Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2000, Blaðsíða 6
6 Fréttir FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 2000 3>V Byrgið stundar erfiðustu sjúklingana: Gamla svallbælið verður að heilsuþorpi - og fjórir af tíu í áfengi og eiturlyfjum hætta PV:~KEFLAVÍK: Rónarnir frá Hlemmtorgi urðu mörgum minnisstæðir. Nú eru fjöl- margir þeir best þekktu komnir á gott ról, hættir að drekka, farnir að vinna eða eru í atvinnuleit og eru gjörbreyttir menn. Þetta kom fram þegar Byrgið, kristilegt líknarfélag í Rockville á Miðnesheiði, var heim- sótt um síðustu helgi. Þar mátti sjá suma þessa fyrrum útigangsmenn strokna og flna á hátíðisdegi Byrgis- ins. í þessu fyrrum alkunna spill- ingarbæli hersins, þar sem svaka- legustu svallveislur landsins fóru fram á árum áður, var verið að vígja eins konar heilsuþorp þar sem hjónin Guðmundur Jónsson og Helga Haraldsdóttir reka endurhæf- ingarstöð fyrir vímuefnaneytendur. Nýverið gerði Fangelsismálastofn- un ríkisins samning við Byrgið um samfélagsþjónustu innan Byrgisins sjálfs og er sú þjónusta hafin. Byrgið var stofnað í desember 1996 og hafði Guðmundur sjálfur átt við vandamál að stríða og yfirvann þau. í dag sækir hann sjálfur þá verst settu í útiganginum og býður þeim aðstoð. Útkoman hefur verið ótrúlega góð, ekki síst þar sem skjólstæðingarnir eru flestir langt gengnir og illa famir flkniefna- og áfengisneytendur, yfirleitt heimilis- lausir, ófáir með geðræn vandamál og margir með afbrotaferil. Byrgið er rekið sem þríþætt starf- semi með öflugu starfsliði og starf- rækir kristilega langtímameðferð og endurhæfingu áfengis- og flkni- efnaneytenda. Ólafur Ólafsson, fyrr- verandi landlæknir og núverandi læknir Byrgisins, sagði á kynning- arfundi á laugardag að með tilkomu starfseminnar væri hafin gerbylting í meðferðarmálum íslensku þjóðar- innar. Sérstaða Byrgisins væri að miklu leyti fólgin í vinnu, endur- hæflngu og starfsþjálfun. Ólafur kynnti árangursskýrslu Byrgisins þar sem fyrstu tölur um meðferðar- árangur eru birtar. I ljós hefur kom- ið að 38% skjólstæðinganna eru í dag edrú eftir fyrstu meðferð og meira en helmingur þeirra með stöðuga atvinnu. Hjálmar Ámason, þingmaður og velunnari Byrgisins, sagði að starfsemi þess væri tví- DV-MYNDIR SIGRÚN LOVlSA Byrjaö í sól og sumaryl Athöfnin hófst í góöu veöri utandyra en þegar á leið fór aö hvessa og þá var samkoman flutt inn fyrir veggi hins nýja meöferöarheimilis. Stjórnendur Hér eru nokkrir stjórnendur Byrgisins samankomnir. Góöur læknir Byrgisins Ólafur Ólafsson bauö fram krafta sína til Byrgisins og hefur veitt ómetanlega aðstoö. Hér er hann ásamt konu sinni á hátíöisdegi í Rockville. mælalaust jákvæð og framtíð starf- seminnar væri björt. Ýmis fyrir- tæki hafa stutt Byrgið og voru for- ráðamenn þeirra heiðraðir á sam- komunni. Opinber aðstoð hefur enn ekki fengist til rekstursins. í Rockville er nú sem stendur 25 manna hópur í endurhæfingu og meðferð en reikn- að er með að þar ^. . verði senn með- sem breytt hefur ferðarpláss fyrir herstoö i em- ^ að 6Q manns. Frumherjinn Hér er Guð- mundur Jónsson stætt sjúkraþorp Kostnaðarsamar meö atorku sinni og aöstoö góöviljaöra fyrir- tækja og ein- staklinga. Hið opinbera og sum bæjarfélög vilja sem minnst af honum vita. endurbætur hafa átt sér stað á hús- næðinu sem amer- iska varnarliðið yfirgaf og lýkur þeim senn. I mars í fyrra fékk Byrgið herstöðina afhenta til sinna nota. Hljómsveit Byrgis- ins lék við opnunina í Rockville en vel heppnaðri opnunarathöfn lauk með grillveislu. -SLS Löggan upp á yfirborðið - flytur úr kjallara sýslumanns í glæsilega lögreglustöð DV, HÓLMAVÍK: Um áratugaskeið hefur aðalaðset- ur lögreglunnar á Hólmavík verið í takmörkuðu kjallararými í íbúð sýslumannsins á staðnum. Á dögun- um varð mikil breyting á þegar flutt var í nýtt og glæsilegt húsnæði sem risið hefur frá haustdögum rétt viö þar sem komið er í kauptúnið á svo- nefndu Skeiði. Húsið er 180 fermetr- ar og er sambyggt slökkvistöð sveit- arfélagsins sem reist var samtímis. Ekki gekk þrautalaust að koma framkvæmdum af stað vegna fjöl- margra verkefna iðnaðarmanna á svæðinu allt síðastliðið ár. Varð að bjóða verk þetta út í tvígang og var samið við fyrirtækið Stíganda hf. á Blönduósi sem tók verkið að sér fyr- ir 38,3 milljónir, en fyrirtækið hafði reist heilsugæslustöðina á Hólma- vík á sínum tíma og því að góðu kunnugt á svæðinu. „Endanlegur kostnaður liggur ekki fyrir að svo stöddu en framkvæmdin varð dýrari en kostaðaráætlun gerði ráð fyrir, að meginhluta vegna þess að sækja þurfti verktaka út fyrir byggðarlagið. Þá er jafnan óhjá- kvæmilegt að verulegur aukakostn- Ný lögreglustöö Strandamanna Fyrsta byggingin sem btasir viö þegar ekiö er inn í Hólmavík er lögreglu- og slökkvistöö Strandamanna, glæsilegt hús svo sem sjá má. DV-MYNDIR GUÐFINNUR RNNBOGASON Höskuldur B. Erlingsson lögregluvarðstjóri Nutum góös afsamstarfi viö sveitarfélagiö meö bygginguna. aður komi til,“ segir Guðni Walder- haug hjá Framkvæmdasýslu ríkisins. Sveitarfélagið var búið að kosta til sökkla og ganga frá plötu undir skemmuna að kostnaðarverði um 10 milljónir króna, þegar farið var af stað á síðasta hausti. „Við nutum góðs af því að vera í samstarfi við sveitarfélagið um þessa fram- kvæmd,“ segir Höskuldur B. Er- lingsson, lögregluvarðstjóri á Hólmavík. Ríkissjóður kostaði að öllu byggingu lögreglustöðvarinnar og slökkvistöðvarinnar að einum þriðja á móti 2/3 hlutum sveitarfé- lagsins. í gólfi bílageymslunnar er hitalögn svo og granítflísar svo naglar í dekkjum skaði ekki gólf. Frágangi á lóð er ekki að fullu lokið og verður fullnaðarúttekt gerð á henni á næsta ári eftir að land hef- ur jafnað sig. -GF Umsjón: Hörður Kristjánsson netfang: sandkorn@ff.is ritstjórastól? Sú kjaftasaga gengur nú á milli manna í Reykja- vík að hagir Dav- íðs Oddssonar kunni að vera að breytast. Gengm- j sagan út á það að, Matthías Jo- hannessen, rit- stjóri Morgun- blaðsins, sé kominn á aldur og hyggist stíga úr ritstjórastólnum. Þar er nefndur til sögu sjálfur for- sætisráðherrann sem þykir hafa það með sér að vera vel pennafær maður, sálmaskáld og leikritahöf- undur að auki. Því passi hann ein- staklega vel í hlutverk ljóðskálds- ins Matthíasar og geti þá sýslað við skriftir samhliða ritstjórastarfinu í framtíðinni. Sandkorn selur þetta þó á svipuðu verði og það er keypt, sem sagt óstaðfest en samt skrambi góð kjaftasaga... Björn líklegur I framhaldi af vangaveltum um Davíð Oddsson, þá hafa menn auðvitað velt fyrir sér hugsan- legum hróker- ingum í innsta hring Sjálfstæð- isflokksins. Þar þykir fyrrum Morgunblaðsmaður, sjálfur Bjöm Bjarnason, hafa einna sterkasta stöðu sem arftaki Davíðs. Hafi Björn t.d. vaxið mjög i sínu emb- ætti sem menntamálaráðherra á meðan Geir Haarde, sem líka þótti líklegur, þarf að stunda þyngri róð- ur í óvinsælu embætti fjármálaráð- herra. Þaðan þykja menn sjaldnast ríða feitum hesti til hárra embætta í flokknum og nægir að nefna for- verann, Friðrik Sophusson... Ekki á förum Leitt hefur ver- ið að því getum að Halldór Blön- dal, óskoraður leiðtogi Sjálfstæð- ismanna í Norð- urlandi eystra, sé á förum úr póli- tík eftir kjörtíma- bilið. Flestum er í fersku minni að Davíð Oddsson ýtti honum snarlega af ráðherrastól og í emb- ætti forseta Alþingis. Halldór hefur blómstrað í því embætti og stjórn hans á þinginu er sterk. Nú heyrist að Halldór sé í óða önn að stimpla sig inn hjá nýjum kjósendum á Austflörðum. Hann mun halda sig á landsbyggðinni og fæst ekki til borgarinnar jafnvel þó tignir gestir þrái að sjá ásjónu hans. Hann er sem sagt ekki á fórum og það kætir að sögn lítt samþingmann hans, Tómas Inga Olrich, sem stefnir á oddvitasætið... Akureyri leiðinleg Sjónvarpsmað- urinn Egill Helgason fer mikinn þessa dagana enda Silfur hans með eindæmum vin- sælt. Víst er að Egill hefur lifað erfiðari tíma en nú þegar hluti þjóðarinnar ber hann á höndum sér og dagamir líða áfram í rós- rauðum bjarma þar sem útvarps- konan Brynhildur Þórarinsdótt- ir er þétt við hlið hans. Egill held- ur úti vefsíðu þar sem kennir ým- issa grasa og hann fjallar um allt milli himins og jarðar. Nýlega fjallaði hann um byggðamál þar sem hann greindi vandann ofan í rót...Því líklega er það mesti byggðavandinn þegar öllu er á botninn hvolft hvað það er leiðin- legt á Akureyri.“...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.