Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2000, Page 26
42
MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 2000
Ættfræði
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
y
4.
>
Stórafmælí
95ára______________________________
Dagmar Hallgrímsdóttir,
Lagarási 17, Egilsstööum.
90 ára_____________________________
María Anna Róbertsdóttir,
Álfheimum 28, Reykjavík.
85 ára_____________________________
Jón Trausti Gunnarsson,
Hjallavegi 37, Reykjavík.
Júlíus Ingibergsson,
Glaöheimum 12, Reykjavík.
80 ára_____________________________
Egill Kristjánsson,
Hjallavegi 3, Suðureyri.
Gunnar M. Theódórsson,
Blönduhlíö 5, Reykjavík.
75 ára_____________________________
Ásbjöm Magnússon,
Skálagerði 6, Reykjavík.
Bryndís Guömundsdóttir,
Bólstaöarhlíö 34, Reykjavík.
Dóra Sigríöur Guömundsdóttir,
Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði.
Hilmar Steinólfsson,
Álandi 9, Reykjavík.
Kristinn Kristjánsson frá Báröarbúð,
Dalseli 15, Reykjavík.
Sveinn G. Ásgeirsson,
Hraunbas 114, Reykjavík.
70 ára_____________________________
Svanfríður Guömundsdóttir,
Kringlunni 17, Reykjavík.
60 ára_____________________________
Ásdís Halldórsdóttir,
Hringbraut 10, Reykjavík.
Ásdís Kristjánsdóttir,
Ennishlíö 2, Ólafsvík.
Ingólfur Hermannsson,
Bakkahlíö 1, Akureyri.
Lovísa Ágústsdóttir,
Baröstúni 3, Akureyri.
Pétur Brynjólfsson,
Hvammi, Sauöárkróki.
Villa Guörún Gunnarsdóttir,
Aratúni 5, Garöabæ.
50 ára__________________________
Auöur Eiríksdóttir,
Laugabóli 2, Mosfellsbæ.
Guöbjartur Ástþórsson,
Mánagötu 9, ísafiröi.
Jónas Antonsson,
Dalseli 1, Reykjavík.
Júlíus Sólberg Sigurösson,
Akurgerði 10, Akranesi.
María Högnadóttir,
Stífluseli 2, Reykjavík.
Marta Björnsdóttir,
Dalatanga 20, Mosfellsbæ.
Pétur Þorsteinsson,
Fannafold 127, Reykjavík.
Rannveig Tómasdóttir,
Brekkubyggð 26, Garöabæ.
Snjólaug Gestsdóttir,
Furulundi 15d, Akureyri.
Viöar Þorsteinsson,
Móastöu 1, Akureyri.
40 ára__________________________
Bogi Elvar Grétarsson,
Tjarnarbrú 18, Höfn.
Fríöa Ágústsdóttir,
Kvíholti 12, Hafnarfiröi.
Gunnhildur Gígja Þórisdóttir,
Hjallabraut 19, Hafnarfiröi.
Jón Rúnar Friöriksson,
Skólavegi 41, Vestmannaeyjum.
Kolbeinn Sigurjónsson,
Birkihlíð 3, Sauöárkróki.
Magnús Hlynur Haraldsson,
Vesturgötu 18, Hafnarfirði.
Þórdís Siguröardóttir,
Laufengi 36, Reykjavík.
Persónuleg,
alhliöa útfararþjónusta.
Áralöng reynsla.
Svorrir Olsen Baldur Fredríksen
útfararstjóri útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlió35 • Sími 581 3300
allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
Helgi Sæmundsson
skáld og fyrrv. ritstjóri
Attræöur
Helgi Sæmundsson, skáld og
fyrrverandi ritstjóri, Miklubraut 60,
Reykjavík, er áttræður í dag.
Starfsferill
Helgi fæddist í Baldurshaga á
Stokkseyri. Hann stundaði nám í
Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja
1936-39 og lauk prófi frá Samvinnu-
skólanum í Reykjavik vorið 1940.
Helgi var blaðamaður við Alþýðu-
blaðið 1943-52, ritstjóri Alþýðu-
þlaðsins 1952-59 og starfsmaður
Bókaútgáfu Menningarsjóðs
1959-90.
Helgi var ritstjóri tímaritsins
Andvara 1960-72, átti sæti í úthlut-
unarnefnd listamannalauna 1952-78
og var oft formaður nefndarinnar,
sat í Menntamálaráði íslands
1956-59 og 1959-71 og var formaður
þess 1956-59 og 1959-67, auk þess
sem hann átti fyrir íslands hönd
sæti í dómnefnd um bókmennta-
verðlaun Norðurlandaráðs 1961-72.
Helgi átti lengi sæti í stjóm Sam-
bands ungra jafnaðarmanna og síð-
ar í miðstjóm Alþýðuflokksins.
Meðal rita Helga má nefna: Sól yf-
ir sundum, Ijóð, 1940; Sjá þann hinn
mikla flokk (undir dulnefninu
Lupus) 1956; í minningarskyni, 1967;
íslenskt skáldatal I-H (ásamt öðr-
um), 1973-76; Sunnan í móti, ljóð
1975; Fjallasýn, ljóð, 1977; Tíundir,
ljóð, 1979; Kertaljósið granna, ljóð,
1981; Vefurinn sífelldi, ljóð 1987;
Streymandi lindir, ljóð, 1997.
Helgi hefur ritað fjölda greina og
ritgerða í blöð og tímarit um bók-
menntir, menningarmál og stjóm-
mál, flutt fjölda útvarpserinda og
þýtt margar bækur. Þá bjó hann til
prentunar ljóðasöfnin Rósir í mjöll,
eftir Vilhjálm frá Skáholti, 1992, og
Sóldaga, eftir Guðmund Inga Krist-
jánsson, 1993.
Fjölskylda
Helgi kvæntist 23.10.1943 Valnýju
Bárðardóttur, f. 24.10. 1917, dóttur
Bárðar H. Jónassonar, sjómanns og
verkamanns á Hellissandi, og Guð-
laugar Pétursdóttur frá Ingjaldshóli,
húsmóður.
Valný og Helgi hafa eignast níu
syni: Helgi Elías, f. 31.5. 1944, kynn-
ingarfulltrúi Kennarasambands ís-
lands, kvæntur Ásdísi Ásmunds-
dóttur framhaldsskólakennara;
óskírður drengur, f. 31.5. 1944, d.
sama dag; Gunnar, f. 20.6. 1946, d.
6.1. 1947; Gísli Már, f. 14.11. 1947,
innheimtumaður; Sæmundur, f. 5. 7.
1949, fórst í hafi 21.11. 1973, stýri-
maður; Gunnar Hans, f. 4.5. 1951,
bankastarfsmaður, kvæntur Sig-
rúnu Þórðardóttur húsmóður; Ótt-
ar, f. 5.5. 1953, d. 2.9. 1996, leigubíl-
stjóri, kvæntur Ásdísi Stefánsdótt-
ur; Sigurður Helgason, f. 1.10. 1954,
upplýsingafulltrúi Umferðarráðs,
kvæntur Önnu Bimu Ólafsdóttur
röntgentækni; Bárður, f. 30.7. 1961,
bankastarfsmað-
ur, kvæntur
Svanhildi Jóns-
dóttur þroska-
þjálfa.
Foreldrar
Helga voru hjón-
in Sæmundur
Benediktsson,
sjómaður og
verkamaður í
Baldurshaga á
Stokkseyri og síð-
ar í Vestmanna-
eyjum, og Ástríð-
ur Helgadóttir
húsmóðir.
Ætt
Sæmundur var
sonur Benedikts, b. og formanns í
Vestra-íragerði á Stokkseyri, Bene-
diktssonar, b. í Móakoti í Grinda-
vík, Vigfússonar, b. í Móakoti, Pét-
urssonar, b. á Vestri-Loftsstöðum,
Þórðarsonar, kaupmanns og borg-
ara í Þorlákshöfn, Gunnarssonar.
Móðir Péturs var Guðríður Péturs-
dóttir, systir Sigurðar, föður Bjama
riddara Sívertsen.
Móðb- Sæmundar var Elín Sæ-
mundsdóttir, b. í Foki í Hrauns-
hverfi, Kristjánssonar, b. á Stóra-
Hrauni, Jónssonar, b. í Vorsabæjar-
hjáleigu í Flóa, Bjamasonar. Móðir
Sæmundar í Foki var Salgerður
Einarsdóttir, systir Þuríðar for-
manns.
Astríður var dóttir Helga, sjó-
manns og verkamanns á Helgastöð-
um á Stokkseyri, Pálssonar, b. í
Simbakoti, Guðnasonar, b. í Háholti
á Skeiðum, Hafliðasonar, b. í Hró-
arsholti, Nikulássonar. Móðir Helga
á Helgastöðum var Ástríður Eiriks-
dóttir, b. i Arakoti á Skeiðum, Guð-
mundssonar. Móðb' Ástríðar Helga-
dóttur var Anna Diðriksdóttir, b. í
Votmúlakoti, bróður Kristínar,
langömmu Páls ísólfssonar tón-
skálds. Diðrik var sonur Jóns
hreppsstjóra i Kolsholti, Bjamason-
ar, b. á Árnkötlustöðum, Bjömsson-
ar.
Helgi og Valný eru að heiman á
afmælisdaginn.
Vilborg Dagbjartsdóttir, skáld og
kennari, Bókhlöðustíg 6B, Reykja-
vík, verður sjötug á morgun.
Starfsferill
Vilborg fæddist á Vestdalseyri í
Seyðisfjarðarkaupstað og ólst þar
upp. Hún fór tólf ára til Norðfjarðar,
lauk bamaprófi í Nesskóla, var síð-
an þrjá vetur i Gagnfræðaskóla Nes-
kaupstaðar, sótti stundakennslu í
ensku, íslensku og stærðfræði á
Seyðisfirði, lauk kennaraprófi frá
KÍ 1952, stundaði leiklistarnám
1951-53, nám í bókasafnsfræði við
HÍ 1983 og dvaldi í Skotlandi og
Danmörku 1953-55.
Vilborg stundaði afgreiðslustörf í
Kaupfélagi Austíjarða á Seyðisfirði
1946-47, var kennari við Landkots-
skóla 1952-53 og hefur verið kennari
við Austurbæjarskólann frá 1955.
Vilborg hefur m.a. verið formað-
ur Rithöfundafélags Islands, sat i
stjórn Stéttarfélags íslenskra barna-
kennara, Rithöfundasambands ís-
lands og Menningar- og friðarsam-
taka íslenskra kvenna, tók þátt í
undirbúningi fyrstu Keflavíkur-
göngunnar 1960, starfaði með Her-
námsandstæðingum, var síðar ein
af stofnendum Herstöðvaandstæð-
inga, var meðal brautryðjenda nýju
kvenfrelsishreyfingarinnar, átti
þátt í stofnun Rauðsokkahreyfing-
arinnar 1970 og ein af þremur kon-
um í fyrstu miðju Rauðsokka.
Jafnframt kennslu hefur Vil-
borg stundað ritstörf. Hún hafði um-
sjón með bamablaði Þjóðviljans
1956-62 og sá síðar um Kompuna,
bamasíðu Þjóðviljans.
Útgefnar bamabækur eftir Vil-
borgu eru Aili Nalli og tunglið,
1959; Sögur af Alla Naba, 1965; Sag-
an af Labba pabbakút, 1971; Langs-
um og þversum, 1979; Tvær sögur
um tunglið, 1981; Sögusteinn, 1983;
Bogga á Hjalla, 1984. Þá hefur hún
þýtt hátt á fimmta tug barna- og
unglingabóka.
Útgefnar ljóðabækur Vilborgar
em Laufið á trjánum, 1960; Dverg-
liljur, f. 1968; Kyndilmessa, 1971;
Ljóð, 1981; Klukkan í turninum,
1992; Ótta, 1994.
Vilborg hlaut viðurkenningu úr
Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins
1971; verðlaun Fræðsluráðs Reykja-
víkur fyrir bestu þýðingu á erlendri
bamabók 1975; Menningarverðlaun
DV fyrir bókmenntir 1982; verðlaun
Jónasar HaUgrímssonar á Degi ís-
lenskrar tungu 1996, auk þess sem
Böm og bækur íslandsdeild Ibby,
veitti henni viðurkenningu fyrir
framlag til íslenskrar barnamenn-
ingar árið 2000. Hún er heiðursfé-
lagi Rithöfundasambands íslands
frá 1998 og var sæmd riddarakrossi
Islensku fálkaorðunnar fyrir
fræðslu- og ritstörf 17.6. árið 2000.
Fjölskylda
Maður Vilborgar er Þorgeir Þor-
geirson, f. 30.4. 1933, rithöfundur.
Hann er sonur Þor-
geirs EUs Þorgeirs-
sonar, f. 26.9. 1909,
d. 18.8. 1937, sjó-
manns, og Guðrún-
ar Kristjánsdóttur,
f. 13.10. 1910, d.
30.9. 1973, verka-
konu.
Sonur VUborgar
og Þorgeirs er Þor-
geir Elías, f. 1.5.
1962, eðlisefnafræð-
ingur hjá íslenskri erfðagreiningu,
búsettur í Reykjavík en kona hans
er Guðrún Jóhannsdóttir, f. 30.6.
1960, kvennafræðingur hjá íslenskri
erfðagreiningu, en böm þeirra eru
Bergur, f. 16.8. 1981, menntaskóla-
nemi, og Edda, f. 29.10. 1987.
Sonur VUborgar og Ásgeirs Hjör-
leifssonar, f. 13.1. 1937, fram-
kvæmdastjóra, er EgiU Arnaldur, f.
18.6. 1957, kennari og sjómaður í
Neskaupstað en kona hans er Lauf-
ey Hálfdánardóttir, f. 30.12. 1958,
sjúkraliði, og eru dætur þeirra VU-
borg, f. 24.7. 1989, og Þórunn, f. 29.9.
1996.
Systkini VUborgar: Guðný, f.
16.11. 1916, d. 1941; Sigrún, f. 29.4.
1918, fyrrv. bóndi í Seldal í Norð-
firði; Elsa, f. 15.2. 1919, d. 1941; Guð-
jón, f. 24.4. 1921, d. 14.7. 1998; Jó-
hann, f. 7.6.1924, d. 9.2.1946; Sæunn,
f. 12.10. 1925, d. 1941; Guðmundur, f.
16.7. 1927, d. s.á.; Friðfinnur, f. 5.5.
1929, d. 1931; PáU, f. 30.7. 1932, skip-
stjóri á Höfn í Horna-
firði; Þórir, f. 9.1.1935,
netagerðarmaður í
Reykjavík; Þorleifur,
f. 18.8. 1936, skipstjóri
i Stöðvarfirði.
Foreldrar Vilborgar
vora Dagbjartur Guð-
mundsson, f. 19.10.
1886, d. 6.4.1972, bóndi
og sjómaður á Seyðis-
firði, og k.h., Erlend-
ina Jónsdóttir, f. 3.5.
1894, d. 14.7. 1974, húsfreyja.
Ætt
Dagbjartur var sonur Guðmund-
ar, útvegsb. á Vestdalseyri, Einars-
sonar, sjómanns í Vestmannaeyj-
um, Jónssonar. Móðir Guðmundar
var Guðrún Sigurðardóttir. Móðir
Dagbjarts var Oddný Ólafsdóttir, b.
í Berjanesi í Landeyjum, Magnús-
sonar og Elsu Dórórtheu Árnadótt-
ur.
Erlendína var dóttir Jóns, b. í
Efri-Skálateigi, Þorleifssonar, b. í
Efri-Skálateigi, Jónssonar. Móðir
Jóns var Guðrún Þorsteinsdóttir.
Móðir Erlendínu var Guðríður Páls-
dóttir, frá Gunnarsstöðum á Langa-
nesströnd.
VUborg tekur á móti vinum og
vandamönnum í húsi Rithöfunda-
sambands íslands, Gunnarshúsi,
Dynguvegi 8, á morgun miUi kl.
17.30. og 20.00.
MBIMIHBHIM
HMaSn
Magnús Jónsson, lagaprófessor og fjár-
málaráðherra, fæddist að Úlfljóts-
vatni í Grafningi 17. júlí 1878, sonur Jóns
Þórðarsonar, bónda þar, og Þórunnar
Magnúsdóttur húsfreyju.
Magnús lauk stúdentsprófi í Reykja-
vík 1898, embættisprófi í lögfræði við
Kaupmannahafnarháskóla 1904 og hag-
fræðiprófi við sama skóla 1907. Hann
Uentist ytra sem embættismaður, var
aðstoðarmaður í danska fjármálaráðu-
neytinu 1904-16, fuUtrúi þar 1916-20,
auk þess sem hann stundaði laga-
kennslu og málUutningsstörf. Þá var
hann forstööumaður dýrtíðar- og matvæla-
skömmtunarskrifstofunnar í Kaupmanna-
höfn 1916-20. Hann kom heim 1920, og varð þá
Magnús Jónsson
lagaprófessor við Háskóla íslands.
Ula gekk að mynda ráðuneyti Sigurðar
Eggerz 1922. Á endanum fékk hann tvo ut-
anþingsmenn í stjómina, Klemens Jóns-
son sem atvinnu- og samgönguráð-
herra, og Magnús sem fjármálaráð-
herra. Magnús gegndi ráðherraemb-
ættinu í eitt ár en sagði þá af sér enda
frábitinn pólitískum darraðadansi.
f Ráöherrum íslands, eftir Magnús
Storm, fær nafni hans herfilega útreið,
talinn lélegur lagaprófessor og óstarf-
hæfur ráðherra. Palladómarinn virður-
kennir þó að Magnús hafi verið góður
námsmaður, „gervUegur maður og fríður
sýnum og ljúfmenni í viðmóti”.
Magnús lést 22. mars 1924.
Andlát
Siguröur Jakob Magnússon, Aöalgötu
15, Keflavík, andaöist 13.7.
Ásta Margrét Agnarsdóttir, fyrrv.
húsfreyja aö Heiöi í Göngusköröum,
Skagafiröi, lést fimmtud. 13.7.
Þröstur Pétursson, Furugeröi 15,
Reykjavík, lést af slysförum fimmtud.
13.7.
María Bjömsdóttir, fædd Seuring, lést á
Hrafnistu í Hafnarfiröi þann 4.7. Útför
hennar fór fram frá Jósefskirkju á
Jófríöarstöðum þann 13.7. sl.
Guðmundur Grétar Norðdahl,
Lautasmára 3, Kópavogi, lést þriöjud.
4.7. Útförin hefur fariö fram.