Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2000, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2000 Utlönd Koss fyrlr botni Miðjarðarhafs Vel fór á meö þeim Ehud Barak, for- sætisráöherra Israels, og Madeieine Albright, utanríkisráöherra Bandaríkj- anna, í Jerúsalem í gær. Albright talar við Arafat og Barak Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, heldur áfram í dag að reyna að koma á friði fyrir botni Miðjarðarhafsins. Hún hittir Yasser Arafat, forseta Palestínu- manna, að máli og síöan ræöir hún öðru sinni við Ehud Barak, forsæt- isráðherra ísraels. ísraelskur samningamaður hefur kallað viðræður Albright og leiðtog- anna þær alvarlegustu sem nokkru sinni hafa verið haldnar. Bill Clinton Bandaríkjaforseti, sem á aðeins eftir að sitja sjö mán- uði enn í Hvíta húsinu, gerir sér vonir um að kóróna áralangar samningaumleitanir með leiðtoga- fundi með þeim Arafat og Barak. Bandarískir embættismenn sögðu þó í gær að bilið væri enn of breitt til að hægt væri að brúa það í tveggja daga heimsókn Albright. Andvíg stríös- glæpadómstól Bandaríkin eru í herferð gegn myndun alþjóðlegs stríðsglæpadóm- stóls, að því er breska blaðið Independent greinir frá. Fyrir 2 ár- um undirrituðu 120 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna, SÞ, viljayfir- lýsingu um stofnun alþjóðlegs stríðsglæpadómstóls. Bandaríkin eru sögð gera allt til að koma í veg fyrir að bandarískir þegnar, sakaðir um þjóðarmorö, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu, verði dregnir fyrir dómstólinn. Hefur Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, hótað að bandarískar sveitir taki ekki þátt í aðgerðum SÞ vegna málsins. Hillary hjá SÞ Bandaríska forsetafrúin geröi lukku á ráöstefnu um málefni kvenna. Konur sungu fyrir Hillary Clinton Kvenréttindakonur klöppuðu óspart fyrir Hillary Rodham Clint- on, forsetafrú í Bandarikjunum, þegar hún mælti fyrir jafnrétti milli kynjanna í ræðu á kvennaráðstefnu SÞ í New York í gær. Ekki nóg með það, heldur stóðu konumar á fætur allar sem ein og hófu að kyrja lagið We Shall Overcome sem frægt varð í manréttindabaráttu blökkumanna. Um tíu þúsund fulltrúar og bar- áttufólk er saman komið í New York til að meta hvemig miðað hafi frá kvennaráðstefnunni í Peking fyrir fimm árum. Tugir látnir og hundruð slösuð eftir jarðskjálfta á Súmötru: Vont veður tefur fyrir björguninni Öflugur jarðskjálfti á sunnudags- kvöld og tugir eftirskjálfta sem skóku indónesísku eyjuna Súmötru urðu allt að 94 að bana og særðu meira en fimm hundmð, að sögn fjölmiðla og embættismanna þar austur frá. Embættismenn sögðu í morgun að björgunarsveitir væru að reyna að komast til hins af- skekkta Bengkulu-héraðs, sem varð verst úti í hamforunum, en gengi erfiðlega. Slæmt veður hamlar for, auk þess sem fjarskipti eru rofm og flugvöllur héraðsins lokaður. Dagblaðið Harian Semarak, sem kemur út á skjálftasvæðinu, sagði í morgun að 94 hefðu týnt lífi víðs vegar um héraðið þar sem 1,4 miUj- ónir manna búa. Lögreglan hefur aðeins greint frá dauðsfollum í bænum Bengkulu þar sem 58 týndu lífi. Skjálftinn á sunnudagskvöld mældist 7,9 stig á Richter og enn í morgun mældust eftirskjálftar. Margir íbúanna þorðu ekki að sofa í skemmdum húsum sínum síðastliðna nótt held- ur gistu í tjöldum. Fréttastofan Antara sagði að rúmlega fimm hundruð manns hefðu slasast, helmingur þeirra al- varlega. Læknar í héraðshöfuð- borginni Bengkulu neyddust til að hlúa að mörgum hinna særðu á bílastæði sjúkrahússins þar sem næg rúm voru ekki innan dyra. Þá gerði skortur á blóði þeim einnig erfitt fyrir. Byggingar hrundu í jarðskjálft- anum, vatnsleiðslur rofnuðu og hristingurinn fannst alla leið til höfuðborgarinnar Jakarta og til Singapore. Stjórnvöld í Indónesiu sögðu að þörf væri á erlendri aðstoð. Þor- steinn Þorkelsson, skólastjóri björgunarskóla Slysavarnafélags- ins Landsbjargar, heldur áleiðis til Indónesíu í dag þar sem hann mun starfa við björgunaraðgerðirnar á vegum Sameinuðu þjóðanna. Jarðskjálftinn á sunnudags- kvöld er einhver sá öflugasti sem mælst hefur á jörðinni á síðustu tíu árum. Lögreglan óttaðist gripdeildir í Bengkulu og sendi þangað varalið. Með aleiguna í pokaskjatta Ung stúlka í borginni Bengkulu á indónesísku eyjunni Súmötru heldur á aleigu sinni í rústum heimilis síns eftir jarö- skjálftann mikla sem reiö yfir á sunnudagskvöld. Jaröskjálftinn, sem mældist 7,9 stig á Richter, er einhver sá öflug- asti sem mælst hefur á jöröinni á síöustu tíu árum. Taliö er aö hátt í eitt hundraö manns hafi látist og meira en fimm hundruö hlutu sár. Helmingurinn er alvarlega slasaöur, aö sögn yfirvalda á Súmötru. Tony Blair og kirkjan blessa hiónaband Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og breska biskupakirkj- an eru reiðubúin að leggja blessun sína yfir hjónaband Karls prins og ástkonu hans til margra ára, Camillu Parker Bowles. Breskir fjöl- miðlar greindu frá þessu í morgun. Fjölmiðlar hafa jafnframt greint frá því að Karl og Camilla hafi átt leynilega fundi með erkibiskupnum af Kantaraborg. Hafa fundimir kynt undir vanga- veltum um að kirkjan sé ekki leng- ur andvíg hjónabandi prinsins og ástkonu hans. Blaðið The Daily Express hefur það eftir háttsettum heimildar- mönnum að Blair muni hvetja til hjónabands Karls og Camillu leiti drottningin ráða hjá honum. Elísabet Englandsdrottning gaf í Karl Bretaprins Ástkona hans er nú komin inn úr kuldanum. skyn siðastliðinn laugardag að kom- inn væri tími til að Camilla kæmi inn úr kuldanum þegar hún kom til afmælisveislu Konstantíns Grikkja- konungs sem Karl og Camilla héldu honum. Gekk drottningin beint til Camillu er hún kom til veislunnar og ræddi við ástkonu sonar síns í 10 mínútur áður en hún heilsaði öðr- um gestum. Breska blaðið Times greindi frá því í morgun að eldri sonur Karls, Vilhjálmur prins, hefði bundist Camillu sterkum böndum eftir að móðir hans, Díana prinsessa, lést í bílslysi i Paris fyrir nær þremur ár- um. Blaðið segir að komið hafi í ljós að það hafi verið Vilhjálmur sem hafi fengið fóður sinn til að koma á fundi með Camillu, honum sjálfum og Harry bróður hans árið 1998. Clinton afhendi tölvupóst Bandarískur al- rikisdómari krefst þess að Hvita húsið afhendi tölvupóst skrifaðan af Bill og Hillary Clinton inn- an 20 daga. Um er að ræða tölvupóst tengdan meintri ólöglegri notkun á leynilegum gögn- um bandarísku alríkislögreglunnar ásamt tölvupósti frá Lindu Tripp og Kathleen Willey. Þeir sem standa að baki málinu vilja sanna að stjóm Clintons haf notað gögn alríkislög- reglunnar í baráttunni gegn pólitiskum andstæðingum. Mannskæður jarðskjálfti Að minnsta kosti einn lét lifið í öflugum jarðskjálfta sem skók mið- hluta Tyrklands í morgun. Að minnsta kosti 26 slösuðust í skjálft- anum, þar á meðal nokkrir sem stukku út um glugga í skelfmgu. Veðjað í Belgrad í kjölfar fjölda morða á háttsett- um serbneskum stjórnmálamönn- um eru íbúar Belgrad nú famir að veðja um það hver verði næsta fórn- arlamb. Þeir sem veðja mega velja á milli tuttugu nafna. Á listanum eru bæði stjómmálamenn og meintir stríðsglæpamenn. Börn tróðust undir Fjórtán böm létu lifið og 67 slös- uðust þegar þátttakendur í minn- ingarathöfn í Addis Abeba í Eþíóp- íu forðuðu sér undan steypiregni. Þúsundir barna voru viðstaddar minningarathöfnina um fómarlömb stríðsins við Erítreu. Minnkandi fylgi Fylgi Verka- mannaflokksins í Noregi hefur minnkað um 4,5 prósentustig frá því í síðastliðnum mánuði. Fylgið er nú 30,5 prósent. í síðasta mánuði jókst fylgið. Þá var mánuður frá þvi að Jens Stoltenberg tók viö forsætis- ráðherraembættinu. Svíar vinna of lítið Sviar vinna að meðaltali 32 ár. Er litið á þennan stutta starfsaldur sem ógnun við velferðarkerfið er gerir ráð fyrir 40 ára starfsaldri. Hlusta ekki á kröfur Herforingjar á Fídjieyjum hertu í gær afstöðu sína gegn George Speight, leiðtoga valdaránsmanna, og kváðust ekki láta undan kröf- um hans gegn frelsi gíslanna. Morð og sjálfsmorð Kennari við framhaldsskóla í Kristiansand í Noregi skaut til bana í gær fyrrverandi unnustu sína í bilageymslu við skólann. Kennar- inn svipti sig síðan lifi. Út af sporinu Röskun varð á lestarsamgöngum í N-Frakklandi í morgun eftir að Eurostar-hraðlestin frá París til London fór út af sporinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.