Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2000, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 2000 DV _______9 Fréttir Jaröefnataka af sjávarbotni í Kollafirði sögö spilla fjörum: Oljóst hverjir eiga að fjalla um málið - umhverfismat hefur ekki fariö fram. í framhaldi af umíjöllun DV um það hvort fjörumar í kringum Reykjavík væru að eyðileggjast vegna efnistöku af hafsbotni leitaði blaðið til nokkurra sérfræðinga á sviði umhverfismála. Kjalnesingar hafa mótmælt jarðefna- töku í Koliafirði og sagt að hún sé að spilla fjörum. Viðmælendumir vom ailir sammála um að málið væri hið vandræðalegasta og óljóst hver ætti að sjá um þennan málaflokk. Umhverfis- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborg- ar hefur samþykkt að fram fari könn- un á áhrifi efnistöku af sjávarbotni í Faxaflóa.. Guöjón Axel Guðjónsson hjá iðnað- arráðuneytinu segir að þessi mála- flokkur faili undir lög um rannsóknir og nýtingu auðlinda I jörðu, á landi og í netalögnum út frá landi og að það sé miðað við að vinnsla fari framll5 metrum frá stórstraumsfjöruborði. „Þau lög sem mestu máli skipta í þessu sambandi era lög um eignarrétt ís- lenska ríkisins á auðlindum hafsbotns- ins. Þar segir að óheimilt er að nýta efhi af hafsbotni nema með fengnu skriflegu leyfi iðnaðarráðherra og Björgun hefúr slíkt leyfi. Við vorum að breyta lögunum um eignarrétt ríkisins á auðlindum á hafs- botni, gömlu lögin era mjög fátækleg hvað þetta varðar. Það var bætt inn nýju ákvæði sem segir að í reglugerð skuli tilgreina helstu ákvæði sem fram skulu koma í leyfunum, m.a. tíma- lengd leyfis, staðarmörk vinnslusvæð- is, gerð efnis og magn og nýtingar- hraða. Einnig er þar að finna ákvæði um upplýsingaskyldu og skil gagna, öryggis- og umhverfisráðstafanir, eftir- lit og greiðslu kostnaðar við eftirlit og leyfisgjöld. Björgun er með leyfi til efnistöku í Kollafirði á grundvelÚ laga um eignar- hald íslenska ríkisins á auðlindum á hafsbotni." Hjá Náttúravemd ríkisins fengust þær upplýsingar að þetta mál hafi ekk- ert verið athugað fram að þessu. Það er í raun óljóst hverjir sjá um þetta mál en það er ljóst að iðnaðarráðherra ber að leita umsagnar hjá Náttúra- vemd ríkisins áður en leyfi er veitt. Hofsós: Fjölmenni á átt- hagamóti DV, HOFSÓSÍ: Mikiil mannfjöldi var samankominn á Hofsósi um seinustu helgi þar sem haldin var hátíðin Hofsós 2000. Fólk með rætur á Hofsósi flykktist í þorpið, heilu fjölskyldumar komu saman og strax á fóstudagskvöld var orðið fuilt út úr dyr- um í kaffihúsinu Sólvík og Sigtúni en opið var á báðum stöðum. Veðrið var líka indælt þetta kvöld eins og um helg- ina, þó svo að nokkuð hressilegar hita- skúrir hafi gert á laugardeginum. Á laug- ardagskvöld var síðan húsfyllir í Höfða- borg á dansleik með Hljómsveit Geir- mundar. „Þetta var ákaflega vel heppnað og fólk mjög ánægt. Þetta fór vel af stað á fóstudagskvöldið og var þá þegar mikið líf í þorpinu. Minna varð úr veiðinni á laugardaginn út af úrkomunni enda mik- ið vatn komið í ána. En það gerði ekkert til, fólk spjallaði Sciman í tjöldunum og það var tekið til við leiki og mikið var að gerast á íþróttavellinum þar sem fram fór heilmikill fótboltaleikur. Við grilluð- um síðan við Höfðaborg um kvöldið og svo var farið á bailið eða spjallað saman fram eftir nóttu,“ sagði Björgvin Guð- mundsson, aðalforsprakki hátíðarinnar. Hann segist ekki þora að giska á hve margt hafi verið í þorpinu um helgina en um 400 manns vora á ballinu og fjöldi tjaldvagnanna mikill. -ÞÁ Perlan við efnistöku af sjávarbotni í Faxaflóa. Lögin kveða á um að ef fyrirtæki var byijað að dæla upp fyrir mitt ár í fyrra er það óbundið af nýju lögunum. Það era engin tímamörk í nýju lögunum um að eldri leyfi skulu endumýjuð innan ákveðins tíma. Endumýjun leyf- is fer eftir því hvað gamla námuleyfið gildir lengi. Leyfm geta verið til fimm eða tíu ára allt eftir hveiju tilfelli fyrir sig. Það hefur ekki farið fram neitt um- hverflsmat á áhrifum efnistöku í sjó, hvorki hvað varðar lifríkið né hugsan- legar minjar í sjó. Samkvæmt upplýsingum frá Sigurði Þráinssyni hjá umhverfisráðaneytinu fellur jarðeftiataka í sjó undir ákvæði um nám jarðefna í náttúravemdarlög- um og er Náttúravemd ríkisins með umsjón þess málaflokks en iðnaðar- ráðuneytið gefúr út vinnsluleyfi. Sig- urður segist ekki vita til þess að nein- ar rannsóknir hafi verið gerðar á áhrifum eftiistöku á lífrikið í sjó. -Kip CDC-X207 Bíltækimed geislaspilam Magnari 4x45 Wött • Spilar CD-R/RW • RDS • Þráðlaus Fjarstýring á stýri • SmartJOG • Þjófavörn • DSSA stilling á hljóði fyrir bflstjóra • H-Bassi • RCA tengi fyrir auka kraftmagnara • Tengi að framan fyrir Mini Disk og MP-3 spilara Magnari 4x45 Wött • Spilar CD-R/RW • SmartJOG • Þjófavörn • H-Bassi • RCA tengi fyrir auka kraftmagnara • Tengi að framan fyrir Mini Disk og MP-3 spilara 2-995 stgc. CT-X320 Biltækimed segulbandi *■=> r--5.1.£:5 * ^ Magnari 4x40 Wött • SmartJOG • Þjófavörn • H-Bassi • RCA tengi fyrir auka kraftmagnara • Auto Reverse segulband • Tengi að framan fyrir Geislaspilara, Mini Disk og MP-3 spilara UMBOÐSMENN UM LANDAU-TReykjavik; Heimskringlan-Húsasmiöjan-Hafnarjörðun RaibúðSkúla-Húsasmiðjan-Grindavílc Raftxrrg-Keflavík Sðnar-Húsasmiðjan •Akranes: Hljómsýn -Borgames: Kaupfélag BorgfirðingaHeillissandun Blómsturvellir -Grundafjörðun Guðni E. Hallgrimsson -Stykkishómur Versl. Sjávarborg -Blönduós: KaupfélagHúnvetninga-Hvammstangi: Rafeindaþj.OddsStefánssonar-Sauðárkrókur Skagfirðingabúð •Búðardalur Versl. Einars Stefánssonar -ísafjörður Fmmmynd •Siglufjörður: Rafbær • Ólafsfjörður Versl. Valberg-Dalvík: Húsasmiðjan-Akureyri: Ljósgjafinn - Húsasmiðjan Húsavík: Ómur-Húsasmiðjan •Egilstaðir Rafeind - Neskaupsstaður Tónspil-Eskflörður Ftafvirkinn -Seyðisfjöröu: Tumbraeður-Breiðdalsvík: KaupfélagStöðfiröinga Höfn: KASK-Heila: Mosfell-Selfoss: Radíórás -Árvirkinn Mláðffifi mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmtmmx

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.