Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2000, Qupperneq 10
10
Útlönd
FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2000
J3V
Bill Clinton
Forsetinn tryggir ekki árangur af
fundinum meö Barak og Arafat.
Bandaríkjaforseti
boðar friðarfund
Bill Clinton Bandaríkjaforseti
gerir nú nýja tilraun til að greiða
fyrir endanlegu friðarsamkomulagi
ísraela og Palestínumanna. Á
þriðjudaginn í næstu viku hefst
leiðtogafundur Clintons, Ehud
Baraks, forsætisráðherra ísraels, og
Yassers Arafats Palestínuleiðtoga í
Camp David í Maryland.
Clinton viðurkenndi i gær að alls
ekki væri hægt að tryggja árangur
af fundinum. Hann hélt því hins
vegar fram að þetta væri eina leiðin
til að leggja drög að friðarsáttmála.
Madeleine Albright, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, gaf i skyn eft-
ir ferð um Miðausturlönd í síðustu
viku að þörf væri meiri undirbún-
ings áður en leiðtogafundur yrði
haldinn. Tíminn er reyndar naum-
ur. Ekki eru nema tveir mánuður
þar til settur frestur rennur út.
Framhald upp-
boðs
Framhald uppboðs á eftirfarandi
fasteign veröur háð á eignínni
sjálfri sem hér segir:
Geitasandur 8, Hellu.
Mánudaginn 10. júlí 2000 kl. 15.00.
Þingl. eig. Guðmundur Sverrisson.
Gerðarbeiðandi eru Lífeyrissjóður
starfsmanna ríkisins og sýslumaður
Rangárvallasýslu.
SÝSLUMAÐURINN í RANGÁR-
^^^^JMLLASÝSLU
UPPBOÐ
Framhald uppboðs á eftirfarandi
eignum verður háð á þelm sjálf-
um sem hér segir:
Álfhólsvegur 26, þingl. eig. Ragnhildur
Ólafsdóttir og Guðmundur Ólafur Heið-
arsson, gerðarbeiðendur Búnaðarbanki
Islands og Landsbanki Islands, þriðju-
daginn 11. júlí 2000 kl. 15.00.
~7--------------------------------
Astún 14, 0405, þingl. eig. Sigrún Jónína
Sigmundsdóttir, gerðarbeiðandi íbúða-
lánasjóður, þriðjudaginn 11. júlí 2000 kl.
15.30. ___________________________
Hávegur 5, vesturendi, þingl. eig. Jón
Steinar Ragnarsson, gerðarbeiðendur
Kópavogsbær og Sýslumaðurinn í Kópa-
vogi, þriðjudaginn 11. júlí 2000 kl. 17.00.
Hrauntunga 75, þingl. eig. Eggert Óskar
Þormóðsson, gerðarbeiðendur Ingvar
Helgason hf., Ibúðalánasjóður, íslands-
banki hf., Sparisjóður Kópavogs, Spari-
sjóður vélstjóra, Sýslumaðurinn í Kópa-
vogi og Tryggingamiðstöðin hf., þriðju-
daginn 11. júlí 2000 kl. 14.30.
Kársnesbraut 106, 0202, þingl. eig. B.P.
bílaleiga sf., gerðarbeiðendur Bæjarsjóð-
ur Kópavogs og Fjárfestingarbanki at-
vinnul. hf., mánudaginn 10. júlí 2000 kl.
14.30. ___________________________
Nýbýlavegur 62, austurendi nýbyggingar,
þingl. eig. Ásgeir Sigurðsson og Sigrún
Finnjónsdóttir, gerðarbeiðandi Sparisjóð-
ur Rvíkur og nágr., mánudaginn 10. júlí
2000 kl. 15.00.
SÝSLUMAÐURINN í KÓPAVOGI
Sjóorrusta við hvalavini í aðsigi við Færeyjar:
Danir senda her-
skip gegn Watson
Hvalverndarsinninn Paul Watson
fær að finna hvar Davíð keypti ölið
þegar hann kemur á Færeyjamið í
dag til að koma í veg fyrir árlegt
grindadráp Færeyinga. Dönsk
stjórnvöld hafa ákveðið að senda
eftirlitsskip til höfuðs honum og er
það á leiðinni til Færeyja, að sögn
danska blaðsins Berlingske Tidende
í morgun.
Flaggskip Sea Shepherd, samtaka
Watsons, er væntanlegt til Færeyja
í dag og verður þar næstu tvo mán-
uðina til að stöðva hvalveiðar Fær-
eyinga.
Lögreglustjórinn í Færeyjum,
Mogens Nepper-Christensen, óskaði
fyrir milligöngu dönsku ríkislög-
reglunnar eftir aðstoð danska sjó-
hersins til að stöðva umhverfis-
verndarmennina. Yfirmaður
dönsku ríkislögreglunnar staðfesti
viö Berlingske Tidende að nauðsyn-
leg aðstoð yrði veitt.
Sea Shepherd hrinti áætluninni
„Grindstop 2000“ i framkvæmd í
maí. Markmið hennar er að stöðva
grindadráp Færeyinga og að snið-
ganga veitingastaði og stórmarkaði
sem selja færeyskar vörur.
Ákvörðunin um að senda eftirlits-
skipið Hvítabjöminn til höfuðs Paul
Watson í vígahug
Hvalavinurinn Paul Watson er á leiö
til Færeyja til aö koma í veg fyrir
grindadráp frænda okkar.
Watson og félögum hans var tekin
með mikilli leynd til að koma hvala-
vinum í opna skjöldu. En á heima-
síðu Sea Shepherd á Netinu kemur
fram að samtökin eru búin undir
nærveru danska flotans.
Félagar í Shepherd eru þekktir
fyrir hörkuna sem þeir beita i bar-
áttunni fyrir málstaö sinn. Þeir hafa
meðal annars sökkt hvalbátum á ts-
landi og í Noregi.
„Þegar við komum fyrst til Fær-
eyja 1986 til að stöðva viðurstyggi-
legt drápið á grindhvölunum skaut
færeyska lögreglan að okkur. Við
eigum ekki von á vinsamlegri við-
tökum að þessu sinni,“ sagði Frank
Trinkle, talsmaður Sea Shepherd.
Berlingske Tidende hefur heim-
ildir fyrir því að meðal búnaðarins
á Hvítabirninum sé net sem hægt sé
að kasta í sjóinn fyrir framan Oce-
an Warrior i þeirri von að það fari í
skrúfu skipsins og stöðvi það. Þá
munu einnig vera um borð há-
þrýstivatnsdælur til að beita gegn
hvalavinum í gúmbátum.
t flotastöðinni í Frederikshavn, í
yfirstjóm sjóhersins og i landvarna-
ráðuneytinu vildi enginn tjá sig
frekar um undirbúning fyrir átök
við Sea Shepherd. Samkvæmt heim-
ildarmönnum danska blaðsins hef-
ur danska forsætisráðuneytið upp-
lýsingar um gang mála og dönsk yf-
irvöld eiga von á hörðum átökum
við hvalavinina undan ströndum
Færeyja.
í aðgerðunum 1986 kom til harðra
átaka þegar rúmlega tíu færeyskir
lögregluþjónar í gúmbát skutu
táragassprengjum að skipi umhverf-
isvemdarsinnanna.
Uppreisnarmenn í pilsum
Stuöningsmenn uppreisnarleiötogans Georges Speights á Fídjíeyjum þrömmuöu um lóö þinghúss eyjanna í
heföbundnum þilsum í morgun eftir aö þjóöfáninn haföi veriö dreginn aö hún.
Evrópuþingið rannsakar
Echelon njósnakerfið
Evrópuþingið í Strasbourg ákvaö
í gær að láta rannsaka meintar iðn-
aðamjósnir Bandaríkjanna í Evr-
ópu með njósnakerfinu Echelon.
Ákvörðunin var tekin degi eftir að
saksóknaraembættið í Frakklandi
fyrirskipaði sams konar rannsókn.
Fullyrt hefur verið að njósnakerf-
ið Echelon hafi verið sett upp á dög-
um kalda stríðsins. Það getur fylgst
með símtölum, símbréfasendingiun
og tölvupósti um állan heim.
Evrópuþinginu barst í haust
skýrsla bresks sérfræðings þar sem
greint var frá iðnaðarnjósnum
Bandaríkjanna. Samkvæmt skýrsl-
unni áttu bandarísk fyrirtæki að
hafa náð mörgum samningum frá
evrópskum keppinautum sínum
vegna njósnanna. Bandarískir emb-
ættismenn hafa viðurkennt síma-
hleranir en vísa iðnaðamjósnum á
bug. Embættismennimir segja að
með símahlerununum sé verið að
reyna að koma í veg fyrir mútu-
greiðslur.
Menn óttast þó að friðhelgi einka-
lífsins sé einnig rofin. Rannsóknar-
nefnd Evrópuþingsins á því jafn-
framt að kanna hvemig vernda
megi einkalífið.
Það voru Frakkar sem þrýstu á
að Evrópuþingið rannsakaði
meintar iðnaðamjósnir Bandaríkj-
anna. Frakkar fullyrða að þeir hafi
misst af stórum og mikilvægum
samningum vegna njósnanna, með-
al annars sölu á Airbus flugvél til
Sádi-Arabíu og vopnasölu til Brasil-
íu. Það voru bandarísku fyrirtækin
Boeing og Raytheon sem fengu
samningana.
Frakkar hafa ekki komið ásökun-
um beint á framfæri við bandarísk
yfirvöld. Franskir fjölmiðlar segja
það vera vegna þess að frönsk yfir-
völd stundi sjálf hleranir.
Frakkar saka Breta um óheiðar-
leika þar sem Bretar láti Bandaríkin
nota fjarskiptastöð í Cheltenham í
Echelon-kerfinu. Á stöðinni
Menwith HUl munu tveir þriðju af
1200 starfsmönnum vera Bandaríkja-
menn. Stöðin hefur verið undir
stjóm Bandaríkjamanna frá 1966.
Höfuðstöðvamar eru sagðar vera
við Fort Meade í Maryland í Banda-
ríkjunum.
Breskir stjómmálamenn rífast
um Echelon. Þeim þingmönnum
fjölgar sem segja að annað hvort
verði bresk yfirvöld að sýna Banda-
ríkjunum trúnað eða Evrópu.
Margaret Thatcher, fyrrverandi for-
sætisráðherra Bretlands, notaði Echelon
til að njósna um ráðherra sína.
mmmw.
Óttast valdarán
Yfirvöld í Svart-
fjallalandi saka
Slobodan Milos-
evic Júgóslavíu-
forseta um að
beita hernum til
að kynda undir
spennu til að und-
irbúa valdarán.
Herinn hefur sakað Milo Djuka-
novic, forseta Svartfjallalands, um
að breiða út þann orðróm að Serbía
sé stærsta vandamál Evrópu.
Níundi maöurinn látinn
24 ára Ástrali lést i gær af völdum
meiðsla sem hann hlaut á Hró-
arskelduhátíðinni á fóstudagskvöld.
Þar með hafa níu manns látist af
völdum slyssins.
Skartgripaþjófnaður
Hundruð skartgripa hafa fundist í
tágakörfu í kapellu Rigshospitalet í
Kaupmannahöfn. Einnig fundust
hundruð umslaga með nöfnum lát-
inna sjúklinga. Starfsmenn, sem
hafa viðurkennt að hafa þegið mút-
ur frá útfararstofum, eru grunaðir
um þjófnaðinn.
Flugræningi skotinn
Öryggisverðir skutu til bana flug-
ræningja sem ásamt tveimur öðrum
reyndi að ræna flugvél með 84 far-
þegum á flugvellinum í Amman í
Jórdaníu. 15 farþegar særðust er
sprengja sprakk í vélinni.
Berst fyrir smáríkin í ESB
Jörg Haider, fyrr-
verandi leiðtogi
Frelsisflokksins í
Austurríki, hvetur
til þess að Austur-
riki stöðvi ákvarð-
anir Evrópusam-
bandsins, ESB, til
að pólítískri
einangrun landsins verði aflétt.
Haider kveðst einnig berjast fyrir
hönd smáríkja í ESB til að koma í
veg fyrir að stór ríki, eins og
Frakkland, keyri yfir þau.
Olían lækkaði í verði
Olía lækkaði enn í verði í gær
vegna þeirrar yfirlýsingar Sádi-
Araba að þeir hyggist auka
framleiðslu sína til að þrýsta
verðinu niður.
Dregið úr leit
Lögreglan í sunnanverðu Englandi
hefur dregið úr umfangi leitarinnar
að átta ára gamalli stúlku sem hefur
verið saknað frá því um helgina.
Lögreglan ætlar að einbeita sér að
ákveðnum vísbendingum.
Pútín varar við
Vladímír Pútín
Rússlandsforseti
hefur fyrirskipað
yfirmönnum ör-
yggismála í land-
inu að standa sig
betur í Tsjetsjeníu
í kjölfar sprengju-
árása sem hafa
orðið rúmlega þrjátíu manns að
bana í lýðveldinu.
Mannskæð hitabylgja
Gífurlegir hitar hafa þjakað íbúa
Ítalíu og Balkanskaga síðustu daga
þegar heitt loft frá Sahara-
eyðimörkinni hefur færst norður á
bóginn. Fjórir hafa látist og
hundruð hafa lagst inn á sjúkrahús.