Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2000, Blaðsíða 15
14 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2000 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2000 19 Útgáfufólag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerð: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverö 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viötöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Ferli Suðurlandsskjálfta Andrúmsloft hérlendis er sérkennilegt þessa dagana og aö vonum. Ferli Suöurlandsskjálfta stendur yfir, náttúru- hamfarir sem íbúar á Suöurlandi og suðvesturhorni landsins hafa átt yfir höfði sér og óttast um árabil. Þegar hafa tveir sterkir jarðskjálftar riðið yfir og valdið umtals- verðu tjóni í Rangárvalla- og Árnessýslu. Af reynslu sög- unnar og mælingum vísindamanna sést að umbrotin nú fylgja þekktri þróun Suðurlandsskjálfta og því er liklegt að sú jarðskjálftavirkni sem verið hefur á Suðurlandi haldi áfram að færast til vesturs. Þrátt fyrir eignatjón af völdum skjálftanna á laugardag og aðfaranótt miðvikudags er hið mikla lán að ekkert manntjón hefur orðið af völdum náttúruhamfaranna. Skemmdir hafa einkum orðið á eldri húsum, bæði í þétt- býli og dreifbýli. Nýrri hús hafa staðist áraunina, jafnvel þau hús sem standa við upptök skjálftanna. Talsvert tjón hefur þó víða orðið á innbúi og raunar má draga lærdóma af skjálftunum við frágang innanhúss. Þar er einkum mik- ilvægt að svo sé gengið um þunga hluti að ekki sé hætta á að þeir falli á fólk. Kerfi Landsvirkjunar hefur staðist skjálftana sem og kerfi Landssímans að mestu. Staðbundnar skemmdir hafa orðið á veitukerfum hitaveitna sem og staðbundnar raf- magnstruflanir. Loka hefur orðið samgönguæðum tíma- bundið, Suðurlandsvegi vegna skemmda og brúm meðan skoðun á þeim hefur farið fram. Skjálftamir nú sýna í enn skýrara ljósi veikleika þess að búa við aðeins eina brú yfir Þjórsá í byggð, þótt brúin hafi staðist mikla áraun í tvigang. Miðað við ástandið á Hellu nú má ímynda sér stöðuna gæfi brúin sig í sambærilegum náttúruhamforum að vetri. Þá gæti reynst erfitt að sinna slösuðu fólki eða koma því á sjúkrahús í Reykjavík. Gott er einnig að bera saman viðbrögð við fyrri skjálft- anum og þeim síðari. Allt var fumlausara eftir að sá seinni reið yfir, kerfi Almannavarna, viðbrögð Ríkisút- varps, hljóðvarps og sjónvarps en frammistaða ríkissjón- varpsins var átakanlega léleg eftir fyrri jarðskjálftann. Áfallahjálp sem Rauði krossinn veitir á þeim svæðum sem urðu verst úti í skjálftunum er mikilvæg. Við aðstæður sem þessar sannar viðlagatrygging gildi sitt. Viðlagatrygging er skyldutrygging sem ætlað er að bæta beint tjón af völdum náttúruhamfara. Allar húseign- ir sem eru brunatryggðar eru viðlagatryggðar um leið. Trygging þessi dregur því úr þyngsta högginu hjá þeim sem verst eru leiknir af völdum jarðskjálftanna. Fólki er hins vegar í sjálfsvald sett hvort það tryggir innbú sitt. Tjón varð víða á innbúi fólks og í sumum hús- um er nánast allt ónýtt. Enn liggur ekki fyrir hversu vel fólk á skjálftasvæðunum hefur tryggt innbú sitt en efa- laust eru margir vantryggðir. í þeim málum ætti hver og einn að huga að stöðu sinni. Brunatryggi fólk lausamuni kaupir það viðlagatryggingu á innbúi um leið. í miðju ferli þessara stórskjálfta, hver sem þróun þeirra verður og hversu hratt sem þeir ganga yfir, er mikilvæg- ast að hver og einn hugi að sínu nánasta umhverfi. Reynsla undangenginna daga sýnir að vel byggð mann- virki standast áraunina, jafnvel svo vel að vakið hefur undrun vísindamanna. Hættan er því af lausamunum í umhverfinu. Um leið er brýnt að hver og einn kynni sér leiðbeining- ar Almannavarna ríkisins um rétt viðbrögð i jarðskjálft- um. Þær leiðbeiningar eru aðgengilegar og á hverju heim- ili og vinnustað - i simaskránni. Jónas Haraldsson DV Skoðun Borg í hvíld? í Hvíldardögum Braga Ólafssonar hringsólar sögu- maöur stefnulaust um götur Reykjavíkurborgar og stefn- ir hvað eftir annað á „hlið“ hennar, flughótel, umferðar- miðstöðina og Reykjavíkur- flugvöll, en hörfar þaðan aft- ur. Hann er allan timann að reyna að koma sér út á land. Skáldsagan birtir okkur þannig borgina sem ofgnótt áreitis, öfugt við friðinn sem ríkir í náttúrunni. Þessi andstæða borgar og ” náttúru er algeng í umfjöllun borgir og andstæða þessi er síðan end- urtekin og endurspegluð í muninum á miðborg og úthverfi. Þessi greinar- munur borgar og náttúru rann út í sandinn þegar Kjalamesið stórborgar- væddist hér um árið, og í framhaldi af því hlýtur hugurinn að reika til hinna landamæranna, þeirra milli úthverfa og miðbæja. Velferðaræxli á borgum Ef Esjan verður bráðum inni í Reykjavík, hver verður þá munurinn á úthverfi eins og Breiðholtinu og Ulfhiidur Dagsdóttir bókmenntafræöingur um sjálfri miðborginni? Breið- holtið - þarsem ég hef búið lengst af - er afskaplega dæmigert úthverfi. Hug- myndin að baki úthverfum er sú að forðast ys og þys bæjarlífsins og vemda sig gegn hávaða og mengun og ofbeldi því sem fylgir mið- borginni. í úthverfum býr fólk sem ekki á heima í miðbænum í fleiri en einum skilningi og horfir á sjónvarp allan dag- inn milli þess sem það skýst út í vídeóleigu á bílnum. í úthverfinu kristallast allt sem borgarlifiö skfi- greinir sig gegn, andlegur dauði og daglegur drungi hversdagslífsins. Út- hverfin eru eins konar velferðaræxli á borgum og standa fyrir allt það sem er leiðinlegt og staðnað og forpokað mið- að við hinn lifandi kjarna sem mið- borgin er, full af gangandi fólki og óvæntum uppákomum. - Þannig er miðbærinn allt annar heimur en Breiðholtið. Bara túristar í bænum Nú, þegar ég er flutt í miðbæinn, þá „Eða kannski - kannski er þetta alls ekki Reykjavík heldur bara módel, eins konar spilaborg eða einfalt pappalíkan sem hefur aldrei hýst lifandi fólk og er bara hér til reynslu. Það gæti skýrt hvers vegna miðbœr Reykjavíkur er alltaf svona ferlega dauðyflislegur. “ fyrst er ég að lifa lífi borgarbúans, þessa borgarbúa sem ráfar um götur borgarinnar og drekkur þyrstur í sig lifandi menningu, iðandi mannlifið í sínum fjölbreyttustu myndum. Þegar ég geng um Lækjartorgið er þar lífleg bílaumferð og Laugavegurinn er ið- andi af túristum. Skólavörðustígurinn er kannski ekkert sérstaklega spræk- ur í dag en þegar ég beygi inn í Berg- staðastrætið dettur allt í dúnalogn. Eftir að hafa gengið alein framhjá auðu bakarii og hárgreiöslustofu fer mér að líða dálítið eins og Úllu sem var ein í heiminum og reyni að hugsa upp skýringar. Kannski að Ragnar hafi spáð Suðurlandsskjálftanum mikla rétt í þessu meðan ég var upp- Sýra í Sýrlandi Nafn Hafez al-Assads í Sýrlandi hafði sömu merkingu og harðasta óvinar hans meðal ísraelsmanna, Ariel Sharon. Nöfnin þýða ljón á ná- skyldum málum. En þar sem Ariel Sharon var og er óhæfur í húsum sið- aðra manna var nafni hans Assad vel- kominn. Hann var að vísu hermaður en af annarri tegund en þeirri terr- oristategund sem Sharon, Shamir og Begin voru sprottnir upp úr í þeim þjóðemishreinsunum sem skópu ísra- elsríki á sínum tíma. Hafez al-Assad leit alltaf á Palestínu sem hemumið land sem Bretar hefðu gefið gyðing- um á kostað íbúaima til að friðþægja sinni eigin samvisku í kjölfar herfar- ar Þjóðverja gegn gyðingum í síðari heimsstyrjöldinni. Hann neitaði ævinlega að sam- þykkja að það fólk sem þar byggi ætti að gjalda fyrir það með lífi sinu og lífskjörum sem Evrópuríkin ættu sök á. Því var hann slíkur leiðtogi sem Kjallarí ,Enginn leiðtogi annar hafði slík siðferðisleg áhrifgegn ísrael sem Assad, vegna þess að hann var œvinlega sjálfum sér samkvœmur og hélt uppi þeim lífsgœðum og fyrirkomulagi sem allir virtu. “ Með og á móti hann var og þess vegna var hann slíkur leiðtogi sem leit verður að. Þessi tilfinning er ótrúlega sterk í Miðaustur- löndum og enginn leiðtogi gengur til vináttusambands við ísrael að óbreyttu, eins og Anwar heitinn Sadat Eg- yptalandsforseti komst að þegar hans eigin hermenn réðu hann af dögum 1981. Menningarheimar Assad vann stóran ______ diplómatískan sigur með því að sýna samstöðu í stríðinu gegn írak en i staðinn fékk hann í raun óum- deild yfirráð yfir Líbanon sem aldrei hefur verið annað en hluti af þeim hluta tyrkneska heimsveldisins sem kallaðist Sýrland, ásamt Palestínu. Með þessu sýndi hann þá slægð og stjórnvísi sem gerði hann að forystu- mani þeirra araba sem stóðu gegn of- urvaldi ísraels sem er í raun hernað- arlegt útibú Bandaríkjanna í Mið- austurlöndum og undirrót allrar þeirrar ólgu sem Bandaríkjamenn kjósa að kalla terrorisma, en er í raun ósættanlegur árekstur tveggja menningarheima, íslams og kristni, auk gyðingdóms, og er hemaðarlegur veruleiki sem ekki verður haggað. En hugmyndir eru ekki bundnar veruleikanum. Enginn leiðtogi arrnar hafði slík siðferðisleg áhrif gegn ísra- el og Assad, vegna þess að hann var ævinlega sjálfum sér samkvæmur og hélt uppi þeim lifsgæðum og fyrir- komulagi sem allir virtu. Sýrland liggur að ísrael og friður í Miöausur- löndum sem heild er óhugsandi án Sýrlands. Ekki aðeins vegna Golan- hæða, sem eru hluti af vatnasvæði iT7nt Gunnar Eyþórsson blaöamaöur Hermonfjalls og árinnar Jóradan, og þar með vatna- svæðis Suðm--Libanons. Allt bullið um Hizbullah er aukaatriði, landslagið sjálft er það sem kallað er strateg- iskt aðalatriði. Egyptar Bandaríkjamenn binda nú vonir við að Mubarak, sem þeir hafa allt að því gert að lepp sínum, enda Eg- ________ yptar næstir ísrael hvað varðar bandaríska hernað- ar- og efnahagsaðstoð, taki við for- ystuhlutverki því meðal araba sem Assad gegndi. En hugarfari verður ekki auðveldlega breytt með pening- um á þessum slóðum. Hernaðcirlegur raunveruleiki er eitt, friðarvflji ann- að. Á bak við Sýrland er íran. Sú staðreynd er óbreytt að meðal múslíma er hernám ísraels á Palesínu og sú apartheidstefna sem þeir reka þar uppspretta haturs um ókomin ár. Það hefur tíðkast á Vesturlöndum allt frá stofnun Ísraelsríkis að áfelll- ast hina hemumdu fyrir að una ekki því ofbeldi sem þeir eru beittir. Þetta mun aðeins breytast með viðurkenn- ingu ísraelsmanna sjálfra á því að land þeirra er hemámssvæði og þeir sjálfir í hlutverki kúgaranna. Þetta kann að vera að breytast, en gengur hægt i krafti hemaðarlegs ofurvalds. Með fráfalli Assads kunna áherslur að breytast og stagl um einstaka menn að mUdast. Hitt breytist ekki að dauður eða lifandi var Hafez-al- Assad tákn araba andspænis ísrael og ólíklegt að sú táknmynd breytist. Gunnar Eyþórsson A „Fyrir mína parta , finnst mér Portú- K galar vera likleg- ■HBB* astir og á eftir þeim myndu koma Frakkar og Hollendingar. í leik Frakka og Hollendinga fannst mér Frakkar ekki vera síðri. Það er aö vissu leyti Hollendingum til tekna að leika á heimaveUi en að sama skapi er ákveðin pressa á bak við það. Ég get hins vegar ímyndað mér að hoUenska liðið farið aUa leið en auk þeirra Þorbjörn Jensson. vel gæti hafa Frakkar og Portúgalar verið að leika besta boltann. Þetta Evrópumót er búið að vera besta skemmtun. Það hafa verið rosalegar sviptingar og áföU, t.d. fyrir Englendinga og Þjóðverja, að komast ekki áfram. Það blasir við einhver uppstokkun hjá þessum þjóð- um. Mér hefur fundist virki- lega gaman að horfa á Portú- galana, vel skipulögö upp- bygging hjá þeim í góöum árangri og ég ætla að tippa á þá sem líklega kandídata í mótinu." r„HoUendingar, að minnsta kosti á heimaveUi, eru ekki líklegir tU að verða meistarar. Mér finnst þeir vera að leika dúkkulísu- fótbolta og á þeirri spila- mennsku fara þeir ekki langt. Þegar komið er í útsláttar- keppni tel ég líklegast að sig- urvegarinn í viðureign Frakka og Spánverja verði Evrópu- meistari. Síðasti leikur Hollendinga gegn Frökkum var ekki marktækur því hann skipti í raun engu máli. Þorbergur Aöalsteinsson numin af geimverum og borgin hafi umsvifalaust verið rýmd. Þetta gæti verið ástæðan fyrir því að það virðast bara vera túristar í bænum, þeir hafa ekki skUið fréttina og jafnvel haldið að þetta væri bíómynd. Kannski bara módel Og kannski er skjálftinn riðinn yfir, hugsa ég - og leggst á glugga - og aU- ir hafa farist. Og sjálf er ég bara draugur á framliðinni gangstétt. Þá er Reykjavík eins og Pompei, eilíf draugaborg mörkuð i öskulag sögunn- ar. Eða kannski - kannski er þetta aUs ekki Reykjavík heldur bara módel, eins konar spUaborg eða einfalt pappalíkan sem hefur aldrei hýst lif- andi fólk og er bara hér tU reynslu. Það gæti skýrt hvers vegna miðbær Reykjavíkur er aUtaf svona ferlega dauðyflislegur. Eitthvað hlýtur að vera hér á seyði því það getur ekki komið tU greina aö það sé í sjálfu sér enginn munur á miðbænum og úthverfunum og að Reykjavík sé öU' ekkert annað en svefnbær án borgarbrags, draugaborg án Suðurlandsskjálfta. Úlfhildur Dagsdóttir Dmmæli ir burði til að fara alla leið? Uppbygging að koma í ljós Ekki alla leið í þetta skiptið Það er mikU pressa á Hol- lendingum á heimaveUi og undir henni standa þeir ekki. Mér finnast Portúgalar hafa komið einna skemmtUegast á óvart, opnir, fljótir og skemmtilegir. Þeir fara langt en ekki alla leið í þetta skipt- ið. Þetta hefur verið skemmtUeg keppni, mikið skorað, mörkin mörg hver faUeg og mikið um góða leiki. Margt óvænt hefur líka gerst, Englendingar og Þjóðverjar famir heim og engin Norðurlandaþjóð komst áfram.“ Liö Portúgals hefur leikiö mjög vel í úrslitakeppni Evrópumóts landsliöa i keppninnar en því eru þó ekki allir sammála. Belgíu og Hollandi. Margir eru þeirrar skoöunar aö Portúgal sé meö besta liö ESB er ungliðanna „Ungt fólk lítur inn- göngu íslands í Evrópu- sambandið jákvæðari augum heldur en þeir sem eldri eru. Við erum opnari fyrir nýjungum. Nema kannski gömlu íhaldsstrákamir i ung- liðahreyfingu Sjálfstæðisflokksins, enda eru þeir íhaldsmenn. Ég held að ég geti lofað því að þegar ungir jafnaðarmenn komast til valda gengur ísland í ESB.“ Vilhjálmur Vilhjálmsson, form. ungra jafnaöarmanna, í Degi 22. júní. Minning um þorsk „Nú hefur þjóðinni verið tilkynnt að 200.000 tonn af þorski eða meira hafi horfið af íslands- miðum á einu ári.... Nógu slæmt er ef hundr- uð þúsunda tonna af þorski hafa farist. Mér þykir þó enn sárara, ef rétt er, að Hafró hafi tvö ár i röð sagt rangt til um þorsk- stofninnn eöa týnt honum sem þessu nemur. Hún hefur lengi þóst geta nánast talið hann.... En hvort sem þorskamir, sem farist hafa við ísland sl. ár, án þess aö komast í aflaskýrslur, eru fleiri eða færri, blessuð sé minning þeirra." Jón Sigurösson, fyrrv. framkvæmda- stj., í Mbl. 22. júní. Samábyrgð - ekki sjálfsábyrgð „Hverjum ber að greiða fyrir tjón af völdum náttúruhamfara? Þær raddir hafa orðið háværari á síðustu árum að tjón á eignum hljóti að verulegu leyti að vera á ábyrgð þess aðila sem velur að byggja sitt hús á náttúruhamfarasvæði. ... Það breytir engu hvort menn kjósa að kalla iðgjaldið skyldutryggingu eða skatt. Þegar menn verða fyrir efnahags- legum áfóllum vegna náttúmhamfara eiga allir landsmenn að vera samábyrg- ir. Þetta er pólitísk afstaða sem Maddaman styður heils hugar." Úr Maddömunni, vefriti SUF, 19. júní. Ónýt fréttastofnun „Ríkissjónvarpið er ónýt fréttastofnun og gagnslaus. Þangað sóp- ast athyglissjúkt fólk sem er meira í mun að taka sig út á skermin- um en að afla frétta og flytja þær. Það liggur í augum uppi, að sjálfsagt er að loka fréttastofu Ríkissjónvarpsins, þar sem hún lítur ekki á sjálfa sig sem frétta- miðil, nema að því leyti sem við kem- ur boltaleikjum.... Hljóðvarpið og Stöð 2 biluðu ekki á fréttavaktinni, enda ekki búið að upptaka alla fréttatíma þeirra miðla fyrir boltaleiki." Oddur Ólafsson í Degi 22. júní. Geysir - virkur eða óvirkur? Umfjöllun um Geysisgos og verklegar framkvæmdir við hverinn, jafnvel deilur, hafa sést í fjölmiðlum und- anfarið. Sumir þátttakend- ur í umræðunum hafa vitn- að til þess að ferðamönnum þyki mikið til Geysigosa koma og ekki sé forsvaran- legt að leyfa hvernum að dorma eins og hann hefur gert lengi. Ekki orð um það mál hér sem slíkt, en spyrja má í framhaldinu: - Hver eru æskileg umhverfisgæði í augum ferðamanna? Ekki fagheiti, en... Umhverfisgæði í ferðaþjónustu eru ekki fagheiti í íslenskri umræðu, enn sem komið er . En það sem að baki liggur snýst um fjölmargt er varðar ferðaþjónustuna í landinu; grein sem veltir einum til tveimur tugum milljarða á ári, vex stöðugt og ruglar reytum saman við aðrar greinar, s.s. landbúnað, orkuvinnslu og stóriðju. Með orðinu umhverfis- gæði er í raun verið að óska skil- greiningar á og umfiöflunar um hvað það er sem ferðamenn vilja upplifa og hrósa. Vilja menn sjá Geysi gjósa eða vilja menn sjá goshver sem þróast eins og náttúran býður? Vilja menn sjá fáein þúsund ferkílómetra há- lendissvæði með vegum, línum, skurðum, stíflum og lónum? Vilja menn aka eftir eða sjá jeppaslóða upp á Heklu eða ekki? Eru bilhræ og ruslahaugar á viðavangi eða við heimahús æskileg umhverfisgæði? Vilja flestir láta aka sér fram og aft- Ari Traustí Guömundsson jaröeölisfræöingur og ráögjafi hjá Línuhönnun. ur, langar leiðir inn á há- lendið úr miðstöðvmn við jaðra þess eða vilja menn dveljast í miðstöðvum inni á hálendinu? Hvemig á að haga merkingum og upplýs- ingum við náttúruperlur? Þegar slíkar spumingar eru kannaðar kemur fljótt í ljós að ferðamönnum er unnt að skipta í nokkra hópa er hafa lík eða ólík svör við flestum spurning- um af þessu tagi. En rétt eins og með önnur gæði, t.d. lífsgæði eða gæði sund- staða, verður samt til viss samnefn- ari eða grunnviðmið sem setja mark sitt á viðkomandi málaflokk eða svið; þ.e. ef unnið er með þessar spumingar. Umhverfisgæði í ferða- þjónustu fengju þannig smám saman inntak ef unnið væri skipulegar og virkar en gert er með þennan þátt ferðaþjónustunnar. Æriö verkefni Ýmislegt þarf að afmarka og gera áður en mótun umhverfisgæða í ferðaþjónustu nær flugi. Til dæmis þarf að marka bása til að vinna í. Hér er átt við málaflokka eins og: menningu og menningarlandslag, umferð, umferðarhætti og aðgengi, gerð gönguleiða og merkingar, þrifn- að við mannvirki, umfang og eðli mannvirkja utan þéttbýlis eða sveita og loks aðstaða eða þjónusta á þekkt- um ferðamannastöðum. Einnig þarf að ná i skoðanir inn- lendra og erlendra ferðamanna til að miða við. Það gerist með ítarlegum könnunum en þær hefur skort mjög til skamms tíma. Með þeim koma líka i Ijós andstæðar skoðanir á um- hverfisgæðum. Einnig þarf að ræða við þá sem vinna við ferðaþjónustu og við fræðimenn. Svo þarf þess utan að efna til mjög markvissra skoðana- skipta um umhverfisgæðin. Sjálf hugmyndafræðin að baki ís- lenskum umhverfisgæðum ferða- þjónustunnar er heldur ekki sjálfgef- in. Menn gera ekki hvað sem er til að þóknast meirihluta ferðamanna. Vilji þeir sjá Geysi gjósa þarf að vega aðgerðir sem til þess þarf á móti virðingu fyrir framgangi náttúrunn- ar o.s.frv. Þannig verður til viðtekin hugmyndafræði í umhverfismálum greinarinnar. Hver byrjar? Ekki er á færi einstaklings að skil- greina umhverfisgæði í íslenskri ferðaþjónustu. En hugtakið er áhugavert og margt sem að því snýr er í raun þegar í deiglunni. Ég get vel séð fyrir mér að Ferðamálaráð, sem eflt hefur starfsemi sína undan- farið, og nýstofnuð ferðmálastofnun Háskólans á Akureyri og Háskóla Is- lands leiði um margt umræðuna um umhverfisgæðin. Öllu því tengist frekari stefnumótun í umhverfismál- um í greininni, vistvæn og sjálfbær ferðaþjónusta og vottun grænna fyr- irtækja svo eitthvað sé nefnt. Eins og svo margt annað hér á landi hafa umhverfisgæði í islenskri ferðaþjónustu verið að mestu sjálf- gefin, sumpart vegna fámennis og lít- illa umsvifa á ferðslóðum. Svo kem- ur að því að umfangið fer að þrengja að því sem er kjami ferðaþjónust- unnar. Þá er byrjað á gagnráðstöfun- unum - eða hvað? Ari Trausti Guðmundsson „Vilja menn sjá Geysi gjósa eða vilja menn sjá goshver sem þróast eins og náttúran býð- ur? Vilja menn sjá fáein þúsund ferkílómetra hálendissvœði með vegum, línum, skurð- um, stíflum og lónum? Vilja menn aka eftir eða sjá jeppaslóða upp á Héklu eða ekki?“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.