Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2000, Side 18
18
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiBlun hf.
Stjórnarformaður og útgáfustjórl: Sveinn R. Eyjólfsson
Framkvœmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aéstoðarrltstjórl: Jónas Haraldsson
Auglýslngastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setnlng og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf.
Filmu- og plötugerð: isafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Endir markaðshyggju
Markaðshyggjan er komin á leiðarenda sem hugmynda-
fræði. í málefnaumræðu erlendis, einkum í Bandaríkjun-
um, er í auknum mæli litið á hana sem tímabundið þrep
í þróun lýðræðisrikja. Lítið fer fyrir verjendum hennar i
umræðunni. Það er eins og þeir hafi misst móðinn.
Hagsmunir stórfyrirtækja og þjóðfélags fara ekki leng-
ur að öllu leyti saman. í auknum mæli lítur viðskipta-
heimurinn á markaðsráðandi stöðu sem markmið. Sam-
runi og uppkaup fyrirtækja eru orðin að faraldri, sem ger-
breytir samspili markaðsins og þjóðfélagsins.
Samkeppni er hratt að breytast i fákeppni og fákeppni
er hratt að breytast í fáokun og fáokun er hratt að breyt-
ast í einokun. Einhvers staðar á þessu ferli hættir mark-
aðurinn að vinna með þjóðfélaginu með lækkuðu verðlagi
og fer að vinna gegn því með hækkuðu verðlagi.
Við höfum búið við þetta hér á landi, þar sem sam-
keppni á matvörumarkaði lækkaði matvöruverð fram eft-
ir síðasta áratug aldarinnar og var einn mikilvægasti þátt-
ur bættra lífskjara. Síðan kom fáokun til sögunnar undir
lok aldarinnar og fór að hækka verðlag að nýju.
Hér á landi er vegna fámennis þjóðarinnar löng reynsla
af skaðlegum áhrifum fáokunar í benzíni, tryggingum,
farþegaflugi og vöruflutningum á landi og á sjó. Hér í blað-
inu hefur oft verið talað um þetta sem dæmi um, að loka-
markmið allrar samkeppni væri einokun.
Einkavæðing ríkiseinokunar hefur heima og erlendis
opnað mönnum sýn á galla markaðshyggjunnar. Yfirleitt
er slæm reynsla af einkavæðingunni. Við minnumst
einkavæðingar einokunar í bifreiðaskoðun og Bretar
minnast einkavæðingar einokunar járnbrauta.
Við munum bera skaða af fyrirhugaðri sameiningu
Landsbankans og Búnaðarbankans, sem mun þrengja
kosti venjulegra notenda bankaþjónustu. Við munum líka
bera skaða af fyrirhugaðri einkavæðingu símaeinokunar,
sem mun þrengja kosti venjulegra símnotenda.
Barátta bandarískra stjórnvalda gegn hugbúnaðarein-
okun Microsoft er sögulegt framhald af fyrri baráttu rík-
isvaldsins gegn olíurisanum Standard Oil og bandaríska
símafélaginu. Með mistæku handafli stjómvalda og dóm-
stóla er reynt að stýra einokunarferlinu til baka.
Hér á landi eru stjórnvöld nánast markvisst að fram-
kalla ferli, sem bandarísk stjórnvöld em að reyna að
stöðva. Þetta misræmi stafar af, að islenzk stjórnvöld em
enn hugfangin af töfmm markaðshyggjunnar, en banda-
rísk stjórnvöld eru orðin miklu raunsærri.
Fólk er að átta sig á málefnalegri hnignun markaðs-
hyggjunnar í sumum vestrænum löndum, einkum í
Bandaríkjunum. Menn hafa fengið óbeit á ýmsum stofn-
unum, sem taldar eru vígi markaðshyggjunnar, svo sem
Heimsviðskiptastofnuninni, og láta verkin tala.
Fólk sér hnattvæðingu fáokunarfyrirtækja, sem sæta
engu marktæku aðhaldi, af því að armur einstakra ríkja
nær ekki til þeirra. Nú er svo komið, að óeirðir verða nán-
ast hvar sem talsmenn hnattvæðingar koma saman á veg-
um fjölþjóðlegra sjóða og viðskiptastofnana.
Varanlegur brestur er orðinn milli markmiða þjóðfé-
lagsins annars vegar og markmiða risafyrirtækja hins
vegar við umsnúning markaðshyggjunnar yfir í fáokunar-
hyggju. Markaðurinn er að breytast úr aflvél lífskjarabóta
yfir í einkavædda og verðbólgna einokun.
Vestræn þjóðfélög munu fyrr eða síðar bregðast við
þessu með margefldri neytendavernd og stórtækari
handaflsaðgerðum gegn fáokunarfyrirtækjum.
Jónas Kristjánsson
+
FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 2000
FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 2000
23
x>v
Skoðun
Vatnsmýrin, sóknarfæri til framtíðar
Fyrirtæki í innanlandsflugi
hafa boðað verulegan samdrátt
í starfsemi sinni og FÍ ætlar,
að sögn, einungis að þjóna 4
áfangastöðum, í framtíðinni.
Stjórnendur Reykjavíkurflug-
vallar hafa bent á að ekki verði
leyfilegt að taka flugið af braut
07/25 þ.e. NA/SA-brautinni,
vegna tillitssemi við íbúa
Norðurmýrarinnar og þannig
viðurkennt þann ófrið sem af
fluginu er. N/S brautin á
áfram að verða í notkun að
lokinni viðgerð, til hrellingar
íbúum miðbæjarins. Og að því er
heyra má taka menn ekkert mark á
þeim ábendingum, frómum mjög, að
fullnægjandi væri að hafa eina braut
A/V fyrir aflt innanlandsflug.
Þeir sem aftur á móti vinna á
svæöinu segja þetta ógerlegt og segja
14 til 20 hnúta krossvind stórhættu-
legan hér syðra þótt nota megi Kefla-
vík sem varavöll. Þessi mörk eru þau
skilyrði sem margir flugvellir mega
bjóða upp á úti á landi. - Svona rök
dæma sig sjálf ómerk.
Sjálfstæðismenn „fyrir norðan“
Oft er talað um að öll landsbyggð-
Bjarni
Kjartansson
verkefnisstjóri
in sé aðfangasvæði fyrir
höfuðborgarsvæðið, tal-
að er um atgervisflótta af
landsbyggðinni og nauð-
syn þess að spyma við
fótum í þeim efnum. Lit-
ið er til þess að byggja
upp háskóla á Akureyri
og leggja til þess veru-
lega fjármuni. Gott eitt
ef menn væra sammála í
þessari viðleitni allri, en
svo er bara alls ekki. Það
eina sem mig furðar er
að þessari handstýrðu
byggðastefnu er framfylgt af sjálf-
stæðismönnum og sumir jafnvel
stæra sig af framkvæmd hennar og
eigna sér hana á hátíðarstundu „fyr-
ir norðan".
Enn eru þeir iðnir og ódrepandi
við að búa til ríkisrekin kerfi á Ak-
ureyri. Mér heyrðist í fréttunum að
allt sjúkraflug ætti hér eftir að vera
með miðstöð á Akureyri, borkjamar
allir skulu nú vistaðir í höfuðstað
Norðurlands og sitthvað fleira. - En
þrátt fyrir peningaausturinn fækkar
íbúum á Akureyri.
Ekki sér fyrir endann á kerfis-
flutningum, næst skal flutt á Krók-
„Það eru því fjörráð við aldamótakynslóðina að
þverskallast við að moka í burt flugvellinum og nýta
það svœði fyrir þessa starfsemi og íbúðabyggð í tengsl-
um við hana“. - Hugmyndir manna um eina braut
V/A, góður millileikur.
inn. Var einhver að tala um dulið at-
vinnuleysi?
ísland allt verður aðfangasvæði
Vestur-Evrópu ef ekki verður stungið
við fótum og þekkingariðnaði og hug-
viti gert hærra undir höfði en nú er.
Lóðir verða nægar í Reykjavík fyrir
þessa vaxtabrodda í atvinnusögu okk-
ar ef menn þora að taka upp völlinn.
Háskólastarfsemi í Vatnsmýrinni
Vatnsmýrin er sá staður sem ligg-
Skundum á Þingvöll
Nú fer að nálgast kristnihátíðin,
einstætt tækifæri þjóðarinnar til
þess að koma saman í stórum hópi
og hugleiða málefni sem snertir alla
þjóðina. Til hátíðarinnar er efnt í
þakklætisskyni fyrir kristin áhrif á
þjóðlífið frá öndverðu en einkum f
þau þúsund ár sem liðin eru frá því
að við kristni var tekið af lýði. Við
göngum ekki tfl hátíðarinnar gagn-
rýnislaus því margt hefur okkur
farist á annan veg en við hefðum
kosiö.
Reynsla af hátíðarhöldum
á Þingvöllum
Um sumt í því dæmum við af sjón-
arhóli sem menn höfðu ekki fyrr og
litu öðrum augum meðan á stóð
vegna þess að ekkert lá beinna við.
Við biðjumst þess vegna
ekki fyrirgefningar fyrir
þau, til þess höfum við ekki
umboð en við skoðum það
með hryggð og veltum því
fyrir okkur hvort eitthvað
það kunni að vera í fari
okkar nútíðarmanna sem
aðrir muni skoða með
hryggð síðar.
Við höfum reynslu af há-
tíðahöldum á Þingvöllum á
borð við þau sem fara í
hönd. Fólkið man regnið
1944 og hefur gert það að
tákni fyrir skírn hins unga lýöveldis.
Það man betur góðviðrið 1974 og
fannst það eiga vel við þá blómstur-
tíð sem var komin yfir þjóðlífið þá.
Frá því 1994 stendur hæst í huga
Jakob
Hjálmarsson
dómkirkjuprestur
flestra umferðaröngþveitiö
en engum hefur enn komið
í hug að það hafi verið jafn
viðeigandi einkenni og hin
tvö sem áður er getið, fyrir
þjóð sem anar áfram án
þess að skoða hvert leiðir,
eiga sér ekki víst stæði í til-
verunni að leiðarenda.
Skilningsleysið
sem þoka
Forvitnflegt verður að sjá
hvað kristnihátíðin 2000
leiðir í ljós. Tflefni hennar
er síst ómerkara en hinna fyrri, svo
vonandi auglýsir hátíðin ekki það að
okkur þyki ekkert skipti máli leng-
ur, nei, ekki kæringarleysið. Ef svo
færi og sú er raunin þá er íslenska
Skundum á Þingvöll, komum saman til þess að minnast
og þakka en ekki síður til þess að taka mið til siglingar
okkar um það tímans haf sem fram undan okkar er.
Meö og á móti
þjóðin illa á vegi stödd. Það er ekki
hægt að berjast við skeytingarleysið!
Það er eins og þoka sem umlykur og
heftir sýn til marks og miða og verð-
ur hvorki mokað burtu né feykt.
Það dregur mátt úr mönnum og
þeim daprast lifsgangan. Þeir leggj-
ast niður og veröa úti eða ramba fyr-
ir ætternisstapann, ef þeir ganga þá
ekki í björg með tröllum eiturlyfja
eða álpast út f fen sjálfsþægingar og
kaupæðis. Við eigum erindi á Þing-
völl. Við eigum þar stefnumót við
vonina, von okkar um farsæla fram-
tíð handa bömum okkar. Látum eng-
an valda því að ferð okkar lendi í úti-
deifu. Missum ekki sjónar á þvi að
þetta er okkar hátið. Hlustum ekki
um of á þá sem sífra yfir því að þetta
og hitt sé ekki eins og það ætti að
vera.
Stórfengleg tækifæri
Flest orkar tvímælis þá gert er og
hver erum við að halda að við gæt-
um gert betur. Ekkert af því getur
skyggt á það að þetta er okkar hátið
og hátíð okkar aflra, hvernig sem því
er velt og snúið. Ég ætla á Þingvöll
og mitt fólk og hlakka til að sjá ykk-
ur mörg og að vera í stóram hópi
landa minna. Það er næst mikilvæg-
ast á eftir tflefninu sjálfu: Ljósi kær-
leika og friðar Krists yflr land i þús-
und ár.
Annað er það að við fáum stór-
fengleg tækifæri að staðfesta að
kirkjan er full af lífl og fleiri taka
þátt í starfi hennar en nokkurri
frjálsri félagsiðju annarri. Skundum
á Þingvöfl, komum saman til þess að
minnast og þakka, en ekki síður til
þess að taka mið til siglingar okkar
um það tímans haf sem fram undan
okkar er. - Haf Orð Guðs fyrir leið-
arstein í stafni var eitt sinn ort. Það
á jafnvel við í dag. Höldum hátíð
gleði og vonar.
Jakob Hjálmarsson
undir vœntingum í ár?
Spennan mikil í ár
Grunninn þarf að laga
A Knattspyman í
j/tLg, sumar hefur aö
K minu mati staðið
undir væntingum
sem til hennar voru gerðar
fyrir mótið í ár. Það er mikil
spenna í mótinu og ég vonast
til að það muni ekki breytast
það sem eftir er knattspyrnu-
sumarsins.
Hins vegar miðast mótið
viö aðstæður hverju sinni.
Vellimir eru fyrst núna að verða
góðir og þess vegna megum við eiga
von á að liðin séu enn að venjast að-
Geir
Þorsteinsson,
framkvæmda-
stjóri KSÍ
stæðum og að koma sér fyrir
í mótinu. Þar af leiðandi er
ekki hægt að búast við að sjá
fullmótuð lið í byrjun móts-
ins og held ég að það sem af
er mótinu í sumar sé í takt
við síðustu ár. Ég býst við
betri knattspymu þegar líða
tekur á sumarið og aðstæður
til knattspyrnuiökunar verða
einfaldlega betri.
En einn mikilvægasti þáttur-
inn í góðu móti er spennan og ég get
ekki séð annað en aö mótið í ár muni
bjóða upp á það.
4 Rót vandans er
I hvernig knatt-
spyrnumennirnir
r okkar era undir-
búnir á sinum æskuárum fyr-
ir iðkun i meistaraflokki. Það
er alveg ljóst að fótboltamenn
landsins vantar allan grunn
og því eru gæði boltans mis-
jöfh eftir því.
Það hefur verið gaman að
fylgjast með liðum eins og
Grindavík og Fylki. Bæði lið
hafa staðið sig vel í sumar og hafa
Magnús V.
Pétursson,
fyrrum knattspyrnu-
dómari
miklu
móti hafa íslands- og bikar-
meistaramir, KR, ekki staðið
undir væntingum miðað við
þann mannskap sem liðið
hefur. Þeir eiga skilið að vera
á toppnum, enda með yflr-
burðamenn í liðinu sem þó
hafa ekki staðið sig sem
skyldi það sem af er móti. En
á meöan knattspyrnufélögin
era ekki að standa rétt að
undirbúningi knattspyrnu-
mannanna þá er ekki við
aö búast í íslensku knatt-
komið frekar mikið á óvart. Aftur á spyrnunni.
Þegar sex umferðum af Islandsmótlnu í knattspyrnu er loklö hafa vaknaö spurningar um gæöi knattspyrnunnar sem liðin eru aö leika.
ur hvað beinast við að byggja upp
sem háskólasvæði og nýta sér þá
framsýni sem Bjami Benediktsson
og Geir Hallgrímsson sýndu þegar
tekið var frá stórt byggingarsvæði
fyrir háskólastarfsemi. Hjónagarðar
og Náttúrufræðihús hafa risið og
eru að rísa, Tanngarðurinn er hálf-
karaður sunnan Hringbrautar. Og
enn er mikil þörf á byggingum fyrir
Háskóla íslands.
Háskólamenn kvarta mjög undan
skorti á byggingarsvæði og telja
nauðsynlegt að fá fjármuni í bygg-
ingar með „einkafjármögnun", fá
svonefnda fjárfesta til þess að byggja
og reka húsnæðið sem með þarf, s.s
háskólasjúkrahús sem byggt væri í
samræmi við þau nýju sjónamið sem
efst eru á baugi.
Forsvarsmenn hátækniiðnaðar
vilja lika athafnasvæði nálægt Há-
skóla íslands. Það eru því fjörráð við
aldamótakynslóðina að þverskallast
við að moka í burt flugvellinum og
nýta það svæði fyrir þessa starfsemi
og íbúðabyggð í tengslum við hana.
- Mér líst afar vel á hugmyndir
manna um eina braut V/A, sem
millileik.
Bjami Kjartansson
Ummæli
Þeir fara sínu fram
„Ég hef aldrei litið
svo á aö leiðin til að
hefja hvalveiðar væri
að sannfæra þessa
þverhausa sem starfa
innan Alþjóða hval-
veiðiráðsins um nauð-
syn þess. Þeir hafa
sýnt það í gegnum tíðina, að þeim er
fjandans sama um allar vísindalegar
ráðleggingar. Þeir skeyta ekki neitt um
efnislegar upplýsingar og fara sínu fram
burt séð frá öllu sem fyrir þá er lagt.“
Einar K. Guöfinnsson, í viötali við
Dag 14. júní.
Erlendir bankar
óþarfir hér
„Það eru ekki mörg ár síðan talið var
að erlend samkeppni í bankaviðskiptum
kæmi hingað í því formi að erlendur
banki setti hér upp útibú eða keypti sig
inn í íslenzkan banka. Það er ekki leng-
ur þörf á slíkum aðgerðum af hálfu er-
lendra banka. Þeir þurfa ekki að setja
upp útibú hér með húsnæði og starfs-
fólki. Þeir geta einfaldlega boðið lands-
mönnum upp á bankaviöskipti eða verð-
bréfaviöskipti á Netinu."
Úr forystugrein Mbl. 14.júní.
Hugsunin er
hámarksafli
„Hversu stór getur
þorskstofninn við ís-
landsmið eiginlega
orðið? Hvert einasta
skólabam veit svarið:
Það veltur á ýmsu. Frá
ca 1930-60 lifðum við
einstakt hlýindaskeið.
Þorskseiði rak frá Grænlandi til okkar.
Enginn hirti um að veiða matinn frá
þorskinum; loðnu og rækju. Veiðin var
óheft og stórkostleg. Þetta allt er breytt,
nema hugsun okkar um hámarksafla
eins og þegar aflt var öðruvísi en nú.“
Stefán Jón Hafstein, í Degi 14. júní.
Hvar er áfengis-
varnaráð?
„Ekki er langt síð-
an Áfengisvamaráð,
sem hafði verið til
mikils gagns, var lagt
niður og Vímuvarnar-
ráð sett í þess stað.
Ekki hefur heyrst
bofs frá því ráði
nema hvað framkvæmdastjóri þess
lýsti því yfir í byrjun að hún væri
ekki bindindiskona. Er nema von að
púkarnir á fjósbitanum, sem era dygg-
astir andstæðingar boða og banna,
skemmti sér vel?“
Árni Helgason í Stykkishólmi,
í Mbl. 14. júní.
Af fríðum konum í Cannes
í goðafræði Grikkja og
Rómverja eftir H.W. Stoll, í
þýðingu Steingríms Thor-
steinssonar, segir að Hómer
hafi talið Afrodítu dóttur
Sevs og Díóne, en í annarri
frásögn, sem Hesióð hafi far-
ið eftir, hafl gyðjan orðið til
úr sjávarfroðu og hafi hún
fyrst stigið á land í Kýprey.
Því hafi hún hlotið nafnið
Afrodíta (þ.e. hin froðu-
borna). „Bæði Hómer og
seinni tíma skáldum segist _____
svo frá að gyðja fegurðarinn-
ar og ástarinnar, hin gullprúða Af-
rodíte, sé hinum gyðjunum fríðari og
blómlegri..."
Lifandi aldarlýsíng
Kvikmyndaleikstjórinn Roger
Vadim lýsir því í ævisögu sinni þegar
Brigitte Bardot synti í sjónum úti fyr-
ir Cannes og reis upp úr öldunum
eins og gyðja. Það gerðist 47 árum
áður en Björk birtist í bleika kjólnum.
Það var Roger Vadim sem stjórn-
aði myndinni Og guð skapaði kon-
una sem færði Brigitte Bardot
heimsfrægð. En Vadim sjálfur var
ekki síður frægur fyrir sambönd sín
við fagrar konur en kvikmynda-
stjóm. Hann var m.a. giftur Brigitte
Bardot, Annette Stroyberg og Jane
Fonda og eignaðist dóttur með
Catherine Deneuve sem var svo
mömmuleg við Björk á myndunum
frá Cannes. Vadim skrifaði ævisögu
sína árið 1986. Hann segist skrifa
söguna fyrir barnabömin sín svo að
þau viti það sanna í málinu en
treysti ekki á brenglaðar frásögur
annarra.
Vadim lést í vetur og þá rifjuðu
frönsku blöðin upp sögu kvikmynda-
leikstjórans sem bjó til misgóðar
myndir en var eiginmaður, ástmað-
ur og bamsfaðir nokkurra fegurstu
kvenna heims á síðari hluta tuttug-
ustu aldar.
Ævisaga hans er skemmtileg og
hvort sem hún er sönn í smáatriðum
eða ekki er hún lifandi aldarfarslýs-
ing. Hann gefur mynd af sjálfum sér
sem dálítið kærulausum en þó metn-
aðarfullum glaumgosa, sem vildi öll-
um gott gera, og hélt góðu sambandi
við fyrrverandi ástkonur sinar og eig-
inkonur þótt leiðir þeirra skildu.
Þetta var reyndar svolítið ruglings-
legt hjá honum á stundum þannig að
hann sendi bömin sín eitt sinn óvart
til rangra mæðra í röngum borgum,
en allir komust heim til sin að lokum.
Ber konum vel söguna
Brigitte Bardot segir í löngu við-
tali í vikuritinu Paris Match að
Vadim hafi alls ekki skapað sig, en:
Hólmfríöur
Gunnarsdóttir
„sama blóðið er í okk-
ur...hann var fjölskylda
mín og hetja æsku minn-
ar. Hann var eiginlega
lykill lífs mins.“ „Hann
opnaði púpuna og fékk
mig til að fljúga.“
Það veldur reyndar dá-
lítilli undrun hvað fólk
hefur lifað hátt og gefið
sig formálalaust ástinni á
vald í Frakklandi fyrir
tíma pillunnar, ef trúa má
__________orðum Vadims. Til dæmis
fannst Brigitte mikils um
vert að losna við meydóminn og
verða „alvörukona". Svo mjög var
hún fegin þegar það var afstaðið að
hún hljóp allsnakin út að næsta
glugga, opnaði út á götu og hrópaði
yfir Parisarborg: „Ég er orðin kona!
Ég er orðin kona!“ Þetta hefði þótt
djarft í Reykjavík.
Vadim ber konum sínum öllum
vel söguna en þó eru þær misjafnar
eins og nærri má geta. Hann segir að
Catherine hafi verið eldheit undir
köldu yfirborði en þegar fram í sótti
þótti honum hún nokkuð stjómsöm.
Hann dáðist að viðbrögðum hennar
þegar hún, ástkonan, kom að Ann-
ette, eiginkonunni, sofandi í hjóna-
rúminu. (Annette hafði verið lengi
að heiman með ástmanni sínum.)
Venjulega er þetta öfugt, sagði
Catherine, það er eiginkonan sem
finnur kött í bóli bjarnar! En málið
leystist farsællega. Catherine og
Vadim sváfu á hóteli næstu nótt og
daginn eftir fór Annette aftur til ást-
mannsins.
Nú er hennar tími
Brigitte, Annette, Catherine og
Fonda yfirgáfu allar þennan mann
sem hjálpaöi þeim til að losna úr
púpunni og breiða út vængina. í vet-
ur var komið að honum að kveðja.
Þá var haldin minningarathöfn í
gamalli kirkju í hjarta Parísar. Þang-
að komu þær aflar eins og fuglar
sem fljúga heim. Sumar þeirra veg-
móðari en aðrar og fegurðin fölnuð.
Þegar Björk kom fram í bleika
kjólnum sínum í Cannes var hún öll-
um hinum gyðjunum fríðari og
blómlegri. - Nú er hennar tími.
Hólmfríður Gunnarsdóttir
Franski kvikmyndaleikstjórinn Roger Vadim var m.a.
giftur Brigitte Bardot, Annette Stroyberg ogjane Fonda
og eignaðist dóttur með Catheríne Deneuve sem var svo
mömmuleg við Björk á myndunum frá Cannes. “