Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2000, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2000, Síða 32
SMJ '1jjuujjujj Bílheimar ehf. < FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá I síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Þremur mönnum bjargaö: Æskan sökk i einu vetfangi Mannbjörg varð er báturinn Æsk- an SH-343 sökk um sex sjómílur suðsuðvestur af Látrabjargi um klukkan 16 á laugardaginn. Til- kynningaskyldunni barst aðstoðar- beiðni frá bátnum skömmu eftir klukkan 13, þar sem leki hafði kom- ist að bátnum og hann orðinn vélar- vana. Þrír menn voru í bátnum. Á svæðinu voru fimm til sex vindstig úr suðaustri, eða 10 til 15 metrar á sekúndu. Þyrla Landhelgisgæslunn- ar, TF-LÍF, var kölluð út með dælur og einnig komu bátar frá höfnum við Breiðafjörð Æskunni til aðstoð- ar. En dælur frá þyrlunni og bátn- um Brimrúnu frá Ólafsvík megnuðu ekki að dæla sjónum úr bátnum og sökk hann um þremur timum eftir M að tilkynningaskyldunni var gert viðvart. Áhöfnin, ásamt sigmanni úr þyrlunni, höfnuðu í sjónum en voru allir í flotgöllum. Allir menn- irnir komust um borð í björgunar- bát. Þyrlan hífði þá svo upp einn af öðrum og varð mönnunum ekki meint af volkinu. Verið er að rann- saka tildrög lekans og hefur áhöfnin nú þegar gefið skýrslu hjá lögregl- unni sem sér um skýrslutöku fyrir rannsóknarnefnd sjóslysa. -SMK Nelly og Leonard, blaut og hrakin a tjaldsvæöinu á Selfossi. Blaut helgi < ------------------------------- DV, SELFOSSI:________________ Það var vætu- og vindasamt um landið sunnan- og vestanvert á laugar- daginn. í Húsafelli átti fólk í mestu vandræðum með tjöld sín og á Suður- landi var mikil úrkoma. Þessir blautu ferðalangar voru á tjaldsvæðinu á Sel- fossi á laugardaginn. Þau sögðust hafa verið í Þórsmörk nóttina áður i mikiili rigningu. Þangað komu þau gangandi frá Landmannalaugum i síðustu viku. Þrátt fyrir slagviðrið í gær báru þau veðráttunni á landinu vel söguna. „Það veður sem við höfum fengið hingað til hefúr verið með ágætum. Við vorum til dæmis að hjóla umhverf- is Mývatn í síðustu viku á stuttbuxum og á hlýrabol," sögðu Nelly og Leon- ard, blautir franskir ferðalangar á Sel- fossi á laugardag. -NH Á slóðum Eiríks rauöa Margrét Þórhildur Danadrottning, Hinrik prins, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, Jónatan Motzfeldt, for- maöur grænlensku landsstjórnarinnar, og Kristjana, eiginkona hans, á landafunda- og kristnihátíö í Brattahlíö á Grænlandi um helgina. Sjá nánar bls. 44. Selfoss: Flugvél hlekktist á við flugtak Lítiili eins hreyfils flugvél hlekkt- ist á við flugtak á flugvellinum á Selfossi skömmu fyrir klukkan 15 í gær. Tveir menn voru um borð en sluppu með skrekkinn. Flugvélin er hins vegar talin ónýt. Rannsóknar- nefnd flugslysa kannar nú tildrög slyssins. -SMK Einn maður lést og 15 slösuðust þegar rúta valt með 31 innanborðs í gærdag: Hjúkrunarfólk með þeim fvrstu á staðinn - fulltrúi þýsku ferðaskrifstofunnar á leið til landsins Efnahagsráðgjafi Clintons: Vissulega góð liðveisla „Til allrar hamingju var héma fólk úr heilbrigðisstéttinni sem átti leið fram hjá slysstað. Þegar lögregl- an kom á vettvang hafði gríðarlega mikið og gott starf verið unnið,“ sagði Hreiðar Hreiðarsson, varð- stjóri hjá lögreglunni á Húsavík. Þegar að var komið lá rútan á hægri hlið - hálf úti í ánni. Allir sem í rút- unni voru höfðu náð að koma sér út. Læknar, hjúkrunarfræðingar og björgunarsveitarmenn sem áttu leið hjá höfðu þegar flokkað fólk niður eftir ástandi þess og náð tökum á vettvangi. Lífgunartilraunir stóðu yftr á þýskum manni um sextugt og höfðu staðið yfir í 35 mínútur þegar lögreglu dreif að. „Búið var að reyna að blása í manninn lifi og veita honum hjarta- hnoð í 35 mínútur þegar við komum á vettvang. Eftir að við komum var lífgunaraðgerðum haldið áfram í 15 mínútur en þá úrskurðaði læknir á slysstað manninn látinn. Óvist er Fulltrúi frá þýsku ferðaskrifstof- unni Studiosus kemur til landsins í dag tU þess að funda með ferða- mönnunum. Víst þykir að einhverj- ir vUji snúa aftur tU sinna heima. Samkvæmt heimUdum DV ætla þó nokkrir ferðamannanna að ljúka ferðinni. Sigurður Ólafsson hjá svæðis- skrifstofu Rauða krossins sagði að ferðamönnunum hefði verið veitt áfaUahjálp á fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri í gær og tU stæði að halda áfaUahjálparfund með þeim aftur I dag. „Rauði krossinn sendi að sunnan áfallahjálparsérfræðing hingað norður. Einnig var teymi á fjórð- ungssjúkrahúsinu sem tók á móti ferðamönnunum þegar þeir komu og veittu þeim sálarhjálp. Þeir sem ég hitti sjálfur voru fremur rólegir miðað við aðstæður þrátt fyrir að þeir hefðu að sjálfsögðu verið slegn- ir.“ -ÓRV - segir Þorvaldur Gylfason „Ég er alveg sammála Stiglitz prófessor í öUum aðalatriðum. Hann hefur miklar efasemdir um að núverandi skipan tryggi næga hag- kvæmni í sjáv- arútvegi og í þjóðarbúskapn- um,“ sagði Þor- valdur Gylfason prófessor um yf- irlýsingar Jos- ephs E. Stiglitz, fyrrum efna- hagsráðgjafa Clintons Banda- ríkjaforseta og fyrrum aðstoð- arbankastjóra Alþjóðabankans, um íslenska kvótakerfið. Stiglitz lét þau orð faUa í heimsókn sinni hingað tU lands að kvótakerfið væri ekki réttlátt og í raun ónýtt stjórntæki í sjávarútvegi. Þorvaldur Gylfason Stjórnvöld ættu aö ieggja vel viö hlustir - þó fyrr heföi veríö. Uppboð sanngjarnt „Með öðrum orðum má ráða af yfirlýsingum Stiglitz að það er hægt að auka hagkvæmni í fisk- veiðistjómun með þvi að taka upp veiðigjald í einhverri mynd, tU dæmis með því að bjóða aflaheim- Udimar upp á frjálsum og opnum markaði. Stiglitz leggur réttilega áherslu á að uppboð afiaheimUda sé hægt að hanna með þeim hætti að komið sé tU móts við sann- gjamar óskir smábátaútgerða og byggðarlaga." - Hvaða lærdóm má draga af þessum yfirlýsingum fyrrum efna- hagsráðgjafa Clintons? „Yfirlýsingar hans um kvóta- kerfið koma mér aUs ekki á óvart því nær því aUir málsmetandi hagfræðingar sem hingað hafa komið frá útlöndum hafa komist að sömu niðurstöðu og þetta er vissulega góð liðveisla.“ - Og hver ættu viðbrögð stjóm- valda að verða? „Þau ættu að leggja vel við hlustir - þó fyrr hefði verið,“ sagði Þorvaldur Gylfason prófess- or. -EIR . .. DtMYND SIGURÐUR BOGI Hrelðar Hrelðarsson Gríöarlega mikiö og gott starf. hvemig hann lést - hvort hann hafi látist við höggið eöa drukknað í ánni. Krufning mun leiða dánaror- sök í ljós.“ Leigubflstjórinn sem missti debetkort við ískaup: Kortabaninn fastur við sinn keip - neitar að skila kortinu „Ég er búinn að loka reikningnum og fer nú í það að sækja um nýtt kort. Sjoppueigandinn neitar að láta mig hafa debetkortið aftur,“ sagði Runólfur Run- ólfsson leigubílstjóri sem missti kortið sitt þegar hann ætlaði að kaupa þijá ijómaísa í Dals-Nesti í Hafharfirði á dögunum. Rjómaisamir kostuðu 480 krónur en reglur Sigurðar Lárussonar, kaupmanns í Dals-Nesti, eru þær að ekki er hægt að versla fyrir lægri upp- hæð en 500 krónur í sjoppu hans. Þegar Runólfur leigubílstjóri vUdi ekki kaupa bland í poka fyrir 20 krónur til að upp- fylla skilyrði Sigurðar sjoppueiganda Leigubílstjóri ætlaöi aö kaupa þrjá rjómaísa: Sjoppueigandinn hirti debetkortið - því isamir kostuöu minna en 500 krónur Runotfur KunólAwn Iftfubll- tan «oppu*is*ndlnn o« hrlftta tU Mjóri mU»tl dobottatið ittt l h*nd- «ln kortlð mlH," us&t KunMftjr md um viðskipti hirti Sigurður af honum kortið og Runólfur sat eftir korta- og ís- laus. „Ég er búinn að kæra sjoppueigand- ann fyrir stuld á kortinu mínu og held þeirri kæru til streitu. Ég læt ekki koma svona fram við mig,“ sagði Runólfúr í gærkvöldi. Sigurður Lárusson í Dals- Nesti situr hins vegar fastur við sinn keip og heldur debetkorti Runólfs í sjoppu sinni: „Þetta mál fer til ríkissaksóknara ef með þarf. Maðurinn greiddi ekki fyrir þá vöru sem búið var að framreiða fyr- ir hann. Það eru skýrar merkingar á lúgu minni um að engin kortaviðskipti undir 500 krónum fari þar fram,“ sagði Sigurður Lárusson en samkvæmt upp- lýsingum frá lögreglunni í Hafiiarfirði er þetta ekki í fyrsta sinn sem Sigurður leggur hald á kort viðskiptavina af sömu ástæðu og fyrr greinir. -EIR Pantið i tima da?ar í Þjóðhátíð 18 FLUGFÉLAG ÍSLANDS 570 3030 H

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.