Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2000, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2000, Side 4
Guðmundar- og Geirfinnsmálið: Steinn Armann Geirfinnur Steinn Ármann Magnússon leikari. Bíómyndin um Guðmundar- og Geirfinnsmálið er á fullu í tökum þessa dagana. Um daginn var Egill Helgason ásamt Júlla Kemp og blaðasnápum af yngri kynslóðinni fenginn til að leika blaðamenn sem Erlingur Gíslason er þýska löggan. yfirheyrðu þýsku lögguna sem lok- aði málinu á sínum tíma. Það er Er- lingur Gíslason sem leikur þýskar- ann en íslensku löggumar eru Sig- urjón Kjart- ansson og Ævar Örn Jósepsson. Svo leikur gamla út- varpskempan Gulli Helga góðlegan fangavörð (hann er líka eitthvað svo góðlegur og Atli Rafn Sigurðarson sætur hann er Sævar Ciesielski. Gulli). Steinn A r m a n n Magnússon leikur sjálfan Geirfmn, Atli Rafn Sigurðarson leikur Sæv- ar Ciesielski, Álfrún Helga Öm- Sigurjón Kjartansson leikur löggu. ólfsdóttir leikur Erlu Bolldóttur vitni og síðhærði gæinn í íslenska draumnum leikur einhvern af fimmmenningunum. En þetta hefur samt ekki fengist alveg staðfest. Og við vitum enn ekki hver leikur Guð- mund. En fylgist með í Fókus. Bíó- mynd um Guðmundar- og Geirfinns- málið er eitt það merkilegasta sem gerst hefur í íslenskri kvikmynda- sögu hingað til. Kristjana Brynjólfsdóttir er 23 ára Reykjavíkurmær sem fyrir fimm árum flutti til Bret- lands til að fara í skóla. Margt hefur breyst frá þeim tíma og í dag er hún meðlimur í „girl-bandi“ sem sló í gegn í Japan á síðasta ári en hefur nú breytt um stefnu og hyggjast stúlkurnar semja lög sín sjálfar í framtíðinni. Nanný, eins og hún er jafnan kölluð, er í stuttu stoppi hér heima og Fókus plataði hana í smá spjall um þetta furðuiega dæmi sem kallast Miss Scarlet og kolklikkaða Japana: „Við erum i stúdíói núna og stefnan er að reyna að koma okkur á framfæri i Englandi. Ég býst ekki við því að við séum að fara að gefa út neitt alveg strax því það er svo mikil undirbún- ingsvinna að baki þessu. Það þarf að passa að allt sé rétt sem maður er að gera. Tónlistin, ímyndin og allt það þarf að vera i lagi. Ég býst þð við að við fórum að taka upp vídeó mjög bráðlega," segir Nanný þegar hún er spurð hvernig málin standa núna. Nanný fór út til Bretlands til að læra það sem er kallað performing arts, þ.e. dans, söng og leiklist, í skóla í Cambridge. Þetta var fyrir frnim árum en hún er 23 ára í dag. Síðan hún fór út hefur hún dansað í alls kyns tón- listarmyndböndum og komið fram í sjónvarpsþáttum og bíómyndum sem statisti. Að eigin sögn var það bara gert til að ná sér í aukapeninga. Vill koma með hljóm- sveitina hingað Er planiö aö vera úti að eilífu? „Nei, ég er viss um að ég komi heim einhvern tímann en það er enn þá nóg að gera úti og ég verð úti meðan allt gengur vel. ísland er þó alltaf besti staðurinn til að vera á,“ segir Nanný sem er á lausu og leigir íbúð í London. Á ekki aö koma meö hljómsveit- ina einhvern tímann til íslands? „Jú, ég mun örugglega ein- hvern tímann koma með hljóm- sveitina hingað til að spila þegar undirbúningnum úti er lokið. Besta vinkona mín í hljómsveit- inni kom hingað með mér um ára- mótin og henni fannst mjög gam- an þannig að ég held að það verði örugglega einhvern tímann af því.“ Þeir sem vilja nálgast efni með hljómsveitinni er bent á net- fangið scarletmusic@yahoo.co.uk. Miss Scarlet Hvernig byrjaöi svo dœmið meö hljómsveitina? „Það var maður sem kom i skólann til okkar og var að leita að stelpum í þessa hljómsveit og hann valdi mig og vinkonu mína. Við vorum svo settar inn í stúdíó þar sem við tókum upp fullt af lögum og fengum í framhaldinu samning í Japan og Suðaustur-Asíu. Þetta gekk allt mjög vel og við gáfum út 12 laga plötu sem seldist í 38.000 eintökum og spiluðum oft í Japan.“ Japanir eru nú oft hálfgeggjaðir þeg- ar kemur aö vestrœnni tónlist, var þetta ekki svolítið sérstakt þarna? „Jú, eftir að við gáfum út diskinn vorum við oft í sjónvarpinu og ferðuð- umst um allt Japan og það var iðulega bent á okkur niður í bæ. Svo eru Jap- anar alltaf með þessar einnota mynda- vélar og eitt smn þegar við vorum að bíða eftir farangrinum okkar á flug- velli komu einhverjir 30 skólakrakkar og bókstaflega réðust á okkur vopnað- ir myndavélunum. Þetta var því frekar furðulegt." Eftir þetta ævintýri sneru stelpurn- ar aftur til Englands um síðustu ára- mót þar sem þær ákváðu að halda sam- starfmu áfram. Stúlkubandið Miss Scarlet eins og það er skipað í dag. Þær eru nú í stúdíói úti þar sem þær eru að semja og taka upp lög eftir sjáifar sig. Dóttir forstjóra Granda „Ég var í Fjölbraut i Ármúla á list- námsbraut í 3 ár áður en ég fór út. Það var regla frá fóður mínum að klára námið og ég lauk stúdentspróf- inu utanskóla meðan ég var úti. Svo var ég líka í Listdansskólanum og djassballet og meðan ég hef verið hér heima hef ég fengið að vera gesta- kennari hjá Djassballettskóla Báru,“ segir Nanný en foreldrar hennar eru Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Granda, og Kristín Thors fórðunar- fræðingur. Nanný var í námi sínu í Cambridge þegar maður kom í skólann og fékk hana og vinkonu hennar til að taka þátt í stofnun „girl-bands- ins“ SuperGirl. Þær fengu svo samning í Japan og slógu í gegn þar. „Við vildum breyta tónlistinni og ráða okkur meha sjálfar og ákváðum þess vegna að slíta samstarfinu við umboðsmanninn okkar,“ segir Nanný um hljómsveitina sem hefur ákveðið að semja lögin sín sjálf í framtíðinni. Hún segir að tónhstin sé undir fönk- og r&b-áhrifum en sé samt vinsældapopp. En er ekki óvenjulegt aö svona „girl-band“ skipti um stíl og ákveði að semja tónlistina sjálfar? „Jú, en við urðum einfaldlega svo góðar vinkonur þegar við stóðum í þessu að við vildum halda áfram og gera tónlist sem við fllum sjálfar," segir hún rnn hljómsveitina sem heit- ir Miss Scarlet nú en hét SuperGirl þegar þær voru í Japan, eða SuperG. Þá voru þær funm í hljómsveitinni en eru nú íjórar því ein þótti ekki nógu helguð verkefninu og var látin hætta þegar þær sögðu upp samningnum. Toppurinn í fótboltanum 4 f Ó k U S 30. júní 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.