Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2000, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2000, Side 9
Sæunn. Hún er ein af þessu unga fólki sem er á stöðugri upp- leið á íslandi og vafalaust er það bara tímaspursmál hvenær þetta litla iand verður farið að þrengja að henni. Hún áttaði sig á því að hún hefði áhuga á því að hanna föt þegar hún hafði saumað saman allt sem tvinna í festi í borðstofunni heima hjá sér ein jólin. Fókus komst á snoðir um þessa ungu stúlku sem er þegar byrjuð að klæða ofurstjörn- ur á borð við Na- omi Campell. Antisportistinn Ómar R. Valdi- marsson fór til móts við Sæunni að Bankastræti 6 í 101 Reykjavík. Sæunn fyrir framan tvö módel. Öli módelin eru íklædd hönnun Sæunnar. Hún mun taka þátt í Futurelce-sýningunni í sumar. Hannar föt og stútar lúpínum Hún er alin upp í Fella- og Seljahverfum Reykjavíkur- borgar og tel- ur sig vera Breiðhylting í húð og hár. Hún er vafa- laust einn þeirra aðila sem ber fulla ábyrgð á þvi að ailar lúpínur drápust við Breið- holtsbrautina í Fellastriðinu alræmda ‘83. Þrátt fyrir stríðsrekstur í æsku tel- ur hún að foreldrum sínum hafi tekist einstaklega vel til við uppeldið, enda móðirin uppeldisfræðingur og faðirinn loftskeytamaður hjá Siglingamála- stofnun. Hún á tvo bræður og það eru fimm ár á milli þeirra - Sæunn í miðj- unni. Þeir lömdu ekki fyrir hana og hún þurfti að vera með bein í nefinu til þess að standa uppi í hárinu á þeim. Þetta sama bein gerði henni kleift að ljúka námi í grunnskólum Breiðholts - fyrst Fellaskóla og síðan Seljaskóla. Það er sigur fyrir Fókus að ná af henni tali - eftir það sem á undan er gengið. Óseðjandi áhugi „Upphaflega hafði ég áhuga á dansi og allt benti til þess að ég myndi leggja hann fyrir mig. Dansinn vék siðan fyr- ir fatahönnun - eða upp að vissu marki. Ég var cilltaf með harðsperrur, illt í hnjánum og fótunum - nokkuð sem engin þolir tii lengdar. í fatahönn- un fæ ég tækifæri til þess að sameina áhuga minn á dansi og hönnun. Ætli ég reyni ekki að koma einhverri fyrir- sætunni í táskó og tútúpils til þess að ná fram fullkominni harmóní í áhuga- málin. Áhugi minn á þessu er óseðjandi. Ég hugsa um þetta dag og nótt - er mætt hingað í vinnuaðstöðuna mína eldsnemma á morgnana og ekki farin heim aftur fyrr en seint á kvöldin. Það mætti eiginlega segja að ég hugsi um allt sem viðkemur tísku í formi og lit- um.“ „Sniðugar stelpur“ Aðspurð segist Sæunn ekki enn þá getað kallað sig atvinnumanneskju í fatahönnun - til þess þurfi hún að fá borguð almennileg laun. Hún bætir þvi við að eitt af því sem virðist há þessari tegund iðnhönnunar hér á landi sé hve fólk virðist taka hönnuði lítið alvarlega. Attitútið virðist vera svolítið á þann veg að fólk hugsi sem svo að „þessar stelpur séu svaka sniðugar," en ekki að þama sé fagfólk á ferðinni sem hugsar um þetta dag og nótt. „Þetta gerir það að verkum að það er ákaflega erfitt að lifa á þessum bransa - allavegana til að byija með. Þó er það vonandi að það breytist svona á næstu vikum eða mánuðum. Það er í það minnsta komið á fimm ára plan hjá mér að geta fengið fastar tekjur af þessu. Þrátt fyrir launamál er nokkuð ljóst að ég er í fullri vinnu við þetta." Frumskógarbransi Sæunn nam við Iðnskólann í Reykjavík og tók síðan fimm mánaða starfsþjálfun hjá víðffægum fatahönn- uði Alexander McQueen í London. Sá snillingur hefur m.a. unnið sér það til frægðar að hirða „Designer of the Year“ verðlaunin tvisvar. Á meðan hún starfaði í London sendi hún um- sókn í Futurelce-sýninguna sem haldin verður hér á landi i sumar. Eins og við var að búast var Sæunn valin til þess kynna safn sitt þar og verður hún þvi meðal þeirra sem sýna fyrir fiölda fólks úr tískuheiminum og ber þar helst að nefiia Hillary Alex- ander sem kemur til með að verða meðal áhorfenda. Einnig munu sjón- varpsstöðvar á borð við MTV og Sky TV fylgjast með herlegheitunum og stefnir allt í það að stöðvamar komi til með að gera sérstakan heimildarþátt um sýninguna - hver um sig. Öll þessi umfiöllun er af hinu góða fyrir lista- mennina sem þama verða og mun þetta án efa verða til þess að ýta úr vör nýju fyrirtæki sem Sæunn ætlar að stofna í kringum hönnunina sína. „Fyrirtækið, sem til stendur að stofna í kringum hönnunina, á að heita “Æ“ og mun linan síðan verða markaðssett undir því nafni. Helst verður horft til Bretlandseyja til að byrja með og síðan stendur til að færa út í kvíamar og hafa Bandaríkin verið nefnd til sögunnar. Þetta er svo mikill frumskógur þessi bransi að án umfiöll- unar er vonlaust að komast nokkuð áfram.“ Hannar fýrir Naomi Campell Hönnunin hennar Sæunnar hefur þegar vakið athygli og fyrir nokkra barst henni fyrirspum frá ofurfyrir- sætunni Naomi Campell. „Mér skilst að Naomi Campell hafi séð til fylgdarliðs Bjarkar Guð- mundsdóttur á kvikmyndahátíðinni í Cannes og þannig komist á snoðir um mig. Ég sendi henni nokkrar hug- myndir af klæðnaði fyrr í vikunni og ég reikna með að heyra aftur frá henni fljótlega,“ segir Sæunn á einstaklega hógværan hátt. „Mér fannst heiminum vanta fót - þurfa að klæða sig almennilega. Lík- lega mun heimurinn verða mun betur klæddur eftir að línan mín er farin að hertaka hillur verslana víða um heim. Ég legg mikla áherslu á það að vera með vönduð fót og fallegar línur. Það kallar hins vegar á það að fótin mín era ekki ódýr. Þetta era „designer" fót sem era að sjálfsögðu aðeins dýrari heldur en gengur og gerist. Heimsyfir- ráð eða dauði er kannski ekki alveg minn bolli af te. Ég tek þetta bara með rólegheitum. Öll þessi plön era jú til, en hvemig ég kem til með að takast á við þau mun bara koma í ljós. Ég reyni bara að vera í deginum í dag.“ 30. júní 2000 f Ó k U S 9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.