Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2000, Blaðsíða 15
m Nýjasta von Breta í rokkinu heitir Cold- play. Fyrsta plata bandsins var að koma út og meira en 100.000 manns keyptu hana í fyrstu vikunni. ppinn Hinn tilfinningaþrútni Chris Martin. Tilfinningaríkur En þó allir séu ekki hrifnir er Coldplay á góðri leið með að festa sig i sessi sem „næsta Travis" og það má fastlega búast við að plat- an „Parachutes" sjáist viða þegar besta plata ársins verður kosin í lok ársins. Chris Martin þykir sýna sannar tilfinningar í textum sínum og flutningi og ólíkt Thom Yorke er hann sagður vera að deila tilfinningum sem almenn- ingur getur fundið sig í. Coldplay - „næsta Travis"? Strákarnir í Coldplay eru fjórir og rúmlega tvítugir. Það er alls ekkert frumlegt við hljóðfæra- skipanina; Jon Buckland er á gítar, Will Champion trommar, Guy Berryman er á bassa og söngvarinn og aðalmaðurinn heit- ir Chris Martin - og það er í sjálfu sér ekkert frumlegt við tón- listina heldur. Coldplay hefur ver- ið likt við hljómsveitina Travis, sem ært hefur Bretann síðustu misserin með sínu ljúfsára popp- rokki, Radiohead, Pink Floyd, The Verve og Chris söngvari þykir minna meir en lítið á Jeff heitinn Buckley. Hljómsveitin var stofnuð í janú- ar 1998. Hún spilaði á rokkholum Lundúnaborgar og tókst að kom- ast að í „In the City“, sem er há- tíð ungra og ósamningsbundinna hljómsveita, einskonar stökkpall- ur í meikið. Þó lukkan leiki við fæst böndin sem spila á „In the City“ datt Coldplay í lukkupott- inn og vöktu mikla athygli. Band- ið fékk útgefna með sér smáskífu hjá Fierce Panda merkinu, sem einnig hefur Bellatrix á sínum snærum og spiluðu sveitirnar nokkuð saman á tímabili. Síðan lá leið Coldplay til stórmerkisins Parlophone og eftir þrjár smáskíf- ur sem gengið hafa vel (sú síð- asta, „Yellow" fór beint í 4. sæti í Bretlandi) kom fyrsta albúmið, „Parachutes", í síðustu viku. Plat- an fór beint á toppinn og velti Eminem úr efsta sæti. Góðir strákar Meðlimir Coldplay eru sagðir góðir og rólegir strákar sem myndu frek- ar horfa á sjónvarpið með tebolla sér við hlið en að henda sjónvarpstækinu út um gluggann, eins og villtra rokkara er siður. Áhugamálin sín segja þeir vera krikket, grískir og rómverskir skúlptúrar og lestur Sherlock Holmes bóka, en uppáhaldstón- listarmenn þeirra eru Stevie Wonder og Tom Waits og sveitirnar Ju- rassic Five, The JBs og Super Furry Animals. Platan „Parachutes" hefur víðast hvar fengið fina dóma. Tímaritið Q gefur henni 4 af 5 og viku- blaðið NME gefur plöt- unni heila 9 af 10 og seg- ist hafa uppgötvað band- ið. Aðrir eru ekki alveg jafn hrifnir, t.d. vefritið Dotmusic sem segir allt húllumhæið í kring- um Coldplay vera oflof sem stafar af því hversu hugmyndasnautt og staðnað rokkið er í dag. „Fyrir tíu árum hefði þessi hópur verið sátt- ur með að fá 30 sekúndna brot af nýja videóinu sinu sýnt í „indie“- horni vinsældarlistaþáttarins. í dag fara þeir beint á toppinn og er flaggað eins og næstu stórstjörn- um,“ segir Dotmusic og heldur áfram: „Lagið „Yellow" er að vísu ofar flestu sem er i gangi i dag, en það þarf að muna að við erum að upplifa dökka og raunalega tíð í poppinu. Og þegar litið er betur á lagið kemur í ljós að það er ekki nema þriðja flokks stæling á lag- inu „Lazarus" með The Boo Rad- leys.“ Meira um hroka gagnrýnenda Ég gæti ekki verið meira sammála þeim Steinari Berg og Ein- ari Bárðasyni sem skrifað hafa hnytti- lega á síöustu vikum í Morgunblaðið um poppgagnrýni og ómannlegan hroka þeirra auðnuleysingja sem þar stýra penn- um. Á ég þar við sjálf- skipað æðstavald al- múgans, letihauga sem aldrei hafa migið í saltan sjó og þekkja hvorki né hafa áhuga á þeirri tónlist sem meirihluti lands- manna hlustar á. Þið vitið hvaða fólk ég er að tala um: hinn ömurlega Dr. Gunna sem söng hið viðbjóðs- lega Prumpulag á viðurstyggileg- an hátt, þessa grautfúlu Krist- ínu Björk sem vill helst hlusta dauðadrukkin á rafmagnsprump og hinn arma þræl, Árna Matth- íasson, sem aldrei hefur verið i hljómsveit en væri í ömurlegri hljómsveit sem á ekkert skylt við almennan smekk landsmanna ef hann væri í hljómsveit, svo mikið er víst. Þessir og fleiri upprennandi nið- urrifsseggir hafa um árabil hampað ein- hverjum leiðinlegum bílskúrshlj ómsveitum eins og Sigur Rós eða hundleiðinlegu „lista- poppi“ eins og Björk.en bæði segja þessi dæmi allt sem segja þarf. Allir fíla McDonald’s Á meðan hafa þessir „gagn- rýnendur“ sagt að vandaðir lista- menn eins og Buttercup, Selma og Skitamórall séu ekki nærri því eins góðir en þó seljast plötur þessara listamanna í bílförmum og á ég þá við bílfarm mjög stórs sendibíls, eða a.m.k. skutlu. Hvaða rétt hafa þessir „gagn- Skoðun „Nú er nóg komið,“ segir Lárus Hjálmarsson, „burt með neikvæðni og niðurrif í garð þeirra dægurperlna sem mér og fólkinu í land- inu þykja bestar og munu lifa til framtíðar.“ rýnendur“ til að segja það sem þeim finnst? Og hver er tilgang- urinn með þeirri ófagmennsku dagblaðanna að leyfa þessu fólki að segja það sem því finnst? Þess- ir „gagnrýnendur" hafa aldrei steikt hamborgara eða unnið við markaðsstörf hjá virtri alþjóð- legri veitingarhúsakeðju i Kringlunni og hafa þvi ekki áunnið sér rétt til að hafa skoðun á einu né neinu. Lárus Hjálmarsson Ég sting upp á því að þetta fólk verði strax látið hætta og helst dæmt i fangelsi fyrir að vanvirða hana Selmu okkar á prenti en Selma hefur gert meira fyrir Is- land með þátttöku sinni í Eurovision en allar bilskúrs- hljómsveitir landsins til samans. í staðinn verði svo fundið faglegt og markvisst fólk sem þykir Skítamórall, Selma, Buttercup og aðrir framúrskarandi dægur- listamenn flytja mjög vandaða tónlist sem stenst tvímælalaust samanburð við það besta í dag er- lendis. Já, að fundnir verði al- mennilegir gagnrýnendur sem ekki hafa húkt við skrifborð allt sitt líf heldur unnið við lager- störf og hafa því þá heilbrigðu skynsemi að vita að það sem selst í bílförmum er best. Annað er móðgun við lýðræðið og allt það sem rétt er og gott í heimin- um. Einnig krefst ég þess að sami háttur verði tekinn upp í annarri gagnrýni. Veitingahúsagagnrýni er t.d. ekkert annað en ófyrirgef- anlegur hroki, eða hefur McDon- ald’s einhvern tímann fengið góða dóma? Hinn stritandi al- múgi, sem glaður snæðir á McDonald’s, á rétt á faglegri og markvissri gagnrýni enda hafa vandaðir borgarar McDonald’s selst 1 bílförmum og á ég hér við bílfarma stórra trukka sem myndu ná hringinn í kringum jörðina væri þeim raðað upp í > röð. Ef ekki lengra. Nasistar og kommún- istar Sama á við um bíómyndirnar. Eiga þeir bílfarmar af harðdug- legu alþýðufólki sem sá Godzilla og Armageddon og aðrar vinsæl- ar myndir og hafði gaman að, að þola það endalaust að þessar myndir fái verri dóma en lista- snobb eins og American Beauty eða myndir Woody Allen? - manns sem mér að vitandi hefur aldrei komið nálægt verka- mannavinnu. Já og það sama á reyndar við um allt. Ef gagnrýnandi er á ^ annarri skoðun og ég (og megin- þorri almennings) á hann um- svifalaust að taka pokann sinn og annar betri og mér meir að skapi að taka við. Annað er ómennska og mannfyrirlitning, hrottaleg niðurrifsstarfssemi í anda verstu verka nasista og kommúnista. Kæru landar. Það sér hver heilvita maður að nú er komið nóg. Burt með neikvæðni og nið- urrif i garð þeirra dægurperlna sem mér og fólkinu i landinu þykja bestar og munu lifa til framtíðar. Stöndum vörð um i bilfarmana. Höfundur er harðdugleg- ur alþýðumaður með góðan tónlistarsmekk. 9 21. júlí 2000 f ó k u s 15

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.