Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2000, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2000, Page 11
11 FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2000 X>v_____________________________________________________________________________________________________Hagsýni ísafjörður kemur vel út úr verðkönnun DV: 25 prósenta munur á hæsta og lægsta veröi - Bónus lægstur að vanda, líka á ísafirði Ný verðkönnun DV leiðir í ljós að Bónus heldur forystu sinni hvað lágt vöruverð áhrærir. Tíu verslan- ir tóku þátt í verðkönnuninni en að þessu sinni voru tvær verslanir af landsbyggðinni með. Það voru Bón- us á ísafirði og Nettó á Akureyri. I Reykjavík og nágrenni var farið í Fjarðarkaup, Sparverslun í Kópa- vogi, Hagkaup, Bónus, Nýkaup, 10-11 og Nóatún. Meðalverð körfunnar var 3420 krónur og vörurnar af ýmsum toga. Þar sem fleiri en tveir áttu ekki vör- una eða hún var ekki til í réttum umbúðum var henni sleppt en ein- staka vörutegundir vantaði á einum stað eða tveimur og var þá tekið meðalverð allra verslana og það not- að. Þær vörur eru merktar sérstak- lega í grafmu. Alls staðar var þess gætt að vera með sömu vörumerki og er athyglis- vert að sjá hversu misjafnt verðið er með það í huga. Um hundrað krón- um munar á hæsta og lægsta verði á þvottaefni og grænar Ora-baunir, 1/4 dós, er 10 krónum dýrari þar sem hún er dýrust en þar sem hún er ódýrust. Innkaupakarfan - verðkönnun Nettó Akureyri Fjarðarkaup Sparverslun Hagkaup Bónus Nýkaup 10-U Bónus ísafirði Nóatún Meðalta! Mjólkurítex frá Frón 139 145 139 145 Il48l 159 153 149 159 148 Hafragrjón 500 g 80 99 80 79 70 109 99 67 109 88 Ljóma smjörííki 500 g 140 134 129 137 115 156 139 115 156 136 Samsölumaltbrauð 113 103 11531 107 89 112 H551 89 109 103 Italiensk gryte Toro 164 180 164 164 159 188 186 159 190 173 Aríel future 2.5 kg 898 935 898 935 859 989 m 859 998 921 ... ■ 2 L kók 177 187 177 187 169 199 199 169 208 186 Royal lyftiduft 1 ds 219 218 219 232 189 248 242 189 248 223 Smjörvi 144 142 144 144 139 169 158 139 169 150 Wesson Com Oil 48 oz 398 299 298 299 262 319 364 267 Í3Í91 314 Ritzkex 151! 65 66 68 59 69 79 59 99 68 Grænarbaunir 1/4 54 55 54 55 49 59 56 49 59 54 Skafís - emmess 21 498 489 489 498 459 619 558 459 619 521 Komax hveiti rautt 2 kg 72 72 [721 72 63 80 78 63 80 72 Sykur 1 kg 1551 81 82 81 77 103 86 77 103 86 Bananar 1 kg 173 179 169 184 149 199 188 149 199 177 Samtals 3406 3383 3283 3387 3055 3777 3609 3058 3824 3420 □ =Meðaltalsverð Hæsta verð: 3824 Lægsta verð: 3055 Prósentumunur: 25% Þetta var keypt Vörumar sem enduðu i körfunni eftir að búið var að sigta út það sem ekki gekk upp voru þessar: Mjólkur- kex frá Frón - þar þurfti að búa til meðalverð fyrir Bónus því þar eru 50% stærri pakkningar en hjá öðrum - hafragrjón, Ljóma-smjör- líki, Samsölumaltbrauð í sneiðum, ítölsk grýta frá Toro, Ariel future þvottaefni, 2 1 af kók, Royal-lyfti- duft, smjörvi, kornolía, Ritzkex, grænar baunir, skafís, hveiti, sykur og bananar. Erfitt að eltast við tilboðin I hverri viku bjóða verslanir upp á tilboð á ýmsum vörutegundum og eru þau að vonum misgóð. Stöku sinnum kemur fyrir að flestar versl- anirnar bjóða frábær tilboð - allar sömu vikuna. Svo koma vikur þar sem maður hugsar sig vandlega um og sér nákvæmlega ekkert sem hentar að elta uppi I tilboðunum og fer bara í sína venjulegu búð. Reynt er að gæta þess að tilboðs- vörur komi ekki inn í verðkönnun DV, enda myndi það skekkja mjög útkomuna, heldur keyptar vörur sem algengar eru í innkaupakörfum landans, vörur sem notaðar eru dags daglega og allir þekkja. -vs Sameiginlegt húsrými, lóð og búnaður í fjölbýlishúsum: Beint samband við neytendasíðu Lesendur sem vilja ná sam- bandi við Neytendasíðu DV hafa til þess nokkrar leiðir. í fyrsta lagi geta þeir hringt í beinan síma: 550 5821. Faxnúmerið er: 5505020 og svo er það tölvupósturinn en póstfang- ið er: vigdis@fr.is. Tekið er á móti öllu því sem neytendur viija koma á framfæri, hvort sem það eru kvartanir, hrós, nýjar vörur eða þjónusta - eða spurningar um eitt og annað sem kemur upp á í daglegu lífi. Sé umsjónarmaður ekki við er tekið við skilaboðum. Vigdis Stefánsdóttir umsjónarmaður neytendasíðu Allir hafa jafnan hagnýtingarrétt - nema annað sé ákveðið í þinglýstum heimildum ■■■■■■ I ÞflKSKRÚFUR íbúi í stóru fjölbýlishúsi hafði sam- band við Húsráð og DV vegna deilna í húsinu um nýtingu bílastæða. „Hvað segja lög um fiöleignarhús um nýtingu bílastœða? Má íbúi hafa eins marga bíla og honum sýnist á sameiginlegum bílastœðum þó svo að fiöldi bílastœða sé nokkurn veginn jafn fiölda íbúöa?" Fanny Kristín Tryggvadóttir, framkvæmdastjori Húsráða, svarar: 33. grein laga um fjöleignarhús fjallar um bílastæði. Bílastæði á lóð fjöleignarhúss eru sameiginleg og óskipt nema ákveðið sé í þinglýstum heimildum að tiltekin bílastæði fylgi ákveðnum séreignarhlutum. Verður óskiptum bílastæðum ekki skipt nema allir eigendur samþykki og skulu þá gerðar nauðsynlegar breyt- ingar á eignaskiptayfirlýsingu og þeim þinglýst. í greinargerð með þessu ákvæði segir þó að í greininni sé fyrst og fremst horft til formlegra eignaskipta en ekki sé útilokað að meirihluti eigenda, einfaldur eða auk- inn, geti í einhverjum tilvikum tekið bindandi ákvörðun um einhvers kon- ar óformlega og ekki varanlega af- notaskiptingu. Hér er þó komið á '■*'» .25 ri. ■ Fyí __™ tv ísfjrrK _. s.„ .‘3- 'i‘ .< .. r- ; • . • m ■ Bílastæði Oft getur veríð erfitt að finna pláss á bílastæð- um fjölbýlishúsa. grátt svæði og lítið þarf til að slík ákvörðun útheimti samþykki allra. Sérhver íbúi hefur rétt til hagnýt- ingar sameiginlegs húsrýmis, lóðar LESEMPUM SVARAÐ RA&GJAFAÞJÓNUSTA HÚSFELAGA Lesendu' geta sent sptimingar til serfræöinga Húsráöa með tólvupósti. Netfangiö er dvritst@ff.is og merkja skal tölvupóstinn Húsráö. og búnaðar. Réttur til að hagnýta sameign fer ekki eftir hlutfallstölum og hafa allir eigendur jafnan hagnýtingarrétt þótt hlut- fallstölur séu misháar. Þessi réttur takmarkast eingöngu af hagsmunum og jafnríkum rétti ann- arra eigenda en slíkar takmarkanir er að finna í lögum um fjöleignarhús og þeim samþykktum og reglum sem húsfélagið setur samkvæmt þeim. Húsfélagið getur, með einfoldum meirihluta eig- enda bæði miðað við fjölda og eignar- hluta á húsfundi, samþykkt húsregl- ur, sbr. 74. gr. laganna. Þar má setja reglur um afnot sameiginlegra bíla- stæða, t.d. um Qölda bílastæða sem íbúar hverrar íbúðar mega nýta, hvort leggja megi óskráðum bílum eða atvinnutækjum í sameiginleg bílastæði o.s.frv. Húsráð - Ráðgjafaþjónusta húsfé- laga er að Suðurlandsbraut 30 og veit- ir margvíslegar upplýsingar og leitar ráða við álitamálum sem upp geta komið varðandi samskipti fólks í íbúðarhúsnæði. Síminn þar á bæ er 568 9988. HeltlKiðaðar Ryðfríar Ál. Allar gerðir festinga fyrir klæðningar á iager.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.