Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2000, Síða 33
37
FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 2000
DV Tilvera
Fjórir fræknir fasanar í Hallormsstaðarskógi:
Prúðir í fasi og
lifðu veturinn
Þeir fjórir fasanahanar sem Skóg-
rækt ríkisins sleppti í Hallorms-
staöarskógi í fyrra virðast hafa lifað
af veturinn. Reyndar eru fuglamir
alltaf stakir þannig að sá sem sést
hefur undanfarið gæti hafa verið sá
sami í öllum tilfellum. Hallorms-
staðarskógur er u.þ.b. 700 hektara
skógur og því erfitt að segja til um
afdrif fuglanna. Að sögn Þórs Þor-
finnssonar, skógarvarðar á Hall-
ormsstað eru einhver afíoll líkleg.
Fuglunum var sleppt til að athuga
hvort raunhæft væri að þeir gætu
lifað villtir í íslenskum skógi og var
um að ræða eins árs verkefni.
Margt getur orðiö fuglunum að fjör-
tjóni, t.a.m. tófa, minkur, fálki og
ekki síst óblíð veðrátta.
Fasanamir koma frá Tókastöðum
þar sem Skúli Magnússon og Anna
Einn fyrir aila?
Ekki er Ijóst hvort allir fjórir hanarnir eru lifandi eöa hvort aðeins einn liföi af
umhleypingasaman vetur.
Einarsdóttir hafa um tveggja ára
skeið stundað ræktun fasana í til-
raunaskyni. Hugmyndin kviknaði
þegar Skúli sat í nefnd um innflutn-
ing dýra í íslenska skóga. Hann seg-
ir fasana koma frá Asíu en að þeir
hafi veriö ræktaðir í Evrópu og
Bandaríkjunum í nokkrar aldir.
Hátturinn er sá að fuglinn er rækt-
aður, honum sleppt og hann síðan
veiddur. „Tilkoma fasana í íslenskt
lifríki mun engu raska. Þeir fæla
ekki frá annan fugl, éta fræ, brum
og skordýr og eru aðeins til augna-
yndis fyrir fólk í skógunum. Þeir
fuglar sem ekki veiðast geta æxlast
í skógunum en verða aldrei stór
stofn því þeir eru fáir sem ekki
nást.“ Líklegt er að skógræktin á
Hallormsstað sæki um leyfi til að
sleppa fuglum í skóginn. -HH
Hnappavallahamrar í Öræfum:
Besta klettaklifursvæðið
Bestu aðstæður landsins
Hér skoöar hópurinn vænlega kletta
í Hnappavallahömrum sem eru tald-
ar bestu aöstæöur landsins til
fjallaklifurs. Sannarlega er þetta
tignarlegt landslag.
DV, ORÆFUM:__________________________
í lok maí hélt íslenski Alpaklúbbur-
inn sitt árlega klettaklifursnámskeiö.
Námskeiðið stóð eitt kvöld og eina
helgi og hófst við klifursúluna í
Kringlunni og var siðan fram haldið
undir Hnappavallahömrum í Öræf-
um. Þar er stærsta og að margra áliti
besta klettaklifursvæði landsins og
mjög góðar aðstæður til að æfa kletta-
klifur. Þar eru 70 til 80 boltaðar leiðir
af öllum erfiðleikagráðum. Þeir Stefán
S. Smárason og Ámi Gunnar Reynis-
son leiðbeindu 12 nýliðum á öllum
aldri við að klífa og síga í klettum.
Klettaklifur er spennandi og fjölbreytt
íþrótt en að mörgu leyti tæknileg og
útheimtir sérhæfðan útbúnað, s.s. lín-
ur, hjálma, klifurbelti, klifurskó,
sigtól og tvista. Þess vegna er mikils
virði að geta fengið tilsögn frá reynd-
um klifrurum, bæði til að ná góðri
klifurtækni og ekki síst til að læra að
fara með allan öryggisbúnað sem
klifrinu fylgir. -ERIS
Selt í matinn
með Paltrow
Gwyneth Paltrow veit sem er aö
hún er eftirsótt á alla kanta. Því
fannst leikkonunni tilvalið að láta
þennan mikla áhuga sem henni er
sýndur láta gott af sér leiða. Og það
gerði hún með því að heimila upp-
boð á átta plássum við matarborð-
ið. Ágóðinn rann til góðgerðarsjóðs-
ins sem kenndur er við Hróa hött.
Á söfnunarkvöldi fyrir stuttu létu
gestir tæpar átta hundruð milljónir
íslenskra króna renna til styrktar
góðum málum. Ekki fylgir sögunni
hversu mikið málsverður með
Gwyneth kostar en hann er áreið-
anlega hverrar krónu virði.
Michael Caine
gerður að sir
Breski stórleikarinn Michael
Caine verður aðlaður í tilefhi af af-
mæli Bretadrottningar um helgina
og framvegis verða menn því að
ávarpa kappann sem sir Michael.
Breska æsiblaðið Sun eignar sér
þessa tilvonandi upphafningu leik-
arans ástsæla. Tilkynning um ridd-
aratignina barst skömmu eftir að
blaðið krafðist þess að Caine yrði
heiðraður fyrir framlag sitt til
kvikmyndalistarinnar. Caine ku
víst hafa kvartað yfir því að vera
nánast útskúfaöur heima, enda
lengi búið í Hollywood.
Glasgow:
Götótt-
asta
kona
heims
Þessa hér rakst ljósmyndari DV
á í Glasgow á dögunum en þetta er
Elaine Davidson sem að eigin sögn
á heimsmetið í líkamsgötun svo-
kallaðri. Hún státar af u.þ.b. 600
götum, hringjum og pinnum um
allan skrokk en þó mest i andlit-
inu.
Elaine býr í íslendinganýlend-
unni Glasgow og rekur þar húð-
flúrsstofu með meiru. Annars ség-
ist hún ferðast um heiminn til að
sýna sig og sjá aðra.
Aðspurð sagðist hún aldrei hafa
komið til íslands en það gæti þó
verið spennandi. -HH
TILBOÐ VIKUNNAR
íþessari viku bjóðum viðykkur eftirfarandi
gœðabifreiðar á okkar hóflega verði:
Range Rover 4,6 HSE,
skráður nýr 9/99,
ekinn um 20.000 km.
Verð aðeins
kr. 4.895.000
Mercedes Benz C 200
“Elegance“,
skráður nýr 1996,
ekinn um 85.000 km.
Verð aðeins
kr.1.890.000
Range Rover 4,6 HSE,
skráður nýr 12/98,
ekinn um 20.000 km.
Verð aðeins
kr. 4.490.000
Range Rover Vogue SE
3,9 Classic,
innfluttur nýr 1994,
ekinn um 130.000 km.
Verð aðeins
kr.1.590.000
Mercedes Benz E 200
“Elegance“,
skráður nýr 1999,
ekinn um 25.000 km.
Verð aðeins
kr. 2.890.000
Upplýsingar hjá BSA, Skemmuvegi 6,
eða í síma 587-1280.
Og síðast en ekki síst:
Bíllinn til að nota í
bæjarferðina.
Nissan Micra/1997,
ekinn um 80.000 km.
Verð aðeins kr. 649.000