Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2000, Blaðsíða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 2000
Skoðun I>"V
Fasteignasölur
Fékk ég afrit af báöum afsölunum og oröalagiö kom atgjöriega flatt upp á mig.
Óvönduð vinnubrögð
Spurning dagsins
Finnst þér að lögieiða beri
fíkniefni hér á landi?
Svanhvít Arnardóttir nemi:
Nei, þaö er bara rugl.
Lóa Siguröardóttir:
Já, kannski marijúana, þaö er hættu-
minna en sígarettur.
Guðrún Kvaran:
Nei, eiturlyf eru viöbjóöur.
Eva Linda Eyþórsdóttir:
Nei, ég held aö ástandiö myndi
versna viö þaö.
Gunnhildur Ólafsdóttir:
Nei, þá veröa allir rugiaöir.
Birgir Hannesson:
Nei, þaö tel ég ekki rétt.
Á síðustu árum
varð skóli sem ég
rek fórnarlamb
óvandaðra vinnu-
bragða fasteigna-
sölu við orðalag
um leigurétt skól-
ans á afsali dag-
settu 17. desember
1997 þar sem segir:
skólastjóri skrifar: ..Kaupanda er
.............. kunnugt um að
leigusamningur um 2. og 3. hæð
(Nuddskóli R.G.) gildir til 1/6 1998.“
Daginn eftir var selt til nýrra aðila
þar sem sama orðalag var endurtek-
ið nánast orðrétt (væntanlega í
trausti þess að fasteignasalan hefði
vandað til orðalagsins). Upphófst
mikil deila við nýja eigendur um
leigurétt starfseminnar. Fékk ég af-
rit af báðum afsölunum og orðalag-
ið kom algjörlega flatt upp á mig því
þarna var sagt að skólinn ætti að
Eyrún Ragnarsdóttir
skrifar:
Undanfarið hefur verið mikið fjall-
að um það í fjölmiðlum að hækka
bílprófsaldur úr 17 ára í 18 ára eða
eldra og væri það eflaust gott til að
sporna gegn tíðum slysum og um-
ferðarlagabrotum ungmenna sem
virðist vera að aukast illu heilli.
Þessar vangaveltur leiða huga
minn að öðru tengdu máli og það er
sjálfræðisaldur ungmenna. Hvers
vegna hefur svona lítið verið gert í
því að samræma lögin? Unglingar
eru nú sjálfráða 18 ára í stað 16 ára
áður. Þau mega faktíst ekki vinna
fullan vinnudag fyrr en 18 ára
vegna vinnulöggiafar ESB sem við
sem aðilar að EES verðum að taka
tillit til. Svo er annað mál að þetta
„Fékk ég afrit af báðum afsöl-
unum og orðalagið kom al-
gjörlega flatt upp á mig því
þarna var sagt að skólinn
ætti að rýma húsnæðið ákveð-
inn dag án þess að fyrir lœgi
uppsögn, riftun, lok á tima-
bundnum leigusamningi,
leiguskuld eða skriflegt sam-
komulag skólans. “
rýma húsnæðið ákveðinn dag án
þess að fyrir lægi uppsögn, riftun,
lok á tímabundnum leigusamningi,
leiguskuld eða skriflegt samkomu-
lag skólans.
Eigandinn fór i útburðarmál við
skólann eftir 1. júní 1998 með þeim
rökum að skólanum hefði verið
skylt að rýma húsnæðið á framan-
„Hvaða vit er í því að ung-
menni megi bera ábyrgð á og
keyra bil 17 ára, borgi fulla
skatta frá 16 ára aldri, megi
samt í rauninni ekki vinna
fulla vinnu fyrr en 18 ára og
sé ekki heldur sjálfráða fyrr
en 18 ára...“
ákvæði hefur ekki haldið vel út af
manneklu á vinnumarkaði yfír
sumarmánuði og langri hefð okkar
fyrir vinnu unglinga yfir sumar-
mánuðina.
Enn þá eru í gildi sömu skattalög-
in og áður þ.e. 16 ára borga fulla
skatta en samt eru 16-18 ára ung-
greindum degi. Úrskurður héraðs-
dóms var sá að þar sem þetta væri
atvinnuhúsnæði ætti lokadagsetn-
ingin á afsalinu að gilda. Skólinn
taldi hins vegar algjörlega óásættan-
legt að þriðju aðilar út i bæ ákvörð-
uðu lokadagsetningu leigusamnings
án þess að leigjandinn gæti nokkru
um það ráðið. Leigjendasamtökin,
sem undirritaður gekk í sér til
verndar og stuðnings, tóku undir
þetta og töldu að það yrði að kæra
þetta því úrskurðurinn gæti hleypt
öllum leigusamningum landsins í
uppnám. Lögmaður skólans kærði
þetta því til Hæstaréttar (f.h. skól-
ans). Dómsorðið hnekkti því að
framangreind dagsetning hefði
gildi. Skólinn vann því fullan sigur.
Leigjendasamtökin segja að óvönd-
uð vinnubrögð fasteignasala af svip-
uðu tagi séu landlæg og að á þeim
verði að taka. Ég tek undir það í
þessu tilfelli.
lingar á fullri ábyrgð foreldra eins
og um börn væri að ræða! Getur
verið að skattyfirvöld séu að draga
lappirnar í þessu máli vegna þess að
þeir missi spón úr aski sínum? Það
er spuming. Væri ekki skynsam-
legra að bílpróf, skattalöggjöfin,
hegningarlöggjöfin og sjálfræðisald-
urinn fylgdust að þ.e. 18 ár. Hvaða
vit er í því að ungmenni megi bera
ábyrgð á og keyra bíl 17 ára, borgi
fulla skatta frá 16 ára aldri, megi
samt i rauninni ekki vinna fulla
vinnu fyrr en 18 ára og sé ekki held-
ur sjálfráða fyrr en 18 ára þ.e. telst
bam til 18 ára aldurs, á fullri
ábyrgð foreldra sinna. Við gætum
með réttu kallað þennan hóp ung-
menna týndu kynslóðina eins og
málin standa í dag.
Dagfari
Guðmundur
Týnda kynslóðin
Þjóöin haldi opinbera rollutrúarhátíö
Löngum hafa Islendingar haft gaman af að
segja brandara um heilögu kýmar í Ind-
landi. Þar ganga beljur um torg og sveitir án
þess að við þeim megi stugga af trúarlegum
ástæðum hindúa. Oft á tíðum hefur þetta lit-
ið furðulega út í augum íslendinga, ekki síst
þegar umtalsverður hluti indversku þjóðar-
innar hefur verið að drepast úr hor og nær-
ingarskorti. Minnir þaö nokkuð á söguna um
lata Geir á lækjarbakka sem lá þar til hann
dó. Vildi hann ekki vatnið smakka, var hann
þyrstur þó. Geiri sálugi lést sem sagt úr leti
og heimsku af þvi hann asnaðist ekki til að
súpa á læknum sem rann við nefið á honum.
Einhvem veginn læðist sá grunur að Dagfara
að asnaskapur Indverja í þessum efnum sé ekki
mjög frábrugðinn heimsku íslendinga. Ekki þarf
að rekja sig ýkja langt til baka í íslandssögunni
til að finna dæmi um það er fólk var að drepast
úr eymd og matarleysi en mátti alls ekki til þess
hugsa að slátra heimilishrossinu, truntu sem þó
var varla til nokkurs brúks nýtileg nema sem
saltkjöt i tunnu.
Þessi vitleysisgangur í skjóli trúarofstækis
virðist þó síður en svo útkiúnaður hér á landi.
Að vísu er fólk farið að kroppa í hrossakjöt
svona af og til, en blessaðar rollumar virðast
„Blessuð sauðkindin hefur fœtt
okkur og klætt í gegnum aldimar
og haldið í okkur lífinu og gert að
einstakri súperþjóð sem af öllum
ber í heimi hér. “
hins vegar vera að taka við hlutverki hestanna.
Það er alveg harðbannað að segja eitt einasta
styggðaryrði um sauðkindina. Hún er lofuð i há-
stert og þá ekki síst þegar fyrirmenn þjóðarinnar
þurfa að lita rósamálið sterkum sauðalitum á
tyllidögum. „Blessuð sauðkindin hefur fætt
okkur og klætt í gegnum aldimar og haldið í
okkur lífinu og gert að einstakri súperþjóð
sem af öllum ber í heimi hér.“ (Var þetta
ekki gott hjá mér? Það var bara eins og for-
setinn hefði mælt þessi orð af munni.)
Sem sagt, rollan er heilög. Það er hrein sví-
virða að ætlast til þess að lausaganga þessara
sætu lopahnoðra verði bönnuð, eins og títt er
í miklum fiárræktarlöndum. Það kemur mál-
inu heldur hreint alls ekkert við þó fiöldi ís-
lendinga örkumlist á ári hverju og verði fyrir
gríðarlegu eignatjóni af því að lenda i
árekstri við vegarollur. Sauðkindin er rétt-
hærri mannskepnunni á íslandi. Hún skal hafa
forgang á þjóðvegum landsins. Hún á lika aUan
rétt, ásamt blessuðum hrossunum, á að breyta
afréttum í örfoka eyðimerkur og hún á sömuleið-
is aUa samúð löggjafarvaldsins. RoUutrú íslend-
inga skal blífa um aUa framtíð og við skulum
bara læra að sætta okkur við og iöka af enn
meiri krafti en áður þessi trúarbrögð. Það er
líka meira en timi tU kominn að þjóðin komi út
úr kristnitökuskápnum, skundi á ÞingvöU og
haldi meö stæl opinbera roUutrúarhátíð.
V>&$$asL
Burt með flug-
völlinn
Þórður hringdi:
Ég vil koma á framfæri kvörtun-
um yfir ReykjavíkurflugveUi sem
stendur hér í miðri íbúðarbyggð.
Hann er slysagUdra auk þess sem af
honum stafar mikil hljóðmengun.
Fjárhagslega er þetta ósniðugt og
það ætti að byggja á þessu svæði.
íbúðaverð er að hækka og það vant-
ar byggingasvæði i Reykjavík. Til
dæmis vantar sárlega húsnæði fyrir
háskólanema. Vitrænast væri að
flytja innanlandsflug tU Keflavíkur-
flugvaUar og koma á laggirnar lest á
miUi Keflavíkur og Reykjavíkur.
Sundlaugarnar
frábærar
Margrét skrifar:
Ég er nýlega flutt heim frá útlönd-
um og hef saknað íslenskra sund-
lauga. Því vU ég nota tækifærið til
að benda á að bæði sundlaugar og
sundmenning á íslandi er aUt önnur
og mun betri en í flestum öðrum
löndum. Þeim sem gera mikið af því
að kvarta og kveina í lesendadálk-
um dagblaðanna vil ég benda á að
gott sund í faUegu umhverfi dregur
tvímælalaust úr streitu.
Gott framtak
Steinunn hringdi:
Það var gott framtak hjá kaup-
mönnum við Laugaveginn að
hleypa umferð á hann aftur, eftir að
borgaryfirvöld höfðu ætlað að gera
neðri hluta hans að göngugötu. Það
er beinlínis hjákátlegt að stöðva
umferð um götu sem á aUt sitt und-
ir verslun og viðskiptum, meðan
rigningin er svo mikU að ekki er
hundi út sigandi. En þetta gerðu
borgaryfirvöld. Kaupmenn höfðu
svo vit fyrir þeim með því að grípa
tU eigin ráða.
Ég er ekki að segja að varsla og
rekstur borgarinnar hafi verið tU
neinnar fyrirmyndar þegar ihaldið
réð þar ríkjum. En stundum koma
þeir dagar sem maður spyr sig
hvort R-listinn sé á fyrsta degi við
stjómun. Svo klaufalegar eru marg-
ar ákvarðanir hans og athafnir.
Um vanda þyrlu-
sveitarinnar
Hafliði Helgason skrifar:
Að undanfomu hefur veriö fiaU-
að töluvert um bUamál hjá þyrlu-
sveit Landhelgisgæslunnar. Það á
að leysa þetta mál á einfaldan hátt.
Það þarf að fá fleiri menn í áhafnir
og þeir eiga að vera á vöktum, tU-
búnir tU að fara í loftið þegar kaUið
kemur og eiga aUs ekki að þurfa að
bíða eftir leigubU. Einnig þarf að fá
nýja þyrlu af sömu stærð og Líf, en
hún er nú bUuð. Þessir menn eiga
heiður skUinn fyrir sín erfiðu störf.
PVi Lesendur
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn T síma: 550 5035.
Eða sent tölvupóst á netfangið:
gra@ff.is
Eða sent bréf til: Lesendasíða DV,
Þverholti 11, 105 ReyKJavik.
Lesendur eru hvattir til að senda mynd
af sér til birtingar meö bréfunum á
sama póstfang.