Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2000, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2000, Page 17
16 MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 2000 MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 2000 Útgáfufélag: Frjðls fjölmiölun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjölfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aóstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýslngastjóri: Páil Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sítnl: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Gr®n númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerö: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverö 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viötöl viö þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Dýrmœtur tími keyptur Seðlabanki íslands stóðst mikla prófraun í liðinni viku þegar bankanum tókst með umfangsmiklum að- gerðum að verja krónuna frá frjálsu falli á gjaldeyris- mörkuðum, án þess að grípa til vaxtahækkana, eins og margir reiknuðu með. Draga verður í efa að gengi krónunnar á næstunni verði varið með vaxtahækk- unum. Mikil óvissa og órói hefur einkennt innlendan gjaldeyrismarkað og gengi krónunnar að undanförnu og á fimmtudag var gripið til þess ráðs að loka á við- skipti með krónuna í nokkra klukkutíma. Til slíkra aðgerða hefur ekki verið gripið áður, en þær voru skynsamlegar til að gefa markaðsaðilum tækifæri til að ná áttum. Sú hætta er alltaf fyrir hendi á frjálsum fj ármálamörkuðum að atburðarásin taki völdin. Seðlabanki íslands hefur fylgt skynsamlegri stefnu í peningamálum - aðhaldssamri stefnu sem miðar að því að halda verðlagi stöðugu. En það skiptir í sjálfu sér engu hversu hart Seðlabankinn gengur fram til að ná fram markmiðum sínum ef stjórnun opinberra fjármála er ekki með eðlilegum hætti. Bankinn getur keypt dýrmætan tíma með inngripum sínum á mark- aði, en á endanum verður hann að láta eftir ef svig- rúmið er ekki nýtt. Stjórnendur Seðlabankans hafa á undaníörnum mánuðum ítrekað varað við stöðunni í íslensku efna- hagslífi. í maí síðastliðnum bentu sérfræðingar bank- ans á að þensla í efnahagslífinu væri of mikil og að ef ekkert yrði að gert myndi sá stöðugleiki sem íslend- ingar hafa notið undanfarin ár að engu gerður. Við- vörun Seðlabankans kom engum á óvart sem fylgist meö þróun efnahagsmála. Ekki er hægt að halda því fram að tíminn frá því Seðlabankinn sendi út viðvörun sína í byrjun maí hafi verið vel nýttur. Verðbólga er enn of mikil og viðskiptahallinn er óeðlilega hár. Sjúkdómseinkennin eru því enn til staðar og aðhaldsaðgerðir Seðlabank- ans duga ekki lengur til að halda sjúkdóminum í skefjum. Því verður eitthvað að láta undan. Lækkandi gengi krónunnar er langt frá því að vera áfall fyrir íslenskt þjóðarbú. Þvert á móti er eðlilegt að verðmæti krónunnar minnki eitthvað á næstunni. Lægra gengi skapar góð sóknarfæri fyrir efnahagslíf- ið, sé rétt á málum haldið. Þar skiptir mestu til hvaða aðgerða ríkisstjórnin grípur. Fjármálaráðherra og ríkisstjórnin þurfa ekki að leita einhverra töfralausna til að vinna sig út úr þeim tímabundna vanda sem blasir við. Hin gömlu sann- indi um ráðdeild og hófsemd eiga hér við eins og alltaf. Mestu skiptir að skera niður útgjöld ríkissjóðs og nýta tækifærið til að selja ríkisfyrirtæki til að slá á neyslu. Með skattalegum aðgerðum er hægt að örva sparnað almennings og með lækkun opinberra gjalda að draga úr áhrifum sem lækkandi gengi hefur á verðlag. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks stendur á nokkrum tímamótum eftir atburði síðustu daga. Eftir að hafa náð góðum árangri á mörgum svið- um efnahagslífsins þurfa ríkisstjórnarflokkarnir að sýna hvers þeir eru megnugir þegar á móti blæs. Seðlabankinn hefur keypt tíma og því aðeins spurn- ing hvernig ríkisstjórnin nýtir hann. Óli Björn Kárason I>V Skoðun Nýr Nostradamus? „Ef að því kemur, sem er í rökréttu framhaldi af þessu öllu, að Svanur segist hafa hitt og talað við Elvis, þá má vœntanlega treysta því, að Ríkisútvarpið veiti hon- um tœkifœri til að lýsa því nánar. “ Einn samkennari minn í Háskóla ís- lands, Svanur Krist- jánsson prófessor, virðist hafa óviðráðan- lega löngun til að feta í fótspor spámannsins Nostradamusar. Svan- ur hefur ailan áratug- inn og raunar lengur spáð mörgu og miklu um stjórnmálaþróun á íslandi. En hinum nýja Nostradamusi hefur ekki tekist eins vel upp og hinum gamla. Spáði fyrir Svavari og Friðrik Svanur spáði því til dæmis haust- ið 1987 í tímaritinu Þjóðlífi, sem hann gaf út viö misjafnar undirtekt- ir landsmanna, að Svavar Gestsson yrði áfram formaður Alþýðubanda- lagsins. Varð þessi spádómur Svans tilefni sérstakrar fréttar í Ríkissjón- varpinu. En Ólafur Ragnar Grímsson varð þá formaður Alþýðubandalags- ins. Svanur spáði því í viðtali við Þjóðviljann haustið 1989, að Friðrik Sophusson yrði áfram varaformaöur Sjáifstæðisflokksins. En Friðrik vék fyrir Davíð Oddssyni. Spáði fyrir Þorsteini og Pálma Svanur spáði því í umræðu- þætti í Ríkissjónvarpinu vorið 1991, að Þorsteinn Pálsson ynni formannskjör í Sjálfstæðis- flokknum gegn Davíð Oddssyni. En Davíð var kjörinn formaður. Svanur spáði því enn fremur í Þjóðlífi 1991, að Pálmi Jónsson yrði ráðherra í næstu ríkisstjóm Sjálfstæðisflokksins. En svo varð ekki. Halldór Blöndal gerðist landbúnaðar- og samgönguráðherra. Spáði þingrofi Þrátt fyrir þessa misjöfnu reynslu af spádómum Svans er hann ekki af baki dottinn. í Ríkisútvarpinu 1. febrúar á þessu ári sagði hann í pistli, sem honum var boðið að flytja: „Nú, þegar lyktin af þingrofi er að verða æ meira áberandi - ég spái því reyndar, að innan skamms verði sú lykt alltumlykjandi - skuluð þið því, góðir hlustendur, fylgjast vel með forsetanum okkar, Ólafi Ragnari Grímssyni." Skemmst er frá því að segja, að enginn annar en Svanur Kristjánsson lét sér detta i hug þing- rof í febrúarbyrjun 2000. Því síður hafa einhverjar umræður um það aukist þá fjóra mánuði, sem síðan eru liðnir. Undariegar hugleiðingar Við þessa spá sína bætti Svanur undarlegum hugleiðingum um það, að líklega myndi Ólafur Ragnar Gríms- son neita Davíð Oddssyni um þingrof, ef og þegar forsætisráðherra legði beiðni um það fyrir hann. Þótt Svanur kenni stjómmálafræði í Háskóla ís- lands, virðist hann ekki vita margt um stjórnskipan okkar íslendinga. Samkvæmt henni er forseti ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum. Hann getur því ekki neitað að rjúfa þing, biðji forsætisráðherra hann um það. Þótt þingrof sé í nafni hans, er það á ábyrgð ráðherrans. Neiti for- seti hins vegar að undirrita lög, þá taka þau gildi, en eru lögð undir at- kvæði kjósenda. Deila lögfræðingar og aðrir um, hversu langt málskots- réttur forseta nái. Hittir Svanur Elvis? Þessi furðupistUl hins nýja Nostradamusar virðist hafa farið fram hjá flestum, þótt Svanur teldi sig líka nokkru síðar þurfa að gefa sérstaka yfirlýsingu um það, að hann gæfi ekki kost á sér til formanns í Samfylkingunni, en ekki var til þess vitað, að neinn hefði skorað á hann í slíkt framboð. Það er hins vegar ánægjulegt, hversu vel Ríkisútvarpið hefur sinnt Svani. Hver einasti spádómur hans er tal- inn fréttnæmur, þótt enginn þeirra hafl ræst. Ef að því kemur, sem er í rökréttu framhaldi af þessu öllu, að Svanur segist hafa hitt og talað við Elvis, þá má væntanlega treysta því, að Ríkisútvarpið veiti honum tæki- færi til að lýsa því nánar. - Við bíð- um í eftirvæntingu. Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson Kjallari Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor Hollywoodhetjur og pólitík Ég reyndi um daginn í allri vin- semd að hugga Hannes H. Gissurar- son stjómmálafræðing sem óttast að vinstrivillingar hafi lagt undir sig bandaríska kvikmyndagerð. En hann lætur sér ekki segjast og hon- um er reyndar nokkur vorkunn. í fyrsta lagi leiöist honum að hafa ekki slóttuga komma til að halda sér og öðrum viö efnið í því skuggaboxi sem hugmyndabarátta nútímans er (markaöshyggja berst við enn hreinni markaðshyggju). Hann vant- ar óvin. í öðru lagi er Hannes viðkvæmur höfðingjasinni: hann ítrekar það að „myndasmiðir í Hollywood bregða oft upp ófagmri mynd af vestrænum stórfyrirtækjum og stjómmálamönn- um“ og því vill hann ekki una. Hann vill heldur sjá eitthvað jákvætt og fallegt í kvikmyndasögiun um þessa menn, enda hefur hann bundið við þá vonir heimsins. Hann er satt að segja eins viðkvæmur fyrir orðstír shma manna og flokkshollur sovét- gagnrýnandi, sem hafði áhyggjur af því að héraðsformaðurinn í síðustu kvikmynd væri ekki nógu rismikill eða heiðarlegur. Þjóðverjar og Rússar Hannes bendir á það máli sínu til sönnunar, að þeir í Hollywood geri sjaldan eða aldrei myndir á móti kommúnisma en fjölmargar á móti nasisma og fasisma og sér í þessu skuggalega hlutdrægni. Hann hefur rangt fyrir sér sem fyrr. Hollywood gerir reyndar mjög sjaldan myndir „Því eru myndir gegn nasisma fyrst og fremst sögur um helför gyðinga, því þœr sögur þekkja margir og bandarískir gyðingar bera þœr vitaskuld mjög fyrir brjósti.“ - Úr myndinni „Schindler’s List“. Með og á móti Tvímælalaust Það er tvímæla- laust verið að eyðileggja sand- fjörur við Reykja- vík. Við sem búum við sjóinn og fylgjumst með sjávarfóllum og náttúru fjörunnar verðum átakan- lega vör við breytingar. Hér er ekki um að ræða venjulegar breytingar sem stafa af tilfærslu vegna brims og sjávarfalla heldur ógnvænlegar breytingar þar sandflákar hafa horfið og upp úr um líf Þjóðverja undir nas- isma eða líf Rússa undir kommúnisma. (Nýleg und- antekning er ágæt mynd rússnesks leikstjóra, Kontsjalovskis um kvik- myndasýningarmann Stalíns). Þetta gerist ekki af póli- tískum ástæðum. Heldur vegna þess að hinn banda- ríski áhorfandi nennir ekki að setja sig inn i líf fólks í framandi löndum og skilur ekkert í því - eins og líka kemur fram í því að Bandaríkjamenn kaupa helst ekki erlendar kvikmyndir. Því eru myndir gegn nasisma fyrst og fremst sögur um helfor gyðinga, því þær sögur þekkja margir og banda- rískir gyðingar bera þær vitaskuld mjög fyrir brjósti. Það er líka hægt að segja eina og eina sögu úr næsta nágrenni Hitlers og Stalíns því þeir eru þekkt nöfn. Fasismi Mussolinis er aftur á móti einna helst notaður í gamanmyndir. Okkar strákar Þegar Hollywood hættir sér út fyr- ir landsteinana þá er það jafnan með sömu formerkjum og þegar lýst er viðureign við samsæri ríkra og vold- ugra heima fyrir. Það er verið að lofa hetjuna, garpinn sem aldrei bilar og kemur okkur til hjálpar þegar öll sund eru lokuð. Hetjan fær á er- lendri gnmd um leið það hlutverk að efla bandariskt þjóðarstolt eða þjóö- rembu. Myndimar fylgja bandarísk- Arni Bergmann rithöfundur um hermönnum í stríð gegn Hitlers-Þýskalandi og hugprúðum agentmn til viðureignar við KGB í njósnastríði eftirstríðsár- anna. Og það era þessir menn, „okkar strákar", sem skipta máli í sögunni. Útlendingamir era ann- aðhvort aðdáunarfullar hjálparhellur okkar stráka (einkum ein stúlka fogur) eða misjafiilega illa innrætt fúlmenni. Þessu heldur svo áfram eftir að kommúnismi líður undir lok. Rússar era að kvarta yfir þvi að þeir haldi áfram að vera fant- amir sem amríska hetjan stútar á tjaldinu - nú eru það gjama vald- sjúkir herforingjar í samkrulli viö nýríka maflósa sem taka við hinu sovéska hlutverki. Óvinir verða að vera, hefði góði dátinn Sjveik sagt. Stundum herjar Hollywood lika á sína vini með óbeinum hætti. Fyrir skömmu var frumsýnd mynd sem sýnir garpa í áhöfn bandarísks kaf- báts komast yfir þýsku dulmálsvélina Enigma og finna leiðir til að ráða skeytasendingar þýska hersins. Bret- ar móðguðust sárlega, því i rauninni vora það breskir kafbátamenn og dul- málssnillingar sem unnu þetta afrek og það áður en Bandarikjamenn komu í stríðið. En hvað geta Bretar gert: Bandaríkjamenn eiga alþjóðleg- an kvikmyndamarkað og þar með það litla sem almenningur samtímans fær að frétta af sögulegum tíðindum. Árni Bergmann r við Reykjavík með efhistöku? Vísað til æðri máttarvalda Sigþór Magnússon skólastjórí Klé- bergsskóla sem standa nú einungis stórgrýti og mór. Ástæður eru ef til vill margar en áberandi er að þeg- ar sanddæluskip hefur verið úti fyrir ströndinni eða rétt- ara sagt nánast uppi í fjöru, þá hafa umtalsverðar breytin- ar fylgt í kjölfarið í næsta brimróti. Auðvitað verður að rannsaka orsakir þessa vand- lega en það segir sig sjálft að þar sem sandur er tekinn úti fyrir að þangað rennur sandur við næsta brimrót. Leiðrétting Vegna mistaka við vinnslu Með og á móti síðastliðinn fostudag víxluðust myndir og texti þar sem spurt var um fjörurnar í Reykjavík. Hér er svörin birt á ný og era hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á mistökunum. Skráð saga | landbrots á höfuð- borgarsvæðinu er f jafngömul íslands- byggð. Allir þekkja Seltjörnina sem ekki er lengur tjörn. Ámi Magnús- son lýsir landbroti víða á Kjalarnesi árið 1703 og segir m.a. að bærinn Saltvík hafi þrisvar veriö færður undan ágangi sjávar frá landnámi og fjórða færslan sé áformuð. Hvar var Björgun þá? Kirkjugarður- inn á Saurbæ er hálfur horfinn vegna landbrots án þess að efnistaka sé þar neins staðar nærri. Efnistaka Björgimar fer fram 115 metram, hið minnsta, frá stór- straumsfjöruborði en yfirleitt mun Sigurður R. Helgason framkvæmdastjórí Björgunar lengra frá landi. Efnistakan er á fáum og einangruðum stöðum á svæðinu. Þær rann- sóknir sem framkvæmdar hafa verið á efnisdælingu Björgunar hafa sýnt að nám- ur Björgunar eru utan fjöru- tengdra setflutningaleiða malar og sands og því án áhrifa á fjörur á þeim örfáu stöðum þar sem dælt er ná- lægt landi. í ljósi þessara staðreynda og sögu almenns landbrots á höfuðborgarsvæðinu er þeim sem áhyggjur hafa af landbroti vísað til æðri máttarvalda. Kjalneslngar hafa að undanförnu gagnrýnt efnlstöku Björgunar í Kollaflröi og telja að hún sé að eyðlleggja Qörurnar við Reykjavík. Ummæii Sálarlíf markaðarins „Það er hefð hjá okkur að kommentera aldrei á gengi bréfa okkar, hvort sem þau fara upp eða niður, og er það í samræmi við reglur Verðbréfaþings. Það er rétt, að gengið hefur fallið. Það er markaðurinn sem ræður þessu og hugmyndir manna geta orsakað sveiflur til eða frá. Ég sá að gengið var í dag 9,25, en var 8 á sama tíma í fyrra, þannig að þetta sveiflast upp og niður eftir því hvemig sálarlíf markaðarins sveiflast." Höröur Sigurgestsson, forstj. Eimskipa- félagsins, í Degi. 12. júlí Tímasprengju beðið „HIV dreifist á ná- kvæmlega sama hátt og lifrarbólga C, þ.e.a.s. með blóðblönd- un við fikniefnanotk- un. Þama er því um að ræða tímasprengju sem okkur hefur lengi fundist að biði eftir að springa en hef- ur ekki gert þaö enn, sem betur fer, og er ekki ljóst hvers vegna. Þetta er sem sagt áhyggjuefni okkar hér á landi og er í raun og veru skilaboð til okkar um að taka fikniefnaneyslu á íslandi mjög alvarlega." Siguröur Guömundsson landlæknir í Morgunblaðinu 14. júlí 2000 Að pissa í skóinn „Nýlega var tekin sú ákvörðun að flytja Byggðastofnun út á land. Frels- aranum hefur þótt nokkuð skondið að fylgjast með því hvemig starfsmenn Byggðastofnunar þurfa að kyngja ákvörðun ráðherra án þess að geta hreyft neinum mótmælum. Ef þeir gerðu það væri „innsti kjami“ stuðn- ingsmanna byggðastefnunnar farinn að viðurkenna ókosti þess að flytja út á land, og væri þá fokið í flest skjól..." Af frelsi.is þann 11. júlí 2000 Ekki svona „Umræðan um brott- kast hefur gosið upp af og til á undanfórum 20 árum. Eðli málsins samkvæmt eru rann- sóknir á brotum af þessu tagi mjög erfiðar viðfangs en samkvæmt lauslegum athugunum okkar á undan- fómum árum á þessu bendir fátt til að brottkastið sé af þessari stærðargráðu. Þótt gert sé ráð fyrir því að öllum þorski 70 sentímetrar að lengd og styttri sé hent er hæpið að magnið geti veriö svo mikið miðað við eðlilega sókn og samkvæmt stofhmati okkar." Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsókna- stofnunar, í Morgunblaöinu 14. júlí 2000 mikið Dalabændur sem gleymdust Nokkrir dagar era síðan víkingaskipið íslendingur lagði úr höfn í Búðardal vestur um haf. Lítil hafnar- mannvirki höfðu verið í Búðardal síðustu 1000 ár eða allar götur síðan Eirik- im rauði hóf þar fræga ferð sína til Grænlands. Nú hafði ríkisstjómin látið gera á siðustu mánuðum smábátahöfn svo allt væri fint og fallegt þegar ráð- herra og aðrir kveddu vík- ingaskipið íslending. Eng- inn mátti verða blautur í fætuma við athöfnina. Eiríkur rauði og menn hans sjósettu fyrir 1000 áram skip sitt beint úr fiörunni. Samt var þaö svo að þessi látlausa og fátæk- lega sigling þeirra varð ein frægasta sjóferð sögunnar. Fátækleg húsakynni Bær Eiríks rauöa stóð í Haukadal og rústir hans hafa verið rannsakað- ar af fomleifafræðingum. Það vekur athygli hve smátt, látlaust og fátæk- lega var búið. Torfbærinn var engin höll. Samt var hægt að undirbúa þarna landnám á Grænlandi. I þessu koti fæddist Leifur heppni. Engan hefur þá grunað að hann ætti eftir að fara svo vítt um lönd og verða einn frægastur sæfara. í Haukadal er líka verið að endurgera þennan gamla fá- tæklega torfbæ. Þar er ekkert sparað. Líklega yrði enginn meira undr- andi en Eiríkur rauði sjálfur endur- fæddur í dag ef hann sæi gamla kotið sitt svona flott. Jafnvel Leifur heppni endurfæddur teldi þetta óþarfa flott- heit. Hann gæti jafnvel alveg fundið Ameríku aftur einn og óstuddur þótt ríkissjóður væri ekki að eyða öllum þessum peningum á hann. Gamalt héraðskólahús í næsta ná- grenni hefur verið gert að nýrri Hót- el Sögu eða er jafnvel enn finna. Ekki hefði Eiríki rauða dottið í hug fyrir 1000 árum að menn byggju svona flott þegar þeir heiðruðu hann árið 2000. Þama er sér bað með hverju herbergi en Eiríkur rauði sjálfur varð oftast að láta sér nægja að blotna einstöku sinnum örlítið þegar sjó gaf á vík- ingaskipiö. Svo geta menn gengið öma sinna inni í sérherbergi þegar Eirikur rauði varð að láta borðstokk- in og Atlantshafið duga. Tímamir breytast mennimir og siðimir með. Varla munu þó gestim- ir í sumar í Haukadal endurtaka Lú&vík Gizurarson hæstaréttrlögmaöur nokkuð á sinni ævi sem borið verður saman við af- rek Eiríks rauða og sonar hans, Leifs heppna. Mi&aldir gleymdust Þessa dagana er verið að leggja nýjan finan upp- hækkaðan veg frá Bröttu- brekku og um Miðdali vest- ur í Haukadal að endur- byggingunni á bæ Eiríks rauða. Áður var árum sam- an venjulegur sveitavegur frá Bröttubrekku um Mið- dali sem ferðamenn hafa farið sið- ustu áratugina á leið sinni til Vest- fiarða og komist sæmilega leiðar sinnar. Svo gistu menn í Flókalundi en að vísu var þar ekki gullklósett í hverju herbergi eins og nú er komið í nýju gistinguna að Laugum. í öllu þessu peninga- og gullregni vestur í Dölum vegna Eiríks rauða og sonar hans Leifs heppna hafa menn gleymt Miðdölunum sjálfum. Þar era stórar sand- og malareyrar í öllum dalbotninum. Fjöllin til beggja handa era ber og gróðurlaus. Samt eru mörg örnefni sem bera þess vott að þama hefur verið skógur. Á örfá- um stöðum standa enn nokkrar hríslur sem bera vott um foma frægð. Þessa gróðureyöingu munu heiðursgestimir skoða og sjá út um bílgluggann þegar þeir aka Miðdali á nýja fina vegimun. Hugmyndir hafa komið fram um aö græða upp þennan fallega dal sem þjóðvegurinn liggur um frá Bröttu- brekku vestur að Haukadal. Þá yrðu grænar grundir grasi vaxnar í dal- botninum í stað núverandi sand- og malareyra. Svo kæmu tré og skógur í hliðarnar. Þegar farið hefur verið fram á ein- hvem smástyrk úr ríkissjóði til- að hefia þessa brýnu uppgræðslu þá er sagt að engir peningar séu til. Það má vera að þeir séu ekki á lausu i svona verkefni sem bindur þó C02og græðir upp landið. Gras kemur þar sem sandur veu- áður. Peninga skort- ir samt ekki þegar menn þurfa að sitja á gullklósetti vestur í Dölum til að geta heiðrað bæ Eiríks rauða og fæðingarstaö Leifs heppna. Já, gull- klósett eru dýr. Það er ekkert til að gera grín að. Lúðvík Gizurarson „Líklega yrði enginn meira undrandi en Eiríkur rauði sjálfur endurfœddur í dag ef hann sœi gamla kotið sitt svona flott. Jafnvel Leifur heppni endurfœddur teldi þetta óþarfa flottheit.“ *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.