Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2000, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2000 Fréttir DV Hafnfirðingar án almenningssamgangna í 2 vikur vegna Sleipnisverkfalls: Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum - og þrýstir á deiluaðila að höggva á hnútinn „Við höfum miklar áhyggjur af því hversu þetta verkfall hefur dreg- ist á langinn og svipt Hafnfirðinga almenningssamgöngum um langt skeið,“ segir Magnús Gunnarsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, um langvarandi verkfall Bifreiðastjóra- félagsins Sleipnis. Á bæjarráðsfundi í Hafnarflröi í gærmorgun lýsti bæjarráðið yfir áhyggjum sínum vegna verkfallsins og þeirra óþæginda sem það hefur i for með sér fyrir bæjarbúa. „Við beinum orðum okkar til deiluaðila að þeir beiti sér fyrir því að höggva á hnútinn. Auðvitað höf- um við samúð með deiluaðilum en við höfum líka samúð með þeim íbúum Hafnarfjarðar sem missa af Margir heimilislausir: Rauði kross- inn leitar að húsnæði Marga vantar þessa dagana þak yflr höfuðið eftir hamfarimar á Suðurlandi. Af þeim sökum leitar Rauði krossinn nú að lausu húsnæði. í tiikynningu frá hon- um segir m.a.: „Rauði kross íslands bið- ur alla sem geta boðið fram húsnæði á Suðurlandi að hafa samband i síma 570 4000. Félagið hefur hug á að leigja íbúð- ir íyrir fólk sem þarf á bráðabirgðahús- næði að halda í kjölfar jarðskjálftanna undanfama daga. Nauðsynlegt er að hægt sé að flytja inn í íbúðimar nær samstundis. Um bráðabirgðaiausn er að ræða, til að minnsta kosti eins mánaðar og kannski eitthvað lengur.“ Einnig kemur fram í tiikynningunni að heimsóknum fólks I fj öldahjálparstöðvar Rauða krossins Sölgi stöðugt en þar er boðið upp á áfallahjálp. Sjálfboðaliðar bjóða upp á kaffí meðan bömin lita og teikna. Stöðv- amar em í Sólvallaskóla á Selfossi og í grunnskólanum á Hellu. -BN þessari þjónustu sem er hluti af þjónustukerfi Hafnarfjarðarbæjar," segir Magnús. Hafnarfjarðarbær borgar 75 milljónir á ári með almenningssam- göngum og það er ljóst að hluti þeirra peninga fer í súginn á meðan verkfallið varar. „Ég ætla ekki að lýsa neinu yflr með hvernig þetta kemur út fjár- hagslega en það verður skoðað þeg- ar yfir lýkur,“ segir hann. Ingimundur Sigurpálsson, bæjar- stjóri Garðabæjar, sagði í samtali við DV að hann hefði litlar sem eng- ar kvartanir fengið frá bæjarbúum vegna Sleipnisverkfalls. „Það er mjög takmarkaður hluti bæjarbúa sem nýtir sér almennings- samgöngur og þá fyrst og fremst skólafólk og ellilifeyrisþegar og nú eru frí í skólum," segir Ingimundur. Hann segir verkfoll alltaf koma niður á þeim sem síst geta án þjón- ustunnar verið. „Þetta er auðvitað bagalegt fyrir bæjarfélagið en við getum auðvitað ekki gripið inn í þetta samningsferli enda sitjum við ekki við sama borð og samningsaðilarnir." -jtr Fangar og rúmliggjandi fengu aðstoð í skjálftunum: Allt traustar byggingar - segir fangelsismálastjóri Fangelsi standa af sér jarðskjálfta Fangelsismálastjóri segir byggingarnar á Litla-Hrauni, sem og önnur fangelsi á landinu, vera traustar. Fullhraustu og frjálsu fólki hefur þótt erfltt að eiga við jarðskjálftana á Suðurlandi seinustu dagana en hvemig eiga fangar, vistmenn á elli- og hjúkrunarheimilum og sjúkling- ar við þessar náttúruhamfarir? Magnús Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar- innar á Selfossi, sagði sjúkrahúsið vera með ákveðna hópslysaáætlun sem unnið er eftir í samvinnu við Almannavamir þegar eldsvoðar eða náttúruhamfarir eiga sér stað. „Hluti af þessari áætlun fjallar um hvemig á að bregðast við varð- andi inniliggjandi sjúklinga," sagði Magnús. í þessum tveim skjálftum sem riðið hafa yfir Suðurlandið ný- verið var ekki talin þörf á að yflr- gefa húsið, sem er sérstaklega styrkt með það í huga að það geti staðið af sér jarðskjálfta. Starfsfólk sjúkrahússins gaf sjúklingum al- menna umönnun og róaði þá sem þess þurftu með. Er fyrri skjálftinn reið yfir safn- aði starfsfólk dvalarheimilisins Lundar á Hellu öllum vistmönnum saman í traustasta hluta hússins. Sá skjálfti olli miklum skemmdum á Hellu. „Það var ekki farið út með fólkið, þær söfnuðu fólkinu saman í bygg- ingu í miðju húsinu. Fólk reyndi að halda ró sinni en auðvitað er það hrætt á svona tíma. En þetta gekk allt saman mjög vel,“ sagði Aðalheiður Matthías- dóttir, deild- arstjóri og staðgengill hjúkrunar- forstjóra. Dvalarheim- ilið er ekki með sér- staka áætlun um það hvernig bregðast skuli við jarðskjálftum en Aðalheiður sagði að starfsfólk hefði staðið sig vel að róa þá sem skelkaðir voru og eng- inn var í hættu af völdum jarð- skjálftans. Af 30 vistmönnum Lund- ar eru 22 rúmliggjandi. Aðalheiður sagði að ef sú staða kæmi upp þar sem þyrfti að tæma húsið eru nokk- uð margir útgangar á Lundi sem hægt er að nota. Forstjóri Fangelsismálastofnun- ar, Guðgeir Eyjólfsson, sagði að mörg húsgögn í fangelsinu Litla- Hrauni væru negld við gólfið, svo þar er fátt sem getur farið á hreyf- ingu í jarðskjálftum. „Þetta eru traustar byggingar," sagði Guðgeir og bætti því við að húsin eru jámbent og standast öll kröfur Eldvarnaeftirlitsins. Auk Litla-Hrauns eru fjögur önnur fang- elsi á Islandi. „Hegningarhúsið við Skólavörðu- stíg stóð af sér Suðurlandsskjálft- ann árið 1912. Þetta eru allt traustar byggingar, rétt eins og opinberar byggingar almennt, sjúkrahús og skólar," sagði Guðgeir. „En menn geta auðvitað orðið skelkaðir í jarð- skjálftum þama eins og annars stað- ar.“ -SMK ________WWfe Umsjón: Höröur Kristjánsson netfang: sandkorneff.is Olafur kóngur? Margrét Þór- hildur Dana- drottning fékk hið íslenska millinafn sitt í vöggugjöf vegna náinna j tengsla við ísland | og langa sögu vfir- ' ráða Dana hérlend- is. Þau tengsl eru þó mun nánari en margir vita og náfrændur á Margrét Þórhildur marga á íslandi og má þar t.d. fræg- an telja Jón Ólafsson, heiðursfor- mann íþróttadeildar Fáks. Hann mun vera afkomandi Kristjáns Hálfdáns Jörgens Kristjánssonar 9. sem ku hafa barnað islenska þjónustustúlku í hirð sinni. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, var í miklu uppihaldi hjá dönsku krúnunni og þvi ljóst að núverandi forseti þurfti mikið til að trompa það. Hann fann þó ráð og veitti Mar- gréti Þórhildi sæmdarnafnbótina „heiðursdrottning íslendinga". Nú stendur upp á Dani að gjalda líku líkt. Kannski við eigum eftir að upplifa það að Danir fái Ólaf Ragn- ar Grímsson sem kóng... Gjörningur Kristnihátíð á I Þingyöllum er á næsta leiti og Júl- íus Hafstein framkvæmdastjóri að leggja síðustu hönd á undirbún-1 ing. Vangaveltur I hafa verið um I hvort blása eigi hátíðina af vegna jarðskjálfta á Suðurlandi. Trúarhiti er hins veg- ar talinn hitanum í neðra yfirsterk- ari og þvi muni heittrúaður skar- inn á Þingvöllum duga til að hemja náttúruöflin. Verra mál sé verkfall rútubílstjóra í Sleipni sem setji fólksflutninga á hátíðina í mikið uppnám. Þykir skondið að nafnið Sleipnir, sem ku hafa verið hestur Óðins samkvæmt fræðum ásatrúar- manna, skuli þar koma svo mjög við sögu. Telja sumir því víst að verkfallið sé gjörningur ásatrúar- manna sem eru þar að svara fyrir vandræðagang i kamarmálum og fleira... Ráðrík Röskva Mikil harka er í stúdentapólitíkinni en athygli hefur vakið hve hart Röskva heldur í stjómartaumana. Á Stúdentaráðsfundi var nýlega valið í stjóm Stúdenta- ráðs sem er æðsta yfirstjórn stúdenta. I henni sitja sex stúdentaráðsliðar, þar af fimm frá Röskvu, en Vaka verður að láta sér nægja einn áheyrnarfulltrúa. Þetta þykir mörgum einkennilegt og lýsa miklum valdahroka for- mannsins Eiríks Jónssonar, ekki síst í ljósi þeirrar staðreyndar að Vaka hlaut 45% atkvæða í síðustu kosningum. Miðað við þessa töl- fræði telja gárungar víst að Vaka þurfi 180% atkvæða til að ná meiri- hluta í Stúdentaráði... Málar hárið Jón Amar Magnússon tug- þrautarkappi er þekktur um víðan völl fyrir vasklega framgöngu i frjálsum íþrótt- um. Hann er þó ekki síður þekkt- ur fyrir að breyta útliti sínu fyrir stórkeppnir og kemur þá jafnan mjög á óvart. Þar sem ólympíuleikar eru á næsta leiti varð Jón Arnar einum Sand- kornsunnanda að yrkisefni. Sidney er að rísa, ólympiudrið. Þá fer Jón Arnar að mála á sér hárið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.