Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2000, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2000, Page 6
6 Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2000 Lífeyrissjóður borgarstarfsmanna lánar borginni á niðurgreiddum vöxtum: Herfileg misnotk- un á sjóðnum - segir Guðlaugur I>ór Þórðarson borgarfulltrúi „Það er deginum ljósara að vegna óstjómar og fáránlegrar fjárfesting- arstefnu Lífeyrissjóðs borgarstarfs- manna í Reykjavík hefur sjóðurinn tapað hundruðum milljóna króna undanfarin ár. Það getur ekki talist eðlilegt að borgarsjóður fjármagni skuldir sínar með niðurgreiddum vöxtum úr sjóði starfsmanna. Þetta er skólabókardæmi um sukk í fjár- málum og maður spyr sig hvenær borgarstjórinn, sem er formaður líf- eyrissjóðsins, fer að seilast í kafii- sjóð starfsmanna," sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins. Lífeyrissjóðurinn er með allt handbært fé sitt bundið í borgarsjóði, gagnstætt því sem margir lifeyrissjóðir gera, og hefur ekki mögu- leika á að njóta hagstæðra ávöxtunarkjara sem boðist hafa á innlendum fjár- magnsmarkaði undanfar- in ár. Borgin greiðir hins veg- ar 5,5% vexti á skuld sína sem er óverðtryggð en i fyrra fékk sjóðurinn þó vaxtauppbót úr borgar- sjóði. Hlutfall lífeyris af ið- gjöldum nemur nú 93,1% og hækk- aði um nærri 4% milli ára. Guðlaugur Þór réðst harkalega á rekstur stjómar Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkur- borgar á fundi borgar- stjórnar í síðustu viku. Hann vísar í því efni til gagnrýninna orða borgar- endurskoðanda sem bend- ir á að raunávöxtun eigna sjóðsins er með því lægsta sem þekkist hjá lífeyris- sjóðum landsins. Hún var i fyrra 3,86% en á sama tíma fékk Líf- eyrissjóður starfsmanna Hafnar- fjarðarkaupstaðar 10% ávöxtun af sínum eignum og í Kópavogi var talan 8%. Undanfarin fimm ár hef- ur Reykjavík verið með 4,49% ávöxtun sjóðsins meðan Kópavogur var með 7,9% og Hafnarfjörður 7,4%. Eitt prósentustig í þessu dæmi vegur 30 milljónir króna. Guðlaugur Þór segir það engan veginn ásættanlegt að sjóðurinn skuli misnotaður svo herfilega. Hann segir að tvennt geti gerst í kjölfar slikrar óreiðu - að sjóðsfé- lagar muni njóta lakari kjara en gerist í betur ávöxtuðum sjóðum eða að borgarbúar verði látnir gjalda fyrir óreiðuna. Hvort tveggja sé óásættanlegt. -JBP Guölaugur Þór Þóröarson borgarfulltrúi. Eins og flórkýr sem slettir upp um sig — segir borgarstjóri um gagnrýni borgarfulltrúans á ávöxtun lífeyrissjóðsins „í ákafa sínum við að koma á mig höggi minnir Guðlaugur Þór einna helst á flórkýr sem skvettir upp um sig alla. f raun eru stóryrði hans þess eðlis að þau eru ekki svara- verð en hann er hins vegar svo ábyrgðarlaus í ummælum sínum um Lífeyrissjóð starfsmanna Reykjavíkurborgar að það verður ekki hjá því komist að að halda nokkrum staðreyndum til haga,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri þegar ummæli Guð- laugs Þórs Björgvinssonar borgar- fulltrúa voru borin undir hana. Hún sagði að sjóöurinn væri eign borgarsjóðs Reykjavíkur og sjóðfé- laga en borgarsjóður væri í fullri ábyrgð fyrir öllum skuldbindingum sjóðsins og réttindi sjóðfélaga óháð iðgjöldum. Þau fara eftir reglugerð sjóðsins og góð eða slök ávöxtun sjóðsins hafi engin áhrif á réttindi sjóðfélaga eins og Guðlaugur Þór heldur fram. Til skamms tíma hefur sjóðsstjóm unnið eftir fjár- festingastefnu sem byggð- ist á eldri reglugerð sjóðs- ins. Hefur stjórnin fyrir- mæli um hvemig ávaxta mætti fjármuni sjóðsins. Fjárfestingin var þá ein- göngu í ríkistryggðum bréfum, sveitarfélagabréf- um og fasteignatryggðum skuldabréfum sjóðfélaga. Gilti raunar hið sama hjá Lifeyrissjóði starfsmanna ríkisins að sögn borgarstjórans. „Frá 1. júlí 1998 varð til Lífeyris- Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri Hvergi vikiö aö óreiöu í skýrslu borgarendur- skoöanda. sjóður starfsmanna sveit- arfélaga og eiga allir nýi- ir starfsmenn Reykjavík- urborgar aðild að þeim sjóði. Sama máli gegnir um fjölda eldri starfsmanna sem kaus að flytjast yfir til nýja sjóðsins. Reykja- víkurborg samtímagreið- ir allar skuldbindingar vegna réttindaávinnslu þessara starfsmanna og því myndast engar skuld- ir vegna þeirra," sagði Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir. „Á sfðustu misserum hefur verið unnið að gagngerri end- urskipulagningu lífeyrissjóðsins en það hefur greinilega farið framhjá Guðlaugi Þór eins og svo margt annað. Starfsemin hefur verið flutt úr Ráðhúsinu, allir kostnaðarþætt- ir eru nú sérgreindir og sýnilegir, ný reglugerð hefur fengist staðfest í fjármálaráðuneytinu, ný fjárfest- ingastefna hefur verið samþykkt og sjóðnum hefur verið lokað fyrir nýjum sjóðfélögum,“ sagði borgar- stjóri. Ingibjörg sagði, varðandi skýrslu borgarendurskoðanda, að þar væri hvergi vikið að óreiðu eða gefið í skyn að illa hafi verið staðið að stjóm sjóðsins. Þess bæri einnig að geta að stjórn sjóðsins er skipuð fulltrúum meiri- hluta og minnihluta borgarstjórnar og fulltrúum starfsmanna. Þar hafi ætíð ríkt full sátt um framkvæmd í málefni sjóðsins." -JBP Mývatnssveit: Kísiliðjan er undirstaðan DV, AKUREYRI: ~~ Bæjarráð Akureyrar hefur fjallað um málefni Kisiliðjunnar í Mývatns- sveit og samþykkt ályktun varðandi fyrirtækið sem send verður til Skipu- lagsstofnunar. f ályktun bæjarráðsins segir að frá því að kísilgúrvinnsla hófst við Mý- vatn hafl starfsemi Kísiliðjunnar ver- ið ein helsta undirstaða mannlífs í Mývatnssveit. Áframhaldandi starf- semi hennar sé því afar þýðingarmik- il fyrir byggðina í Skútustaðahreppi sem og önnur sveitarfélög á Norður- landi eystra. „Með þetta í huga hvetur bæjarráð Akureyrar til þess að veitt verði áframhaldandi starfsleyfi fyrir verk- smiðjuna til lengri tíma. Flestar fram- kvæmdir hafa í för með sér breyting- ar á umhverfínu, hjá því verður ekki komist. Þetta á ekki sist við um efnis- töku hvers konar, hvort sem náman er á láði eða legi. Jafnframt þvi að veitt verði starfsleyfi til áframhaldandi vinnslu kísilgúrs úr Mývatni er lögð áhersla á stöðugar rannsóknir á lífríki vatnsins, þannig að strax verði hægt að gripa inn í veröi lífríkinu í og við þessa náttúruperlu ógnað,“ segir í ályktun bæjarráðs Akureyrar. -gk Frúin hlær í betri bil... Þessar stöllur á leikskólanum Tjarnarborg létu sér ekki leiöast í góöa veörinu í borginni heldur brugöu sér í bíltúr. _ HS'Umsjón: Hörftúr Kristjánsson netfang: sandkorn@ff.ls Móra afturgengin Gísli Hjartarson, gamansagnahöfund- ur á Isafirði, flutti erindi á dögunum á málstefnu í Bolung- arvík um sérkenni ; Vestfirðinga. Sagði hann þar m.a. eftir- farandi þjóðsögu af Dóra á Brodda- nesi, Halldóri Jónssyni, greinar- góðum karli sem enn lifir hátt á ní- ræðisaldri: Hann þeysir nú um alla landar- eignina á fjórhjóli, karlinn. Dóri er nokkuð fljótfær og til eru mörg skemmtileg tilsvör höfð eftir hon- um. Fyrir nokkru, eftir að sonur Dóra, Torfi, var tekinn við búi slátruðu þeir feðgar mórauðri gam- alá í heimaslátrun að hausti. Hafði ærin verið forystukind. í leitum haustið eftir, þegar verið var að reka í rétt, kemur gömul ær í rétt- ina og líktist mjög ánni sem slátrað hafði verið haustið áður. Þá kallar Dóri: „Torfi, þama er hún komin, hún Móra, sem við lóguðum i fyrra!“ Peningar í hring Nýríkir íslensk- ir kvikmyndajöfr- ar, kvótaeigendur og verslunarmenn eru nú farnir að fjárfesta grimmt og galið i eyjum, fjörðum og jörð- um um land allt. Þannig festu Hag- kaupsbræðurnir Jón og Sigurður Gísli Pálmasynir einar 25 milljónir að sagt er í jörð á Snæfellsnesi á dögunum. Gár- ungar segja að þannig þeir hringrás fjár- magnsins. Landlausir bændur arki nú suður á mölina með peningana bræðranna í vasanum til að kaupa aftur gömlu lambalærin sín í Hag- kaupi... Nei, ekki aftur! Athygli vakti er Jó- hanna Sig- urðardóttir, þingmaður Samfylkingar- innar, dró fram box- hanska á þingflokksfundi sem hald- inn var á ísafirði fyrir skömmu. Hóf hún að berja púða af miklum móð í líkamsræktarstöð Stebba Dan þar i bæ. Félagar Jóhönnu i þingflokknum fylgdust með en sagt er að Össuri Skarphéðinssyni, nýja formanni flokksins, hafi ekki litist á blikuna og smokrað sér af- síðis svo lítið bar á. Telja gárungar víst að hann hafi ekki ætlað að brenna sig á því öðru sinni að takast á við Jóhönnu, minnugur þess er hún sló hann út á rothöggi í prófkjöri um efsta sætið í Reykja- vík... Svart og veröbólgulaust SÁÁ er farið að gera reglulegar verðkannanir á hinum svarta fikniefnamarkaði hér á landi. Þar kemur í ljós að mikið framboð virðist vera á eit- urlyfjum og verð- lag stöðugt: hassið á fimmtán hundruð krónur, kókaín á tíu þús- und grammið og e-töflur á þrjú þúsund kall. Menn hafa velt fyrir sér í framhaldi af þessu hvort ekki væri ráð að fá fjármálaspekinga úr neðanjarðarhagkerfínu til að koma upp á yfirborðið. Alla vega virðist þeim takast að reka þetta svarta samfélag dauðans án verðbólgu, þrátt fyrir mikið mótlæti samfé- lagsins, og það mitt í stórhertum og árangursríkum lögregluaðgerð- um... ' !s$ I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.