Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2000, Qupperneq 29
33
FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 2000
DV Tilvera
Háskólabíó frumsýnir East is East:
Gamlar hefðir í nú-
tímaþjóðfélagi
East Is East er bresk kvikmynd sem
vakið hefiir mikla athygli undanfarin
misseri og verið vel sótt hvar sem hún
hefur verið sýnd. í Bandaríkjunum
hefur verið jöfh og góð aðsókn á hana
og hefur hún verið á vinsældalistanum
þrátt fyrir að vera aðeins sýnd í stór-
borgum. í Bretlandi var hún sýnd við
metaðsókn.
East Is East segir frá Khan-fjölskyld-
unni. George Khan (Omi Puri) er höf-
uð fjölskyldunnar sem að hans mati er
skínandi fagurt dæmi um ekta pakist-
anska fjölskyldu á enskri grund. Brest-
ir koma í lífssýn fóðurins þegar bama-
skarinn reynist ekki uppfylla ströng
siðferðis- og menningargildi hans.
Elsti sonurinn stingur heitmeyna af
við altarið (þegar hann sér hana í
fyrsta sinn), það kemur í ljós að sá
yngsti er ekki eins umskorinn og allir
töldu og öh systkini þeirra nýta hvert
tækifærið sem gefst til að bryðja
beikon á bak við fóður sinn. Það geng-
ur því erfiðlega hjá George að sam-
ræma gamlar siðvenjur frá ættlandi
hans nútímasamfélagi.
East Is East er gerð eftir leikriti sem
sett var upp af Royal Court Theatre og
naut það mikila vinsælda. Framleið-
andinn Leslee Udwin keypti kvik-
myndaréttinn 1997 og hóf strax undir-
búning að gerð myndarinnar ásamt
höfúndi leikritsins Ayub Khan Din,
sem hafði eigin hugmyndir um það
hvemig myndin ætti að lita út: „Ég
hafði í huga myndir á borð við A Taste
of Honey, Spring and Port Wine og
This Sporting Life, svarthvítar raun-
sæismyndir, sem gerðar vom snemma
á sjöunda áratugnum og gerast meðal
almúgans í bæjum og borgum í
Tariq.
Hefur orö á sér í skólanum fyrir aö vera mikill kvennamaöur.
Englandi, þannig að þegar ég byrjaði
að skrifa leikritið var ég í fyrstu með
myndir í huga mínum sem síðan urðu
að texta.“
Þeir félagar fóm síðan á stúfana til
að firrna leikstjóra og þar sem ljóst var
að sjónvarpsstöðvar myndu fjármagna
verkefnið þá var leitað í hirslur þeirra
eftir efnilegum leikstjóra. Það var síð-
an Ayub, sem stakk upp á Damien
O’Donnel, en hann hafði sé stuttmynd
hans 35 Aside þegar hún var sýnd í
keppni ungra leikstjóra og hrifist af
handbrögðum hans. O’Donnell greip
tækiflærið og sýnir með mynd sinni að
hann var sjálfsagt rétti kosturinn.
Eftir að O’Donnel kom til liðs við
Udwin og Ayub tók hann snátt og
smátt við stjóminni þar sem hug-
myndir þeirra þriggja fóm saman um
útlit og innihald myndarinnar.
O’Donnell sagði þetta ekki bara hafa
verið hans fyrsta verk sem kvik-
myndaleikstjóri heldur hafi hann þurft
að kynna sér menningarheim sem
hann þekkti ekki áður: „Hér er ég á
ókunnum slóðum að vinna mina
fyrstu kvikmynd með leikskáldi, sem
aldrei hefur skrifað kvikmyndahandrit
áður, skrifað eftir leikriti sem ég hef
ekki séð og fjallar um menningarheim
sem ég veit ekkert um. Þetta er mikil
vinna, en mjög gefandi." -HK
Kevin og Perry Go Large frumsýnd í Regnboganum:
Aular í leit að stelp-
um og frægð
Barber of Siberia
Julia Ormond í hlutverki hinnar
bandarísku Jane Callahan.
Rakarinn í
Síberíu
Um síðustu helgi var fhimsýnd í
London rússneska stórmyndin The
Barber of Siberia, sem er með ensku
tali og skartar alþjóðlegum kvik-
myndastjömum ásamt rússneskmn
leikurum. Nokkuð er um liðið síðan
mynd þessi, sem er þriggja tíma epísk
sögumynd, var tilbúin, en tökur fóm
fram 1997. Myndin hefur ekki fyrr
hlotið almenna dreifmgu á Vestur-
löndum vegna lengdar og þá þykir
hún efriislega ekki góður kostur fyrir
kvikmyndahúsin. Leikstjóri er Nikita
Mikhalkov sem meðal annars leik-
stýrði hinni margverðlaunuðu Bumt
by the Sun.sem sýnd var hér á landi
á kvikmyndahátíð í fyrra. í myndinni
segir frá bandarískum kaupsýslu-
manni, sem Richard Harris leikur,
sem fer til Rússlands á níunda áratug
nítjándu aldar til að selja timburverk-
tökum í Síberíu gufúvélar til að auð-
velda þeim vinnuna. Julia Ormond
leikur unga aðstoðarkonu hans sem
verður ástfangin af ungum rússnesk-
um liðsforingja, sem Oleg Menshikov,
ein helsta kvikmyndastjama Rússa,
leikur. Myndin þykir hafa yfirbragð
hinna löngu og þungu rússnesku
skáldsagna en yfirleitt em gagn-
rýnendur sammála um að hún sé ægi-
fógur á að líta og innihaldi stórbrotin
atriði.
Regnboginn framsýnir á morgun
gamanmyndina Kevin and Perry Go
Large sem fjallar um tvo nörda sem
famir eru að fmna fyrir hormónun-
um og eltast þeir við stelpur þar sem
þeir telja það frekar niðurlægjandi að
vera hreinir sveinar. Þá er það einnig
þeirra draumur að verða bestu plötu-
snúðar heimsins.
Þegar myndin hefst er sumarið í
nánd og þeir félagar eru sammála um
að staðurinn þar sem draumar þeirra
muni rætast sé Ibiza. Strákamir búa
sig út með farangur sem aðallega felst
í smokkum. Einn galli er þó á gjöf
Njarðar. Pabbi og mamma Kevins eru
einnig á leið í fri til Ibiza. Strax við
komuna sjá strákamir draumadísir
sinar, Candice og Gemmu, og er ein-
stefna sett á þær. Smátruflun verður
þó á árás þeirra þegar þeir kynnast
uppáhaldsplötuspilara sínum, DJ Eye
Ball Paul.
Það sem gerir Kevin og Perry
nokkuð sérstaka gamanmynd er að í
hlutverki Perrys er leikkona, Kathy
Burke, sem á að baki stuttan en
glæsilegan feril. Hún hlaut meðal
annars verðlaun sem besta leikkona á
kvikmyndahátíðinni í Cannes í fyrra
fyrir leik sinn í Nil by Mouth, sem
Gary Oldman leikstýrir. Þá lék hún á
móti Meryl Streep í Dancing at Lug-
hnasa og var María Túdor í Eliza-
beth. Hún og Harry Enfield, sem leik-
ur Kevin og er einnig handritshöf-
undur, hafa áður leitt saman hesta
sína en hún kom fram í sjónvarps-
þáttum sem hann hafði umsjón með.
Enfield er í dag talinn einn af bestu
grínistum Breta og er margverð-
launður fyrir sjónvarpsþætti sína.
Meðal annarra leikara er Rhys
Ifans sem varð nánast frægur á svip-
stundu þegar hann lék herbergisfé-
laga Hughs Grants í Notting Hill.
Ifans er velskur og er velskumælandi.
Hann hefúr gert marga sjónvarps-
þætti þar sem hann talar eingöngu
móðurmál sitt. Leikstjóri er Ed Bye,
sem nánast eingöngu hefur leikstýrt
gamanþáttum í sjónvarpi, og er Kevin
and Perry Go Large fyrsta kvikmynd-
in sem hann leikstýrir. -HK
Við mælum með
Being John Malkovich
★★★★ Þvílík afbragðsskemmtun! Það
er auðvelt að láta dæluna ganga með
háttstemmdum lýsingarorðum en ég
skal reyna að stilla mig. Og þó. í þess-
ari súrrealísku kómedíu um sjálfs-
myndarkrisu, refilstigu frægðarinnar
og leitina að eilífðinni rekur hver
kostulega uppákoman aðra og, eins og
góðum myndum sæmir, vekur hún
miklu fleiri spumingar en hún svarar.
-ÁS
Giadiator
ictrki, Ridley Scott hefur ávallt verið
maður myndmálsins og hvergi kemur
þessi kostur hans sem leikstjóra betur
fram en í Gladiator, mikilli og vel
gerðri epískri kvikmynd sem hefur
nánast allt sem góð spennumynd þarf
að hafa þó sagan sé sjálf ekki ýkja
merkileg. Russell Crowe leikur titil-
hlutverkið af miklu öryggi og krafti.
Hann hefur það tO að bera að maður
trúir því að hann sé mestur allra
skylmingaþræla auk þess sem mikiil
þungi er í túlkun hans.
-HK
I Kina spiser de hunde
★★★★Danir eru fáum öðrum líkir þeg-
ar kemur að kvikmyndagerð. Hér
leggja þeir tO atlögu við kvikmynda-
grein sem Evrópubúar hafa sjaldan rið-
ið feitum hesti frá. Um er að ræða kol-
svarta kómedíu þar sem áhorfendum
eru lítO grið gefin. Ólöglegur innflytj-
andi, bankastarfsmaður og tveir kokk-
ar fremja rán undir stjórn Kim Bodnia
úr Pusher. Mikið gaman, mikið grín.
-BÆN
Boy’s Don’t Cry
★★★★Áhrifarík kvikmynd um örlög
Brandon Teena sem bjó yfir líkama
stúOíu en hneigðum pOts. AOur leikur
er tO fyrirmyndar og ber þó sérstak-
lega að geta frammistöðu Hilary Swank
og Peters Sarsgaard. Ekki bara góð
kvikmynd heldur kröftugt hróp á
umburðarlyndi.
-BÆN
101 Reykjavík
★★★HOmir Snær leikur auðnuleysingj-
ann Hlyn sem lifir og hrærist í hverfi
101 í Reykjavík. Líf hans er í fostum
skorðum þar tO vinkona móður hans
kemur í heimsókn og úr verður ein-
hver sérkennOegasti ástarþrihyrningur
íslenskrar kvikmyndasögu. Fjörug
mynd sem býr þó yfir þungri og alvar-
legri undiröldu. Úthugsuð og vönduð,
en hvemig í ósköpunum stendur á því
að ekki er hægt að sjá myndina i
hverfi.
-BÆN
Ghost Dog: Way of the Samurai
★★★Jim Jarmusch er bæði trúr fortíð
sinni í myndinni og fetar um leið inn á
nýjar brautir. Aðalpersónan er að
mörgu leyti í stöðu ferðalangsins sem
við þekkjum úr fyrri myndum hans en
mafiósarnir tilheyra ólíkri hefð megin-
straumskvikmynda. Sú blanda gengur
ekki nægjanlega vel upp en kemur þó
ekki i veg fyrir ágæta mynd.
-BÆN
Angela’s Ashes
★★★Alan Parker fer eigin leiðir í leik-
stjóm á kvikmyndagerð frægrar skáld-
sögu og er umhugað að sýna okkur
smáatriðin, hvað fátæklingar þurftu að
búa við á áram áður - lífsmáti sem
varla þekkist I vestrænum þjóöfélögum
i dag. Hvað sem segja má uin leikstjórn
og túlkun Parkers á bókinni þá hefur
honum tekist að skapa áhrifamikla
kvikmynd um líf og kjör fátæklinga
fyrr á öldinni.
-HK
Toy Story 2
★★★Þetta framhald fyrstu Leikfangasög-
unnar er, líkt og fyrri myndin, full af
fjöri fyrir bæði börn og fuOorðna. Tölvu-
tæknin sem notuö er í Toy Story er
undraverö, jafnraunveruleg og hún er
gervileg, en um leið fyrirheit um ein-
stakar sýnir sem eiga eftir aö birtast
okkur á næstu árum. Hinum fuUorðnu
er þvi alveg óhætt að fylgja ungviðinu á
þessa mynd tO að rifja upp gamlan sann-
leik, sem kannski hefur rykfallið svolít-
ið, og næra barnshjartaö með ærlegri
skemmtun. -ÁS
A
V