Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2000, Blaðsíða 9
Hvíslandi eldfjalliðj Axel „Sannast sagna man ég ekki vel eft- ir öllu sem kom upp á við tökumar á Óskabömum þjóðarinnar, einfaldlega vegna þess að nú era liðin rúm tvö ár síðan við tókum hana upp. Þetta var hins vegar skemmtilegur tími,“ seg- ir Ragnheiður Axel leikkona. í Óskabömunum leikur hún Unu, eina af aöalsöguhetjunum. „Una er algjör ólukkumanneskja, eins og flestar persónumar í mynd- inni. Þegar tökur stóðu yfír var hárgreiðslumaðurinn Ásgeir á Salon Veh búinn að gera hárið á mér svo ógeðslegt og ég vó 45 kg þannig að fólk hafði áhyggjur af mér, hélt að ég væri komin í einhverja óreglu." Ástarsenan Þó svo að Ragnheiður væri ólukkuleg á að líta þegar tökur stóðu yfir var það ekki raunin. „Það var mjög fyndið. Þegar ég skýrði þetta fyrir fólki, sagði að ég væri að leika í mynd hjá Jonna, þá misskildi það aftur: „Ó, ertu að vinna með Jonna. Það tekur á.“ Mér fannst hins vegar ljómandi að vinna með honum. Aðferðir hans tíðkast kannski ekki jafnan, era jafnvel skrýtnar, en ailt fór mjög fagmannlega fram.“ Það gekk á ýmsu þegar Ragnheiöur var við tökur á myndinni. Eitt atriði, sem tökuliðið kallaði af einhverjum ástæðum ástarsenuna, er nauðgunar- atriði og er það persóna Ragnheiðar, Una, sem lendir í því. Þegar tökur á þessu atriði stóðu yfir vora lætin svo mikil að íbúar í nágrenni töku- staðarins kölluðu á lögregluna og sættust ekki á neitt fyrr en þeir fengu sig fullvissa um að verið væri að taka kvikmynd. „Annars var þetta athyglisvert. Það var meiriháttar að vinna með Jóni Sæmundi en við höfum verið góðir vinir undanfarin ár. Auk þess að vera hæfileikarík- ur er hann drepfyndinn þannig að hann lífgaði upp á tilver- una. Einnig var ánægjulegt að kynnast Óttari Proppé, hann er einstakur." Þar sem Óskabömin eru búin að sitja í eftirvinnslu í rúm tvö ár getur Ragnheið- ur ekki ímyndað sér ná- kvæmlega hvemig útkom- an verður. „Á simun tima fékk ég að sjá brot úr myndinni. Þau komu mjög vel út, litimir voru miklir og fallegir. Það var brúnn tónn sem einkennti þau sem minnti mig á verk Ingmar Bergman í byrjun áttunda áratug mmm Nú er biðin eftir næstu íslensku mynd senn á enda. Hún heitir Óskabörn þjóðarinnar og er Jóhann Sigmarsson leikstjóri en hann gerði áður Eina stóra fjölskyldu. Óskabörnin fjallar um ólukkufólk, þ.á m. hana Unu. Una er leikin af 27 ára leikkonu, Ragnheiði Axel. Ragnheið- ur Axel hefur áður leikið í íslensku mynd- unum Draumadísir og Gus Gus-stutt- myndinni Nautn. Hún var einmitt viðriðin stofnun fjöllistahópsins á sínum tíma en gaf hann upp á bátinn til að fara í leiklistarskóla í New York. Ragnheiður ræddi við Halldór V. Sveinsson um kvikmyndaleikinn, sambandið við Jar- vis Cocker og af hverju hún heitir Axel. 1 ' Wf' " - ' Hætti í Gus Gus Nú þegar mynd- in er að klárast í eft- irvinnslu nálgast hin langþráða frumsýning Óskabarna þjóðarinnar óðum. Ragnheiður er þó ekki á því að mæta með múg og margmenni með sér, enda hefur hún ekki góða reynslu af þvi. „Ég man eftir því þegar ég var að leika í Draumadisum eftir Ásdisi Thoroddsen. Þegar ég mætti með mömmu og pabba á frumsýninguna fór ég mjög hjá mér þegar atriðið þar sem ég er nakin var sýnt. Þar af leið- andi koma mínir vandamenn ekki á frumsýninguna á Óskabömunum." Ragnheiður talar vel um Draumadísirnar og segb: m.a. gott að vinna með Baltasar Kormáki. „Hún kom ágætlega út. Það var fyndið hversu vel Þjóðverjar tóku í hana. Af einhverjum ástæðum sló hún í gegn hjá þeim sem sýn á hina undar- legu islensku menningu." Þetta eru hins vegar ekki í einu skiptin sem Ragnheiður hefur leikið fyrir hvíta tjaldið. Hún lék í stutt- myndinni sem skapaði Gus Gus, Nautn, auk þess að hafa leikið i mynd í Bandarikjunum sem aldrei varð neitt úr. „Gus Gus var stofhað á þeim tíma sem við vorum að gera Nautn. Um svipað leyti gerðu þau fyrstu plötuna, þessa sem kom út hjá Kjól & Ander- sen. Ég gerði eitt lag á þeirri plötu með Bigga, Message from Disney. Þá var ég i mjög hörðum tónlistarpæling- um og ef ég hefði ekki hætt í Gus Gus er aldrei að vita nema hlutimir heföu orðið allt öðravísi. Meira I átt við Atari Teenage Riot.“ Ástæðan fyrir því að Ragnheiður hætti i Gus Gus er sú aö um svipað leyti og flokkurinn var að slíta bamskónum komst hún inn í leiklist- arskóla í New York, The Lee Strass- berg Theatre Institute. „Ég stóð frammi fyrir þeirri ákvörðun að halda annaðhvort áfram í nýstofnaðri íslenskri popphljómsveit eða fara í skóla. Það var ekki erfið ákvörðun.“ Þegar Ragnheiður lauk við leiklist- arskólann úti í NY var hún ráðin til að leika i kvikmynd eftir ungan leik- stjóra, Tyrone Gooden. Það samstarf gekk hins vegar ekki vel. „Myndin hét Searching for my Lost Soul og var skrifuð af leikstjóranum. Það var ágætishandrit en við lentum í gífurlegum ágreiningi. Samstarfið gekk engan veginn upp og því þurfti ég að draga mig út úr myndinni. Þar sem ég var samningsbundin kostaði það mig að ég þurfti að skrifa undir annan samning upp á það að ég mátti ekki leika í tvö ár. Fljótlega eftir það missti ég allan áhuga á leiklist.“ Jarvis Cocker og jetsettið Margir muna eftir Pulp-öldunni sem reið hér yfir þegar hljómsveitin spilaði í Laug- ardalshöll fyrir 4 áram. Þar sem Ragnheiður var erlendis missti hún af því en hins vegar kynntist hún söngvaranum, Jarvis Cocker, og enduðu þau kynni í sam- bandi milli þeirra tveggja. „Ég kynntist Jarvis í matarboði og vissi þá ekki hver hann var. Satt að segja hélt ég að hann væri söngvarinn í Soundgarden. Þá fór ég að velta því fyrir mér hvemig þessi lúðalegi gaur gæti verið með svona kraftmikla rödd. Það var gott að ég kunni ekki deili á honum, annars hefði ég eflaust orðið svolitið stressuð." Ragnheiður og Jarvis tóku saman og skömmu seinna flutti hún til London. „Það var allt saman mjög yfirþyrm- andi. Hvert sem við fóram var athygl- in þvilík, við vorum aldrei i friði. Á endanum var ég orðin hálf ofsóknar- full. Það er ekki skrýtið í því ljósi að oftar en ekki hópuðust 50 kvenmenn að honum og bókstaflega buðu honum sig. Síðan fékk ég simtöl frá fólki sem ég þekkti ekki vel sem var að bjóða mér hingað og þangað. En þessu fylgdi lika margt gott. í partíum og boðum sem við fórum í var skemmti- legt fólk, t.d. Beck, Michael Stipe, Todd Hayens og Damien Hirst. Það var fint að spjalla við fólk sem fæstir fá tækifæri til að hitta í afslöppuðu andrúmslofti.“ Sambandinu fylgdu fleiri slæmar hliðar. Ragnheiður vildi ekki aug- lýsa sambandið en endaði þó á síðum slúðurblaðanna Evening Standard, Sun og hér heima í Séð og Heyrt. „Einhver hefur kjaftað í þá. Það var leiðinlegt þar sem ég vil ekki auglýsa mig, sérstaklega ekki fyrir fimm þúsund kalL Ég er engin skellibjaila." Riddarínn Axel Ragnheiður er vesturbæingur, fór í Gaggó Vest og svona, en þó segist hún ekki sakna þess að búa miðsvæðis þar sem það tekur ekki nema tíu mínútur að keyra niður í bæ þaðan sem hún býr í Breiðholtinu. Sem ung stúlka i vestur- bænum áttaði hún sig á þeirri merki- legu staðreynd að hún heitir Axel. „Ég heiti ekki Ragnheiður, ég heiti Axel. Þetta er eitthvað sem ég hef vitað frá því ég man eftir mér. Mamma og pabbi hafa sagt mér aö ég var byijuð aö tala um þetta mjög ung. Ég veit ekki af hverju. Mig dreymdi oft ridd- ara á hesti. Það er Axel og einhvem veginn veit ég að ég heiti Axel. Ég byijaði á unglingsárunum að ganga á eftir þessu og láta kalla mig Ragn- heiði Axel. Ég vildi láta breyta nafiiinu mínu en það var því mið- ur ekki hægt.“ í dag býr Ragnheiður ásamt unnusta sínum, myndlistarmann- inum Hafsteini Michael, og dóttur sinni Sigrúnu Sól. „Ég er hvíslandi eldfjallið á heimilinu. Læt litið fyrir mér fara en krauma undir." Hún og Hafsteinn vinna að sameiginlegu verkefni sem þau kalla Orð. Þar fer hún hamfórum með digital-kvik- myndavélina sina í bland við verk Hafsteins. „Þetta era videoverk séð með augum málarans. Kannski rata þau í gallerí. Annars er digital-vélin minn aðall þessa dagana. Ég fer hamfórum í að taka upp hin undarlegustu ljós og fleti mér til ánægju. Hvað tekur næst við veit ég ekki. Min bíða öragglega ný ævintýri homsins." handan 21. júlí 2000 f Ó k U S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.