Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2000, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2000, Qupperneq 7
Þegar Is- lendingaliðið Stoke City kom til landsins í síðustu viku var í för með því hópur enskra stuðnings- manna liðs- ins. Með Stoke City- treyju og kók í bauk í farteskinu setti Heiðar Sumarliða- son Naglbít ana í botn og brunaði norður á Ak ureyri til móts við þá. „Gloryhunter." „Gemmér í vör,“ heyrist óma um stúkuna á knattspymuvellinum á Akureyri. Þar eru heimamenn mættir í KA-treyjunum sínum og sötra sumir bjór í bauk. Hópur enskra Stoke-aðdáenda situr ofar- lega í stúkunni og raular lágt und- ir þegar einkennissöngur þeirra, Delilah með Tom Jones, ómar í lé- legu hátalarakeifi heimamanna. En leikurinn er flautaður á og strákamir fara að láta í sér heyra. „Get up ya poof,“ æpir Mike á KA- mann sem liggur í grasinu. Stuttu seinna fara strákamir að púa út af engri greinilegri ástæðu og skömmu seinna kemur í Ijós að þeir eru aö púa á mann í Manchest- er United-bol og æpa því næst á Brlan Tams var ekki ánægður með verðlagið á íslandi og því var vasa- reiknirinn aidrei langt undan í ferðinni. Brian ásamt félögunum en þeir voru sammála um að sjáifir leikirnir hefðu verið versti hluti ferðarlnnar. Ofbeldi í stórmörkuð- um. „Fólk í Englandi fer í stórmark- aði með börnin sín til að slá þau því þar verða þau óþekkust," seg- ir Brian og finnst þetta sjálfsagð- ur hlutur. Þegar honum er bent á aö slíkt væri litið homauga á ís- landi hristir hann bara höfuðið og finnst það álíka skrýtið og Björk og kokkteilsósa. Fljótlega berst talið yfir í ann- ars kyns ofbeldi eða nánar tiltek- ið hinna bresku fótboltabullna sem hafa tröllriðið allri fjöl- miðlaumfjöllun um enska boltann upp á síðkastið. Talið er að aðdá- endur Stoke eigi innan sinna flokka næstverstu eða bestu fót- boltabullur Bretlandseyja. Ein- hver viðkvæmni er í gangi gagn- vart þessari umræðu og þá sér- staklega hjá Mike. Strákarnir vilja ekki kannast við að hafa verið viðriðnir bulluskap og er Mike fljótur að árétta að aðeins sé um lítinn minnihluta að ræði sem eyðileggi fyrir hinum. „Stoke-aðdáendur hafa verið gerðir aö blórabögglum gagnvart mörgu sem þeir eiga ekki skilið. Ef eitthvað fer úrskeiðis er okkur yfirleitt kennt um það," segir Mike og reynir að reykja sígar- ettu en er svo fullur að hann kemur henni vart upp í sig og tekur hana því næst í nefið. Enginn þeirra vill kannast við að þekkja fótboltabullur persónu- lega. Mike kannast við nöfn og andlit sumra þeirra en er lítt gef- inn fyrir samneyti við þá. „Þess- um mönnum er sama um knatt- spyrnuna og félagið og nota fót- boltann sem afsökun fyrir því að slást,“ segir Mike, alvarlegur á svip, og vill ekki tala um þetta. Brian Tams situr á knæpu einni á Akureyri á laugardagskvöldið var og rembist við að koma ofan í sig fimmtu kókflösku dagsins. „Ég þurfti nýlega að hætta að drekka áfengi út af lyfjum sem ég er á en miðað við verðlagið á áfengi á ís- landi er ég lítið svekktur yfir því,“ segir Brian, sem er 45 ára, fráskil- inn öryrki og Stoke-aðdáandi. Að þvi loknu grípur hann í vasareikni sem hann er með í brjóstvasanum og reiknar út hvað bjórinn mundi kosta í pundum. „Sex pund,“ segir hann og hristir höfuðið en vasa- reiknirinn var ansi oft á lofti í ferð- inni og alltaf hristi Brian jafnmik- „Stoke-aðdáendur hafa verið gerðir að blórabögglum gagnvart mörgu sem þeir eiga ekki skilið. Ef eltthvað fer úrskeiðis er okkur yfirleitt kennt um það.“ ið höfuðið yfír íslensku verðlagi. Ferðafélagi hans, John Burrows, bætir því við að ef hann ætti að lifa af á íslandi á sínum launum mundi hann líklegast svelta heilu hungri. John þessi er miðaldra, brosmildur gler- augnaglámur sem er eiginlega svo viðkunnanlegur að það er óþægi- legt. „Djöfull er kvenfólkið á þess- ari knæpu flott,“ segir hann næst en hefur lítið til síns máls því kvenfólkið inni á þessari knæpu er undir meðallagi miðað viö íslenska staöla. En hann er Breti og því er þaö skiljanlegt að hann segi svona vitleysu. Á svæðinu er einnig Mike Hickley. Hann er feitlaginn og luralegur. Það sem er þó mest slá- andi í útliti hans er hinn viðbjóðs- legi vinrauði háralitur hans. Lang- ar mann því helst að spyrja hann hvort hann hafi skotið rakarann sinn. Ekki er það ofan á þetta bæt- andi að hann er með asnalegan eymalokk og yfir höfuð púkalega klæddur en hefur sjálfsagt fundist hann flottur þegar hann leit í speg- il áður en hann fór út í morgun. Hann segist vera einhleypur múr- ari og eiga einn flottasta sportbíl í heimi en þaö er sjálfsagt til að bæta upp minnmáttarkennd hans gagn- vart einhverjum hlutum. ..... .. m Leikur KA og Stoke endaði með einu marki gegn einu. Hundleiðinlegur leikur það. hann „Gloryhunter“ en þetta er allt i góðu gríni og menn hlæja bara. „Ég held að leikimir hafi verið leiðinlegasti hluti ferðarinnar," segir Brian sem fór ásamt félögum sinum í hvalaskoöun, i Bláa lónið og kíkti á Gullfoss og Geysi. Heima- menn í KA leiða 1-0 þegar nokkrar mínútur eru eftir en þá mætir Ak- umesingurinn Stefán Þórðarson á svæðið og þrumar knettinum i net KA-manna og bjargar stolti Stoke-manna. Ekki líður á löngu þar til dómarinn flautar leikinn af og 1-1 jafntefli er veruleiki. Því næst er komið að kveðju- stund því aðdáendur Stoke halda beint suður og þaðan af landi brott. Það má með sanni segja aö þeir hafi verið liði sínu til sóma enda sómafólk upp til hópa og vonandi að þeir komi aftur að ári liðnu og eyði verkamannalaunum sínum í að styrkja íslenskt efnahagslíf. (E CITY WEICOME TO ICELANC ÍSLENSKI STOKE KIÚBBUWNN ^ www.s/mnef.is/sfoke ^ s Guðjón Þórðarson var ekki langt und- an. Hér gefur hann eiginhandaráritanir. Islenskir Stoke-aödáendur buðu hetjurnar að sjálfsögðu velkomnar til íslands enda eru þegar fjölmargir íslendingar í aðdáendaklúbbnum. 21. júlí 2000 f Ó k U S 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.