Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2000, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2000, Page 8
8 Viðskipti Umsjón: Viðskiptablaðið Eignarhlutur Sumitomo í Járnbiendinu minnkar Japanska stórfyrirtækið Sumitomo Corporation, sem er þriðji stærsti hluthafi Islenska jám- blendifélagsins hf., tók ekki þátt í hlutafjárútboði þess á dögunum og hefur eignarhlutur Sumitomo því lækkað úr 10,5% í 8,42%. Flöggun þessa efnis birtist á VÞÍ í gær. Eign- arhlutur Sumitomo er liðlega 148 milljónir króna að nafnverði. Duisenberg sér engin merki um „nýja hagkerfið“ Wim Duisenberg, aðalbankastjóri Seðla- banka Evrópu, segist engin merki sjá um „nýtt hagkerfi" í evrulöndunum og að hann muni ekki ger- ast talsmaður þess að slaka á í peningamál- um til þess að styðja við þróun „nýja hag- kerfisins" í Evrópu. Duisenberg segir að fmna megi ákveðnar vísbendingar um „nýja hagkerfið“ í Bandaríkjunum en sagði að áhrif þess kæmu fyrst og fremst fram á framboðshlið efnahags- kerfísins. „Nýja hagkerfið" bjóði þó upp á meiri framleiðniaukningu til talsvert langs tíma litið. Duisenberg leggur sem fyrr áherslu á að Seðla- banki Evrópu standi vörð um verð- stöðguleika á evrusvæðinu og segir það vera í verkahring rikisstjórna að- ildarríkjanna að stuðla að þróun „nýs hagkerfis" með því að auka sveigjan- leika heimafyrir. Hraöfrystihúsið-Gunnvör kaupir eigin bréf Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf. keypti í gær eigin bréf að nafnverði 4 milljónir á verðinu kr. 5,30, eða samtals fyrir rúmlega 20 milljónir króna. Eigin bréf Hraðfrystihúss- ins-Gunnvarar hf. eftir kaupin eru 4,3 milljónir að nafnverði. Wlm Duisen- berg, aðal- bankastjóri Seðlabanka Evrópu. Við erum best í því sem við erum að gera - aö bæta kynlífiö. án.-fös.10-18 , . laug.10-16 foí Fákafeni 9 • S. 553 1300 Hagnaður minnkar um fimm miiljarða - sérfræðingar á verðbréfamarkaði spá verulegri lækkun hagnaðar hjá fyrirtækjum á VÞÍ Þegar borin er saman spá verð- bréfafyrirtækja og banka um árshagn- að helstu fyrirtækja á Verðbréfaþingi íslands við rauntölur ársins 1999 fyrir sama tímabil kemur í ljós minnkun hagnaðar upp á tæpa 5 milljarða króna. Samtals hagnaður í fyrra var 15.304 milljónir króna en mun sam- kvæmt spánni einungis verða 10.368 milljónir króna, en það jafngildir um 32% lækkun. Þetta kemur fram í Við- skiptablaðinu sem út kom í gær. Viðskiptablaðið leitaði til allra helstu banka og verðbréfafyrirtækja og óskaði eftir spám þeirra um af- komu veltuhæstu fyrirtækja á Verð- bréfaþingi á fyrri árshelmingi 2000 og á árinu öllu. í Viðskiptablaðinu sem út kom í gær er gerð itarleg grein fyr- ir spánni. Meðal þess sem fram kemur í spán- um er að almennt er gert ráð fyrir mun lakari árangri hjá fyrirtækjum á VÞÍ í ár en í fyrra og á það bæði við um reksturinn á fyrri hluta ársins sem og á árinu öllu. Eins og áður seg- ir er spáð fimm milljarða króna lækk- un hagnaðar á miili áranna 1999 og 2000, eða um 32% lækkun, en þegar litið er til hálfsársuppgjöranna er minnkun hagnaðar ekki eins afger- andi eða tæp 27%. í fyrra var heildar- hagnaður fyrirtækjanna á VÞÍ um mitt ár 6.766 milljónir króna en sam- kvæmt spánni mun hann einungis verða 4.965 milljónir króna á fyrri árs- helmingi 2000. Rétt er þó að vekja at- hygli á í samanburðinum er búið að leiðrétta hagnaðartölur Össurar hf. fyrir þeim óreglulegu afskriftum sem hafa verið boðaðar, þ.e. hagnaður af reglulegri starfsemi fyrir skatta er notaður í stað hagnaðar ársins. Spá veröbréfafyrirtækja um afkomu fyrirtækja á VÞÍ (Allar tölur í m.kr.) Afkoma af regl. starfs. jan.-júní ‘00 Afkoma 2000 Bakkavör hf. 14 157 Baugur hf. 334 744 Búnaðarbanki íslands hf. 389 1.031 Delta hf. 116 193 Flugleiðir hf. -1.226 -302 Frjálsi fjárfestingarbankinn hf. 137 236 Grandi hf. 290 535 Hampiðjan hf. 128 165 Haraldur Böðvarsson hf. 49 43 Hf. Eimskipafélag íslands 660 926 Húsasmiðjan hf. 204 433 Íslandsbanki-FBA hf. 849 2.111 íslenskir aðalverktakar hf. 142 277 Jarðboranir hf. 57 110 Landsbanki íslands hf. 558 1.448 Ljdjaverslun íslands hf. 29 57 Marel hf. 165 339 Nýherji hf. 210 289 Oliufélagið hf. 294 581 Opin kerfi hf. 176 347 Pharmaco hf. 135 266 Samherji hf. 420 577 SÍFhf -49 15 Síldarvinnslan hf. 53 94 Sjóvá-Almennar hf. 306 496 Skeljungur hf 241 459 Skýrr hf. 128 198 SR-mjöl hf. -42 -148 Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hf. 217 388 Tryggingamiðstöðin hf. 111 203 Tæknival hf. 73 123 Útgerðarfélag Akureyringa hf. 60 201 Vinnslustöðin hf. -150 -200 Þorbjöm hf. 118 215 Þormóður rammi-Sæberg hf. 166 387 Össur hf. -2.122 -2.628 Kaupþing spáir 0,5% hækkun milli mánaða - hugsanlega dregur úr hækkunum á næstu mánuðum Kaupþing spáir 0,5% hækkun á vísitölu neysluverðs á milli mánaða sem samsvarar 6,2% verðbólgu á árs- grundvelli. Helstu forsendurnar eru þær að bensínverð hækkaði um mánaðamót- in. 95 okt. hækkaði um 4% og 98 okt. bensín hækkaði um 3,8%. Sjóvá-Al- mennar hafa hækkað iðgjöld bifreiða- trygginga og nemur hækkimin á lög- boðnum ábyrgðartryggingum 29% en 15% hækkun á kaskótryggingum. Önnur tryggingafélög fylgja væntan- lega í kjölfarið og hækka sína gjald- skrá til samræmis. Því er gert ráð fyr- ir 15-30% hækkun bifreiðatrygginga. Flugleiðir hafa hækkað almenn far- gjöld að meðaltali um 5%. Orkuveita Kaupþing spáir hækkun á vísltölu neysluverös Helstu forsendumar eru þær að bensínverð hækkaði um mánaðamótin. 95 okt. hækkaöi um 4% og 98 okt. bensín hækkaði um 3,8%. Blaðberar óskast í eftirtalin hverfi: Reykjavík: Miðbæ Þingholt Haga Litla Skerjafjörð Smáíbúðahverfi Kópavog: Traðir Brekkur Stígar Uppiýsingar í síma 550 5000 Reykjavíkur hefur hækkað orkuverð um 2% til að fylgja eftir tæplega 3% hækkun Landsvirkjunar. Gert er ráð fyrir 0,5% hækkun húsnæðisverðs. Matvara lækkaði um 0,9% í síðasta mánuði, einkum vegna lækkunar á ávöxtum og grænmeti. Vegna árstíða- bundinna sveiftna í þeim vöruflokk- um er gert ráð fyrir að lækkun fyrri mánaðar gangi að nokkru leyti til baka í þessum mánuði. í Morgunpunktum Kaupþings kem- ur fram að miöað við ofangreinda spá hefur vísitala neysluverðs hækkað um 5,6% síðastliðna 12 mánuði. Kaup- þing bendir á að hækkun á visitölu neysluverðs síðasta árið er einkum tilkomin vegna hækkunar á bensín- verði og húsnæðisverði og er þá ekki tekið tillit til breytinga í þessum mán- uði. Húsnæðisliðir hafa haft um 2,3% áhrif til hækkunar á vísitölunni, mat- vara um 1% og hækkun bensínverðs um 0,9%. Aðrir liðir vega minna. Hugsanlega dregur úr hækk- unum „í ljósi þessarar þróunar er fróðlegt að velta fyrir sér framhaldinu á næstu mánuðum. Ákveðin óvissa ríkir nú um þróun olíuverðs á heimsmarkaði en verð gaf aðeins eftir i kjölfar ákvörðunar Sádi-Arabíu um að auka við olíuframleiðslu þrátt fyrir and- stöðu annarra OPEC-ríkja. Olíumála- ráðherrar ríkjanna munu næst koma saman til fundar í Vín í byrjun sept- ember. Ávöxtunarkrafa húsbréfa og húsnæðisbréfa hefur hækkað á ný síð- ustu vikur. Fækkun markflokka í kjölfar uppkaupa, ásamt virkri við- skiptavakt sem nýlega var endumýj- uð, ætti að hafa þau áhrif á skulda- bréfamarkað að viðskipti verða meiri og jafnframt virkari. Til lengri tima litið ætti þvi ávöxtunarkrafan einnig að lækka. Til skýringar á háu hús- næðisverði hafa menn nefnt hin miklu afFóll sem verið hafa á húsbréf- um. Ef ávöxtunarkrafa fer hins vegar lækkandi má velta fyrir sér hvort það hafi ekki áhrif á húsnæðismarkað með haustinu. Þær verðhækkanir sem orðið hafa í þessum mánuði benda ekki til þess að dregið hafi úr verðbólguhraða. Ef ofangreint gengur hins vegar eftir og að öðru óbreyttu má ætla að draga fari úr hækkun neysluverðsvísitölunnar á næstu mánuðum,“ segir Kaupþing. FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2000 DV Þetta helst HEILDARVIÐSKIPTI 85 m.kr. Hlutabréf 80 m.kr. Skuldabréf 5 m.kr. | MEST VIÐSKIPTI j © Íslandsbanki-FBA 12,6 m.kr. j © Búnaðarbanki íslands 11,5 m.kr. j © Landsbanki íslands 10,3 m.kr. MESTA HÆKKUN © Tryggingamiöstöðin 2,04% © íslenski hugbúnaðarsjóö. 1,84% © Flugleiðir 1,59% MESTA LÆKKUN [ © Bakkavör 2,73% © SÍF 2,70% © Sláturfélag Suðurlands 2,70% ÚRVALSVÍSITALAN 1.522,2 stig - Breyting © 0,185 % Softis í samstarf við risafyr- irtækið Nokia íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Softis hf. á nú í samstarfi við finnska risafyrirtækið Nokia. Sam- starfið hefur staðið yfir í tæpt ár en lítið hefur farið fyrir þvi enda hefur það þróast smám saman á tímabil- inu. „Samstarfið hefur gengið ágæt- lega og væntanlega finnst á því flöt- ur þannig að það geti nýst báðum aðilum. Það er komið í ákveðinn farveg og ég vonast til að það verði farið að skila áþreifanlegum árangri í haust eða í byrjun vetrar,“ segir Sigurður Bjömsson í samtali við Viðskiptablaðið. síbastiibna 30 daea \ © Húsasmiðjan 295.065 :: © Össur 265.184 : © Íslandsbanki-FBA 264.245 Búnaöarbanki 212.026 i © Baugur 185.541 síbastUbna 30 dasa © Nýherji 18% © Vinnslustööin 14% © Búnaðarbanki 13% © Þorbjörn 13% i © Jarðboranir 7% ; I MESTA LÆKKUN ▼! síbastlibna 30 daea 1 © Loðnuvinnslan hf. -20 % © Marel -16 % © Hraðf. Þórshafnar -15 % I; Q Rskiöjus. Húsavíkur -14 % I Q SR-Mjöl -14% Lækkun í Bretlandi Hlutabréf í London lækkuðu nokkuð í gær. FTSE 100 vísitalan féll um 53,3 stig og endaði í 6.363,7 stigum. Ástæða þessarar lækkunar er m.a. rakin til til- kynningar Sádí Arabíu um að landið ætlaði að auka olíuframleiðslu sína verulega. Það hefur haft í fór með sér lækkun á olíuverði á heimsmarkaði. Hins vegar hafði tilkynningin neikvæð áhrif á olíufyrirtæki eins og BP Amoco sem vegur þungt á breska hlutabréfa- markaðnum. |’fiT.il,ll:;liif 1:.' MÆmmi* BÍdow jones 10483,60 O 0,72% 1 • Inikkei 17282,37 O 0,88% ÍBs&p 1446,23 O 1,57% Pfij NASDAQ 3863,10 O 3,23% ÉÉftse 6358,90 O 0,37% ;f*%AX 6938,47 O 0,33% 1 Bcac 40 6420,44 O 0,65% 6.7.2000 kl. 9.15 KAUP SALA BHDollar 76,470 76,870 Pund 115,480 116,070 8*1 Kan. dollar 51,300 51,620 SlDónsk kr. 9,8120 9,8660 iÍZjNorsk kr 8,9390 8,9880 SSsænsk kr. 8,6670 8,7150 j HH Fl. mark 12,3126 12,3866 B B Fra. franki 11,1604 11,2274 B 18 Belg. franki 1,8148 1,8257 j Sviss. franki 47,2500 47,5100 EShoII. gyllini 33,2200 33,4196 Þýskt mark 37,4303 37,6552' 8 lít líra 0,037810 0,038040 QQAust. sch. 5,3202 5,3521 M Port. escudo 0,3652 0,3674 S i Spá. peseti 0,4400 0,4426 1 • jjap. yen 0,714000 0,718300 | | írskt pund 92,954 93,512 SDR 101,800000 102,410000 ^ECU 73,2072 73,6471

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.