Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2000, Blaðsíða 9
9 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2000_ DV ____________________________________________________________________________Neytendur Endurgreiösluréttur rýmkaður - hlutdeild neytenda í lyf jakostnaði aukin: Ríkið dregur mikið úr lyfjakostnaði - neytendur taka á sig aukinn kostnað Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigöis- og tryggingamálaráðherra, gaf í síð- ustu viku út tvær reglugerðir á sviði tryggingamála. Áætlað er að önnur reglugerðin muni auka útgjöld ríkis- ins um a.m.k. 15-20 m.kr á ársgrund- velli en á móti að hin muni draga úr útgjöldum ríkisins um einn milljarð kr. á ári. Breytingar á endur- greiöslureglum Fyrri reglugerðin felur í sér að endurgreiðslureglum vegna læknis-, lyfja- og þjálfunarkostnaðar er breytt. Markmiðið með reglugerðar- breytingunni er, skv. upplýsingum ráðuneytisins, að koma frekar en nú er gert til móts við tekjulágar fjöl- skyldur sem bera umtalsverð útgjöld vegna læknis-, lyfja- og þjálfunar- kostnaðar. Er í þessu sambandi sér- staklega tekið tillit til fjölskyldu- stærðar og endurgreiðslurnar tengd- ar við tekjur. Reglugerðarbreytingin hefur með- al annars í för með sér að allur lyfja- kostnaður vegna lyfseðilsskyldra lyfja bama innan 18 ára kemur til út- reiknings endurgreiðslu, en fram að þessu hefur verið miðað við sex ára böm í þessu sambandi. Reglugerðin tekur gildi 1. júlí. Að mati Tryggingastofnunar ríkis- ins er afar erfitt að áætla þann kostnaðarauka sem hlýst af setningu reglugerðarinnar en miðað við um- sóknir undanfarinna ára er talið að kostnaður ríkisins gæti aukist um 15-20 m.kr. á ársgrundvelli. Þátttaka í lyfjakostnaöi Seinni reglugerðin felur í sér að hlutur notenda í kostnaði vegna lyf- seðilsskyldra lyfja er aukinn og niður- greiðslum tiltekinna lyfja er hætt. Greiðsluþátttaka elli- og örorkulíf- eyrisþega eykst við þessa breytingu um 150 krónur að hámarki á lyfjaávís- un og greiðsluþátttaka almennings um allt að 700 krónur á lyfjaávísun. Tryggingastofnun ríkisins hættir með reglugerðinni almennt að greiða niður lyf við sveppasýkingum en tek- ið skal fram að þeir sem hafa þrálátar sveppasýkingar geta sótt um lyfjaskír- teini hjá Tryggingastofnun ríkisins. Loks felst í reglugerðinni heimild til að miöa greiðslur Tryggingastofn- unar vegna lyfja við verð ódýrasta lyfsins á markaðnum þegar tvö eða fleiri lyf hafa sömu meðferðaráhrif. Reglugerðin öðlaðist gildi þann 15. júní. Áætlað er að reglugerðin muni lækka lyfjakostnað hins opinbera um 300 m.kr en að tilkoma upplýsinga- banka um lyf og lyfjakostnað ásamt Garðshorn: Þekja á beðin - garðaúrgangur nýttur í baráttuna við illgresið Nú liður að þeim tíma þegar arfi og annað illgresi fer að verða garð- eigendum til ama og erfiðis. Flestir sem stunda garðyrkju þekkja þetta vandamál og vildu eflaust vera laus- ir við það. Algengustu aðferðimar í barátt- unni við illgresið er að reyta það og eitra fyrir það. Fyrri aðferðin er seinleg og erfið og mörgum flnnst Þekja Þeir sem eiga greinakurlara geta notaö tijákurl í þekju. hún leiðinleg. Aðferðin er aftur á móti umhverfisvæn og henni fylgir holl útivera. Sú síðari er aftur á móti fljótvirk og auðveld en henni fylgir sú hætta að menn drepi fleiri plöntur en illgresi og svo eru marg- ir á móti því að nota eiturefni nema í neyð. Þekja - „mulching" Þriöja leiðin er að þekja beðin en sú aðferð er nefnd „mulching" er- lendis. Aðferðin felst í því að hylja eða þekja beðin með lífrænu efni og kæfa illgresið um leið. Þekjan ver jarðvegsbygginguna, eykur magn næringarefna og kemur í veg fyrir útskolun þeirra. Hún heldur jarð- veginum rökum í þurrkatíð og temprar hitabreytingar. Aukið magn lífrænna efna í jarðvegi eykur starfsemi ánamaðka, en ánamaðkar eru bestu vinir garðeigandans. Þeir flýta rotnun, bæta byggingu jarð- vegsins og auka loftskipti. Beðin verða einn stór safnhaugur iðandi að lífi, þar sem umskipti næringar- efna eru sífellt í gangi. Aðferðin sparar einnig ómælda vinnu og um- stang með því að draga úr magni líf- ræns garðaúrgangs og menn losna við að fara á gámastöð með hann. Það má nánast nota hvað sem er til þekju Hægt er að nota nánast allan líf- rænan úrgang í þekju. Best er að velja efni sem auðvelt er að nálgast og einnig er skynsamlegt aö velja efni sem gefur ekki frá sér sterka lykt eða fýkur burt. Nýslegið gras og laufblöð er sú þekja sem hvað auðveldast er að ná í. Garðeigendur kannast við þá fyr- irhöfn sem fylgir því að losna við það úr garðinum. í stað þess að setja grasið og laufin í poka og fara með á gámastöð er upplagt að dreifa því yfir beðin og nýta þannig næringar- efnin í því og kæfa illgresið um leið. Aðferðin hefur reynst vel Garðyrkjudeild Reykjavíkurborg- ar hefur á undanfomum árum beitt þessari aðferð í auknum mæli og ekki er annað að sjá en hún hafi reynst vel í trjábeðunum með fram Miklubraut. Garðeigendur ættu því hiklaust að prófa þessa aðferð 1 stað þess að eyöa sumrinu liggjandi á hnjánum við að tína arfa með rassinn upp í sólina. -Kip Aukin útgjöld heimila Ljóst er aö hluti þeirra hundraöa milljóna króna sem ríkið ætlar að spara meö breytingum á reglugeröum mun tenda á heimilunum í landinu. heimsóknum Landlæknisembættisins til lækna, i því skyni að sýna fram á ávinning af markvissum lyfjaávísun- um, muni lækka lyfjakostnað um 400 m.kr. til viðbótar. Áhrif aðgerðanna eiga að draga úr kostnaði um 1 millj- arð kr. á ársgrundvelli miðað við fyrri áætlanir. Aukinn kostnaöur fyrir neytendur Ástæða er til að vekja athygli fólks á þessum breytingum. Nú er enn mikilvægara en áður að halda saman öllum greiðslukvittunum vegna læknis-, lyfja- og þjálfunar- kostnaðar til að sækja til Trygg- ingastofnunar þá endurgreiðslu sem heimilið á rétt á. Ljóst er einnig að þegar áætlað- ur er spamaður rikisins um 1 milljarð kr. hljóta heimilin í land- inu að taka við þeim kostnaði að stórum hluta. Það er alvarlegt mál ef neytandinn veigrar sér við að taka lyf vegna kostnaöar en jafn- framt er ástæða til aö vera stöðugt vakandi fyrir því að taka ekki lyf að óþörfu. Loks verður að minna á að með aukinni þátttöku sjúklinga i lyfja- kostnaði er enn mikilvægara en áður að fylgjast vel með álagningu lyfsalanna og versla þar sem lægsta verðið er. -ss

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.