Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2000, Blaðsíða 6
 j ÍA od\öQs Russnesku tennis stúlkunni Önnu Kournikovu hefur o Sctrifií flgá stjörnuhimininn ffiianfariö þrátt fyrir að B/ora einungis 19 ára. Islar hún var yngri I vann hún hyort ^mö á fcOtur ööru on Btir aö hún goröist at ffl.imaöur í íþróttinni mi ára görnul hafa titl- M látiö bíöa oftir sór. átiö til sín taka m sviöurn og tenmskonan i heiminum Fókus skoöaði feril þessarar tennisstjörnu sem karlmenn hafa þó farið að meta á öðrum forsendum. ^ Sn 2 Anna Kournikova þyklr afar glæsileg á tennisvellinum eins og myndin ber meö sér. Gísli Marteinn Baldursson fréttamaður. Tommy Pickles bleiubarn. Eitt er það sem flestir eiga: góðir vinir. Þeir sem heppnari eru eiga jafnvel góðan vinahóp, klíku. Þannig er málið með þá félaga Tommy Pickles og Gísla Martein Baldursson, báðir eru þeir í kliku. Á með- an Tommy hangir með Dil, Chuckie og Phil hangir Gísli með Sigurði Kára SUS, Rúnari Frey leikara og Pétri Marteinssyni boltamanni. Þó önnur sé í tvívídd eru þessar klíkur nauðalíkar. Strákamir hittast og sprella, leika sér og svona. Þess vegna ættu Gísli og Tommy að prófa að skipta um hlutverk, það myndi hvort eð er enginn taka eftir því (nema Ragna Sara, Tommy er svo lítill að hann skyggir ekki á kastljósið). Anna Koumikova er einn þekktasti kveníþróttamaður samtímans en sökum lélegs árangurs á stórmótum fær hún meiri athygli íyrir útlit sitt og einkalíf en íyrir tennisinn. Hún er eftirsótt fyr- irsæta og karlmenn um allan heim hafa tekið eftir henni að undanfómu. Á síð- asta ári þénaði stúlkan vel, fékk 54,4 miiljónir fyrir frammistöðuna á tennis- vellinum sem var þó aðeins brot af heildarinnkomunni því alls þénaði hún tæpar 900 milljónir króna. Þetta gerði hana að hæst launaða kvenkyns tennis- leikaranum auk þess að hún er nú orð- in næstlaunahæsti tennisleikari í heimi. Anna var þó meidd mestallt árið í fyma „Það gerði mér ljóst hve mikið ég saknaði að spila tennis og hve mikils virði leikurinn er mér. Þetta var versti timi lífs míns,“ sagði hún í nýlegu við- tali. Gagnrýnd fyrir fyrirsætustörfin Anna Koumikova byrjaði að spila tennis aðeins 6 ára gömul í Moskvu en hafði áður reynt fyrir sér í listdansi á skautum. Pabbi hennar er fyrrverandi glimukappi en er nú prófessor í leikfimi við Moskvuháskóla og móðir hennar er fyrrverandi hlaupari. Þau era ætíð með henni á ferðalögum og sjá um ýmislegt af hennar daglega amstri. Þegar Anna var sjö ára var hún skráð í Spartak, sov- éskan íþróttaskóla, og innan árs hafði hún unnið sitt fyrsta ungmennamót og vakti athygli IMG umboðsskrifstofúrm- ar. Hún varð yngsti íþróttamaður sög- unnar til að ganga til hðs við IMG og flutti til Flórída þar sem hún hélt áfram að vinna ungmennakeppnir, þ.m.t. heimsmeistaratitil. í október 1995 gerð- ist hún atvinnumaður, aðeins 14 ára að aldri. Undanfarið hafa farið að heyrast gagnrýnisraddir um að hún einbeiti sér meira að fyrirsætuferlinum þar sem hún hafi ekki enn unnið stórmót á með- al þeirra bestu. „Hvað heldurðu að ég hafi verið að gera þegar ég var sex til sjö ára? Held- urðu að ég hafi sagt við sjálfa mig að ég ætlaði að verða frægt módel? Auðvitað ekki, ég vildi bara spila tennis og það er það sem ég vill enn gera. Þess vegna hef ég lagt svona hart að mér. Ég var heims- meistari ungmenna, ég vann tviliðaleik- inn á ástralska mótinu og hef komist í undanúrslit á Wimbledon en fólk heldur samt að tennis sé ekki svo mikilvægur fyrir mig. Er eitthvað að? Ég er 19 ára og er svo sannarlega á réttri leið.“ Frábærar myndir af rassinum „Fólk myndar sér skoðun á mér þeg- ar það sér mig á forsíðu tímarita eða les viðtöl við mig en það sér mig ekki þeg- ar ég æfi sex tíma á dag eða hversu reið ég er eftir að hafa tapað leik. Ef ég væri einhver annar myndi ég ekki vilja tala við mig eftir tap- leik. Fólk sér mig heldur ekki fá mér í glas á kvöldin því ég drekk ekki áfengi og er komin í rúmið klukkan tíu næstum öfl kvöld. Aflt líf mitt hefúr snúist um tennis og gerir það enn,“ segir hún við gagnrýnendur sína. Þetta virðist þó ekki duga og hefúr starfslið hennar nú ákveðið að minnka umflöllun um hana utan tennisvallarins þar til hún hefur frá einhverju að segja. Þetta er þó erfitt að framkvæma þegar tekið er mið af því að á ástralska mótinu var aðalfréttaefn- ið ekki hver vann mótið heldur sögur um að nýjasti kærasta Kournikovu væri ástralski tennisleikarinn Mark Phillipoussis. Á aðeins einum degi birt- ust 47 myndir af henni í stóra bresku blöðunum. Tennisyfirvöld era þó mjög ánægð með ímynd Koumikovu utan vaflarins. Eftir að Monica Seles var stungin, Jennifer Capriati fór í eiturlyfjameð- ferð, skattaruglið var á pabba Steffi Graf og sögur um samkynhneigð í búnings- klefúnum er Koumikova sem ferskur andblær fyrir þau og íþróttina. Aðrir hafa sakað hana um að bjóða athyglinni heim. Þegar hún hitti Kryddpíurnar sagði hún til dæmis: „Öllum fannst þetta voða merkilegt en ekki mér.“ Um athygli karlmanna sagði hún: „Þetta er eins og matseðill. Þeir mega skoða en þeir hafa ekki efni á réttinum." Og um paparazzi ljósmyndarana: „Þeir sýndu fúllt af myndum af rassmum á mér en það var aflt í lagi þvi hann var ekkert feitur, myndimar af mér vora frábær- ar.“ í sturtu fjórum sinnum á dag Þó svo að Anna Koumikova hafi ver- ið í 12. sæti á heimslistanum fyrir Wimbledon-mótið má öllum ljóst vera að ef hún vinnur ekki stórmót mun at- hyglin áfram beinast að útliti hennar og því sem hún tekur sér fyrir hendur utan tennisvaflarins. Á dögunum kom hún fram í aukahlutverki í myndmni Me, Myself & Irene og það ásamt mörgum öðrum tflvikum hefur leitt til þess að meðan hún er að spila era karlmenn oft að kalla til hennar bónorð og ganga með borða með nafninu hennar á. Hún segir að sér sé svo sem alveg sama, hún myndi eflaust gera það sama ef hún ætti sér átrúnaðargoð. En málið sem hvað flestir velta fyrir sér um þessar mundir varðandi stelpuna er auðvitað hvort hún eigi kærasta. Hún segir sjálf að það sé alltaf verið að spyrja sig um þau mál en þeir þrír sem nefndir hafa verið til sögunnar að undanfómu eru áðumeftidur Phil- ippoussis, rússneska íshokkístjarnan Pavel Bure og önnur slík, Sergei Feder- ov. Reyndar vora uppi sögusagnir um að hún hefði verið með þeim tveim á sama tíma. Koumikova er sjálf þögul sem gröfin þegar kemur að kærastamál- unum. „Kærastar verða að skflja að ég hef mínar þarfir. Þeir verða að vita hvað ég vil fá út úr lífinu og það að ég fer í sturtu fjórum sinnum á dag og í rúmið klukkan tíu.“ Hvað sem því líður má ljóst vera að Anna Koumikova mun áfram vera í sviðsljósmu um ókomin ár. Þó margt bendi til þess að hún eigi eftir að ná góð- um árangri í tennisíþróttinni þarf hún samt engu að kvíða þó það klikki. Stúlk- an er nefiiilega búin að koma sér það vel fyrir á öðrum sviðum að tennisinn er bara aukaatriði hvað penmgamálm varðar. Sjálf gefur hún þó lítið fyrir slík- ar pælmgar og segir að það komi bara í ljós í framtíðinni hvað gerist. Hún bara bíður og sér hvað gerist, eða eins og hún orðar það sjálf: „Ég er bara bijálaður Rússi." ____________■ 1. Anna þiggur ráð frá fööur sínum á tennisvellinum ung að aldri. 2&3. Þrátt fyrir að segjast leggja aðaláherslu á tennisinn hefur Anna oft veriö tekin í landhelgi fyrir að ögra Ijósmyndurum á vellinum. 4. Anna tekur á því á Wimbledon mótinu. 5. Utan tennisvallarins þykir Anna einstaklega glæsileg og biða biðlarnir í hrönnum. 6 f Ó k U S 21. júlí 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.