þess voru dæmi að nýir eigendur hótuðu að ráðast á börn leigjenda sinna færu þeir ekki eða greiddu tvö- falda leigu. Vitaskuld gáfust flestir Jón Kjartansson fré Pélmholti, form. Leiglendasamtakanna O.fl. upp og fóru og nýr leigjandi greiddi tvöfalda leigu. Þótt mér sé ljós þáttur fast- eignasala i þessari þenslu og annarri á húsnæðismarkað- inum (þeir hafa % af verð- inu) kemur fleira til, svo sem flótti frá byggðastefnunni, aðgerðaleysi á höfuðborgar- svæðinu, falsað greiðslumat, félagslega húsnæðiskerfið sem var lagt niður og húsa- leigubætur sem eru skatt- lagðar á fullu meðan vaxta- bætur til kaupenda eru skattfrjálsar. - Opinher húsnæðisstefna einkenn- ist enn af sjálfsbyggingum og braski hvers konar og hvergi gert ráð fyrir fjármögnun leigumarkaðar. Leigjendasamtökin - öðruvísi stefna Leigjendasamtökin hafa ekki að- eins talað um málið. Árið 1983 stofn- uðu þau Búseta til að reka leiguíbúð- ir með búseturétti. Fólkið flykktist þar inn, en mörg ár liðu uns unnt var að byggja. Á síðasta ári stofnuðu Samtökin hlutafélag um byggingu leiguíbúða. Málið er enn fast í ráðu- neytinu. Það hefur aldrei hvarflað að mér að þegja um þessa meðferð á fólki, þótt einhveijum kunni að mislíka. Leigjendasamtökin hafa 1 22 ár barist fyrir öðruvísi stefnu, öruggum og skipulegum leigumarkaði og sanngjamri leigu. - Ef Herbert Guð- mundsson vill kalla það „trúar- brögð“ er það hans mál. Jón Kjartansson 1 „í fyrsta lagi er , , það ekki ríkis- ■ valdsins að ákveða fyrir fullorðinn einstakling hvað hann tekur sér fyrir hendur. Hlutverk þess er að vernda hann fyrir ofbeldi annarra og þá um leið aðra fyrir ofbeldi hans. Menn geta farið sjálfum sér á voða á ótalmarga vegu og ríkið getur ekki komið í veg fyrir það, hvort sem mönnum líkar bet- ur eða verr. I öðru lagi fylgja fíkniefnabanninu ýmsar óæskilegar afleiðingar. Verð efnanna er mun hærra en ella, sem gerir það að verkum að alls kyns glæpastarfsemi fylgir eiturlyfjasölu og -neyslu. Fiklar neyðast til að fremja glæpi til að fjármagna neysluna og þar Ivar Páll Jónsson blaöamaöur sem fíkniefnaheimurinn er utan við lög og reglu beita sölu- menn ýmsum miður skemmti- legum ráðum til að vernda hagsmuni sína. Þá má nefna að neytandi fíkniefna veit i raun ekki hvaða efni hann er að kaupa við núverandi ástand, enda ekki varinn af réttarrík- inu ef varan, þ.e. vímuefnið, er gölluð. Stóran hluta dauðsfalla vegna fikniefnaneyslu má til of stórra eða óhreinna rekja skammta. Enn má nefna að fíkniefnanotendur lenda gjaman í vítahring. Það er litið á þá sem glæpamenn, sem þeir reyndar eru samkvæmt núgildandi lögum. Þeir eru utanveltu í samfélaginu og eiga oft erfitt með að snúa blaðinu við; fá vinnu og hefja nýtt líf.“ ^ „Helstu rök Ájv.aPÆ þeirra sem mæla með lögleiðingu er fjT að glæpum muni fækka en það er einfaldlega rangt. I Hollandi hefur kannabis verið leyft og er neyslan mjög mikil. Foreldr- ar sem eiga þar böm og ung- linga í neyslu em afskaplega ósáttir við stöðu mála. Og ekki hefur afbrotunum fækkað. Bandaríkjamenn em mjög á móti lögleiðingu og berjast gegn eitur- lyfjaplágunni og fer neyslan þar minnkandi. Þeir hafa einnig haft slæma reynslu af því að lækka áfengis- aldurinn og hækkuðu hann því fljót- lega aftur. Ef við lögleiðum fíkniefni vilja neyt- endur einnig fá sinn rétt. Og þótt þeir Sigrún Hv. Magnúsdóttir félagsréögiafi Vtmu- lausrar æsku lögleiða fíkniefni? Meiri neysla, fleiri glæpir eigi auðvitað ekki að vera rétt- lausir er manneskja sem er alltaf i vimu ekki alveg í lagi. Ef vímuefni verða lögleidd hljóta fiklar að eiga rétt á því að vera í vímu í vinnunni - samfélagið verður sjúkt. Lögleiðing eiturlyfja hefur verið mikið til umræðu í Evr- ópu og sitt sýnist hverjum og afstöðuleysið hefur valdið auk- inni vímuefnaneyslu - ólíkt í Bandaríkjunum. Það hefur sýnt sig að afbrotum fækkar ekki með lögleiðingu. Reynsla mín segir að það skili betri árangri að auka gæslu, eftir- lit og meðferðarúrræði." -BN Samfara réttarhöldum í umfangsmesta fikniefnamáli hérlendls hefur umræðan um löglelðingu fiknefna skotið upp kollinum á ny. sviði rannsókna, mennta og heilbrigð- ismála þar sem þeirra er augljós þörf og draga um leið úr yfirbyggingu hins opinbera í höfuðstaðnum. Hjörleifur Guttormsson Ummæli Ólögleg starfslok „Þeir sem stóðu að þeirri undirróðurs- starfsemi sem varð til þess að Björn Grétar hætti höfðu ekki heimild til þess að semja um starfs- lok hans. Björn Grét- ar er réttkjörinn formaður sambands- ins og eigi að semja um að hann fari frá þá er það þing sambandsins eða sambandsstjórn sem eiga að fara með það mál. Vandinn er sá að sambands- stjóm hefur verið haldið frá málinu." Signý Jóhannesdóttir, form. Verkalýðs- fél. Vöku, í DV. 5. júní. Gagnrýni á forseta- embættið „Með breyttum tíðaranda, opnari Qölmiðlun og þeim breytingum, sem orðið hafa á embættisrekstri forseta Is- lands er ekki ósennilegt að forsetaemb- ættið muni liggja undir meiri gagnrýni en áður tíðkaðist og má segja, að það sé í takt við það, sem gerzt hefur í ná- lægum löndum. Það er svo annað mál, að ekki er endilega víst, að það verði forsetaembættinu til farsældar." Úr Reykjavíkurbréfi Mbl. 4. júní. Takmarkalítil auð- mýkt lærisveins „Ég minnist nú ekki tíðra slagsmála við Jónas Kristjáns- son. Samband okkar mótaðist af tak- markalítilli auðmýkt lærisveinsins gagn- vart meistaranum. Ég minnist hans satt að segja með meiri hlýju en hann verðskuldar fyrir leiðarana sem hann lætur stundum ríða á hrygglengju minnar pólitísku fjölskyldu... Pólitísk slagsmál eru mér hins vegar engin árátta. Stundum eru þau ill nauðsyn en í stjórnmálum er það annað sem veitir mér ánægju.“ Össur Skarphéöinsson alþm. f viötali I Degi 3. júní. Sjálfstæð námskeið „Þetta fólk er ekk- ert verra en hvað annað, lífsstíll þeirra er bara ekki í takt. | við guðs orð.... Nám- skeiðin um „kyn- villupúkann" voru ekki á vegum Omega heldur sjálfstæð hjá útlenskum kenn- urum. Ég vitna í viðtöl við aðila sem losnuðu undan þessEiri hneigð. Rann- sóknir sýna að í 98% tilvika sé um áskapaða kynhneigð að ræða.“ Eiríkur Sigurbjörnsson, sjónvarpsstjóri Omega, T Degi 3. júnT. Hungurdoði velmegunar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.