Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2000, Side 11
11
FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 2000
DV
Danskur prófessor í alþjóöastjórnmálum:
Útlönd
Færeyjar skipta
NATO litlu máli
Færeyingum verður ekki kápan úr
því klæðinu að nota hernaðarlega
mikilvæga stöðu sína sem
framvörður NATO í Norður-
Atlantshafi i sjáifstæðisviðræðunum
við dönsk stjórnvöld. Að kalda
stríðinu loknu gegna Færeyjar ekki
lengur mikilvægu hlutverki í
vamarmálum.
Þessu heldur Ole Wæver, prófessor
í alþjóðastjórnmálum við
Kaupmannahafnarháskóla, fram í
viðtali við danska blaðið Berlingske
Tidende.
Samtímis vísar prófessorinn þvi á
bug að Danir hafi fengið eins konar
afslátt á framlögum sínum til
varnarmála innan NATO út á
aðstöðuna sem bandalagið hefur í
Færeyjum.
Hogni Hoydal, sem fer með
sjálfstæðismál i færeysku
landstjórninni, hefur mælt fyrir
lengri efnahagslegum aðlögunartíma
fyrir Færeyjar eftir sjálfstæði á
Hogni Hoydal
Vill að Færeyingar fái aö njóta
afsláttarins sem Danir fá hjá NATO.
grundvelli þess að Danir hafi frá 1976
lagt 2,6 prósent landsframleiðslunnar
til varnarmála i stað þriggja prósenta
eins og NATO mælir með. Hagni
segir að á því hafi Danir sparað tæpa
300 milljarða íslenskra króna.
„Þetta passar ekki. Danir hafa að
vísu fengið ákveðinn afslátt í NATO
en það er að 99 prósentum vegna
Grænlands. Það er miklu
mikilvægara, einkum fyrir
Bandaríkjamenn í tengslum við
umræður um eldflaugavarnakerfi. Ef
Færeyjar hefðu gengið úr NATO á
tímum kalda stríðsins hefði
ratsjárstöðvunum sem eru í
Færeyjum verið fundinn staður
annars staðar,“ segir Ole Wæver.
Þriðja lota sjálfstæðisviðræðnanna
milli Færeyinga og danskra
stjórnvalda fer fram í
forsætisráðuneytinu í
Kaupmannahöfn í dag. Færeyingar
hafa beðið um lýsingu á mikilvægi
eyjanna í varnarmálum.
Klerkar blessa mótmælendur
Kristódúlos erkibiskup, leiötogi grísku kirkjunnar, blessar þúsundir mótmælenda sem komu saman í borginni Þessa-
lóníki í gær til aö mótmæla nýrri tegund nafnskírteina. Stjórnvöld hafa ákveöiö aö trúar viökomandi veröi ekki getiö á
nýju nafnskírteinunum og er það í samræmi viö álit mannréttindanefndar.
Hillary græðir ekki á
brotthvarfi Giulianis
Vinsældir Hillary Clinton, for-
setafrúar Bandaríkjanna, hafa auk-
ist við brotthvarf Rudolps Giulianis,
borgarstjóra New York, úr barátt-
unni um öldungadeildarþingsæti
fyrir borgina. Þegar Giuliani dró sig
í hlé fyrir nokkrum vikum vegna
krabbameins í blöðruhálskirtli
töldu margir að Hillary væri í höfn.
En þá skaut þingmaðurinn Rick
Lazio upp kollinum. Samkvæmt
skoðanakönnunum er nú jafnræði
með Hillary og Rick Lazio. Hún
hlýtur 44 prósent atkvæða en hann
39 prósent.
Samkvæmt skoðanakönnunum
veit almenningur ákaflega lítið um
Lazio og stefnu hans. Hann hlýtur
samt atkvæði New York-búa. Er það
túlkað sem að menn vilji sjá til þess
að Hillary verði ekki kosin. Hún er
Hillary Clinton
Andúöin á forsetafrúnni er enn
áberandi í New York.
ekki frá New York. Almenningur er
auk þess hræddur við breytingar.
„Ég ætla að kjósa Lazio vegna
þess að hann er ekki Hillary," segir
repúblikaninn John Wemer i við-
tali við New York Times.
Reyndar nýtur Hillary meira fylg-
is í miðborg New York en Lazio.
Margir af stuðningsmönnum Giuli-
anis vilja heldur Hillary en Lazio
þar sem hann þykir of íhaldssamur.
Annars staðar í kjördæminu gengur
Lazio betur en fyrirrennara sínum.
Andúðin gegn Hillary er enn
áberandi, að því er kemur fram í
New York Times. Fjórar nýjar sjón-
varpsherferðir, nýir kosningafundir
og ferðalög virðast ekki hafa aukið
vinsældir forsetafrúarinnar. Henni
hefur enn ekki tekist að ná yfir 50
prósenta fylgi.
^Oðkaupsveislur—útisamkomur—skemmtanir—tónleikar—sýningar—kynningar og fl. og fi. og fi.
fcjSpld! - ^HeaíplkcL
..og ýmsir fylgihlutir
Ekki treysta á veðrið þegar
skipuleggja á eftirminnilegan viðburð -
Tryggið ykkur og leigið stórt tjald á
staðinn - það marg borgar sig.
Tjöld af öllum stœrðum
frá 20 - 700 m2.
Leigjum einnig borð
og stóla í tjöldin.
áaDeÐgai sGsáta
..meo skótum á heimavelli
sími 562 1390 • fax 552 6377 « bis@scout.is
Malbik endar,
malarvegur tekur við.
Sýnum aðgát!
|UMFERÐAR
casall'
DOCKERS
l|JP
S P O R T
TPEfíK
Tískudagarnir eru byrjaðir
og allt er á hvolfi í Nanoq.
Við bjóðum þér fallegan
og vandaðan tískufatnað
á sérstöku tilboði
- 25% afsláttur.
Kíktu til okkar og
kynntu þér úrvalið!
Opið hjá NANOQ í Kringlunni:
Mánud.-miðvd. 10-18.3D,
fimmtud. 10-21,
föstud. 10-19,
NANOQ+