Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2000, Blaðsíða 24
40
MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 2000
I>V
BÓNUSVIDEO
Tilvera____________________
í lagi meö appelsínu-
húð og lafandi brjóst
Söngkonan Jennifer Lopez
segir það ekki skipta neinu máli
þó konur séu með appelsínu-
húð, lafandi brjóst og stóran
rass. Það sé kynþokkinn sem
skipti máli.
„Kynþokki er háður sjálfsör-
yggi. Þeir sem eru ánægðir með
sjálfa sig hafa mestan kyn-
þokka,“ segir söngkonan í ný-
legu viðtali.
Sjálf kveðst Jennifer vita vel
af því að fylgst sé með því
hvemig hún er í laginu. „Það
fylgjast allir með mér og mér
finnst að ég verði að halda mér
í formi. Ég skokka á hverjum
morgni til að verða ekki slöpp.
Jennifer er þekkt fyrir
ögrandi klæðnað en hún gætir
þess að hann sýni ekki meira en
hann á að gera. Hún segir að
græni kjóllinn sem hún var í á
Grammy-verðlaunahátíðinni
hafi verið eins og þröngur sund-
bolur svo það hafi ekki verið
nein hætta á því að hann sýndi
meira. Foreldrarnir eru hins
vegar ekki hrifnir af
klæðaburði hennar.
Jennifer Lopez
Söngkonan segir kynþokka háöan
sjálfsöryggi.
Sagði Bítlunum
að þegja
Mel Gibson hljóp almennilega á sig
þegar hann var í hljóðveri í London
fyrir mörgum árum, að því er hann
segir í viðtali við breska blaðið Daily
Mail. Þegar honum þótti koma of mik-
iil hávaði úr einu herbergjanna æddi
hann eftir ganginum og inn í upptöku-
herbergið og æpti: „Viljið þið þegja!“
Hann gerði sér skjótt Ijóst að hann
hafði verið að þagga niður í Paul
McCartney, George Harrison og Ringo
Starr.
„Mér leið strax hræðilega," segir
kvikmyndaleikarinn. „Þeir voru
fyndnir, lágvaxnir og loðnir og ég
gnæfði yfir þá. Mér fannst skyndilega
eins og ég væri gestur í Prúðuleikur-
unum.“
Greiðsluáskorun
Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar
eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar:
Gjöldin em: Staðgreiðsla og tryggingagjald sem fallið hafa í eindaga til og með 15. júlí 2000, virðisauka-
skattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. júní 2000 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar
hækkanir er fallið hafa í gjalddaga til og með 15. júlí 2000 á staðgreiðslu, tryggingagjaldi og virðisauka-
skatti, virðisaukaskatti í tolli, áfengisgjaldi, launaskatti, bifreiðagjaldi, slysatryggingagjaldi ökumanna,
föstu árgjaldi þungaskatts, þungaskatti skv. ökumælum, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna
fyrri tímabila, skemmtanaskatti og miðagjaldi, virðisaukaskatti af skemmtunum, tryggingagjaldi af
skipshöfnum ásamt skráningargjöldum, búnaðargjaldi, iðgjaldi í Lífeyrissjóð bænda, vinnueftirlits-
gjaldi, vömgjaldi af innlendri framleiðslu, vömgjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, aðflutnings-
gjöldum og útflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og verðbómm
á ógreitt útsvar, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjaldi, fisksjúkdómagjaldi, jarðarafgjaldi og
álögðum opinbemm gjöldum, sem em:
tekjuskattur, útsvar, aðstöðugjald, sérstakur tekjuskattur manna, eignarskattur, sérstakur
eignarskattur, slysatryggingagjald vegna hehnilisstarfa, tryggingagjald, iðnlánasjóðs- og
iðnnöarmálagjald, þróunarsjóðsgjald, kirkjugarðsgjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmda-
sjóð aldraðra og skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði.
Fjámáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma hðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum
gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á
kostnað gjaldenda.
Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjámám í för með sér vemlegan kosmað fyrir gjaldanda.
Fjámámsgjald í ríkissjóð er allt að 11.500 kr. fyrir hvert fjámám. Þinglýsingargjald er 1.200 kr. og
stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Em gjaldendur hvattir til að
gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað.
Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald,
afdreginn fjármagnstekjuskatt og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð
án frekari fyrirvara. Loks mega þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og þungaskatt eiga von á
að skráningamúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara. Fyrrgreindur 15 daga
frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum.
Reykjavík, 17. júlí 2000.
Tollstjórinn í Reykjavík
Sýslumaðurinn í Kópavogi
Sýslumaðurinn í Hafnarfirði
Sýslumaðurinn í Keflavík
Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli
Sýslumaðurinn á Akranesi
Sýslumaðurinn í Borgamesi
Sýslumaðurinn í Stykkishólmi
Sýslumaðurinn í Búðardal
Sýslumaðurinn á ísafirði
Sýslumaðurinn í Bolungarvík
Sýslumaðurinn á Patreksfirði
Sýslumaðurinn á Hólmavík
Sýslumaðurinn á Siglufirði
Sýslumaðtrrinn á Sauðárkróki
Sýslumaðurinn á Blönduósi
Sýslumaðurinn á Akureyri
Sýslumaðurinn á Húsavík
Sýslumaðtmnn á Ólafsfirði
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
Sýslumaðurinn á Eskifirði
Sýslumaðurinn á Höfn
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum
Sýslumaðurinn á Selfossi
Sýslumaðurinn í Vík
Sýslumaðurinn á Hvolsvelli
Gjaldheimta Vestfjarða
Gjaldheimta Austurlands
Gjaldheimtan í Vestmannaeyjum
Leigart í þínu hverfi