Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2000, Blaðsíða 13
13 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2000___________ DV_________________________________________________________________________________________________________________________Menning Urnsjón: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Tíminn kemur til okkar Ekki er erfitt að sjá hvað hvetur Bjöm Sigur- bjömsson til að yrkja nú þegar hann sendir frá sér fyrstu ljóöabók sína, liðlega fimmtugur mað- ur. Hann hefur búið áratugum saman í Dan- mörku þar sem hann hefur stundað prestskap eins og faðir hans og bræður hér heima, og „hugsunin" sem hann leyfir nú öðrum að sjá „um síðir“, eins og segir í lokaljóði bókarinnar, fjailar mikið um það að vera útlendingur, tala tvö tungumál, eiga tvö líf, annað hér, hitt þar, og tilfmninguna um að eiga eiginlega hvergi heima. Allir sem búið hafa langdvölum erlendis geta sett sig í spor Bjöms í titilljóði bókarinnar, „Orð og mál“, þar sem hann lýsir því þegar út- lendu orðin koma tU hans og hvísla að honum ævintýrmn í einrúmi en fela sig flissandi þegar hann ætlar að beita þeim. Siðan leggur hann út af þessu (8-9): Þegar ég hugsa ogtalaá dönsku er þaö eins og aö ganga um á annarra manna heimili þar sem maöur er að vísu tíöur og hjartanlega velkominn gestur og þaulkunnugur öllu þar á bœ en þó gestur. Á íslandi er hann „að vísu kominn heim“ en þar „er búið að flytja til og tæma skúffur", hann finnur ekkert, ratar ekki um, „man ekki hvað maturinn heitir" og spyr: Eru oröin heiti yfir hlutina eins og þeir eru eöa veröur veröldin fyrst til þegar viö finnum hlutunum orö? Þama má reyndar sjá algenga slettu úr máli ís- lenskra Dana, eða hefðum við ekki sagt: verður veröldin ekki tU fyrr en við finnum hlutunum orð? Fjarlægðin frá íslenskunni gefur líka nýja sýn á hana eins og þegar hann veltir fyrir sér orðatUtækinu „kominn tími tU“ (91): Hver veit nema þaö sé í raun og veru tíminn sem kemur til okkar og aö viö stöndum grafkyrr meöan hann liöur um okkur eins og straumur slípar okkur til og breytir okkur... Ljóð Björns eru fiest vangaveltur af þessu tagi og aðferð hans er þá að láta hversdagsleg- ustu atburði verða yfirgripsmikil tákn um tilveruna. Ósamhljóða minningar bræðra sem rifja upp bernskuárin leiða að niður- stöðunni „Kannski er sérhver manneskja ein / líka með minningar sínar?“ (21) Fluga sem reynir að komast út um glerrúðu kafiar á þessa niðurstöðu: „kannski / held ég líka fast í heimsmynd mína / sæki fast á lokaðar undan- komuleiðir // og geri aUt sem í mínu valdi stend- ur / tU að láta engan bjarga mér.“ (66) Besta dæmið um þessa aðferð er ljóðið „Þættir" þar sem dæmigerðir framhaldsþættir í sjónvarpi end- urspegla dæmigert mannslif: þeir byrja vel og lofa góðu, jafnvel lengi vel, svo koðnar aUt „nið- ur í ekki neitt / og rennur út í sandinn / í aUt að því hjákátlegum endalokum." (71) EUin verður honum efni í fleiri ljóð sem sum ná afskaplega vel tilfinningunni að verða gamaU. Þetta er ekki óskylt aðferð HaUgrims Péturs- — sonar í Passíusálmunum og rétt að _geta þess að Bjöm gaf út rómaða ■ þýð- H ingu á H þeim á ■ dönsku ■ 1995. En ■ ekki ■ sjást ann- I ars konar f áhrif frá HaUgrími jBB á ljóðum w Björns og Hf heldur ekki WS frá barna- W ljóðum Þór- ■ arins Eldjám ■ sem Björn I hefur líka I þýtt. Eins og f sést af dæmum hér að ofan er ljóðmál Bjöms eirT~^^^* falt og ljóðin einlæg og opin, og þau gleðja lesand- ann þrátt fyrir sinn dapurlega tón. Það var fal- lega gert af Bimi að leyfa okkur að deUa þessari „hugsun“ með sér. SUja Aðalsteinsdóttir Björn Sigurbjörnsson: Orö og mðl. Ljóö. Vaka-Helgafell 2000. Leikhús Átök, spenna, ástir og grín „Eru þeir nú búnir að skrifa leikrit um Bjöm Grétar Sveins- son?“ varð móður minni aö orði þegar hún sá kynningarmyndir af Ólafi Darra Ólafssyni í leik- ritinu Bjöminn sem frumsýnt var í Iðnó í hádeginu í gær. Það á ekki við rök að styðjast - verður að viðurkennast - þó að hugmyndin sé svo sem nógu skemmtUeg. Hér er á ferð gamanleikur eftir Anton Tsjekhov, einn af þeim sem kaUaðir hafa verið skrýtlur eða brandarar og hefur í ríkum mæli það sem oft ein- kennir verk Tsjekhovs; þennan hárfina harmræna tón undir öUum hlátrinum. Það er aldrei alskemmtUegt að vera mann- eskja - því að í öUum má finna vott af sýndarmennsku og trega. Hin fagra ekkja einangrar sig með þemu sinni og ætiar aö syrgja látinn eiginmann sinn þar tU hún deyr, þó að maður sá hafi verið mesta fól. Lánar- drottinn einn kemur tU þess að rukka gamla skuld sem ekkjan getur ekki greitt og af því leiða átök verksins. Átök milli karls og konu, mUli ástríðna og reiði, ástar og haturs. Eöli farsans er aö krefjast mikils af leikurum, kreflast ýkjukennds leiks og belnlínis kalla á öfgar. / þessari uppsetningu er ekki skorast undan ýkjum og öfgum og standa leikararnir sig meö miklum ágætum. Hafið á milli kynjanna Það má einnig segja að verk- ið fjafii um andstæð eðli - karl- inn/bjöminn sem getur verið hættulegur öskrandi grábjöm, en líka kjökrandi lítiU bangsi. Konuna sem getur verið brothætt bjútí, eða brjálað skass. Það getur lika fjatiað um grimumar sem við öU berum, en þrábiðjum aðra að kíkja undir og bjarga okkur frá. Það getur ver- ið um karla og konur - og það haf sem er á miUi kynjanna, sem ekki er hægt að brúa nema fara sitt í hvora áttina, eða fara öfgaveginn og mætast þar - nýkomin hringinn. Og það getur líka bara verið fyndið og skemmtUegt. AUt þetta á hálftíma? er von að lesendur spyrji - alveg bit. Já, og það er einmitt það sem vert er að hrósa sýningunni fyrir. Aðstandendum er veralega þröngur stakkur sniðinn í vali á efni, þar sem sýningartimi má ekki fara yfir 30 mínút- ur og það hefur örlítið komið niður á Hádegis- leikhúsinu fram að þessu. Verkið Björninn er hins vegar fuUkomið í forminu. Átök, spenna, grín og ástir, og valinn maður í hverju rúmi. Kómíker fram í fingurgóma Eðli farsans er að krefjast mikUs af leikurum, krefjast ýkjukennds leiks og beinlínis kaUa á öfg- ar. í þessari uppsetningu er ekki skorast undan ýkjum og öfgum og standa leikararnir sig með miklum ágætum. Ólafur Darri Ólafsson leikur björninn. Hann nær að túlka andstæð eðli hans á undraverðan hátt - með því að öskra hærra en mannsröddin leyfir eina mínútuna og kjökra svo eins og lítið bam þá næstu. Svitinn bogar af Ólafi Darra alla sýninguna, og skyldi engan undra, átökin eru mikU. Júlíus Brjánsson stígur á svið eftir nokkurt hlé og veldur ekki vonbrigðum. Hann er kómíker fram í fingurgóma, af þeirri stærðargráðu sem getur fengið mann til að hlæja með einu augntUliti. Júlíus leikur hér þernu ekkjunnar, viðkvæma og taugaveiklaða og hefur drepfyndna nærveru. Ég hef ekki fengið aö sjá hina nýútskrifuðu Maríu Pálsdóttur áður, en fæ áreiðanlega að sjá hana aftur, slíkur er krafturinn í þessari ungu leikkonu. Hún leikur ekkjuna, sem eins og björn- inn sveiflast öfganna á miUi og hlutverkið reynir á flestar taugar, en María hvikar hvergi. Hún er bæði þokkafúfl og ógnvekjandi, brothætt og sterk. Síðast skal nefna þýðanda verksins og er þar enginn aukvisi á ferð. Þýöing Árna Bergmanns rennur líka ljúflega niður, með súpunni, með brauðinu, með öUu. Hvað segir maður þá um fyrsta leikstjómarverkefni Stefáns Jónssonar? ...Bravó! Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Leikfélag íslands sýnlr í lönó: Björninn, eftir Anton Tsjekhov í þýöingu Árna Bergmann. Leikstjóri: Stefán Jónsson. Lelkarar: Ólafur Darri Ólafsson, Júlíus Brjáns- son og María Pálsdóttir. Leikmynd og búningar: Rann- veig Gylfadóttir. Frumsýning 22. júní. Hvers er siðfræðin megnug? Siðfræði er meðal elstu fræðigreina Vestur- landa en heimspekingar í Grikklandi hinu forna töldu hana vera eina höf- uðgrein mannlegrar þekkingarleitar. En hvaða augum líta heimspekingar siðfræðina nú á dögum? Hvert álíta þeir vera hlutverk hennar, viðfangseöti og aðferðir? Nú er nýkom- in út hjá Háskólaútgáfúnni bókin Hvers er siðfræðin megnug? en í henni ræða tólf íslenskir heimspekingar spumingar um siðfræði og siðfræðileg viðfangsefni. Meðal þess sem heimspekingamir ræða um er trú og siðffasði, tengsl siðfræði og skáldskapar, kennsluaðferðir í siðfræði og sjálfræðishugtakið. Ritstjóri er Jón Á. Kalmansson og er ritið gefið út i tilefni tíu ára afmælis Sið- fræðistofhunar. Tumi og Hreinn á Camegie Árlega er fremstu myndlistarmönnum á Norðurlöndum boðið að taka þátt í norrænu myndlistarsýningunni Camegie Art Award sem opnuð verður þann 12. október i Hels- ingfors Konsthall. tslensku myndlistarmennimir Tumi Magnússon og Hreinn Friðfinnsson em okkar fulltrúar á sýningunni, en dóm- nefndin valdi alls 21 myndlistarmann til þátttöku af þeim 89 sem tilnefiidir vom. Lars Nittve er í forsvari fyrir dóm- nefhdinni og hafði þessi orð um mynd- listina á sýningunni: „Enn einu sinni getur Camegie-dómnefiidin glaðst yfir blómstrandi myndlist á Norðurlöndum! Það vekur djúpa hrifningu að sjá jafiivel unga listamenn finna nýjar leiðir í margtroðnum slóöum málverksins og hvemig litur á dúk getur af nákvæmni skýrt hvað það er að vera manneskja í upphafi 21. aldar.“ Sýningunni í Helsinki lýkur þann 29. október og mun hún þá flytjast á milh annarra höfuðborga á Norðurlöndum. Hægt er að sjá sýninguna í Listasafiii Kópavogs frá 7. apríl til 6. maí á næsta ári. Dvergasteinn Aðalsteins fí Fyrir skömmu kom út hjá CDR-forlaginu í Ár- ósum bókin Dverga- steinn eftir Aðalstein Ás- berg Sigurðsson. Bókin hefúr fengið nafnið Dværgstenen í danskri þýðingu en þýð- andinn er Mette Fanö. í fréttatilkynn- ingu frá forlaginu Dimmu segir að danskir gagnrýnendur hafi lofað bókina í þarlendum blöðum. í Berlingske Tidende standi m.a. að höfúndurinn hafi skrifað Dvergastein af einlægni sem danskar bamabókmenntir skorti og í Fyens Stiftstidende segi gagnrýn- andi að það sé tilhlökkunarefni að fleiri bækur höfúndarins komi út á dönsku. Ennfremur segir þar að Dvergasteinn sé „grípandi og óhugnanleg bók, sem skrif- uð er á léttu og upplestrarvænu máli.“ Dvergasteinn kom fyrst út hjá Al- menna bókafélaginu fyrir níu ámm. Yoshi Oida í kvöld verður gesta- sýning í Iðnó á verkinu Interrogations í flutningi Yoshi Oida og tónlistar- mannsins Wolfs-Dieters Trastedts. Sýningin er eftir Yoshi, japanskan leikara og leik- stjóra, sem unnið hefur jöfnum höndum í Japan, Evrópu og Bandaríkjunum. Yoshi hefur verið einn aðalleikari í al- þjóðlegum leikhópi Peters Brooks og nánasti samstarfsmaður en Brook er einn af áhrifamestu leikstjórum aldar- innar. Sýningin er byggð á fomum textum zen-meistaranna úr Koan frá því á 11. öld í Kína. Þar er varpað fram ýmsum spumingum sem samkvæmt hefðinni er svarað munnlega eða í gegn um hug- leiðslu en í sýningu Oida er þeim svar- að með hreyfmgu og tónlist.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.