Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2000, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 21. ÁGÚST 2000 I>V 7 Fréttir Mistök skattstjóra vekja vonir hjá vestfirskum kvótaleigjanda: Endurgreiddi ógreiddan virðisaukaskatt - erum að endurskoða málið, segir skattstjóri Vestf jarðaumdæmis Skattstjórinn á ísafirði -hefur end- urgreitt útgerðarfélaginu Hyrnó ehf. á Patreksfirði 398 þúsund krónur vegna kvótaleigu fyrirtækisins á Kvótaþingi íslands. Hymó fékk endurgreiðsluna þrátt fyrir að ekki sé lagður virðis- aukaskattur á kvótaleigu. Erla Péturs- dóttir, skattstjóri Vestfjarðaumdæm- is, segir í samtali við DV að þessi af- greiðsla embættisins verði endurskoð- uð. Eigandi Hyrnó ehf. er Svavar Guðnason sem ákærður var og sekur fundinn í svokölluðu Vatneyrarmáli. Svavar segist í kjölfar afgreiöslu er- indis skattstjórans á ísafirði þegar hafa sent sýslumanninum á Patreks- firði bréf þar sem þess sé krafist að Hyrnó fái endurgreitt úr ríkissjóði það sem eftir stendur af kvótaleigunni sem fyrirtækið greiddi á Kvótaþing- inu. Það sé gert þar sem engin heim- ild sé í lögum fyrir gjaldtökunni á Kvótaþinginu. Það erindi hefur ekki verið afgreitt. Svavar sendi skattstjóra Vestfjarða- umdæmis bréf 23. júlí sl.og fór fram á að fá endurgreiddan virðisaukaskatt vegna kvótaleigunnar. 3. ágúst sl. sendi Svavar síðan virðisaukaskatt- skýrslu til skattstjórans en í henni reiknaði hann virðisaukaskatt vegna kvótaleigunnar sem framlag á móti ógreiddum virðisauka Hyrnó ehf. Svavar segir skattstjóra þá hafa hringt í sig til að spyrjast nánar fyrir um rök í málinu. „Ég sagði að ríkinu, sem eiganda Kvótaþingsins, bæri skylda til, eins og öllum öðram, að greiða virðisauka af leigugjaldinu. Ég sagði að þar sem virðisauki er ekki sérstaklega til- greindur á þeim kvittunum sem ég hef fengið frá Kvótaþingi þá hljóti hann að vera innifalinn í leiguupp- hæðinni. Skattstjóri sá ekki ástæðu til að fetta fingur út í þetta og endur- greiddi mér virðisaukann," segir Svavar. Þrátt fyrir þessi orð Svavars má skilja af orðum Erlu Pétursdóttur skattstjóra að virðisaukaskattskýrsla Svavars hafi verið afgreidd með áður- greindum hætti vegna mistaka hjá embættinu. „Það kann að vera að Svavar hafi fengið greidda út þessa upphæð vegna kvótans. En ég ítreka að skattstjóri hefur fulla heimOd til að taka ákvarð- anir sínar til endurskoðunar og það verður gert í þessu tilfelli," segir Erla. Hún segir enn fremur að kvótasala og -leiga sé undanþegin virðisaukaskatti og samkvæmt orðum hennar stefnir allt í að Svavari verði gert að endur- greiða ríkissjóði umræddan „virðis- aukaskatt“. -GAR Oruggur með sig Renault Megane er öruggasti bíllinn í sínum stærðarflokki samkvæmt öryggisprófunum NACP Renault Mégane Berline 17.130,- a manuor Verð frá 1.398.000,- 5 dyra - 5 gíra - 1400cc - 4 loftpúðar - abs- fjarstýrð hljómtæki - fjarstýrðar samlæsingar Renault Mégane Classic 19.556 á mánuði* Verð frá 1.598.000,- 5 dyra - 5 gíra - 1600cc - 4 loftpúðar - abs - fjarstýrð hljómtæki - fjarstýrðar samlæsingar Renault Mégane Break 19.920,- á mánuði* Verð frá 1.628.000,- 5 dyra - 5 gíra - 1600cc - 4 loftpúðar - abs - fjarstýrð hljómtæki - fjarstýrðar samlæsingar *meðalútborgnn á mánuði miðað við 25% útborgun (t.d. notaðan bíl) og afganginn á 84 mánuðum. Gijótháls 1 Komdu og prófaðu þann sem hentar þér Súni 575 1200 Söludeild 575 1220 RENAULT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.