Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2000, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2000 Skoðun r>v Spurning dagsins Hver er þinn uppáhalds- leikari/leikkona? Úlfur Einarsson strætisvagnsstjóri: Gurrnar Eyjólfsson er á heimsmælikvaröa. Magnús Weber grínisti: Baltasar Kormákur og Edda Heiörún. Guöjón Bogason atvinnulaus: Þórhallur Sigurösson (Laddi) og Siguröur Sigurjónsson. Yannick nemi: Öll Spaugstofan. Auöunn Gestsson blaöasali: Egill Ólafsson og Árni Tryggvason. Elín Siguröardóttir: Örn Árnason og Karl Ágúst Úlfsson. Frá fjármálaparadíslnni Jersey Þegar núverandi góöæristímabili lýkur má búast viö enn meira falli krónunnar. Þeir sem stofna reikning á þessum stööum geta keypt ávísun í íslenskum bönkum í erlendri mynt og sent í pósti, tekiö út og fengiö sent í pósti o.s.frv. “ Sparifé erlendis - vænlegur kostur Nýlega hitti ég franskan fjármála- sérfræðing sem er búsettur á Bret- landi. Hann ræddi um kosti þess að geyma sparifé sitt og annarra í bönkum á Ermasundseyj unum bresku, Jersey og Guemsey. Þar er al- gjör bankaleynd og fólk þarf ekki að greiða skatt af fjármunum sem eru í vörslu banka eða telja þá fram þar. Á þessum eyjum, sem eru undan strönd Frakklands, hafa bankar víða að hreiðrað um sig. Muni ég rétt keypti Landsbankinn hlut í banka þar á sl. ári. Talandi um Landsbankann þá eignaðist hann á síðasta ári stóran hlut í VÍS, sem eru leifamar af veldi SÍS sáluga. Áður hafði Landsbank- inn eignast Holtagarða, þar sem nú er umsvifamikill verslunarrekstur. En aftur að áðurnefndum eyjum. Viðmælandi minn sagði að auðvelt væri fyrir almenning á Evrópska Á þessum eyjum, sem eru undan strönd Frakklands, hafa bankar víða að hreiðr- að um sig. Muni ég rétt keypti Landsbankinn hlut í banka þar á sl. ári. efnahagssvæðinu, sem ísland er aðili að (þökk sé Jóni Baldvin, fyrrv. ráð- herra), að stofna bankareikning. Nægði að skrifa, hringja eða senda fax eða e-mail til þessara banka sem síðan senda í pósti eyöublöð vegna stofnunar reiknings og mánaðarlegt yfirlit væri síðan sent til viðkom- andi reikningseiganda. Maðurinn þekkti þessi mál greini- lega vel og lét hann dæluna ganga: Lágmarksinneign er 5 bresk pund en reikningar mega vera í öllum algeng- ustu gjaldmiðlunum, frá evru til dollars, sagði hann, og vextir háir. Þama væri sannkölluð fjármálapara- dís. Mér varð hugsað til íslands. Síö- astliðin 20 ár hafa þeir er eiga fé í bönkum, t.d. eldra fólk, mátt þola miklar hremmingar, gengisfellingar, verðbólgu. Þegar núverandi góöæris- tímabili lýkur má búast við enn meira falli krónunnar. Þeir sem stofna reikning á þessum stöðum geta keypt ávisun i íslenskum bönk- um í erlendri mynt og sent í pósti, tekið út og fengið sent i pósti o.s.frv. Úr því að almenningur í öðrum Evrópulöndum hefur þennan háttinn á er ekkert til fyrirstöðu hér á landi líka. Trúlega eru þetta ekki nýjar frétt- ir fyrir íslenska fjármálamenn, sem margir hverjir em með viðskipti þarna. AUavega banki allra lands- manna, LÍ. Stjómvöld hafa vegiö að almenningi með fjármagnsskatti og svo tvísköttun á lífeyrisbætur, sem hefur bitnað harkalega á ellilífeyris- þegum og öryrkjum. Fyrri hópurinn hefur lika mátt þola rýrnun á spari- fé. íslendingar ættu aö kanna mögu- leikann á geymslu fjármuna sinna erlendis, a.m.k. þar til annað og betra tækifæri skapast hér. Skarphéðinn Einarsson skrifar: Menningarþræðir úr vösum skattborgara Jón Pétursson skrifar: Ég verð að segja, að mér blöskrar að verða vitni að því hvernig fjár- munum hins opinbera er varið þessa dagana. Ég tel að þeim pen- ingum sem varið er til menningar- starfsemi eftir einhverri hentistefnu sé ekki vel varið. Fagrar listir, hverju nafni sem nefnast (líka tón- list, leiklist og bókmenntaafrek) verða ekki til vegna fjármuna sem til þeirra er veitt. Að baki listanna eru hvatir dugandi og hæfileika- ríkra einstaklinga til að skapa það sem þeim stendur hugur til. Verð- launa má slíka menn þegar afrakst- ur liggur fyrir. - En það er ekki styrkur, heldur viðurkenning. „Sœmra hefði verið fyrir borgaryfirvöld t.d. að gera verulegt hreinsunarátak og endumýja götur og gang- stéttarhellur svo víða sem þess er þörf og fjarlœgja ill- gresi sem þýtur upp með rennusteinum. “ Þeir ábúðarfullu valdamenn sem nú spranga um í fjölmiðlunum og tína upp hvem listaviðburðinn á fætur öðrum í tilefni menningar- borgar með glasaglaumi og tilheyr- andi túlka einfaldlega þjóðrembu af verstu tegund. Fjárausturinn er gíf- urlegur og hvergi sæmandi smáþjóð sem þegar er sjúk af eyðslusemi og fordild. Minnismerki menningarborgar mun ekki sjást að loknum hinum dýru uppákomum. Sæmra hefði ver- ið fyrir borgaryfirvöld t.d. að gera verulegt hreinsunarátak og endur- nýja götur og gangstéttarhellur svo víða sem þess er þörf og fjarlægja illgresi sem þýtur upp með rennu- steinum. Og setja skýr ákvæði um sektir og refsingu þeim til handa sem henda rusli á víðavangi. - En menn- ingarþræðimir ná ekki til hins op- inbera, þeir ná bara í vasa skatt- borgaranna. Dagfari smm Heyrnarlausir, sjónlausir og kúka í Gústafsberg Landbúnaðarráðuneytið leitar nú logandi ljósi að hrossum sem brúklega geta talist til að standa heiðursvörð við móttöku erlendra stór- menna á Keflavíkurflugvelli. Okkar skemmti- legi landbúnaðarráðherra hefur talað mikinn um sómann sem hægt væri að sýna erlendum tignargestum með vaskri sveit hrossa og knapa á flugvellinum. Þykir þetta í raun mikfl nauðsyn, því ferlega aulalegt þykir að bjóða höfðingjum eingöngu upp á rölt með fram svartklæddum götulöggum og handahristing með íslenskum ráðherrablókum. Menn hafa í svipuðum tUgangi einnig imprað á nauðsyn þess að stofna íslenskan her. Slíkt væri auðvitað toppurinn og þá væri sko hægt að taka almennilega á móti okkar er- lendu gestum. - Hvað er líka tignarlegra en röð af dátum, gráum fyrir jámum? Slík sýn, þegar stigið væri út úr málmfugli á íslenskri grund, myndi án efa afla okkur mikUlar virðingar í samfélagi þjóð- anna. Það myndi fá höfðingja kjamorkuvelda tU að kikna í hnjáliðum og minni spámenn tU að líta á okkur sem stórmenni á alþjóðlega vísu. Heimóttarlegir afdankaðir íslenskir stjórnmála- menn, sem rekja helst djúpar rætur sínar til hér- lendrar moldarkofamenningar, hafa hins vegar komið í veg fyrir að íslenskur her hafi orðið að veruleika. Okkar ástsælu ráðamenn fá ekki svo Verst er að hross eiga ákaflega lítið sameiginlegt með silfurgljáandi málmfuglum með öskrandi þotu- hreyflum. Þetta fer svona álíka vel saman og mörflot út á pitsu. mikið sem að kaupa einn vesælan skriðdreka tU móttökubrúks suður á Miðnesheiði. Því hljómaði hugmynd Guðna Ágústssonar hrossamálaráðherra og fleiri góðra manna eins og guðsgjafarþula í eyr- um vorum. Þetta var þó altént eitthvað í átt að veglegri móttöku með hemaðarívafi eins og alþekkt er um aUan hinn siðmenntaða heim. Þannig mætti sætta sjónarmið hernað- arsinna og gamalla sveitalubba. Verst er að hross eiga ákaflega lítið sameig- inlegt með silfurgljáandi málmfuglum með öskrandi þotuhreyflum. Þetta fer svona álíka vel saman og mörflot út á pitsu. Því er land- búnaðarráðherra mikUl vandi á höndum. Þrátt fyrir stífa hreinræktunarstefnu íslenska hrossastofnsins er víðs fjarri að tekist hafi að aðlaga bikkjurnar flugvélagný og móttöku þjóðhöfðingja. Það virðist hreinlega sem þetta móttökugen vanti í okkar hrossastofn. Guðni hefur því verið eins og útspýtt hundsskinn (eða hrosshúð eftir atvikum) við að leita að hest- um við hæfi. Vegna þessara augljósu vandræða vUl Dagfari leggja ráðherra lið og skora á þá bóndadurga og hrossaræktendur sem enn hafa einhvern metnað fyrir land sitt og þjóð að láta skrásetja sín hross. - Vel að merkja, samt aðeins þá gæðinga sem eru hvort tveggja í senn heymarlausir og sjónlausir. Helst verða þeir líka að vera gæddir þeim eigin- leika að kúka í Gústafsberg, annars er hætt við aö höfðingjar hnjóti um taðhraukana. ^ |> . Elton John dró að. Líka þá sem fengu frítt inn. Þeir fengu frítt inn Ragnheiður hringdi: Mér finnst ótækt hvemig staðið var að tónleikunum með Elton John í Laugardalnum sl. fimmtudag. Við vinkonurnar keyptum saman fimm miða á kr. 6.600 kr. stykkið í stúku. Síðan horfðum við upp á það að þeg- ar u.þ.b. einn klukkutími var liðinn að múg og margmenni, sennUega öUum sem utan svæðis stóðu, var hleypt inn alveg ókeypis. Þetta er náttúrlega engin framkoma við þá sem keyptu sig inn til að njóta tón- leikanna sem best - og greiddu það sem upp var sett. Fasteignaeigendur bera kostnaðinn Adolf hringdi: Menn eru kannski búnir að gleyma aðfórinni að fasteignaeigend- um sem fólst í framvarpi fjármála- ráðherra um breytingar á lögum um brunatryggingar, en þar er áætlað að fasteignaeigendur beri kostnaðinn við að koma á einu samhæfðu kerfi upplýsinga um fasteignir. Með því að innheimta sérstakt gjald af fast- eignaeigendum. Hvenær ætlar aðför gegn þessum hópi þjóðfélagsþegna að enda? En það sem verra er, það var ekki einn einasti þingmaður sem mótmælti þessari nýju áþján, utan einn, Margrét Frímannsdóttir alþingismaður. Hvar voru þingmenn Reykjavíkur? Við bíðum eftir að fefla þá, alla með tölu. Okrað á leikföngum Anna Gísladóttir skrifar: Maður fylgist vel með þessa dag- ana hvað skrifað er og rætt um hið háa verðlag á öllum hlutum hér á landi. Það er áreiðanlega hárrétt að frekar má tala um okur en hátt verð á matvöranni, jafnt innlendri sem erlendri. En það eru líka aðrir hlut- ir sem ræna mann peningum heim- ilsins. Ég nefni leikfong. Maður kemst ekki hjá því að kaupa eitt- hvað í þeim geira fyrir krakkana. En það.^er dýrt og ég tel að það sé okrað á leikföngum hér miðað við það sem gerist í nágrannalöndum, enda er það orðið eitt það helsta sem maður kaupir erlendis þá sjald- an maður fer utan. Verðið er oft alltað fjórfalt hærra hér á landi. I skólanum, í skólanum .... Kennaraskortur? Hvaö er nú þaö? Aldraöa til kennslu Foreldri skrifar: í öllum kennaraskortinum hér á landi dettur mér í hug, hvort ekki er hægt að fá þá öldruðu, t.d. þá sem hafa hætt kennslu nokkru fyrir 70 ára aldur eða aðra, bara venjulegt en greint aldrað fólk til að gegna kennslu yngstu nemendanna. Úr því svo margir ómenntaðir kennar- ar era að störfum mætti kanna hver vilji áðurnefndra aðila er. Þótt ekki væri nema hlutastarf, mætti áreiö- anlega brúa bilið. Ég sé ekkert nema gott eitt við að fá utanaðkom- andi til þessara starfa, svona fyrstu ár krakkanna i skólum. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11,105 ReyKJavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.