Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2000, Blaðsíða 10
% V■ > * vikuna 22.7-29.7 2000 29. vika Það er bara allt morandi í nýjum lögum á listanum þessa vikuna. Sárasjaldan gerist það að efstu tvö lögin séu ný en þetta tókst Chiili Peppers og Limp Bizkit. Þetta gerir það að verkum að næstu vikur eiga eftir að vera æsispen- nandi, enginn veit hvað mun gerast. Allir taka andköf. Topp20 (g) Californication Red Hot Chili Peppers 02) MI2 Limp Bizkit X 1 (03) The Real Slim Shady Eminem 4, 3 (04) If 1 Told You Whitney H./George M. 4- 8 (05) Sól ég hef.. Sálin hans Jóns míns 4r 8 (06) Jammin' Bob Marley & MC Lyte sþ 9 07 Endalausar nætur Buttercup 6 (08) Hvar er ég? írafár co 4 (Ö9) Hvort sem er Sóldögg ^ 8 (10) Mambo Italiano Shaft nA (llj Are You Still... Eagle Eye Cherry 4^18 (12) Eina nótt með þér Greifarnir 'þ 6 (73) Good Stuff Kelis feat. Terrar X 1 (74) Freestyler Boomfunk MC's 4.13 (75) Ennþá Skítamórall 6 (16) Shackles (Praise You) Mary Mary 4'11 77 ; Crazy Love MJ Cole CM (18) Þærtvær Land & Synir CNJ (79) Ballad of Chasey Lainey Bloodhound Gang 4>16 (20) 1 tÞink l'm in love ... Jessica Simpson t 4 Sæt/n 27 til 40 Q topplag vikunnar 21. Broadway Goo Goo Dolls 4, 9 22. Try Again Aaliyah 4, 5 J hásMkvari . .. vikunnar 23. Tell Me Einar Ágúst & Telma n 15 24. The One Backstreet Boys 4 5 X nýtt á hstanum ^ Respect Yourself Selma 4/ 6 foj stenduríslað 26. There you go Þink 4, 13 ^ 27. Oops 1 Did it again Britney Spears 4, 14 * sMistuviku 28. I'm outta love Anastacia 3 i /ækkarsig frá 29. It feels SO good s/ðjstu viku 30. EasyLove Sunique 4- 6 Lady U 1 fallvikunnar 31. RazorTongue DJ Mendez 4 7 32. Sour Girl Stone Temple Pilots 4, 3 33. Too much of Heaven Eiffel 65 4, 6 34. Buggin' True Stepper feat 4, 5 35. | will love again Lara Fabian t 2 36. Daily TQ 4. 8 37. Day & Night Billie Piper 4, 5 38. Born this way Pour Homme t 3 39- Candy Mandy Moore 4, 4 40. Life Story Angie Stone 4- 7 Lil’ Kim er komin aftur. Eins og á fyrstu plötunni hennar, Hardcore, eru flestir textarnir á nýju plötunni, Notorious Kim, opinskáar kynlífslýsingar. Trausti Júlíusson hlustaði á plötuna og skoðaði myndirnar. Stelpa sem tekur í upp í sig Lil’ Kim er aðal pin up stjarria hip- hop-kynslóðarinnar. Hún hefur geflð út tvær sólóplötur og rappað inn á plötur með ótal hip-hop-stjömum (Jay Z, Missy Elliott, Mobb Deep, Black Rob...), en einhvem veginn er hún samt alltaf frægust sem LO’ Kim, þessi litla flotta sem tímaritin slást um að birta myndir af í misdjörfum klæðnaði. Hún dýrkar athyglina og elskar að dressa sig upp. Hún skiptir stöðugt um ímyndir og útlit sem er ein af ástæðunum fyrir velgengninni - menn fá seint leiða á því að horfa á myndir af Lil’ Kim. í dag er Lil’ Kim, eða Queen Bee eins og hún kallar sig stundum, meira að segja orðin nafn í tískuheiminum. Hún er vinkona tískufrömuða eins og Donatellu Versace (sem bauð henni heim til sín og leyfði henni að velja sér föt úr skápunum hjá sér) og tísku- merki á borð við Calvin Klein, Dolce & Gabanna og Iceberg keppast við að bjóða henni gull og græna skóga fyrir að sýna fötin þeirra. Stakk pabba með skærum En lífið hefur ekki alltaf verið svona auð- velt fyrir Lil’ Kim. Kimberly Denise Jones er fædd og uppalin í Brooklyn. Foreldrar hennar skildu þegar hún var ung og í fyrstu flæktist hún um með móður sinni sem bjó í bílnum þeirra og fékk að gista nótt og nótt hjá vinum. Eftir ár vann pabbi hennar forræðið og hún flutti til hans. Hún var ekki ánægð þar og þeirra samskipti voru stöðug rifrildi. Einn daginn kallaði hann hana „bitch“ svo hún stakk hann í öxlina með skærum. Þegar löggan kom á staðinn sagðist hún vilja fara að heiman. Það gerðist ekki alveg strax en þeg- ar hún var 15 ára strauk hún frá pabba og stjúpu og flutti inn til kærastans sem var frá Panama. Hún flæktist frá einum kærasta til annars og vann í Bloom- ingdales stórversluninni á Manhatt- an þar til einn daginn að hún hitti Christopher Wallace, seinna þekktan sem Notorious B.I.G. þar sem hann sat á öskutunnu fyrir utan áfengis- búllu. Hún var ekki vön að tala við svona gaura, var meira fyrir náunga sem áttu pening, en það var eitthvað við hann sem gerði það að verkum að hún staldraði við og spjallaði við hann. Skömmu seinna, þegar hún hafði rappað fyrir hann, lofaði hann að gera hana að stjömu. Þetta er Hardcore B.I.G. varð fljótt mjög mikilvægur í lífi Lil’ Kim. Hann var í senn um- boðsmaður hennar og lærifaðir í bransanum, fóðurímynd og elskhugi. Þegar hljómsveitin Junior M.A.F.I.A. (Junior Masters At Finding Intellig- ent Attitudes) sendi frá sér plötuna „Conspiracy" árið 1995 vöktu lögin með Lil Kim, „Gettin’ Money“ og „Players Anthem" mikla athygli. Ári seinna kom út fyrsta sólóplatan hennar, „Hardcore", og hlaut góðar viðtökur. Það sem vakti mesta at- hygli á Hardcore voru textamir, en í þeim birtist Lil’ Kim sem eins konar rappútgáfa af souldrottningunni Millie Jackson. Millie þótti alltaf svæsin en Lil’ Kim slær henni við í kynlífsfrásögnum. Kynlífsþörf henn- ar virðist óseðjandi. Hún slær ekki bara út Millie Jackson heldur líka hörðustu karlrapparana. Og þar ligg- ur hennar styrkur að mati margra. Það er kraftur í konu sem skrifar texta sem fara lengra í kynlífs- fantasíum heldur en textar svæsn- ustu karla. Lil’ Klm kann vel við sig fyrir framan myndavélarnar og skartar óspart því sem guð og nútíma skurðlækningar hafa gefið henni. 9. mars 1997 og Notori- ous Kim Lil’ Kim var alltaf jafn hrifin af B.I.G., en þurfti að sjá á eftir honum í hjónaband með Faith Evans. Það var sárt fyrir hana, en þegar Notori- ous B.I.G. var skotinn til bana í L.A. 9. mars 1997 var það ekki bara sárt. Hún var algerlega háð honum með öll sín mál og það tók hana mikinn tíma að koma lífi sínu af stað aftur eftir það. En það hafðist samt og nú er nýja platan hennar komin eftir mikla bið. „Notorious Kim“ gefur Hardcore ekkert eftir í ævintýralegum kyn- lífstextum. í „Suck My D**k“ hefur hún snúið við þessari venjulegu karl- rembu sem viðgengst í rapptextum og kastar henni til baka með helm- ingi meiri krafti. „How many licks“ er upptalning á bólfórum hennar með karlmönnum af öllum stærðum og kynþáttum, „Custom Made (Give it to you)“ eru hugleiðingar hennar um þá umfjöllun sem hún fær í pressunni, í „She Don’t Love You“ fullyrðir hún, með tilheyrandi smá- atriðaupptalningu, að hún sé nú ör- ugglega betri i rúminu heldur en við- mælandi hennar og í „Queen Bitch Pt. 2“ segist hún vilja totta þá stóra og harða... Og við erum rétt að byrja. Tónlistarlegar er platan bæði fjöl- breytt og misjöfti. Gestarapparar eru margir, t.d. góðvinkona hennar Mary J. Blige, félagi hennar úr Junior M.A.F.I.A. Lil’ Cease, Redman, Cee- Lo úr Goodie Mob, Sisqo, Grace Jo- nes og Puff Daddy. Platan hefur víða verið að fá flotta dóma (t.d. í NME), en látum Queen Bee sjálfa hafa síðasta orðið: „Get some tissue and close your eyes/and imagine your tongue between my thighs.“ % 10 f Ó k U S 21. júlí 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.