Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2000, Blaðsíða 11
Jimi Tenor er mættur með nýja plötu og hún hljómar ekkert líkt því sem flestir bjuggust við frá þessum speisaða fönkbolta. Tónlist fyrir geggjaöa llsatefiiiiuiw^ynd „Verk sem samin eru fyrir kvikmyndatónlist eru alltaf stutt, stundum þrjár mínútur eöa minna, sem er ekki langt frá lengd popplaga,“ útskýrir Jimi Tenor. Finninn Jimi Tenor er svalur náungi og íslendingum að góðu kunnur eftir að hann spilaði á Thomsen fyrr á árinu með kon- unni sinni Nicole Willis. Hann heitir reyndar Lassi Lehto en tók upp Jimi-nafnið þegar hann var sjö ára því öllum í hverfinu hans fannst hann svo líkur Jim- my úr The Osmonds. Tenor bætt- ist við þegar hann fór að spila á saxófón. Jimi hefur föndrað við alls kyns tónlist í gegnum tíðina, verksmiðjuhávaðapönk í byrjun, svo skakkt diskó, en eftir að hann gerði samning við enska Warp- merkið hefur eins konar speisað kokkteilfönk verið hans aðals- merki. Hann hefur verið kallaður „hinn finnski Barry White“ en með nýju plötunni sinni, „Out of Nowhere“, fer hann í allt aðra átt en búast mátti við. Lífræn ræktun í Pól- landi Platan, sem kom út í vikunni, var tekin upp í Póllandi og nýtur Jimi aðstoðar hinnar 55-manna The Great Theatre Lodz org- hestru. Tónlistin ber ótvírætt merki niðþungrar nútímaklassík- ur og frídjass. En látið þessa lýs- ingu ekki fæla ykkur frá, sjálfum leiðist Jimi flest nútímaklassík og er því hrifnari af kvikmynda- tónlist. „Verk sem samin eru fyrir kvikmyndatónlist eru alltaf stutt, stundum þrjár mínútur eða minna, sem er ekki langt frá lengd popplaga," útskýrir Jimi. „Ég hef farið á tónleika með nú- timatónlist og næstum því sofnað því verkin eru allt of löng“. Á plötunni syngur einnig finnski Pro Canto kórinn og Baluji Shrivastav spilar á sítar og tambla. Tónlistin er þung í Stjörnukerfi Ifókus ★ ★ ★ ★ * Gargandi snilld! ★ Notist í neyð. ★ ★★ ★ Ekki missa af þessu. 0 Tímasóun. ★ ★ ★ Góð afþreying. Skaðlegt. ★ ★ Nothæft gegn leiðindum. plötudómar fyrstu en venst furðuvel. Innan um tónlist sem hljómar eins og hún gæti verið úr vísindamynd frá því um 1970 (Jimi reyndi að muna hvernig tónlist er í Planet of The Apes þegar hann samdi ti- tillagið) er íðilfagurt fönk, eins og t.d. fyrsta smáskífulagið „Spell“. Þetta er lífrænt ræktuð plata hjá Jimi og engar tölvur eða „sömpl“ með í spilinu. Leyfði það mannlega Jimi útskýrir þessa þróun svona: „Ég var orðinn leiður á til- raunakenndri raftónlist og smekklegu teknói og endalausum töktum. Mér datt því í að koma þessum leiða mínum á framfæri með því að nota ekkert af þessari tækni. Ég var tilbúinn því að gera mistök, leyfa slappa spila- mennsku og syngja af tilfinningu. f raun allt það sem er mannlegt. Ég vildi skemmta mér með hljóð- færaleikurunum i stað þess að gera allt upp á eigin spýtur." Nýja plata Jimi Tenor er sándtrakk fyrir kvikmynd sem ekki er til og þó Jimi vildi gjarn- an gera alvöru kvikmyndatónlist er hann ekki vongóður um að það gerist. „Kvikmyndir frá Hollywood eru ömurlegar og í Evrópu virðast þeir ekki hafa áhuga á að hafa góða tónlist í myndunum," segir Tenorinn. „Tónlist mín væri góð fyrir vís- indamynd eða einhverja geggjaða risaeðlumynd. Það voru gerðar frábærar vísindamyndir á 7. og 8. áratugnum, en nú eru þær drasl. Menn hafa bara áhuga á sjón- ræna þættinum - stórum spreng- ingum og bardagaatriðum." Nýja platan hans Jimi Tenor er sándtrakk fyrir kvikmynd sem ekki er til og þó Jimi vildi gjarnan gera alvöru kvikmyndatónlist er hann ekki vongóöur um aö það gerist. Fatboy fokkar í trúuðum Bigg-bít snilling- urinn Fatboy Slim (alias Norman Cook) er langt kom- inn með nýju plöt- una sína. Margir leggja hönd á plóg- inn, m.a. hinn stein- dauði Jim Morri- son, bassagoðið Bootsy Collins og soul-drottningin Macy Gray syngur tvö lög, en texti annars þeirra hefur vakið reiði hjá sannkristnum. Norman sagði þetta: „Því meiri reiði sem ég get vakið hjá hægri sinnuðum trúarhreyfingum því betra og því betri kynning verður það fyrir plötima." Bangles með kombakk Fleiri en Utangarðsmenn eru með kombökk þessa dagana. Stelpumar í The Bangles, sem vom upp á sitt besta á 9. áratugnum og eru þekktastar era fyrir lagið „Walk like an Egyptian", era komnar saman aftar og ætla að túra um bandaríska klúbba í septem- ber. Upprunalega liðsheildin er farin að semja ný lög saman og búast þær við aö gera nýja plötu bráðlega. The Bangles verða einnig gerð skil í þætti af „Behind the Music" á VH-1. Með morðhótun á toppinn Sæti írinn Ronan Keating úr Boyzone fór beint á toppinn í Englandi með lagið sitt „Life’s A Roll- ercoaster", sem tekið er af plötunni hans „Ronan“, sem kemur út 22. ágúst. Smá- skuggi féll þó á gleð- ina með toppsætið því Ronan var send morðhótun á Boyzone-vefnum. Söngv- arinn fékk því lögregluvemd í ferðum sínum í vikunni og er var um sig. Pearl Jam aftur á túr Þrátt fyrir harmleikinn á Hró- arskeldu munu koma út tónleikadisk- ar með Pearl Jam eins og áætlað var. Teknir vora upp allir 25 tónleikar sveitarinnar í Evrópu og verður hægt að kaupa upptökur á hverjum fyrir sig í gegnum heimasíðu bandsins (www.tenclub.net). Hljómsveitin er nú að búa sig undir Ameriku-túrinn sem hefst 3. ágúst. „Öllum er farið að líða aðeins betm-,“ segir sveitin um andlega líðan sína og ætlar að kapp- kosta að tónleikamir verði skemmti- leg og fyrst og fremst öragg upplifun. hvaö? fyrir hvernf ★★★ Flytjandl: UZZ piatan: Eldrauðar varir Útgefandl: UZZ/ Skífan Lengd: 30:00 min. Björn L. Þórisson er aðalmaður Uzz og kóngur i ríki sínu. Hann semur lög og texta og syngur öll lögin auk þess að spila á hljómborð á móti Mána Svavarssyni, sem kemur mikið við sögu. Þessi sjö laga plata er fyrsta plata Uzz, en sveitin hefur áöur átt nokkur lög á safnplötum. Tónlist Uzz er sitt-að-aftan sintapopp með hressum trommuheilum og minnir meir en lítið á íslensk dæmi eins og Geira Sæm og jafnvel Tod- mobile. Þetta er létt og snoturlega unnið nostalgíupopp fyrir þá sem voru ungir og í stuði fýrir 10-15 árum. ★★ Flytjandi: GlÓpaaull Platan:GIÓpagulT Útgefandi: Gréta Sigurjónsdóttir/ Skífan Lengd: 36:56 min. Fyrsti sólódiskur Grétu Sigurjónsdótt- ur, gítarleikara Dúkkulísanna. Á hon- um eru tíu lög, átta eftir Grétu, eitt eftir Herdísi fv. bassaleikara Grýl- anna og eitt eftir hljómsveitina Tepp- ið hennar tengdamömmu. Gítarar Grétu eru fýrirferöamiklir á plötunni en hún fær einnig góða aöstoð vina sinna. Tónlist Grétu - poppað nýbylgjurokk, blús, létt raggí o.fl. - hefði auðveld- lega getað komið út áriö 1985, bæði tónlistarlega og sándlega. Við neyslu disksins ætti því að birta yfir þeim sem hlutu sitt poppuppeldi á miðjum 9. áratugnum. ★★★ Flytjandi: YmSÍr piatan: Pönkið er dautt Útgefandi: Örkuml útgáfan Lengd: 72:23 mín. Þetta er safnplata með þorra þeirra íslensku hljómsveita sem kenna sig við pönk. Á henni eru bæöi marg- reyndir pönkarar eins og Kuml, For- garðar helvitis og Saktmóðigur og yngri sveitir eins og Bisund og Spit- sign. Platan er gefin út til minningar um Pönk-hátiðirnar sem haldnar voru I Norðurkjallara MH 96-98. Þetta er plata fyrir þá sem vilja attitúd frekar en frumlegheit eða flókið spileri. Það er kraftur i mörg- um af þessum hljómsveitum og líka hávaði og stundum stælar. Þetta er ekkert vælurokk eins og maður heyr- ir alltof mikið i útvarpinu þessi miss- erin. skemmtilegar staöreyndir niöurstaöa Björn syngur fimm lög á íslensku og tvö á ensku. Textarnir fjalla m.a. um heilaþvott, ástarveiru og líkams- vessa og Björn syngur vel, er mjög öruggur, hljómar Armani-töff og er sannfærandi lostafullur, hljómar stundum eins og hann sé við það að fá’ða. Dúkkulísurnar komu frá Austfjörðum, sigldu I kjölfar Grýlanna og slógu í gegn um miðjan 9. áratuginn þegar þær sungu um s/h hetju og Pamelu í Dallas. Stelpurnar snéru sér að ööru nema Gréta sem stúderaði gít- arinn meöfram því að vinna við kjöt- iðn. Meö útkomu sólódisksins hefur langþráður draumur ræst. Yfirlýsingar um andlát pönksins hafa fylgt því allt frá því að fyrstu pönk- hljómsveitirnar skrifuðu undir plötu- samninga árið 1976. Uppvakningar þessarar tónlistarstefnu hafa samt verið iönir viö kolann alla tíð síðan og þönkið tekið á sig ýmsar myndir. Þetta er ein útgáfan. Lögin sjö eru ágætlega samin og oft skemmtilega útfærð, en vantar galdragripið til að gera þau verulega eftirminnileg. Strákarnir sleppa ágætlega frá sínu og kunna þetta allt - hefðu jafnvel verið með puttann á púlsinum árið 1988 - en platan er þó full gamaldags til aö teljast til tíð- inda árið 2000. dr. gunni Gréta er klár gítarleikari, tekur sólóin fagmannlega og flutningur allur er ágætur. Textar eru góðir og persónu- legir á köflum en lagasmíðarnar eru veikasti hlekkurinn, lögin eru að mínu viti ekki alveg að gera sig í dag þó þau heföu mörg smellpassað sem titillagiö i Löggulifi. Ferskari hugmynda er þörf. dr. gunni Þetta er ágæt plata. Það er ennþá hressandi að hlusta á hraða og hráa pönkkeyrslu. Sándið er misjafnt, allt frá popplögum Saktmóðigs yfir í há- vaðamúr Forgarða helvítis. Þó að pönkið sé orðiö aldarfjórðungs gam- alt þá er ennþá kraftur i þessari tón- list. Það er líf í líkinu. trausti júliusson 21. júlí 2000 f Ó k U S 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.