Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2000, Side 12
4L
*
*
vikuna
1.7-8.7 2000
26. vika
The Bloodhound Gang gerði unglinga
íslands að fíflum í Höllinni með því að
berja einn þeirra uppi á sviði.
Unglingarnir okkar verðlaunuðu þá með
því að klappa og öskra og koma þeim í
annað sæti með óð sinn til
klámmyndastjörnunnar Chasey Lee. Hún
á barn en fer að vinna aftur, fljótlega.
Topp 20 Vikur
@ If 1 Told You Whitney H./George M. A lista © 5
(02) The Ballad Of Chasey L. Bloodhound Gang X13
(03) Sól ég hef.. Sálin hans Jóns míns 5
(04) Oops 1 Did Again Britney Spears J, 11
(05) Freestyler Boomfunk MC's J/10
(06) Hvar er ég? írafár -f 5
(07) Tell Me Einar Ágúst & Telma ^12
08 Mambo Italiano Shaft 4,11
(09) Are You Still... Eagle Eye Cherry 4,15
(10) Eina nótt með þér Greifarnir 3
(n) Endalausar nætur Buttercup 4, 3
(12) The One Backstreet Boys t 2
(73) Jammin' Bob Marley & MC Lyte 4r 6
(74) He Wasn't Man Enough Toni Braxton 4» 15
(75) Ennþá Skítamórall t3
(76) Broadway Goo Goo Doll W 6
(77) There You Go Pink t410
(78) Respect Yourself Selma t 3
(79) My Heart goes Boom French Affair X13
(20) Hvort sem er Sóldögg 4* 5
Q topplag vikunnar
J hastökkvarí
ji vikunnar
)( nýtt a listanum
/K hækkarsigírá
' stSistu viku
X lækkar sig frá
siiistuviku
fall vikunnar
21. Try Again Aaliyah t 2
22. Daily TQ 4, 5
23. It feels so good Sunique -p 3
24. Day & Nicht Billie Piper t 2
25. Mr. Bongo Housebuilders n e
26. Life Story Angie Stone n 4
27. Razor Toungue DJ Mendez 4- 4
28. Too much of Heaven Eiffel 65 4, 3
29. Candy Mandy Moore X 1
30. Buggin' True Stepper Feat. t 2
31. If Only Hanson n s
32. Eitthvað Nýtt Land og Synir 4- 5
33. Riddle En Vogue 4, 6
34. Shackles Mary Mary n 8
35. Just Around The... Sash&Tina C. 4, 9
36. Fill Me In Craig David 4, 11
37. Sunshine Reggae Laid Back 4, 10
38. Flowers Sweet Female Attitude 4- 6
39- 1 think l’m in Love Jessica Simpson X 1
40. Bingo Bango Basement Jaxx X 11
ifókus
Það er bara gaman að komast ókeypis inn núna,“ segir Georg í Sigur Rós en hann borgaði sig inn ‘95 og spilar ‘00.
Gaman að komast
ókeypit $ inn
Sigur Rós og Magga Stína spila á
Hróarskelduhátíðinni sem fer
fram um helgina. Dr. Gunni
heyrði í hinum frábæru
fulltrúum okkar erlendis
Hróarskelduhátíðin er fram undan
um helgina. Hellingur af íslendingum
verður á svæðinu til að sjá glæsilega
dagskrána og til að upplifa einstaka
stemninguna. Stærstu númerin í ár
eru The Cure, Iron Maiden, Oasis,
Nine Inch Nails, Lou Reed, Pearl Jam,
D.A.D., Willie Nelson og Pet Shop
Boys, en af athyglisverðum minni við-
burðum má neftia Kelis, Flaming Lips,
Travis og Kid Koala.
Svo eru það fulltrúar okkar á
Hróarskeldu, Sigur Rós og Magga
Stína og Bikarmeistaramir. Bæði spila
böndin í hvíta tjaldinu, Magga kl. 18 á
laugardaginn, en Sigur Rós á sunnu-
daginn kl. 18.30. Það er skrýtin tilviljun
að þessi bönd voru nánast þau einu af
íslensku flórunni sem spiluðu ekki á
tónlistarhátið Reykjavíkur.
Spenntur fýrír logandi
vorum
Sigur Rós fer beint á Hróarskeldu
eftir fimm tónleika ferð um Bretland.
Bandið spilaöi þar fyrr í þessari viku á
túr sem skipulagður var af ameríska
post-rokk bandinu Labradford og hét
„Drifting". Einnig með i þeirri for voru
Robin Guthrie úr Cocteau Twin,
þýski rafvirkinn Pole, íslandsvinurinn
David Pajo úr Papa M, rithöfundurinn
I a i n
Sinclair
og Bruce
Gilbert
úr Wire
sneri plöt-
u m .
Áhugi er-
lendis á
Sigur Rós
h e f u r
ekki farið
fram hjá
neinum,
en hann
ætti þó
fyrst að
byrjafyrir
a 1 v ö r u
þ e g a r
„Ágætis
byrjun" kemur út hjá Fat Cat merkinu
í Bretlandi þann 14. ágúst.
„Þetta var frábær túr,“ segir Georg
bassaleikari og talsmaður Sigur Rósar.
„Tónleikamir voru í gömlum leikhús-
um og kirkjum, mjög flott.“
Að vanda em eingöngu ný lög á efri-
isskrá Sigur Rósar og það verða heldur
engin gömul lög spiluð á Hróarskeldu.
„Okkur líst bara ágætlega á að spila
á Hróarskeldu," segir Georg. „Ég hef
verið þama einu sinni sem áhorfandi,
1995, en það er bara gaman að komast
ókeypis inn núna.“
Ætlaröu aó sjá einhver bönd?
„Já, ég er mjög spenntur fyrir að sjá
The Flaming Lips. Því miður missi ég
af Smog, sem hefði verið gaman að sjá,
og Iron Maiden náttúrlega líka.“
Hvaó tekur svo við eftir Hróarskeldu?
„Við komum bara heim og forum að
spá í næstu plötu. Það er fúllt af lögum
til, þetta efni sem við erum að spila
núna. Það bætast eflaust fleiri lög við.
Hugmyndin er að við komum okkur
upp stúdíói á Vestfjörðum og tökum
nýju plötuna upp þar.“
Er búiö aó undirbúa spilirí samhlióa
útkomu Ágœtis byrjunar í Bretlandi?
„Það verður náttúrlega eitthvað spil-
að. Þetta hafa allt saman verið mjög
stuttir túrar hjá okkur hingað til.“
Radiohead vilja víst ólmir fá ykkur
til aö spila meö sér - hafiði heyrt í þeim,
eöa kannski einhverjum öörum stórum
númerum?
„Ja, það er ekkert ákveðið enn þá
svo ég má ekki segja neitt.“
Hvaða, hvaóa, ég lofa aó segja eng-
um.
„Nei, sorrí,“ segir Georg, mjög
leyndardómsfullur að lokum.
Gubbutilfinningin gleymist í
flugvélinni
Magga Stína hefur aldrei verið á
Hróarskelduhátíð en alltaf spennst
upp þegar vinir hennar hafa verið að
fara. Hún er því himinlifandi að kom-
ast núna.
„Við spilum létt lög af síðustu plötu.
Ég ætlaði að vera með 200.000 ný lög,
en það gekk ekki alveg upp. Maður
hefúr verið upptekinn við aðra hluti
eins og gengur. Það verður þó eitthvað
nýtt eftii á prógramminu."
Magga er nýoröin mamma í annaó
sinn en hvaö annaö ætli sé í kristaiskúl-
unni hjá henni?
„Ég spái nú lítið í framhaldið. Ég lifi
þannig lífi að ég veit voða litið hvað
gerist í framtíðinni, lifi svo fjölbreyttu
og spennandi lífi, sjáðu til. Ég veit
aldrei hvað brestur á eftir 5 mínútur.
En ég er alltaf að gera ný lög, það vant-
ar ekki. Maður fær stundum gubbutil-
fmningu í kringum alls konar reddi-
vesen í þessu. Maður ætlar bara að
spila lög en er svo bara í bankanum í
staðinn. Gubbutilfmningin gleymist
þó fljótt í flugvélinni þegar maður er
byrjaður að djóka með strákunum."
Á aö sjá einhver bönd?
„Ja, ég skoðaði dagskrána og fmnst
náttúrlega Iron Maiden spennandi af
því ég er kölluð „Jámfrúin" af hljóm-
sveitinni minni. Vinur minn Goran
Bregovyc er þama lika. Hann er
Júgóslavi sem finnst gaman að semja
pönk fyrir túbur. Svo er margt annað
sem maður kíkir á, en ég verð með
yngsta bikarmeistarann með mér og
ég held ég láti nú ekkert of mikið
„dunk-dunk-dunk“ skella á höfðinu á
henni.“
Magga Stína ætlar sér
aö sjá Iron Maiden á
Hróarskeldu af því aö
hún er alltaf kölluö
Járnfrúin af strákunum
í bandinu.
Þrjár Bjarkar-plötur á leiðinni
Björk er í góðu stuði þessa dag-
ana á Spáni. Hún er í sama stúdí-
ói og hún tók „Post“ upp í að
vinna nýja plötu sem gengur und-
ir vinnsluheitinu „Domestica“.
Platan á að koma út á næsta ári.
Áður munu þó koma út tvær
Bjarkar-plötur. I september kem-
ur tónlistin úr myndinni „Dancer
in the Dark“ og heitir sú plata
„Selmasongs". Þar hefur Björk
risavaxna sinfóníuhljómsveit sér
til aðstoðar og Thom Yorke syng-
ur með henni dúett í laginu „I’ve
Scene It All“. í desember kemur
svo tónleikaplata sem tekin var
upp á órafmögnuðum tónleikum
sem Björk hélt með The Brodsky
Quartet seint á síðasta ári.
12
f ó k U S 30. júní 2000