Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2000, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 2000 DV Rakarastofan Klapparstíg Sól- og öryggisfilma á rúöjr. Vernd gegn nita/birtu - upplitun og er góö pjófavörn. LitaCar filmur inn á bllrúðjr, gera bílinn öruggari, þægilegri, glæsilegri og seljanlegn. Ásetning meöhita - fagmenn Mói /,/ Dalbrekku 22, Kóp. S. 544 5770 Útlönd Tel Aviv: 150 þúsund mót- mæla friðarfundi Um 150 þúsund ísraelar tóku í gær þátt í mótmælum í Tel Aviv vegna fundar Ehuds Baraks forsæt- isráðherra með Palestínumönnum í Camp David í Bandarikjunum. Hægrisinnaðir ísraelar fylltu Rabinstorg í Tel Aviv og hrópuðu að stöðva yrði Barak áður en hann eyðilegði ísrael. Borgarstjóri Jerúsalems, Ehud Olmert, hrópaði á mótmælafundin- um að ekki mætti láta Palestínu- menn ná fótfestu í borginni. Ariel Sharon, leiðtogi Likudflokksins, þrumaði að Barak væri fyrsti for- sætisráðherrann i ísrael sem vildi gefa Palestínumönnum hluta af Jer- úsalem. Ekki komust allir landnemar, sem vildu, til að taka þátt i mótmæl- unum. Palestínumenn kveiktu í fjórum langferðabifreiðum sem sendar voru eftir mótmælendum. Bílstjóramir sluppu með lítils hátt- ar meiðsli. í Nablus efhdu um eitt þúsund Palestínumenn til mótmæla. Vör- uðu þeir Yasser Arafat, leiðtoga Palestínu, við þvi að gefa eftir. Israelar í Camp David vísuðu í gær á bug fullyrðingum Palestínu- manna um að árangur hefði náðst í friðarviðræðunum. David Levy, ut- anríkisráðherra ísrals, sagði að loknu samtali við Barak að enn væri langt í land. Sjálfur er Levy andvígur friðarviðræðum við Palestínumenn. Hann neitaði að taka þátt i þeim. W*ÍHÓf Fjöldamótmæli 150 þúsund ísraelar vöruöu í gær Ehud Barak forsætisráöherra viö aö gefa of mikiö eftir í friöarviöræöunum viö Patestínumenn. Hrópaöi mannfjöldinn aö stööva yröi Barak. Skammar herforingja Vladimir Pútín Rússlandsforseti kallaði til sin vam- armálaráðherrann og herforingjana sem deila um hvort eldflaugakerfið eigi að vera sér vamar- kerfi. Fyrirskipaði forsetinn samvinnu við umbætur. 10 létust í skýstrokk 10 létu lífið og 130 slösuðust af völdum skýstrokks sem gekk yfir hjólhýsahverfi í Alberta í Kanada á fóstudagskvöld. Öryggi í göngum ónógt Seljestadgöngin í Noregi voru opnuð á ný fyrir umferð í gær. Göngunum var lokað vegna elds- voða í þeim á fostudag. Norskir slökkviliðsmenn telja öryggi ábóta- vant í mörgum göngum. Bílasprengja á Spáni Bílasprengja sprakk fyrir utan stöð þjóðvarðliða í miðhluta Spánar í gær. Stjórnmálamaður var skotinn til bana í Malaga á laugardagskvöld. Engin málamiðlun Uppreisnarmenn á Fidjíeyjum vöruðu í gær við óeirðum yrði ekki gengið að kröfum þeirra við stjóm- armyndun. Eldur við Hvíta húsið Eldur kom upp við Hvíta húsið í Washington í gær þegar vinnumenn voru að brenna málningu af viðar- hlera. Litlar skemmdir urðu vegna óhappsins, að sögn starfsmanns Hvíta hússins. Lán í allt að 60 mánuði Li OJi J Oivsmíuruvvaíli ] 1 - =?írni ^500 30? OD

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.