Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2000, Blaðsíða 4
Fyrir þá sem ekki geta hugsað sér að húka í tjaldi yfir verslunarmanna- helgina er komin góð lausn því á Thomsen er verið að setja saman dagskrá fyrir borg- arrotturnar. Langbest i bænum Það verður þriggja daga geðveikt djamm á Thomsen um verslunar- mannahelgina til að bæta djamm- þ y r s t u m Reykvík- ingum upp afar slaka útihátíða- helgi. Að sögn Agn- ars Tr. Le’macks, annars eig- anda stað- arins, hafa þeir ákveð- ið að bjarga því sem bjargað verður um þessa stærstu djammhelgi landsmanna þar sem meirihluti borgarbamanna kunni nú alltaf vel að meta að þurfa ekki að húka í tjaldi í rigningu og hlusta á Skítamóral. Hann segir að ástandið sé svo slæmt í ár að það sé bara um þjóðhátíð að ræða eða ekk- ert og því hafi þeir rokið til og hent saman góðri röð af hörkuplötu- snúðum sem komi til með rokka staðinn þessi þrjú kvöld. Þekktasta nafnið sem komið er á listann er án efa breski plötusnúð- urinn og útgefandinn Miles Hollo- way. Miles þessi kom hingað til lands fyrir nokkrum árum og gerði bókstaflega allt vitlaust á gamla Rósenberg og muna vist margir eftir því giggi. Agnar segir að auk hans muni allir þekktustu íslensku plötusnúðarnir sem spilað hafa á Thomsen mæta á svæðið, auk ann- arra, og þá sé annað stórt erlent nafn i spilunum en það skýrist á næstu dögum. Undirbúningur er þegar kominn nokkuð á veg og segir Agnar að tek- in hafi verið ákvörðun um að breyta Thomsen nokkuð fyrir þessa stóru helgi. Hann segir að þrátt fyr- ir veruna í borginni verði verslun- armannahelgarfllingur yfir öllu saman svo íslendingar gleymi nú ekki alveg hverjir þeir eru. En burtséð frá öllu virðist ljóst að ef fólk ætlar á annað borð að vera í borginni þá er Thomsen staðurinn til að mæta á, og ef út í það er far- ið mætti fólk alveg íhuga að drull- ast bara til að vera í bænum. Hann heitir Arlindo Soaris Bandera og er 29 ára. Hann vinn- ur í kjúklingaverksmiðjunni Reykjagarði á Hellu og dansar nektardans þegar vel liggur á honum. „Ég kom til íslands fyrir fjórum árum og vann þá í frysti- húsi, bjó svo í Reykjavík og lík- aði vel og er núna kominn á Hellu. Heima á Grænhöfðaeyjum var enga vinnu að fá. Hér er hins vegar mjög gott að vera og fólkið er skemmtilegt." Fyrir þá sem ekki vita það eru Grænhöfðaeyj- ar fjöllóttar klettaeyjar við vest- urströnd Afríku og voru áður ný- lenda Portúgala. Arlindo hefur hins vegar sagt skilið við heima- hagana, í bili a.m.k. Mörg járn í eldinum „Ég dansa af því mér finnst það skemmtilegt, ekki vegna pening- anna enda eru þeir líka svo litlir. Það er nefnilega dýrt að kaupa sér búning og græjur, flugmiða hingað og þangað. Það er hringt í mig og mér boðiö að dansa, hef t.d. verið í Vestmannaeyjum, Keflavík og á Akureyri.“ Það er eitt ár síðan Arlindo hóf að stunda þennan aukastarfa og honum líkar svona ljómandi vel. Hann segist skemmta sér líka og að sér sé alveg sama hvort hann dansi fyrir karla eða konur. Þetta hófst allt með því að vinkona hans, sem vinnur á Bóhem, hvatti hann til að skeUa sér í bransann þar sem hann væri dansmaður mikill og vörpulegur í alla staði. Eftir það varð ekki aftur snúið og nú hefur Arlindo dansað á nokkrum þartilgerðum stöðum borgarinnar. Hann segir Arlindo gegndi herskyldu í tvö ár á Grænhöfðaeyjum. Þegar maður keyrir um grámóskulega þjóðvegi landsins í skýjaþykkni og aigjöru stefnu- og reiðileysi, bugaður af vegarykinu og subbu- legum sjoppum og þráir einhverja nýbreytni, þá er Hella lausnin. Þar er nefnilega hægt að láta piltinn Arlindo dansa fyrir sig og það sko engan Óla skans, ó, nei. Fókus kynnti sér málið. - i* Vlð bakka Ytri-Rangár á Hellu. þetta eintómt gaman og að hann hafi aldrei verið feiminn. Arlindo hefur dansað mikið 1 gegnum tíð- ina, þannig var hann sjö ára þeg- ar hann tók þátt í sinni fyrstu kjötkveðjuhátíð og svo varð hann karnivalkóngur á Grænhöfðaeyj- um árin 1990 og 1996. En af hverju ísland? „Bróðir minn benti mér á að koma en hann hefur verið hér i fjöldamörg ár og er vélstjóri á togara. Svo hefur reynst það gott að búa hér að ég hef ekkert farið heim eftir að ég kom hingað árið 1996.“ Áður en Arlindo kom til íslands hafði hann kynnst mörgum ís- lendingum á Grænhöfðaeyjum sem unnu við sjávarútveg. Hann segist stundum verða fyrir for- dómum af hálfu íslendinga en gerir þó litið úr því, segir íslend- inga gott fólk. Hann tekur þó sem dæmi að ef lögreglan kemur að íslending og blökkumanni í ein- hverjum stimpingum niðri i bæ, þá sé blökkumaðurinn umsvifa- laust yfirbugaður þvi eflaust hafi hann ráðist á saklausan Frónbú- ann. Bara kjúlli núna Fram undan hjá Arlindo er vinna; dans og kjúklingur. Hann á þó von á börnunum sínum tveimur í heimsókn frá Græn- höfðaeyjum í haust og eins er hann líklega á leiðinni heim í október til að gifta sig. Aðspurð- ur segir hann sér alveg vera sama um það hvað fólk kjaftar og allt umtalið. Heima vita allir hvað hann gerir á íslandi. „Það er leiðinlegt fyrir mömmu en pabbi er alveg sáttur við það. Mamma vill ekki koma og heim- sækja mig vegna nektardansins," segir Arlindo Soaris Bandera, kjúklingaslátrari og nektardans- ari með meiru. Hver veit nema Hella sé að fá á sig nýja og nú- tímalegri ímynd? Eden í Hvera- gerði, Njálusafnið á Hvolsvelli, Reynisdrangar í Vík og stripp á Hellu? -HH í fínu karnlvalpússi á hátíðinni 1996, þá var hann kosinn karnivalkóngur. --------------------------------------------- Ert þú á aldrinum 15 til 25 ára? Þá á Biotherm fullt erindi til þín. Biotherm-vörurnar eru mjög vinsælar hjá ungu, hressu fólki víða um heim. Biotherm eru náttúrulegar snyrtivörur fyrir ungt fólk sem nýtur lífsins. Því ekki að prófa? Klipptu út auglýsinguna og farðu með hana á næsta BIOTHERM útsölustað og þar færðu fría gjöf. Þú getur valið um að fá hreinsi, andlitsvatn og rakakrem sem henta þurri, viðkvæmri, normal eða blandaðri húð. Vertu velkomin(n), það verður tekið vel á móti þér. (Líka ykkur, strákar.) Útsölustaðir: Andorra, Strandgötu 32, Hafnarfirði - Bjarg, Stillholti 14, Akranesi - Bylgjan, Hamraborg, Kópavogi - Fína, Háholti 14, Mosfellsbæ - Hjá Maríu, Amaró, Akureyri - Hygea, Kringlunni - Hygea, Laugavegi 23 - Snyrtivöruverslunin, Glæsibæ. aawBB AQUASOURCE RAKABAÐ SEM JAFNGILDIR 5000 LÍTRUM AF LINDARVATNI í EINNI KRUKKU. öflug rakagjöf sem slekkur þorsta húðfrumnanna tímunum saman. Rakafyllt kremið/hlaupið veitir L vellíðan og ánaegjulega notkun. Það i. er ferskt, frískandi og fullt af virkni 5000 lítra lindarvatns. r. f Ó k U S 14. júlí 2000 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.