Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2000, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2000 DV Útlönd Gary Graham tekinn af lífi í Texas í nótt: Streittist á móti til hinstu stundar Gary Graham barðist við fanga- verðina sem fluttu hann til aftöku- herbergisins í fangelsinu í Huntsville í Texas i nótt og lýsti yf- ir sakleysi sínu af morðinu sem hann var sakfelldur fyrir. Graham var síðan handjámaður við aftöku- bekkinn. Slíkt er mjög óvenjulegt. „Þeir eru að drepa mig í kvöld. Þeir eru að myrða mig,“ voru síð- ustu orð Grahams áður en eitrið sem sprautað var í æðar hans tók að virka. George W. Bush, ríkisstjóri i Texas og forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, hafnaði öfl- um beiðnum um að fresta aftöku Grahams. Bush lýsti sig fylgjandi af- tökunni og sagðist telja að verið væri að fullnægja réttlætinu þar sem Graham væri sekur. Mál þetta hefur hleypt nýju lífi í deilur vestra um réttmæti dauðarefsingar. Nú hafa 135 refsifangar verið teknir af lífi á þeim fimm árum sem Bush hefur verið ríkisstjóri. Gary Graham var fundinn sekur fyrir að myrða 53 ára gamlan mann, Bobby Lambert, fyrir utan stór- markað í Houston árið 1981. Hann var sakfelldur fyrir orð eins vitnis en engar áþreifanlegar sannanir fundust nokkurn tíma fyrir því að hann væri sekur. Graham flutti sex mínútna lang- an reiðilestur fyrir aftökuna þar sem hann hvatti bandaríska blökku- menn til að berjast gegn „þjóðar- morðinu" sem Texasríki fremdi. „Þetta er aftaka án dóms og laga. Ég drap ekki Bobby Lambert," sagði Graham og líkti sjálfum sér við blökkumannaleiðtoga á borð við Malcolm X og Martin Luther King. „Ég var valinn fyrir þetta þjóðar- morð. Þetta er hluti þjóðarmorðsins sem viö, blökkumenn, höfum mátt glSk-'a fMl vfi it- \ Aftöku mótmælt í Texas Félagi í blökkumannasamtökunum Svörtu hléböröunum heldur á logandi ríkisfána Texas fyrir utan fangelsiö í Huntsville bar sem dauöafanginn Gary Graham var tekinn af lífi í gær. Hundruö manna söfnuöust saman fyrir utan fangelsismúrana til aö mótmæta aftökunni sem hefur kveikt miklar umræöur um dauöarefsingar. þola í Bandaríkjunum,“ sagði Gra- ham, að sögn fréttamanna sem fengu að fylgjast með aftökunni. Nokkur hundruð mótmælendur höíðu safnast saman fyrir utan fang- elsismúrana og hrópuðu slagorð gegn Bush ríkisstjóra. Lögreglulið sá til þess að langt væri á mifli þeirra og um 20 félaga í Ku Klux Klan sem sögðu að Graham ætti að deyja. Mannréttindafrömuðirnir Jesse Jackson og A1 Sharpton fylgdust með aftökunni, svo og Bianca Jagger, fyrrum eiginkona Micks Jaggers. Hún felldi tár. Sólstöðublót Sólstöðublót ásatrúarmanna í Almannagjá hófst með allsherjarþingi á Þórsdag 22. júní Fjölskylduhátíð laugardaginn 24. júní kl. 15. * Níundi landnámseldurinn kveiktur * Brúðkaup að ásatrúarsið * Siðfesta (sambærileg athöfn og ferming) * Hestaleiga. * Töframaður * Trúðar *Eld Sætaferðir frá Umferðarmiðstöðinni kl. 13.30 laugardag. dgleypar Tískusýning frá síðustu 1000 árum * Færeyskir dansar * Kvæðamenn * Sagnamenn * Fjöldasöngur. ARGEIMTIIMU Sælkerasósup hata slegið í gegn! ARGENTÍNU GRÆNPIPAR SÓSA ARGENTÍNU GRÁÐAOST SÓSA ARGENTÍNU SINNEPS & GRASLAUKS SÓSA ARGENTÍNU HVÍTLAUKS SÓSA ARGENTÍNU BEIKON KARTÖFLUSÓSA ARGENTÍNU KRYDD0LÍA FYRIR GLÓÐARSTEIKINGU Á KJÖTI, FISKI & GRÆNMET! ARGENTÍNU Sælkerasósur fást AÐEINS í NÓATÚNI gfcannnnnng

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.