Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2000, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 2000 Skoðun i>v Umferð í borg og sveit „Valdi þetta (landsbyggöar)fólk tjóni á hærrig/aldsvæöum fyrnist þá réttur þess til þess aö aka um á lægri iögjöldum?“ Mikið óréttlæti — á meðal tryggingafélaga Spurning dagsins Ferðu mikið í sund á sumrin? Ragnheiöur Svava Þórólfsdóttir: Já, mér finnst gaman í sundi og fer oftast í Grafarvogslaugina. Gísli ívar Jóhannesson: Þaö eru hreinar línur aö ég fer aldrei í sund. Magnús Jónsson: Já, ég hef fariö á hverjum degi í heilt ár. Cyrus Khashabi: Svona 2-3 yfir sumariö og þá í Vesturbæjarlaugina. Ama Björk Halldórsdóttir: Já, svona tvisvar í viku. Katrin Júlíusdóttir: Ég fer oft meö systur minni í heita pottinn heima hjá henni. Sólveig Kristjánsdóttir skrifar:_____________________________ Örlítið um þær hækkanir sem tryggingafélögin hafa látið falla yfir okkur núna undanfarið. Félögin hækkuðu iðgjöldin um 30% í fyrra og ætla að láta annað eins yfir okkur dynja núna. Ástæðan er aukin greiðsla á tjónum bifreiða og bótum vegna slysa og þá helst um kennt 17 ára ökumönnum. Ég heyrði svo í fréttum nýlega að a.m.k. eitt félaganna ætlaði að hækka kaskótryggingar um 17,9%. I hverju liggur sú hækkun? Eru það 17 ára ökumenn sem valda mesta tjóninu sem aka um á kaskótryggðum öku- tækjum? Sjóvá-Almennar reið á vaðið með að tilkynna hækkanir á sínum ið- gjöldum og hin tryggingafélögin fylgja á eftir eins og þæg lítil böm sem sagt hefur verið að koma inn að borða. Svo leyfa þessir menn sér, sem Sigrún Arnardóttir skrifar: Ég er ein af þeim sem þurfa að ganga með svo kallað Medic Alert merki. Merki þetta er til þess ætlað að vara lækna og hjúkrunarfólk við sjúkdómi eða ofnæmi sem viðkom- andi hefur. Merkið er annaðhvort borið sem armband eða hálsfesti. Á merkið er ritað sjúkdóms/ofnæmis- heiti og er enn fremur skrifað á það símanúmer sem læknar eða hjúkr- unarfólk getur hringt í og fengið nánari upplýsingar um viðkomandi. í mínu tiifelli þarf ég að bera þetta merki vegna ofnæmis sem ég er með fyrir ákveðnum flokki lyfja. Sé mér gefið lyf af þessum flokki á ég á hættu að fá ofnæmislost sem getur verið lífshættulegt sé ekki brugðist „Halda þessir menn að við- skiptavinimir séu upp til hópa heilalausir? Það heitir ékki samkeppni að allir hækki í kór og í samræmi við hina. Þetta er það sem bænd- urnir kalla: Þegar ein beljan mígur þá míga þær allar. “ standa fyrir svörum fyrir félögin, að halda því fram að hér ríki samkeppni á markaðnum. Þvílikt og annað eins. Halda þessir menn að viðskiptavin- irnir séu upp til hópa heilalausir? Það heitir ekki samkeppni að allir hækki i kór og í samræmi við hina. Þetta er það sem bændurnir kalla: Þegar ein beljan mígur þá miga þær allar. Önnur fyrirspurn sem ég mundi vilja koma á framfæri til trygginga- félaganna: Nú eru þeir farnir að „Það sem hefur komið mér verulega á óvart er það að læknar og hjúkrunarfólk virðist almennt ekki þekkja þetta merki eða vita hvem- ig þetta kerfi virkar. “ rétt við. Nú hef ég eins og gengur þurft að leita til annarra lækna en míns eigin heimilislæknis, sem þekkir mig, og stundum þurft að fá lyf hjá þeim. 1 þau skipti hef ég alltaf sagt frá ofnæminu og sýnt viðkom- andi lækni merkið. Það sem hefur komið mér verulega á óvart er það að læknar og hjúkrunarfólk virðist almennt ekki þekkja þetta merki eða skipta landinu í áhættuflokka þannig að þeir sem búa úti á landi borga lægri iðgjöld en höfuðborgarbúar, a.m.k. í flestum tilvikum. Gerir þetta að verkum að landsbyggðarbúar leggi bílum sínum fyrir utan höfuð- borgina þegar þeir keyra til Reykja- víkur? Ekki sitja þeir allir í sinni sveit á sínum bOum? Margir koma tO borgarinnar í skemmri eða lengri tíma og jafnvel tO í dæminu að sum- ir eigi lögheimili úti á landi en stundi vinnu eða skóla á höfuðborg- arsvæðinu. Valdi þetta fólk tjóni á hærri gjald- svæðum fymist þá réttur þeirra til þess að aka um á lægri iðgjöldum? Hver er okkar réttur, sem þekkjum höfuðborgarsvæðið og erum vön þeim hraða og þeirri miklu umferð sem hér er orðin, gagnvart fólki utan af landi sem staulast oft um á 30 tO 40 km hraða á Miklubraut eða Kringlu- mýrarbraut og veldur stórhættu á sínum lægri iðgjöldum? vita hvernig þetta kerfi virkar. í hvert einasta skipti hef ég þurft að útskýra það sjálf hvað þetta er. Þetta kaOa ég falskt öryggi því að þetta merki er tO þess ætlað að tryggja það að viðkomandi sjúklingur fái rétta meðferð miðað við sjúkdóm þann eða ofnæmi sem þeir eru haldnir ef þeir eru í því ástandi að geta ekki skýrt frá því sjálfir. Ekki vOdi ég lenda í því að vera flutt inn á sjukra- hús með sjúkrabO og vera gefin vit- laus lyf sem gætu einfaldlega drepið mig bara vegna þess að læknar og hjúkrunarfólk eru illa upplýst. Ég vOdi koma þessu á framfæri því að það eru fleiri þúsund íslendingar sem bera þetta merki og telja sig þar af leiðandi örugga um að fá rétta meðhöndlun. Falskt öryggi Dagfari Fullu börnin í sjónvarpinu Ef Skjár einn er að hella ókeypis bjór í þáttastjómendur sína þá œtti hann líka að hella ókeypis bjór í áhorfendur sína. Öðruvísi eengur dagskrárstefnan ekki unp. Einn af stærstu sonum þjóðarinnar er fluttur heim eftir áralanga sigurgöngu í Ameríku þar sem hann spilaði körfubolta með ekki minni mönnum en Magic Johnson. Pétur Guðmundsson körfubolta- maður bar ungur höfuð og herðar yfir jafnaldra sína og nú þegar hann flytur heim hefur hann að sjálfsögðu betri yfirsýn yfir þjóðlífið en gerist og gengur. Pétur hefur lýst því í blaðaviðtali hvað honum brá þegar hann kom heim og fór að horfa á Skjá einn og sá aUa fuUu unglingana sem þar eru á skjánum. Pétur hafði horft á stefnumótaþáttinn Djúpu laugina og það gerði Dagfari líka. Dagfari getur tekiö undir með Pétri að það sé skrýtið að sjá fuUa unglinga í sjónvarpi. í Djúpu lauginni er stúlkukind haldið drukkinni á bak við tjald þannig að hún sjái ekki þrjá stráka sem sitja hinum megin og eru líka fuUir. AUir fá að halda á hljóðnema eins og Mick Jagger og þegar líður á þáttinn fara krakkamir að ruglast á hljóð- nemanum og bjórflöskunni frá MUler’s. Einn strák- urinn reyndi að tala í bjórstútinn og drekka úr hljóðnemanum en þá heyrðist ekkert i honum og það var ágætt. Stelpan spyr svo strákana spjörun- um úr, aðaUega um kynlíf, og strákarnir móta kyn- færi sín í leir tU að sýna stúlkunni. Á grundveUi aUs þessa á stúlkan svo að velja sér einn strák úr hópnum sem hún gerir að lokum ofurölvi við mikil fagnaðarlæti strákanna sem eru ekki minna fuUir. Þó virðast gestimir í sal vera fyUstir. AUt á þetta sér skýringar en þær helstar að í spamaöarskyni sendir Skjár einn flesta þætti sína út í beinni útsendingu. Dagfari á frænda sem vinn- ur í sjónvarpinu og hann hefur sagt honum að það sé stressandi að vera í beinni útsendingu - sérstak- lega ef maður er ungur og óreyndur. Þá er ekki um annað að ræða en að drekka í sig kjark og láta slag standa. Eini gaUinn er sá að það er ekki hægt að horfa á þessa þætti ófuUur. Ef Skjár einn er að heUa ókeypis bjór í þáttastjómendur sína þá ætti hann líka að heUa ókeypis bjór í áhorfendur sína. Öðruvisi gengur dagskrárstefnan ekki upp. Það er hefð fyrir svona fyUirísþáttum á Skjá ein- um því strax og stöðin hóf göngu sína var byrjað að sýna þátt í beinni útsendingu sem hét með Hausverk um helgar. Þar vom tveir fuUir stákar að rugla í álíka fuUum áhorfendum og þótti það töluverð nýbreytni í íslensku sjónvarpi. Svo mjög að íslenska útvarpsfélagið keypti fuUu strákana yfir tU sín þar sem þeir hafa verið að drekka síð- an. íslenska útvarpsfélagið áttaði sig hins vegar ekki á þvi að þegar fuUu strákamir vom komnir yfir tU þess vora þeir orðnir timbraðir og ekkert skemmtUegir lengur. Nú er bara að bíða eftir því að krakkamir í Djúpu lauginni verði timbraðir af bjórdrykkjunni og þá hættir þessi vitleysa af sjálfu sér. Pétur körfuboltamaður getur huggað sig við að það kemst enginn upp með að drekka sig i hel í beinni útsendingu. Það er ekki gott sjónvarpsefni. 'Da^atí. Ódýrari bílaleigu- bílar erlendis Skarphéðinn skrifar: Félagið Easy fly com hefur nú haf- ið rekstur bUaleigu og auglýsir bUa- leigubUa í klassa A af Mercedes Benz gerð fyrir 9 pund á sólarhring. Inni- faldar í verði era 80 mUur. Fleiri borgir eru með, s. s. Frankfurt, París og London. Þetta er vænlegur kostur fyrir íslendinga sem eru á útleið. Þeir geta farið inn á Netið og pantað sér bUaleigubU af bestu gerð. Á sama tíma eru Flug- leiðir að auglýsa bUaleigubUa á 50 pund frá Hertz og fylgja ekki trygg- ingar. Hjá Easy fly fylgja aUar trygg- ingar, bara að panta og taka bUinn á flugveUinum. Þess skal getið að bUa- leigubUl frá veUinum inn í miðborg- ina kostar 15 pund. Þetta er því hinn vænsti kostur fyrir Islendinga. Hátíöarmessan á Þingvöllum - var rofin til þess að senda beint út frá Formúlu 1 kappakstri. Útsending rofin fyrir kappakstur HK skrifar: Ég vU lýsa óánægju minni yfir því að útsending frá hátíðarmess- unni á ÞingvöUum þann 3. júlí sl. var rofin tU þess að senda beint út frá Formúlu 1 kappakstri. Messan var ekki nærri því búin þegar út- sendingin var rofin. Þessi útsending kostaði 5 miUjónir króna og því hefði mátt vanda betur tU verks. Ekki banna allt María skrifar: Hvemig væri að ljá þeim sem vUja breyta fíkniefnalöggjöfinni eyra. Það hefur sýnt sig að boð og bönn eru ekki aUtaf vænleg tU ár- angurs á íslandi. Þar eð nú þegar ætti að vera ljóst að algert bann við fíkniefnum og neyslu þeirra ber ekki árangur mætti kannski skoða aðra möguleika? Gatnaframkvæmdir — Ég held aö viögeröir gatna hafi aidrei veriö lakari en í ár. Slæmar götur Hðlmfriður hringdi: Ég get ekki orða bundist vegna gatnaframkvæmda - eða öllu heldur skorts á þeim - í borginni. Víða er búið að skera úr malbikinu fyrir bútaviðgerðum. Þannig er þetta lát- ið vera dögum og jafnvel vikum saman. Það segir sig sjálft hvemig þetta fer með bUana, ekki síst dekk- in, að vera að hossast yfir oddhvass- ar brúnir dag eftir dag. Ég held að viðgerðir gatna hafi aldrei verið lakari en í ár. Borgaryfirvöld ættu að taka sig saman í andlitinu og láta hraða framkvæmdum áður en meiri skaði er skeður. IDV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhrir.g- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.