Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2000, Blaðsíða 12
12
Hagsýni
FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 2000
DV
Porbjörn Ásgeirsson hefur hannað jarðankeri sem festir niður fótboltamörk:
mmni
Fótboltamörkin föst
90 gráö-
ur inn í
jaröveginn
Jaröankeri
Þorbjörns meö
uggana úti.
Oft berast fréttir af því að börn
slasast vegna þess að fótboltamörk
falla yfir þau. Þessi slys eru misala-
varleg, allt frá því að vera smávægi-
leg meiðsl í að bömin slasast
lífshættulega. Miklu
máli skiptir að
brýna fyrir börn-
um að bjóða ekki
hættunni heim
með þvi að
hanga og
sveifla sér í
þverslá fót-
boltamarka en
ekki er minna
um vert að þeir
aðilar sem yfir fótboltamörkum
ráöa hafa öryggisatriðin í lagi.
Þorbjörn Ásgeirsson, fyrrum
bóndi, hefur hannað jarðankeri sem
festir niður fótboltamörk og getur
þannig komið í veg fyrir slys af
þessu tagi. Jarðankerið er fyrst og
fremst hannað til að festa niður fót-
boltamörk en einnig má nota það til
að festa niður samkomu- og veit-
ingatjöld, tjóðra við það hesta, festa
niður olíuleiðslur á jökulsvæðum
og svo mætti áfram telja.
Ankerið er hólkur með lykkju
sem leggst yfir stöngina á markinu.
Inni í hólknum er stöng með uggum
sem ganga út þegar stöngin er losuð
frá hólkinum.
Hægt er að fá ■w
ankerið bæði 30 og
50 cm langt eftir því
hversu miklu það á að halda.
Iðntæknistofnun hefur gert prófun
á átaki á 30 cm löngu jarðankeri og
þolir það 70-200 kg átak eftir gerð
jarðvegs og togi og lengri gerðin þol-
ir væntanlega talsvert meira átak.
Ankerin eru þannig úr garði gerð
að
auðvelt er að festa þau niður en
einnig er auðvelt að losa þau
aftur þannig að þau henta
fyrst og fremst til að festa nið-
ur mörk sem verið er að flytja
til.
Nokkur sveitarfélög hafa
11 á þegar keypt jarðankeri til
K í að halda niðri fótbolta-
mörkum.
I
GÓ6 lausn til aö
fyrirbyggja slys
Eitt þeirra sveitarfé-
laga sem keypt hafa
ankerin er Mosfellsbær.
Oddgeir Þór Árnason
garðyrkjustjóri kvaðst
mjög ánægður með reynsl-
una af jarðankerunum.
Hann sagði þau vera góða
lausn til að festa niður
mörk sem verið er að færa
til. Hann sagöi ankerin
halda vel, misvel eftir að-
stæðum þó, en að bömin
gætu ekki hreyft mörkin
sem fest væru niður með
þeim.
41 lífshættulegt
slys á 14
4
arum
Herdís
L, Storgaard
hjúkrunarfræð-
ingur hefur fjallað
meira um slys á bömum en
aðrir hér á landi. Hún segir
að á 14 árum hafi orðið 41 lífs-
hættulegt slys vegna þess að
mörk hafi fallið yfir böm. Til
viðbótar eru um 100 slys þar sem
Herdís Storgaard hefur unniö ötullega aö því aö reyna aö fækka slysum á
börnum.
DV-MYNDIR EINAR J.
Margjr notkunarmöguleikar
Þorbjörn Ágústsson meö jaröankeriö.
börn hafa veriö undir eftirliti á
sjúkrahúsi vegna beinbrota, heila-
hristings eða ótta um innvortis
blæðingar. Sum þeirra bama sem
hafa orðið fyrir lífshættulegum slys-
um eru með varanlega áverka.
Hún segir slysin nú aðallega
tengd íþróttasvæðum en ekki
sparkvöllum eins og var áður en
mörg sveitarfélög hafi lagt mikið á
sig til að halda sparkvöllunum í
lagi. Slysin verða bæði utan húss og
innan. Innandyra verða þau þannig
að mörk eru tekin upp og sett á hlið-
arlínuna þegar verið er að nýta hús-
in í annað en útislysin verða t.d. á
kvöldin þegar böm eru að leika sér
á íþróttasvæðum og mörk eru laus.
Herdís segir því afar brýnt að
íþróttafélög fái sér einfaldan búnað,
eins og þann sem Þorbjörn Ásgeirs-
son hefur hannað, til að festa niður
mörkin.
Herdís leggur áherslu á að það sé
á ábyrgð þeirra sem eiga mörkin,
sveitarfélaga og íþróttafélaga að
halda festingum þeirra í lagi vegna
þess að þótt vandlega sé brýnt fyrir
bömum að hanga ekki í mörkum þá
sé því ekki að treysta að þau fari eft-
ir þeim ráðleggingum og bætir við
að það sé alls staðar í nágranna-
löndum regla að þegar farið sé út
með mörk eigi að festa þau niður.
„Þetta eru slys sem eiga ekki að
koma fyrir. Ég vil sjá núll slys í
þessum flokki," segir Herdís að lok-
um. ss
Tilboð verslana
Samkau
Tilboöin gilda til 18.júní.
0 Kaffehuset Speciale, 400 g 189 kr.
Q FDB hafrakex, 400 g 79 kr.
0 AGFA fíimur, 24 mynda, *3 699 kr.
0 FDB-kattamatur, 415 g, 4 teg.39 kr.
Q Softline dömublndi, Ultra 99 kr.
0 FDB tvíbökur, 300 g 59 kr.
Q Cyclon þvottaefni, 1,5 kg 299 kr.
Q Pagens kanelgifflar 149 kr.
Nóatún
Tllbobin gllda á meöan blrgblr endast. j
0 Flnnskar andabrlngur 1699 kr.
Q Appelsínur, Chico 99 kr.
0 Snap Jack C., 33% extra 139 kr.
0 Snap Jack F., 33% extra 139 kr. ; i . .
Tllbobln gllda til 21. júní.
Q Nauta koníakssneiö 1398 kr.
Q Rauövínsl. svínakótelettur 798 kr.
Q Þurrkr. framhryggjarsneiöar 1095 kr.
0 Nóa kropp, 150 g 138 kr.
Q Tuma brauö, 1/1 148 kr.
Q Tuma appelsínusafí, 21 148 kr.
Q Tuma drykkjarjógúrt, appels. 68 kr.
Q Tuma drykkjarjógúrt, jaröarb. 68 kr.
Q Tuma drykkjarjóg.,tutt/frutt 68 kr.
0 Pringles orglnal v/euro cup 198 kr.
rip-verslanir Olís
GHí_____________I
Tilboöln gllda út júnímánuö.
0 Mónu Rommý, 24 g 35 kr.
Q Toffee crisp, 3 stk. 150 kr.
0 Mónu kókosbar 35 kr.
0 Marabou rúllur, mjólkursúkkul. 95 kr.
Q Marabou rullur, appelskrók. 95 kr.
Q Marabou rúllur, mjólkurkrók. 95 kr.
0 Marabou rúllur, myntu 95 kr.
Q Char broll, feröakolagrill 2190 kr.
0 Char broll, hamborgarakarfa 950 kr.
Hraöbuöir Esso
Tilboöin gilda til 30 yún/.l
0 Sóma lasagna, 250 g 249 kr.
Q Sóma köld samloka 179 kr.
0 Kók, 1/2 1, og lítlll Pringles 179 kr.
0 Leo súkkulablkex 49 kr.
Q Mónu Buffaló 59 kr.
Q Maryland Hazelnutt, brúnn 97 kr.\
Q Maryland Coconut 97 kr.
0 Star Wars-fígúrur, basic 995 kr.
Q Grill-keramiksteinar 895 kr.
0 Regnslá frá Pohcho 100 kr.
Þín verslun 1
Tilboöin gllda tll 21.júní.
0 Lambasnlts. m/spín. og osti 296 kr.
0 Snltsel m/ostafylllngu 296 kr.
0 Hunt's tómatsósa 109 kr.
0 Hunt's BBQ-sósur 139 kr.
Q Heidelberg dressing 119 kr.
0 Ávaxtastanglr, 10 stk. 299 kr.
Q Sun-C, appelsínusafí, 11 99 kr.
Tilboöin gilda til 21. júní.
0 Vatnsmelónur 99 kr. kg
Q Melónur, gular 99 kr. kg
0 UN-grillborgarl, 140 g 99 kr. stk.
0 Prlngles snakk 200 g, 4 teg. 159 kr.
Q Kjörís, grænlr frostp., 8 stk. 279 kr.
0 Mexikó svínahnakki 899 kr. kg
Q Koníakskr. svínakótelett. 899 kr. kg
0 Þurrkr. grlllsneiöar 998 kr. kg
Tllboöin gilda á meöan blrgölr endast.
0 Búrfells brauöskinka 698 kr. kg
0 SS kampavínslærlssneiöar 998 kr. kg
0 Libby's tómatsósa 99 kr.
0 Sumarsvali 29 kr.
Q Frón súkkulaöi Póló 99 kr.
Akstur
erlendis
FÍB býður félagsmönnum sem
hyggja á ökuferðir erlendis ýmsa
þjónustu. Eitt af því er að aðstoða
fólk við að velja akstursleiðir með
hjálp forritsins Auto Route en í það
forrit má sækja mjög miklar upplýs-
ingar.
Hægt er að kalla fram t.d. bæði
fljótlegustu leiðina milli tveggja
staða en einnig þá fallegustu.
Einnig getur forritið gefið sérstakar
akstursleiðbeiningar að stöðum.
Ökumaðurinn fær útprentaða
leiðarlýsingu ásamt korti eða kort-
um. Þeir sem eru mjög óöruggir
geta meira að segja fengið yfirlit
yfir allar beygjur, þ.e. leiðbeiningar
um öll vegaskipti.
Hægt er að slá inn heiti á t.d.
þorpi sem menn ætla að gista í og
leita t.d. að sögulegum stöðum í ná-
grenninu, tjaldsvæðum, nátt-
úruperlum o.s.frv.
Að sögn Bjöms Péturssonar hjá
FÍB er þessi þjónusta talsvert mikið
notuð en hann mælir eindregið með
að þeir sem hyggjast skipuleggja
ökuferðir sínar erlendis vel kaupi
sér sjálfir forritið þannig fái menn
mest út úr því.
Gemsar á er-
lendri grund
Hægt er að nota GSM-síma bæði
frá Tali og Símanum erlendis og má
finna upplýsingar um þau lönd sem
þjónustan nær til hjá fyrirtækjun-
um eða á heimasíðum þeirra.
Bæði Tal og Síminn bjóða annars
vegar venjulegar áskriftir, þar sem
greitt er fyrir símanotkun eftir
reikningi eftir á, og hins vegar svo-
nefndar frelsisáskriftir sem byggj-
ast á því að kort með tiltekinni upp-
hæð er sett í símann og hægt er að
hringja úr honum þar til fjárhæðin
á kortinu er uppurin og þá þarf að
fá sér nýtt kort.
Þeir sem ætla sér að nota GSM-
símana sína erlendis þurfa að vara
sig á þvi að einungis er hægt að
nota þar venjulega áskriftarsíma,
ekki frelsissíma.
NMT-síml
Síminn gagnast vel þeim sem ferö-
ast mikiö um hálendiö.
Ekkert
stofngjald
Nú á fyrstu dögum sumars eru
margir aö huga að feröum um land-
ið. Eitt af því sem huga þarf að er
samskiptabúnaður, sérstaklega ef
ferðast á um óbyggðir.
NMT-kerfið nær til nánast alls
landsins, á haf út og einnig er hægt
að nota NMT-símana annars staðar
á Norðurlöndunum. Á hálendinu
nær kerfið til flestra fjallvega og
unnið er að enn frekari útbreiðslu
þess.
NMT-símarnir eru ekki eins
handhægir og GSM-símar og yfir-
leitt er sambandið við þá ekki eins
gott, þ.e. nokkuð ber á skruðningum
og því um líku. Hins vegar nær
NMT-kerfið um óbyggðir og á haf út
en GSM-kerfið þjónar fyrst og
fremst þéttbýli sem kunnugt er.
Margir þeir sem ferðast á fjöllum
hafa komið sér upp NMT-farsímum
en hinum, sem ekki hafa fengið sér
slíka sima, má benda á að ekkert
stofngjald er fyrir nýja NMT-síma í
júní og júlí.