Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2000, Blaðsíða 12
12 Útlönd MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 2000 DV Maraþonfundur Israela og Palestínumanna í Camp David: Clintons beðið með óþreyju Gefst ekkl upp Paul Watson var stöbvaður af fær- eysku lögreglunni um helgina. Færeyingar stöðva Watson Færeyska lögreglan ásamt sveit tollvarða stöðvaði skip umhverfls- samtakanna Sea Shepherd við fær- eysku landhelgina seint á laugar- dagskvöld. Lögreglumenn fóru yfir í Ocean Warrior, skip Sea Shepherd- manna, og lögðu fram plagg þess efn- is að 27 af 35 skipverjum skipsins væri óheimilt að koma í færeyska lögsögu. Paul Watson, skipstjóri Oce- an Warrior, var að gera aðra tilraun sína á 14 dögum til að sigla til Fær- eyja í þeim tOgangi að koma í veg fyrir grindhvaladráp eyjaskeggja. Watson hefur sagt að hann muni gera allt sem í hans valdi stendur til aö hindra hvalveiðamar en hann hef- ur verið gerður útlægur frá Færeyj- um næstu flmm árin. Skip Watsons beið í gær átekta skammt utan fær- eysku lögsögunnar. Birtu nöfn 49 barnaníðinga Breska dagblaðið News of the World sætti mikillil gagnrýni í gær fyrir að birta nöfn 49 manna sem dæmdir hafa veriö fyrir kynferðis- glæpi gegn börnum. Mikillar reiði gætir meðal almennings vegna morðsins á Söruh litlu Payne fyrir stuttu en gagnrýnendur nafnbirt- inganna segja blaðið reyna að græða á morðinu. Ritstjóri News of the World sagði nöfnin birt að vel athuguðu máli og hefur blaðið boð- að að haldið verði áfram að birta nöfn dæmdra bamaníðinga. Leiðtogar ísraela og Palestinumanna sátu í gær maraþonfund á sveitasetri forseta Bandarikjanna í Camp David. I gærkvöld var komu Clintons beðið með óþreyju en hann var fjarri í þrjá daga vegna leiðtogafundar G-8 rikj- anna. Clinton var bjartsýnn þegar hann yfirgaf Japan í gær og sagði frið- arviðræðumar hafa þokast nokkuð. Aðstoðarmenn Barak, forsætisráð- herra ísraels, rufu fréttabann frá fund- inum í gærkvöld og sögðu framtíð frið- arviðræðnanna ráðast af þátttöku Clintons. Friðarviðræðumar hafa einkum snú- ist um yfirráð Jerúsalem og hafa Bandaríkjamenn lagt fram málamiðl- unartillögu þar sem gert er ráð fyrir að borginni verði skipt í þrennt. Sam- kvæmt tillögunni haldi ísraelar yfir- ráðum í einum hluta, Palestínumenn stjómi öðrum hluta án formlegra yfir- ráða og loks væri borgaralegri sijóm Palestínumanna komið á í þriðja hluta borgarinnar. Palestínumenn hafa tekið fálega í til- löguna og Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, segir að ekki komi annað til greina en borgin verði höfuðstaður væntanlegs Palestímu-íkis. „Við mun- um ekki breyta afstöðu okkar til Jer- úsalem jafnvel þótt það hafi í fór með sér að viðræðumar nú renni út í sand- inn,“ sagði palestínskur embættismað- ur við fjölmiðla i gærkvöld. Að sögn embættismannsins er Arafat undir miklum þrýstingi Bandaríkjamanna sem vilja að hann sýni meiri sveigjan- leika í málefnum Jerúsalems. Palest- ínumenn gera að minnsta kosti tilkall til austurhluta borgarinnar en i gær- kvöld var frá því greint að Barak héldi enn fast í þá afstöðu sina að ísraelar héldu fullum yfirráðum yfir borginni. Arafat hyggst stofna einhliða til Palestínuríkis þann 13. september ef enginn árangur verður af viðræðun- um nú. Sautján ára nautabani Hinn spænski Julian Lopez, betur þekktur sem El Juli, þótti standa sig vel á nautaati sem fram fór í Madríd á Spáni í gær. El Juli hiaut tvö eyru og haia í viöurkenningarskyni fyrir frammistööu sína í atinu. luuym uu£f iiiii MmiMm juii Keppnin hefstkl 11:00 Keppt verður í 4 flokkum: 10 ára og yngri, 11-13 ára, 14-16 ára og 17 og eldri 3 í hverju liði + varamaður (engin markmaður) Engar snertingar leyfðar Legg - hné - olnbogahlffar, hjálmur og hanskar skilyrði Keppnisgjald kr. 1.000.- fyrir hvert lið Björninn og SR sjá um framkvæmd mótsins Safnaðu í lið og skráðu hjá C0NTACT Suðurlandsbraut 20 Sími 588 6868 SKAUTÁ^ HÖÍUN COkfÁCT Viil viðræður við N-Kóreu Forseti Rúss- lands, Vladimir Pútín, hvatti í gær þjóðir heims til að koma N-Kóreu til aðstoðar og efna til viðræðna við stjóm landsins. Hingað til hafa vestræn ríki ekki viljað stunda viðskipti við landið en fjárhagur þess er mjög bágborinn vegna langvarandi uppskerubrests. Berlusconi batnað Fjölmiðlakóngurinn og leiðtogi andstöðunnar á Ítalíu, Silvio Berlusconi, sagðist í gær hafa sigr- ast á blöðruhálskrabbameini. Berlusconi, sem er 63 ára, kvaðst heill heilsu og herma fregnir að hann sé þegar farinn aö undirbúa kosningabaráttuna en kosið verður á Ítalíu eftir níu mánuði. Ástralir hóta aðgerðum Áströlsk stjómvöld hótuðu í gær frekari refsiaðgerðum gegn Fídji- eyjum fari svo að George Speight taki sæti í ríkisstjóm á eyjunum. Ástralir hafa þegar skorið á öll sam- skipti við heri eyjanna. Sjö fórust í þyrluslysi Sjö manns létu lífið þegar þyrla flaug á fjallshlíð á eyjunn Maui á Hawaii á föstudaginn. Talið er að farþegar og flugstjóri hafi verið Bandaríkjamenn. Líkir Milosevic við Hitler Gerhard Schröd- er, kanslari Þýska- lands, sakaði um helgina Slobodan Milosevic, forseta Júgóslavíu, um að tryggja sér völd í landinu með sama hætti og Adolf Hitler gerði í Þýskalandi áriö 1933. Þetta er einhver harðasta gagnrýni sem heyrst hefur á Milosevic en Schröder gerði meira því hann hvatti einnig þjóðir heims til að við- urkenna ekki komandi þingkosn- ingar í Júgóslavíu í haust. Meiri rigningar í gær var búist við enn meiri rigningum í Svíþjóð, einkum í suð- urhluta Norrlands. Þar eru uppi- stöðulón yfirfull og í gær voru uppi áætlanir um að hleypa úr þeim. Hefurðu séð Ben? Breska lögreglan setti í gær allsér- staka tölvumynd á Netið. Um er að ræða mynd af Ben Needham, sem hvarf á grísku eyj- unni Kos fyrir tíu árum. Notað var1 forrit sem reiknar út hvemig Ben lítur hugsanlega út í dag. Forritið hefur ekki áður verið notað á Bret- landi. Þjóðaratkvæðagreiðsia íbúar Fílabeinsstrandarinnar i Afríku kusu í gær um nýja stjómar- skrá. Herforinginn Robert Guei framdi valdarán fyrir 7 mánuðum og er nú forseti landsins. Vonir munu bundnar við að friður komist á í kjölfar kosninganna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.