Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2000, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2000, Qupperneq 15
15 MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 2000 X>V Myndlist Kvaðratrótin af Gesti Sennilega gildir það um fjölhagann Gest Þor- grímsson eins og ýmsa aðra í sömu deild, til að mynda Magnús Á. Ámason, að sannverðug mynd af ævistarfl hans fæst einungis með því að leggja til grundvallar summuna af öllum þeim listgreinum þar sem hann hefur komið við sögu og draga af henni listræna kvaðratrót. Sem er auðvitað hægara sagt en gert. Þó eru innbyrðis tengsl listgreinanna hjá Gesti sýnilegri en hjá mörgum öðrum fjöllistamönnum. Til dæmis er trauðla hægt að gera úttekt á þróuninni í þrí- víddarlist hans án þess að tengja saman stein- höggið og leirmunagerðina, ekki einasta form- rænt heldur einnig út frá þeirri rækt sem lista- maðurinn leggur við yfirborð listhluta sinna. Myndmótun Gests helst síðan í hendur við ljóða- gerð hans og ritaðar hugleiðingar um högg- myndalistina, sína eigin og annarra, hvort tveggja eru leiðir til uppgötvunar og birtingar „nýs galdurs", „nýs veruleika", svo vitnað sé í listamanninn sjálfan. Kannski er heldur ekki ýkja langur vegur milli skemmtikraftsins Gests, sem á sjötta og sjöunda áratugnum heillaði heila kynslóð áhorfenda og -heyranda með frásagnar- gáfu sinni og eftirhermum, og listamannsins sem þangað til nýlega skapaði gjaman skúlptúra fyrir opnum tjöldum - „performeraði", svo notað sé nýlegt hugtak - úti í Svíaborg i Finnlandi og úti á sviði við hús sitt í Hafnarflrði. Ef vill mætti halda þessari samanburðarfræði áfram og tengja eftirhermur Gests við hæfileika hans til að koma auga á það sem honum kemur best I módemiskri höggmyndalist og gera að sínu, sjá meðvitaðar vísanir hans til HenrysMoore, Bar- böru Hepworth, Epsteins, Brancusi og jafnvel lengra aftur í prímitífíska list. Steinsnar Nú er auðvitað rétta tilefnið til að draga kvaðratrót- ina af Gesti, því hann er nýorðinn áttræður, Lista- safn Reykjavíkur heldur sýningu á verkum hans og böm hans, Ragn- heiður og Þor- grímur, hafa gefið út um foður sinn forkunnarfallega og skemmtilega bók sem nefnist Steinsnar. Raunar er öllu meira að græða á bókinni en sýningunni, en á henni er einung- is að finna tíu höggmyndir, eina mynd frá 1947 en afganginn frá sið- astliðnum 15 árum. Enginn er heldur leirinn til samanburðar. Framlag Lista- safns Reykjavíkur verður því að telj- ast frekar snubb- ótt hylling þessa aldna og mikil- virka listamanns. En það gefur okk- Verk Gests á sýningunni í Listasafni Reykjavíkur. ur engu að síður tækifæri til að velta fyrir okkur eðlisþátt- um myndhöggvarans Gests. Eins og Auður Ólafsdóttir bendir réttilega á í grein sinni um listamann- inn í bókinni er hann fyrst og fremst „myndhöggvari efnis- ins“, sem þýðir að hann telur sér skylt að rækja trúnað við lif- andi efnið. „Truth to material" heitir þessi filósófía og var mest í tisku í höggmyndalist fjórða áratugarins. í sinni ströngustu mynd þýðir hún að mynd- höggvarinn gengur eins litið á fyrirliggj- andi efni eins og hon- um er unnt, aflagar það hvorki né brýtur upp ef hann kemst hjá því. Reynsla sjónar og sinnis í staðinn kappkost- ar hann að gera vel við það eins og það er frá náttúrunnar hendi, hnykkja á kvistum í stað þess að fjarlægja þá, fægja slétta fleti sem eru til staðar og ýfa upp grófu fletina. Við þetta má bæta að „slétt“ og „gróft“ eru hér ekki einungis fyrir augað, heldur kallar þetta tvennt beinlínis á snertingu. Þar sem efnið er með litrófið innbyggt, eins og margur ítalskur marmarinn, er um að gera að láta það njóta sín óspillt. Það er sem sagt „af‘ efninu sem meðhöndlun formsins eða formsköpun sprettur, fremur en að listamaðurinn sé með ákveðin form í huga og velji sér efni sem hæfa því. í þrívíddarlist Gests er mannslíkaminn helsta viðmið hans, eða eins og Auður Ólafsdótt- ir segir : „í gegnum hvert verka Gests gengur ósýnileg, lóðrétt hryggjarsúla." Það er hér sem reynir á myndlistarlegt innsæi listamannsins, hæfileikann til að skapa hárrétta spennu milli hins lóðrétta og lárétta, milli hins slípaða og grófa, milli efnis og rýmis. Kannski er það i þess- ari fáguðu og blæbrigðaríku jafnvægiskúnst sem Gestur stendur feti framar en flestir kollegar hans í greininni. Hún er, eins og listamaðurinn orðhagi gefur til kynna í ljóði, sprottin af sér- stakri „reynslu sjónar og sinnis.“ Sýningin í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi, stendur til 27. ágúst. Aðalsteinn Ingólfsson Tónlist Forfeður í Skálholti Mikið er um Bach-tónleika um þessar mundir því nú eru 250 ár síðan tónskáldið lést. Á tónlist- arhátíðinni í Skálholti í sumar verður Bach því mjög áberandi og síðastliðinn laugardag flutti barokkhópurinn Concordia þar hina svokölluðu Tónafóm hans. Concordia samanstendur af fimm erlendum hljóðfæraleikurum sem allir hafa sérhæft sig í flutningi barokktónlistar og leika því á barokkhljóðfæri. Þetta eru nokkurs konar forfeður nútímahljóðfæra og krefjast engu minni hæfni og þjálfun en seinni tíma hljóðfæri. Það er því sjaldnast sannfærandi er „nútima- hljóðfæraleikari“ fer allt í einu að spila opinber- lega á barokkútgáfuna af hljóðfæri sínu. Skemmst er að minnast er ágætur flautuleikari tók upp á þessu fyrir nokkru og spilaði þá eins og hver annar amatör á hræðilegum tónleikum. Sagan af Tónafórninni Um Tónafórn Bachs er til eftirfarandi saga. Kvöld eitt árið 1747, þegar Friðrik mikli Prússa- konungur var nýbúinn að taka upp flautuna sína og var farinn að hita sig upp fyrir hina venju- bundnu kvöldtónleika sína, kom liðsforingi með lista yfir þá sem höfðu komið til Potsdam þann dag. Kóngurinn leit yfir listann,en brá í brún þegar hann sá hver var þar á meðal. Hann lagði frá sér flautuna og sagði skjálfraddaður við hina hljómsveitarmeðlimina: „Herrar mínir, Bach gamli er kominn!" Hann átti þar við Johann Sebastian Bach en frægð hans var þá mikil og var hann svo störfum hlaðinn að árum saman sá hann sér ekki fært að verða við ósk konungs um að heim- sækja hann. Þegar Bach var svo loksins kominn var tafarlaust sent eftir honum og fékk hann ekki einu sinni að dusta af sér ferðarykið né skipta um föt. Innblásin snllld I höllinni var Bach neyddur til að reyna allar slag- hörpur Friðriks mikla en þær voru fimmtán talsins. Hinir hljóð- færaleikararnir, sem orðið höfðu að hætta við kvöldtónleikana vegna heimsóknarinnar, fylgdu Bach og konunginum á milli herbergjanna þar sem slaghörpurnar voru og hlýddu i andakt á snillinginn leika upp úr sér. Bach var meistari í að spila af fingrum fram og lék hann undirbún- Bachfjölskyldan. ingslaust heila fúgu um stef sem konungurinn gaf honum. Síðar meir, er Bach var aftur kom- inn heim til Leipzig, samdi hann þrí- og sexraddaðar fúgur um stef konungsins og einnig keðjulög. Saman voru verkin kölluð Tónafómin og eru þau tileinkuð Friðriki kon- stuttu máli flutti Concordia Tónafórnina af innblásinni snilld. Samleikurinn var full- kominn og hver ein- stakur hljóðfæra- leikari spilaði óað- finnanlega. Sér- staklega verð- ur að nefna semballeik Carole Cerasi, sem var sérlega glæsilegur, og einnig fiðluleik Kati Debretzeni, en vald hennar yfir tóninum var aðdáunarvert. Túlkun hópsins í heild var lífleg og blæbrigðarík, fjörleg og gáskafull þegar við átti, en líka alvörugefin og djúphugul. Voru þetta afar ánægjulegir tónleik- ar. Jónas Sen ______________________Menning Umsjón: Þórunn Hrefna Sígurjónsdóttír Hvers vegna er samtímalist svona fur Richard Vine, rit- stjóri hins heims- kunna listatímarits, Art in America, heldur fyrirlestur í Listasafni Reykja- víkur - Hafnarhúsi annað kvöld kl. 20.00. Yfirskrift fyrirlestrarins er „Why is contemporary Art so Weird?“ eða „Hvers vegna er samtímalist svona furðuleg?" Eins og yfirskrift fyrirlestrarins gefur til kynna fjallar Richard Vine um hvers vegna hinn almenni sýningargestur lítur samtímalist tortryggnum augum og finnst hún á stundum beinlínis ögrandi. Hann segir staðreynd að framsækin nú- tímamyndlist höfði einungis til fárra og að ef hinn almenni sýningargestur skoð- ar slíkar sýningar sé það gert með sam- blandi af tortryggni, ógnun og hræðslu. Vine spyr í fyrirlestrinum hvað valdi og hvort þetta gæti verið á annan veg? Þá veltir hann fyrir sér sögulegum, félags- fræðilegum, sálfræðilegum og heimspeki- legum orsökum þess að hin sköpunarríka samtímalist orki svo vandræðalega á hinn almenna gest. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Raddir Erlends Erlendur Jónsson hefúr nýverið gefið út Ijóðabókina Raddir dagsins hjá bókaútgáf- unni Smáragili. Bókin er safn átján ljóða og ljóðaflokka og skiptist í þrjá aðalkafla: Svipir liðinnar aldar, þar sem leitast er við að „gera úttekt á almennum og hversdags- legum lífssannindum eins og þau koma fyrir sjónir við aldahvörf", eins og segir á bókarkápu. Pokabuxur og rúðóttir sokkar heitir annar kaflinn og byggist að mestu leyti á endurminningum höfundar og sá þriðji ber nafnið Skáldatal en hann er ortur í minningu listamanna sem settu svip á öldina. í fyrsta kaflanum er ljóðið ímynd sem birtist hér að hluta: Maöurinn sem sá ekki sköpun heimsins og hlýddi ekki á þögn ísaldarinnar það er ég. Maöurinn semfylgdi ekki Leifl heppna og missti af kristnitökunni þaö er ég. Maöurinn sem hitti ekki höfund Njálu ogfór á mis viö Skaftárelda þaö er ég. Kammersveitin til Munchen Um þessar mundir stendur yfir tónlistar- hátíðin Europmusicale í Múnchen, sem haldin er í annað sinn. Nú er þessi hátíð haldin öðru sinni og er boðið upp á tónleika í 10 borgum í Bæjaralandi, Búdapest og Prag. Til hátíðarinnar er boðið kammerhópum, kammersveitum og kórum frá 33 Evrópu- löndum, sem leika skulu og kynna tónlist síns heimalands. Kannnersveit Reykjavíkur var boðið fyrir íslands hönd og voru tónleikar hennar á laugardagskvöldið í Carl Orff salnum í Gasteig í Múnchen. Á efnisskrá voru m.a. verk eftir Leif Þórarinsson, Atla Heimi Sveinsson og Þorkel Sigur- bjömsson. 17 hljóðfæraleikarar fóru i ferðina og var Rut Ingólfsdóttir (á mynd) einleikari í fiölukonsert Þorkels Sigurbjömssonar. Einsöngvarar í Nótt Jóns Leifs vora Bergþór Pálsson og Gunnar Guðbjöms- son, sem kom frá Berlín til að taka þátt í tónleikunum. Stjómandi var Bernharður Wilkinson. Einkunnarorð Europamusicale-hátíð- arinnar eru „get to know - leam to respect" og vilja forstöðumenn hennar stuðla að umburðarlyndi og virðingu milli þjóða í Evrópu, og jafnframt stuðla að menningarsambandi Evrópu með áherslu á varðveislu menningar hverrar þjóðar fyrir sig. KADDIR i DAtíSINS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.