Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2000, Blaðsíða 14
Gísli Guöjónsson er svalasti íslendingurinn. Hann er enn ein sönnunin fyrir því aö viö erum ! alla staBi frá- bær. EBa hann er frábær og þaö hlýtur aö smita okkur aö einhverju leyti. Og þó, réttar- kerfið hjá okkur er kannski I aö- eins of miklu fokki til aö fólk trúi því. Eigin- lega er réttar- kerfið okkar ónýtt. Hver myndi til dæmis treysta Pétri Kr. Hafstein til að dæma í máli gegn sér eöa máli sem maður höfðaði? Kannski vinir hans og stuöningsmenn. Jú, þeir myndu treysta honum og með þumalputtapró- sentunum má búast við því aö innan viö einn flóröi þjéöarinnar hafi trú á réttarkerfinu. En allavega, Gísli Guöjóns er í fókus og það hlýt- ur að vera krafa þjóðarinnar að Gísli komi heim og taki að sér að hrista upp ! súrustu dómur- um veraldar. Hann gæti byrjað á Guömundar- og Geirfinnsmálinu og fundið út hvort þessir krakkar drápu þá eöa ekki. Það væri ágæt byrj- un og fínt að fá snilling að utan í þetta þv! þaö trúir ekki nokkur maður orði af því sem Pétur og félagar segja. Bubbi er ekki úr f ó k u s . Hann er auðvitað alltaf í fók- us og þv! þarf ekk- ert að segja fólki það. Engu að síður eru kombökk úr fókus séu Utangarðsmenn undanskildir - en það er nú bara af því að Bubbi er kóngurinn og þjóðin myndi þola kombakk með Egó og GCD og bara öllu því sem Bubbi hefur snert og breytt í gull í gegnum árin. Sömu sögu er ekki hægt að segja um kjánaleg bönd á borð við Stuðmenn, Greifana, Eik, Þursaflokkinn og alla þessa vit- leysu sem við höfum þurft að þola á undan- f ö r n u m árum. Að v!su byrjaði kombakk Grelfanna ágætlega. F e I i x Bergsson var með og svona en hann vissi hvað kombakk var og gerði þv! ekk- ert meira úr þessu eina sumri sínu. En síðan hafa hinir Greifarnir, sem enginn man hvaö heita, verið í kombakki. Og Þursaflokkurinn var lummuiega dulbúiö kombakk sem var ! rauninni bara kynnlng á nýrri plötu Egils Ólafs- sonar. En sá maður er nokkuð sem þjóðin vill ekki að snúi aftur. Ailavega voru Stuðmenn að- eins og mikiö af því góða og landinn bólusett- ur fyrir bullinu í Jak- obi Frímanni og félög- um ! framtíðinni. Fók- us biður því gamlar og óstarfhæfar hljóm- sveitir að hugsa sig vel um áður en þær snúa aftur. Þann 19. ágúst verður hin árlega menningarnótt og eru þegar stór plön uppi um atburði. Ministry of Sound mætir á Thomsen og verður staðurinn endurhannaður af því tilefni. Heilmikið verður í gangi í Fókus og á FM fram að kvöldinu sjálfu og gefur Ministry t.d. ógrynni af varningi til að halda fólkinu heitu. Fókus plataði skipuleggj endann Andy Sellar í spjall og komst að ýmsu um þetta kvöld. inðötir é menningamótt „Við ætlum að taka Thomsen yfir þetta eina kvöld og ætlum að berhátta staðinn og innrétta hann upp á nýtt með innréttingum frá London. Þetta kvöld mun verða um allt annan klúbb að ræða og gildir það bæði inni og eins fyrir utan,“ segir Andy og greinilegt er að hann er með margt á prjónunum. Stærstir í heiminum Andy er búinn að vera hér á ís- landi í 13 mánuði og hefur fengist við ýmislegt á þeim tíma. Hann var framleiðandi og höfundur að þættinum Sílikon á Skjá einum, hefur unnið við vefsíðuna alltaf.is auk þess sem hann vann að rekstri Astró um tíma. Hann bjó áður í London og vann þá fyrir ýmis plötufyrirtæki en hefur nú verið að vinna fyrir Ministry of Sound hér á landi og lætur mikið af út- þenslu fyrirtækisins um allan heim. „Ministry er risastórt fyrirtæki hvað varðar útgáfu, skipulagningu atburða á klúbbum og annars stað- ar, og umboðsstörf fyrir plötu- snúða. Þeir fást við ýmislegt og eru stærstir í heiminum núna. Ástæða þess að þeir leggja mikið á sig í öll- um löndum núna er að fólk lítur á nafnið sem bara klúbbinn í London. Klúbburinn er í hjarta túristamenningarinnar í London og er því mjög „commercial". Það sem ég ætla að reyna að gera hérna er að sýna fólki hvað Ministry of Sound stendur i raun fyrir. Það er allt annað uppi á teningnum hjá fyrirtækinu í Evrópu heldur en í London og það er tilgangurinn með þessu kvöldi," segir Andy og bend- ir á að Ministry sé í hverju landi og dómineri allt sem snertir hlöð og útvarp til klúbbaatburða og um- boðsstarfa fyrir plötusnúða. „Til dæmis var gigg í Brasilíu um dag- inn þar sem 8000 manns komu og svo var eitt í Egyptalandi sem haldið var við strendur Nilar. Það er allt mismundandi eftir hverju landi fyrir sig.“ Eitt og hálft tonn af búnaði „Stefnan er sett á að framkvæma þama hluti sem enginn gæti trúað að væri hægt að gera. Þó að ég hafi áður verði viðriðinn ýmsa atburði hér á íslandi er þetta í fyrsta sinn sem hendur mínar eru ekki bundn- ar þannig að ég er bara að ganga af göflunum við þetta," segir Andy um menningamóttina og lofar því að þetta sé eitthvað sem fólk ætti ekki að missa af. Hann segir að dæmið muni byrja um klukkan 23 en erfitt sé að segja hvenær því ljúki, það verði bara að koma í ljós. Inni á staðnum verða plötusnúðarnir en fyrir utan verður heilmikil sýning í gangi svo fólkinu í röðinni þurfi ekki að leiðast. „Það verður mjög sjónrænt, leysi- og ljósashow, og það verður í gangi alla nóttina. Núna er á leiðinni til íslands eitt og hálft tonn af búnaði sem nægir til að byggja upp nýjan klúbb. Það kemur líka tæknilið sem mun vinna stans- laust til að þetta geti orðið að veru- leika. Þó að þetta sé klúbbadæmi verður þetta ekki bara einhver plötusnúður bak við borð heldur verður þetta nokkum veginn til helminga á móti heilmiklu sjói sem sett verður upp.“ Andy bætir svo við að ekki sé bara um að ræða kvöldið sjálft því Ministry of Sound muni af þessu til- efni gefa mikið af vamingi, s.s. blöð, geisladiska, boli og jakka, en miða- sala verður í Samtónlist í Kringl- unni. Stemningin allt öðruvísi En hver er ástœóan fyrir því aö út- þensla Ministry kemur til íslands? „Allir virðast líta á Reykjavík núna sem besta staðinn til að koma á. Ef maður skoðar erlendu blöðin er alltaf eitthvað fjallað um Reykja- vík og af hverju fólk ætti að koma hingað. Ég hef bæði unnið i London og á Ibiza og málið með Reykjavík er að stemningin hér er allt öðru- visi. Ef þú ferð á klúbb úti veistu hverju þú átt von á en ef þú ferð á Andy Sellar er aö skipuleggja rosalega uppákomu á Thomsen á menning- arnótt en staöurinn veröur endurhannaöur í tilefni af komu Ministry of Sound hingaö þaö kvöld. klúbb hér þá er munurinn sá að krafturinn er miklu meiri og er alltaf í gangi. Andrúmsloftið hér er einstakt. Svo er það líka að hér býðst útlendingum meira heldur en í nokkru öðru landi, hér eru heitir hverir, jarðskjálftar, eldfjöll, mið- nætursól og ljóshærðar konur. Og það er ekki sólarströnd sjáanleg en venjulega fylgir ein slík því að skemmta sér að heiman. Ég meina, Ibiza er í raun bara London með strönd rétt hjá, staðurinn er ógeðs- legur. Það er því ekki skrýtið að svo margir vilji koma hingað," segir Andy og virðist trúr þessari sann- færingu sinni því hann er að fara kaupa sér íbúð hér og hyggst búa hér áfram. Fókus heldur áfram að íjalla um þennan atburð í næstu blöðum þannig að fólk verður að fylgjast með. hverjir voru hvar meira á,f www.visir.is Aðstandendur þáttarins fslensk kjötsúpa héldu nokkurs konar síðbúið útgáfupartí á Thomsen á föstudagskvöldið og var þar sam- ankominn stór hópur fólks ! góðri stemningu. Johnny Natlonal fór á kostum fyrir fjölmiðla og var þaö mál manna að ný stjarna sé greinilega fædd. Gestir gæddu sér á gómsætri kjötsúpu og hlupu einhverjir út í búð að kaupa fransk- brauð. Auk fjölda andlita af SkjáEinum mættu m.a. Jón Sæmundur, Úlli, Bogi og Gunni í Stjörnukisa, Slndrl, Árni og Hrönn, sem eru heilarnir á bak við kjötsúpuna, Allý, Óli Har- alds Ijósmyndari, Teitur Þorkels úr *Sjáðu og Rottweiler-hundarnir létu sig ekki vanta. Óli Búm, núverandi dyravöröur Kaffibarsins, og Vllli fyrrverandi báru saman bækur sínar og einnig sást til Adda Ómars, trommara Möggu Stínu, Árna Einars, Palla Steinars og Ýmis. Á laugardags- kvöldið endaöi svo allt í geðveiku stuöi á Thomsen eins og venjulega. Meðal þeirra sem dönsuðu fram eftir morgni voru Steini raufii, fyrrverandi Astró- maður og einn svæsnasti plöggari klakans, Andrea Róberts, sem kom, sá og sigraði, Svanur Kristbergs- son tónskáld, Begga barþjónn og Sölvi ! Qu- arashi. Fókus bauð í part! um síðustu helgi. Útlenski plötusnúö- urinn XQ’s kom og spilaði kauði ásamt Svala og sagan seg- ir að trukkið hafi þrýst hitamælunum yfir 40 gráðurnar. Einar Bárðarson lét sjá sig, Hanna ísl- ameriska og vinkon- urvoru í djarfari kantinum, sem og FM-dúdarn- ir Haraldur Daðl og Helðar Austmann, Sjonni létt-gæi, Klddi x-Sportkaffi, Cristine Allied’ Domec, Jón Kárl athafnamaður, Jón Geir, Unn- ar Japis-séffi, Slggi B. Heimilistækjaséffi, Óli Skífubossi, Tóta, Sæsí, Eva og Unnur og Brynjar Júróvisjon-dansari. Rex var troðinn á föstudagskvöldið af upp- dressuðu og smart liði. Þar mátti m.a. sjá súperklipparann Ævar Österby af hárgreiðslu- stofunni Rauðhetta og úlfinum sem var vel greiddur aö vanda. Hin fyrrverandi KR-kona og kærasta Stókarans Brynjars Björns, Olga Ein- arsdóttir, var einnig sæt þrátt fyrir að einhver heföi hellt yfir hana heilum bjór! hita kvölds- ins. Nú, svo mátti sjá brot af áhöfn frystitogar- ans Höfrungs þriðja frá Akranesi á staðnum sem reyndi stíft aö hösla áður en lagt var frá landi. Vínbarinn, nýjasti bar borgarinnar, var óform- lega opnaður á þriðjudagskvöldiö af Stokelið- inu. Sjáðugellan Andrea Róbertsdóttir lét að sjálfsögöu sjá sig en nennti þó ekki að elta lið- ið á Kaffibrennsluna þar sem nafna hennar, Andrea Brabin, sat í makindum. Ekki átti Fót- boltaliðið í vandræðum meö að sjarmera kven- kyns gesti Kaffibrennslunnar og lágu nokkrar innfæddar Ijóshæröar píur gjörsamlega utan vallar þegar liöiö skundaöi yfir götuna á Óðal. Á Prikinu var svo Andrea Róberts mætt á föstudagskvöldiö. Hún var víöförul, stúlkan, enda alltaf í vinnunni. En fýldustu gestirnir voru án efa sálar- bræðurnir Gisli Marteinn Baldurs- son, ungstjórnandi Kastljóss, og Sig- urður Kári Kristjáns- son formaður ung- liöahreyfingar Sjálf- stæðisflokksins. Gestir og gangandi heyrðu þá félaga kvarta í hvor öðrum yfir stemningarleysi (j iö) þegar þeir gengu saman út í nóttina. Á Sóloni (slandus var svo sæmilega margt um manninn sama kvöld. Það var nefnilega þema, hip hop þema, og kóngurinn Erpur Eyvindar- son, eöa Johnny National eins og hann kýs aö kalla sig (alter-egóin eru í tísku og Erpur tollir í tískunni). Erp var mikið í mun að viðstaddir hefðu það á hreinu að hann væri geðveikis- lega góður rappari. Hitt selebið á Sóloni var forsíðustúlka Biblíunnar, Njörður. Hann er þessi stóri og skeggjaöi piltur sem situr með krosslagða fætur framan á frægustu bók mannkynssögunnar. Djammið á Kaffi Akureyri fór vel fram að vana og þess má geta aö Guðjón Þóröarson kíkti inn ásamt liðsmönnum og aðdáendum. Ofgáfuðu tvíburarn- ir, Ármann og Sverr- ir Jakobssynir, héldu upp á afmæl- iö sitt helgina sem leið. Þeir piltar urðu frægir á einni nóttu þegar þeir buffuðu Gettu enn betur keppnina fýrir hönd Menntaskólans við Sund (og endurvakti það trú almennings skóla). í afmælið mættu Svava Jakobsdóttir, Davíð Þór Jónsson, mágur drengjanna, og systir þeirra, hún Katrín stigavörður, Stefán Pálsson (einn fárra herstöðvaandstæöinga hér á landi og sá eini sem Þorsteinn Joð nennti að tala viö fyrir nokkru - hann er að meika það, strákurinn), Dagur B. Eggertsson (skrifaði ævisögu Denna dæmalausa) og Kristrún Heimlsdóttir, fyrrum háskólapóli- tíkus. á þeim annars ágæta 14 f Ó k U S 21. júlí 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.