Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2000, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2000, Side 17
Skjár einn hefur verið á miklu flugi frá því að stöðin fór í loftið og hefur nú bætt enn einni fjöður í hattinn með því að lokka yfir til sín markaðsstjóra Sambíóanna. Sá heitir ísleifur B. Þórhallsson, ísi, og er reyndar vinur þeirra Árna og Kristjáns frá fornu fari. Auk þessa nýja starfs er ísi annar eigenda Thomsen. Höskuldur Daði Magnússon settist niður með drengnum eftir fyrsta vinnudaginn og komst meðal annars < að sameiningu Thomsens og Priksins og óhemju bjartsýni nýs starfsmanns Skjásins. „í grófum dráttum mun ég verða nokkurn veginn yfir íslensku dag- skrárgerðinni ásamt Áma auk þess að sjá um markaðs- og kynningar- mál. Þetta er sem sagt íslenska dag- skrárgerðin frá A til Ö, frá hug- mynd til framleiðslu hennar og að því að kynna og markaðssetja hana. Það er nú reyndar fyndið að segja frá því að eitt það fyrsta sem ég fer í að gera er að vinna með Árna og öðrum í að gera svona skipurit yfir fyrirtækið sem á að segja hver er að gera hvað. Þannig að eitt af því sem ég mun byrja á að gera með Áma er að finna titil fyrir mig.“ Skjárinn búinn að stimpla sig inn Hvernig líst þér svo á þetta eftir fyrsta daginn? „Rosalega vel. Maður fmnur strax hvað það er mikill kraftur og gleði í gangi þarna og það er að þakka þvi starfsumhverfi sem Ámi og Krissi hafa búið til. Vöxturinn á stöðinni hefur náttúrlega verið lyginni lík- astur. Hún er búin að vera í loftinu í um átta mánuði og það hefði eng- inn trúað því hvað þetta hefur geng- ið vel, þeir eru langt á undan öllum áætlunum varðandi auglýsingatekj- ur og að komast á O-punktinn. Þeir eru búnir að ná að stimpla sig inn hjá fólki sem þriðja stóra stöðin. Við erum þarna með ríkisrekna sjón- varpsstöð sem á að vera að halda uppi einhverri menningu í þessu en er beinlínis að rukka fólk með valdi fyrir þessa menningu þvi fólk má víst ekki velja sjálft. Svo erum við með aðra stöð sem er orðin að ann- ars konar bákni en aftur á móti erum við með Skjá einn sem er bú- inn að vera 7-8 mánuði í loftinu og er orðin leiðandi i gerð íslensks dag- skrárefnis. Hún er stöðin sem er í tengslum við fólkið og er þar sem eitthvað er á seyði. Það er auðvitað mjög merkilegt." Stöðin hefur líka sett sér ákveðinn markhóp? „Jú, hún er með nokkuð afmark- aðan markhóp, stefnu og konsept sem var greinilega mjög vel úthugs- að, s.s. að fylla upp í íslenska sjón- varpslandslagið það sem vantaði; að halda uppi íslenskri dagskrárgerð og vera í tengslum við fólkið. Að byggja ekki á steingeldum innkaup- um frá útlöndum annars vegar eða hins vegar framleiða þætti fyrir gamalmenni og sveitafólk. Það hefur líka sýnt sig svo um munar að þetta konsept er að virka. Það er líka skynsamlegt að miða á ungt fólk því það er sá markhópur sem flestir auglýsendur reyna að ná til. Innan dagskrárinnar eru líka einstök kvöld og þættir með afmarkaðan míirkhóp, mánudagskvöld eru t.d. nokkurs konar karlakvöld og þriðjudagskvöld eru konukvöld. Hvert kvöld er byggt með það að leiðarljósi að að ná áhorfendum tiltölulega snemma og halda þeim út kvöldið við skjáinn. Þetta hefur gefist vel og fallið vel í kramið hjá auglýsendum og áhorfendum. Það er lika gaman að finna hversu mik- il velvild er í garð fyrirtækisins fyr- ir að hafa þorað að leggja í þetta. Aðrir hafa alltaf verið að væla um að þetta væri svo kostnaðarsamt að þetta væri ekki hægt en það virðist alveg vera búið að afsanna það.“ Að vera með frá A til Ö „Það er verið að vinna í því að auka dreifinguna á stöðinni og koma henni á endanum um allt land. Til þess eru notaðar ýmsar leiðir, m.a. með samvinnu við RÚV um nýtingu á rásum sem nú eru notaðar til að ná fáum heimilum á svokölluðum skuggasvæðum. Það er hægt að nýta þær þannig að þessi heimili nái áfram RÚV en einnig Skjá einum. Það er gaman frá því að segja að fólk um allt land hefur lýst ísi hefur um tveggja ára skeið gegnt starfl markaðsstjóra Sambíóanna en hefur nú fært sig yfir til Skjás eins. Honum iíst vel á nýja starflð og er auk þess ánægð- ur með gengi Thomsen sem hefur nú verið samelnaður Prikinu. yfir stuðningi og áhuga að fá Skjá einn í sinn heimabæ.“ ísi er 26 ára ára í dag sem getur ekki talist hár aldur en hann var áður markaðs- og kynningarstjóri Sambióanna i tvö ár. „Ég kom þarna inn upphaflega fyrir 2 árum sem grafískur hönnuð- ur en hafði fram að því verið sjálf- stæður grafískur hönnuður. Eftir þrjá mánuði var ég svo kominn í þessa stöðu sem var laus og þeir fundu engan i hana og buðu mér hana. Og það gekk svona glimrandi vel,“ segir ísi hlæjandi en hann lagði stund á hagfræði í háskólan- um en kláraði ekki og segist nokkuð sáttur við það. Hann segist vera sáttur við að færa sig frá Sambíóun- um til Skjásins. „Þetta var helvíti fint djobb, sér- staklega fyrir mann sem er fanatísk- ur kvikmyndaáhugamaður eins og ég, en þetta verður á endanum ekk- ert rosalega krefjandi. Það sem aftur á móti er mjög spennandi viö þetta nýja djobb er að þú stjórnar fram- leiðslunni. Þú færð ekki bara eitt- hvað upp i hendurnar að utan sem þú þarft að markaðssetja, gott eða slæmt, og berð enga ábyrgð á því og hefur engin áhrif á hvaö þú færð inn i húsið, þú verður bara að gjöra svo vel að markáðssetja það. Þannig að það er mjög gaman að geta tekið þátt í ákvörðunum um hvað verður til og hvemig framleiðslan heppn- ast, að vera með frá A til Ö og bera þá ábyrgð á öllu.“ Þú þekktir þá Árna og Kristján eitthvað fyrir. „Já, þeir Kristján og Ámi em mjög góðir vinir mínir síðan í Versló þannig ég hef fylgst með þessu frá upphafi úr ekki mikilli fjarlægð." Og kannski kitlað eitthvað að fara inn? „Ja, þetta hafði nú borið á góma ansi reglulega en ekki af neinni al- vöm fyrr en bara núna.“ Gat á markaðnum Svo er það allt dæmið í kringum Thomsen sem hefur gengið mjög vel eftir að ísi tók við staðnum ásamt Agnari Tr., félaga sínum. „Við tókum við þessu um mán- aðamótin janúar-febrúar. Ég og Agnar, þá sjaldan við fórum út að skemmta okkur, fórum alltaf á Thomsen og vorum eiginlega invol- veraðir frá fyrsta degi. Þessi staður varð að því sem hann varð fyrir ein- hverja hálfgerða tilviljun án þess að það væri eitthvað viljaverk hjá eig- endunum. Það var eitthvert gat á markaðnum, Café au Lait var að loka á sama stað, og það vantaði eitthvað fyrir fólk sem nennti ekki að hlusta á playlista útvarpsstöðv- anna og gerði aðeins meiri kröfur til tónlistarinnar. Við vorum þarna að skipuleggja og standa fyrir kvöldum og flytja inn einhverja plötusnúða og stóðum alltaf á hliðarlínunni og langaði að gera margt öðruvísi en fengum aldrei fullkomin völd. Þetta tækifæri kom upp, staðurinn var bara til sölu og við höfðum skyndi- lega bolmagn í þetta þannig að við bara gripum þetta án neitt mikillar umhugsunar. Það lá einhvem veg- inn svo beint við fyrir okkur að gera þetta og það hefur líka komið í ljós að þaö hefur gengið mjög auðveld- lega að laga það sem við vildum laga.“ Friálsi afgreiðslutíminn vel heppnaður Nú hafa þau tíðindi svo gerst að búið er að sameina Thomsen Prik- inu og segir Isi að það sé góð þróun því markmið staðanna verði gerð skilvirkari. Markmiðið meö samein- ingunni er aukin skilvirkni, s.s. í innkaupum og starfsmannahaldi. ísi segir að í framtíðinni muni Prikið því sjá um matsölu og skemmtana- lífið að einhverju leyti en loki aftur á móti frekar snemma. Internetkaff- ið sem var á Thomsen flyst yfir á Prikið en Thomsen mun aftur á móti einungis vera næturklúbbur sem verður opnaður á kvöldin og er opinn langt fram undir morgun. En hvernig hefur gengið meó af- greiðslutimann eftir að hann var gef- inn frjáls? „Mér heyrist flestir vera ánægðir með þessa breytingu, gestirnir eru auðvitað ánægðir sem og skemmti- staðaeigendur, og mér heyrist líka á lögreglu að þeir séu mjög ánægöir meö þetta og séu ekki að fara að breyta þessu og ég vona ekki. Þetta hefur í raun bara upprætt vanda- ' málið sem varð til klukkan þrjú þeg- ar allir söfnuöust saman á einn stað, þá urðu slagsmál og skemmdarverk og þar fram eftir götunum. Þú stjómar eiginlega ekki hversu lengi fólk skemmtir sér heldur miklu fremur hvar það gerir það. Ef þvi er hent út klukkan þrjú fer fólk í partí i heimahúsum og þá er löggan í því að keyra á milli um allan bæ og stoppa það. Þegar afgreiðslutíminn er frjáls dreifist þetta hins vegar og fólk fer heim þegar það vill og nær auðveldlega í leigubíl. Þeir sem eru áfram eru að minnsta kosti undir eftirliti dyravarða og það er þá hægt að bregðast við því ef það eru ein- hver vandræði." <, Hvað með þig sjálfan, ertu miðbœj- arrotta eins og lífsstíllinn ber með sér? „Já, ég held það. Ég átti heima á Laugaveginum í rúmlega tvö ár og geri það ekki aftur, það þarf mjög sérstakar týpur til að meika það. Ég fíla samt mjög vel að hafa allt ná- lægt mér en að hafa einhvem róna ælandi á tröppunum gengur ekki og svo finnst alltaf öllum sjálfsagt að hringja hjá manni á leiðinni heim til að athuga hvort maður sé heima. Ég bý núna í 104 og vil alls ekki fara 1 lengra," segir ísi sem er piparsveinn í dag og viðurkennir fúslega að hann falli vel inn í Skjás eins- ímyndina hvað það varðar. 30. júní 2000 f Ó k U S 17

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.