Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2000, Blaðsíða 8
 f Ó k U S 21. júlí 2000 Hér i eina tíð var það sem trekkti út- lendinga til íslands náttúruperlur eins og Gullfoss og Geysir og fleira sem ætíð hefur talist nauðsynlegt að sjá, sama hversu lengi er stoppað. Eftir að af- greiðslutími skemmtistaða var geflnn frjáls og flugfélagið Go byrjaði að fljúga hingað hefur þetta hins vegar allt breyst og nú koma svokallaðir djammarar hingað í hrönnum þótt þeir stoppi kamiski ekki nema rétt yfir helgi. Það myndu því margir segja að Reykjavik væri að verða stórborg en spumingin er auðvitað hvert það leiðir okkur. Það velkjast víst fáir í vafa um að þróunin hingað til hafi verið af hinu góða en spumingin hlýtur að vera hvort við eig- um að ganga lengra og hvort við ráðum á annað borð við þróunina. í stað Ibiza „Ég var að koma heim frá London og ég hitti ekki mann sem sagðist ekki hafa komið til íslands eða vera á leiðinni hingað. „Við frnnum mjög sterkt fyrir þessu því sumarmánuðimir hafa alltaf verið frekar rólegir á Thomsen. Nú er það hins vegar svo að þegar túristamir fóm að mæta að þá er pakkað öll kvöld,“ seg- ir Agnar Tr. Le’macks, annar eigenda Thomsen. „Þetta em aðallega ungir enskir karl- menn sem hafa lesið mikið um ísland i bresku djammpressunni enda er það svo að maður opnar varla slíkt blað án þess að lesa eitthvað um ísland. Thom- sen hefúr t.d. oft verið að fá meiri um- fjöllun heldur en bresku klúbbamir. Svo er það hin ástæðan, sem er konum- ar, því þeir hafa heyrt svo mikið af þeim og halda að þær séu mjög auðveldar. Raunin er þó oftast að þeir fara tóm- hentir heim. Þá má auðvitað ekki gleyma Go-flugfélaginu en margt hefur breyst síðan það kom inn á markaðinn. Það var alltaf mjög dýrt að koma hing- að. Hinn venjulegi breski djammari hafði ekki efni á þvi en nú er það svo að krakkar úr verkamannastéttinni em famir að koma hingað í staðinn fyrir að fara til Ibiza. Þeir stoppa líka styttra og em kannski ekki nema í 4-5 daga,“ seg- ir Agnar. Unga fólkið um helgar „Fólk er meira meðvitað um hvað ís- land stendur fyrir,“ segir Saku sem vinnur í móttökunni á Hótel Borg og sér þar af leiðandi mikið af ferðamönnum. „Þetta er náttúrlega miðbæjarhótel þannig að við lendum í öllu fólkinu sem vill koma á djammið," segir Saku sem unnið hefur á Hótel Borg í tvö ár. Hann segir að það megi merkja greinilegan mun í ár frá sumrinu í fyrra. „Það er mjög mikið af fólki í miðbænum en þetta er miklu jafnara en það var og ekki eins mikil óreiða. Það er líka meira af yngri ferðamönnum en þeir koma yf- irleitt um helgar. Þeir eru kannski að fljúga í gegn og vita ekki mikið um land- ið. Síðan fara þeir út á djammið og verða alveg hissa á þessu öllu saman en eru auðvitað mjög ánægðir." Saku segir að gestunum flnnist ís- lenska kvenfólkið vera mjög fallegt en að þeir kvarti nokkuð um að þær verði tortryggnar ef þeir ætli að bjóða þeim í glas. Hann segir að á vetuma komi meira af bisnessliði sem sé frekar rólegt en á sumrin komi fleiri ferðamenn. Á heildina litið séu helgamar þó frekar jafnar yfir ailt árið því þá komi unga lið- ið. Einu alvöru vonbrigði útlending- anna segir Saku yfirleitt vera að ís- lenskar stúlkur skuli ekki vera að dansa á nektardansstöðunum. Sprengjan varð I fyrra „Já, það hefur alveg greinileg aukn- ing orðið hvað útlendinga varðar í næt- urlífmu, miðað við í fyrra,“ segir Ólafur Arnfjörð Guðmundsson, eigandi nektar- dansstaðarins Club 7. „Ég held að Agnar Tr. Le'macks á Tnomsen. Eftir að afgreiðslutími skemmtistaða í miðborginni var gefinn frjáls fyrir ári hefur skemmtanalíf íslendinga tekið stakkaskiptum. Það tíðkast ekki lengur að miðbær- inn fyllist af fólki eftir að stöðunum er lokað en það skapaði ætíð vandamál. í sum- ar hefur svo farið 3ð,meira ber á ungum túristum en áður sem sækja í næturlífið. Er svo komið að margir tala um að næturlífið sé farið að trekkja túrista hingað í sama mæli og helstu náttúruperlurnar. Fókus kannaði málið og ræddi við nokkra aðila sem þekkja til á markaðnum. Reykjavíkur sprengjan hafi orðið í fyrrasumar en þá var ég sjálfúr nýbyijaður og varð minna var við það. Hvað minn stað varðar í dag þá get ég sagt að hann er mjög vin- sæll hjá útlendingum og þeir sækja hann mikið. Mín skoðun og það sem ég heyri frá stelpunum er að ísland sé ein- faldlega inni þessa dagana. Útlending- um finnst spennandi að fara til íslands þvi þetta er ailt öðruvísi en annað. Þeir eru mjög hrifnir af hvað landið er hreint og eins spilar það inn i hversu mikið er fjallaö um landið í erlendum tímaritum. Frjálsi afgreiðslutiminn hjálpar svo auðvitað greinilega mikið til.“ Og frjálsi afgreiðslutíminn hefur reynst vel? „Ég meina, einhvers staðar verður þetta fólk að vera því það er fúllt af fólki sem vill skemmta sér alla daga vikunn- ar og af hveiju ekki að leyfa það. Næt- urklúbbamenningin er að hefia innreið sína, hvort sem fólki líkar það betur eða verr.“ En á að ganga enn lengra og leyfa vændi t.d.? „Nei, ég er nú svo gamaldags að ég kæri mig ekkert slíkt og vii bara alls ekki sjá þetta. Það er allt í lagi að menn komi inn á staðina og horfi á stelpurnar en hitt gæti ekki gengið." Flashback um daginn „Þetta er allt annað líf fyrir aila og allt annað yfirbragð yfir öllu. Skemmt- analifið er ekki eins „intense" og það var og fólk þarf ekki að drekka eins hratt. Það getur valið um hvort það mætir snemma og fer klukkan tvö eða mætir seint og er fram undir morgun. Fólk er ekki eins bundið og það var og eftirápartíið er t.d. alveg horfið í dag,“ segir Agnar á Thomsen. Ætti að víkka enn frekar út frelsið varóandi skemmtistaðina? „Það er kannski ekki alveg þörf á því í bili en ég skii samt ekki alveg af hveiju það má ekki hafa opið ffameftir á virkum dögum. Fyrir okkur væri það til dæmis miklu auðveldara að fá er- lenda listamenn til að koma fram á virk- um dögum þannig að mér fyndist alveg að það mætti hafa opið til 2-3 þegar eitt- hvað sérstakt er í gangi. Ég held að fólk sé bara búið að gleyma því hvemig þetta var áður en af- greiðslutíminn var gefinn fijáls. Um daginn var öllum stöðum lokað klukkan þijú og þá held ég að fólk hafi fengið nasaþefinn því strax eftir lokun var fólk farið að klifra upp á þök og allt logaði i slagsmálum og rúðubrotum. Þá fengu eflaust margir „flashback“,“ segir Agn- ar. Myndi aukið frjálsrœði leiða til vœnd- is eða einhvers verra í miðborginni? „Nei, íslendingar eru ekki þannig týpur. Mér finnst reyndar sjáifsagt að sú þjónusta sé veitt því það eru auðvitað ekki allir færir um að sækjast eftir hefð- bundnu kynlífi. í Danmörku veitir ríkið til dæmis styrki til fatlaðra til að þeir geti sótt þjónustu vændiskvenna. Bærinn hefur breyst mikið frá því að ég byijaði að koma þangað um helgar. Fyrst var allt miklu ógeðslegra og mað- ur sá ekkert nema ælandi fólk liggjandi í götunni en svo kom bjórinn og þá fór ailt að batna. Enda er það svo í dag að maður sér varla ofurölvi ungt fólk niðri í bæ, það er bara gamla fólkið sem er þannig. Svo var afgreiðslutímanum breytt og það var skrefið sem þurfti." Vændið tímaspursmál „Okkar skoðun er sú að um leið og af- greiðslutíminn var gefinn frjáls leystist miðbæjarvandamálið. Það sem hefur gerst er að lætin hafa minnkað og stemningin er orðin heilbrigðari," segir Viggó Öm Jónsson, formaður Heimdall- ar. Á að ganga lengra meö frjálsrœðið? „Við lítum svo á að þetta komi hinu opinbera alls ekkert við. Það eina sem það gerir með sínum afskiptum er að stuðla að óheilbrigðara og harðara næt- urlífi sem vikur fyrir jákvæðari heims- borgarstemningu þegar ffjálsræðið fær að ríkja. Þá er fólk ekki að demba í sig þrefóldum vodka rétt fyrir einhvem lög- boðinn lokunartíma." En hvaó með rekstur nektardansstaða í borginni, á hann að vera frjáls líka? „Ég sé ekki heldur af hverju hið opin- bera þarf að vera að skipta sér af þeim. Þetta er bara x-stór markaður og það er búið að fylla markaðinn í bili.“ Mun þessi markaöur ekki leióa til vœndis? „Það hefúr orðið mikil breyting á Is- landi undanfarinn áratug. Samskipti við útlendinga í gegnum fyrirtæki hafa aukist til muna og eins hefúr túristum fiölgað mikið. Ég held því að það sé bara tímaspursmál hvenær þessi þróun verð- ur og réttast væri þá að takast á við það sem hluta af stórborgarmenningu en ekki sem glæpastarfsemi." Það má með sanni segja að þetta sum- ar hafi verið einstakt í sinni röð hvað miðborg Reykjavíkur varðar. Það er ekki nóg með það að skemmtistaðimir hafi aldrei verið fleiri heldur hefúr mannfiöldinn aldrei verið meiri og stór hluti djammaranna er oft útlendingar. Að sögn Agnars á Thomsen eru skemmtanavenjur þeirra öðruvísi og em þeir mættir manna fyrstir á staðinn á meðan íslendingar tínast inn þegar líður á nóttina. Þar sem flestir virðast vera sáttir við þessa innreið útlendinga á skemmtanamarkaðinn hér hlýtur sú spuming að vakna hvort djammlands- lagið þurfi ekki að koma meira til móts við þá i ffamtíðinni. I sínum heimalönd- um eru þeir aldir upp við tilvist vændiskvenna og sölu áfengis I mat- vömverslunum, svo ekki sé minnst á sveigjanlegan afgreiðslutíma skemmti- staða allan ársins hring. Það skyldi þó aldrei vera að þetta væri sparkið sem til þarf, að útlendingar komi með sínar venjur inn í landið, svo ekki sé minnst á ferðamannatekjumar. Saku á Hótel Borg. Dlafur Amfjörö Buömundsson. Jónsson. 8

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.