Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2000, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 21. ÁGÚST 2000 Utlönd DV Atök á Vesturbakkanum Enn einu sinni kom til átaka milli Palestínumanna og ísraelskra örygg- issveita á Vesturbakkanum í gær. Forseti ísraels: Palestínskt ríki veldur átökum Moshe Katsav, forseti ísraels, var- aði við því í gær að til átaka gæti komið ef Yasser Arafat, forseti Palestínumanna, lýsir yfir sjálf- stæðu ríki Palestinu þann 13. sept- ember, eins og til stendur. „Ef Arafat gerir það mun ísrael ekki viðurkenna ríkið og það mun bara leiða til átaka sem verða alvar- leg og það er andstætt hagsmunum okkar og Palestínumanna," sagði Katsav í viðtali við þýska vikuritið Focus sem kemur út í dag. ísraelsforseti sagði að Arafat hefði gert mistök á leiötogafundin- um í Camp David í júlí þar sem hann hefði ekki viljað gera mála- miðlun. „Arabarnir gera því miður alltaf sömu mistökin, þeir hafna öllum til- lögum,“ sagði Katsav. Saeb Erekat, aðalsamningamaður Palestínumanna, staðfesti í gær að mikið bæri enn í milli í friðarvið- ræðunum fyrir botni Miðjarðarhafs- ins. Hann gagnrýndi bæði Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, og Bill Clinton Bandaríkjaforseta fyrir að kenna Palestínumönnum um að standa í vegi fyrir friði. Norskir kafarar að störfum í Barentshafi: Barist við neyð- arlúguna á Kúrsk Norskir kafarar fóru undir kvöld í gær til flotahafnar í norðanverðu Rússlandi til að rannsaka kafbát svipaðan kjamorkukafbátnum Kúrsk, sem liggur á botni Barents- hafsins, áður en þeir gera frekari til- raunir til að opna neyðarlúgur hans. Björgunartilraunir héldu áfram fram á kvöld í gær þrátt fyrir að nær öruggt sé talið að allir menn- imir 118 um borð séu látnir. Norski aðmírállinn Einar Skorgen, yfirmaður norska björgun- arliðsins, sagði að tveir kafaranna myndu skoða hvað væri fyrir innan neyðarlúguna frekar en að læra að- ferðir til að rífa hana af. „Við verðum að gera okkur grein fyrir afleiðingunum ef við opnum hana,“ sagði Skorgen í viðtali við norsku sjónvarpsstöðina TV2. Og bætti við að enn væri nokkuð í að gerð yrði tilraun til að opna neyðar- lúgurnar. Ekki sammáia Norskir og rússneskir embættis- menn hafa ekki verið á einu máli um hversu erfitt það geti orðið að losa neyðarlúguna á kafbátnum sem liggur á 108 metra dýpi á botni Barentshafs. Kúrsk sökk þann 12. ágúst eftir sprengingar um borð eða árekstur, eða hvorutveggja. ílja Klebanov, aðstoðarforsætis- ráðherra Rússlands og formaður nefndar sem rannsakar slysið, sagði að lúgan væri svo mikið skemmd að rifa yrði hana af. Ákvörðun hefði verið tekin um að nota til þess krana á norska björgunarskipinu. Talsmaður norska hersins sagði að kafararnir teldu ekki að lúgan Utsal a á gfarðvörum Allt að 40% afsláttur af gfarávörum úr gfrjóti. “t||í Hanáunnar vörur úr granít, tekleir, styttur, gosLrunnar og ^arðkús^ög’n. enskum aástæáum, Jjolir arft er aá lilífa steininum. RHIN ' - p Stemsmiájan Rein elif Lækjarmei 1 116 Reylejavík Shni 5666 081 væri of illa farin og héldu að tiltölu- lega auðvelt ætti að vera að opna hana. Hann bar einnig til baka frétt úr rússneska sjónvarpinu um að maður hefði fundist 1 hólfinu undir lúgunni. Lúgan í þokkalegu standi „Lúgan er ekki ónýt og hún er í þokkalegu ásigkomulagi. Við teljum að það ætti að vera hægt að opna hana með breskri eða rússneskri björgunarkúlu," sagði John Espen Lien, talsmaður norska hersins, í samtali við fréttamann Reuters í Ósló í gær. Klebanov aðstoðarforsætisráð- herra sagði að breskur björgunar- kafbátur sem er á slysstað kæmi ekki að gagni vegna skemmda á skrokki Kúrsk. Norska útvarpið NRK hafði hins vegar eftir Skorgen aðmíráli að það þyrfti ekki að vera miklum vand- kvæðum háð að festa björgunar- hylki við neyðarlúguna. Vladímir Pútín Rússlandsforseti, sem hefur verið harðlega gagnrýnd- ur fyrir aðgerðaleysi sitt á meðan harmleikurinn hefur farið fram í Barentshafí, sagði í gær að björgun- araðgerðunum yrði haldið áfram til hinstu stundar. „Við fylgjumst öll með því sem er að gerast i Barentshafi með trega í hjarta og, ég ýki ekki, tár á hvörm- um,“ sagði Pútín á fundi með leið- togum kirkjunnar. Sorg í Múrmansk Foreldrar sjótiöans Maxíms Barzjovs á kjarnorkukafbátnum Kúrsk voru full trega þegar þau komu til Múrmansk í gær. Norskir kafarar unnu aö því hörö- um höndum í gær aö opna neyöarlúgu á kafbátnum á botni Barentshafs. Góöar fréttir fyrir demókrata: Gore búinn að ná Bush að fylgi A1 Gore, forsetaefni demókrata, hefur dregið keppinaut sinn, George W. Bush, - forsetafram- bjóðanda repúblikana, uppi og er fylgi þeirra nú hnífjafnt, ef marka má nýja skoðanakönnun Gallups fyrir CNN og USA Today. Könnunin, sem gerð var á föstudag og laugar- dag, leiddi í ljós aö 49 prósent líklegra kjós- enda ætluðu að kjósa hvom um sig í kosning- unum í nóvember í haust, ef baráttan stæði milli þeirra tveggja. Al Gore Fylgi varaforsetans er á uppleiö. Skekkjumörk könnun- arinnar eru 4 prósent. Niðurstaðan sýnir að Gore og Joseph Lieber- man, varaforsetaefni hans, hafa mjög sótt í sig veðrið frá því að landsfundi demókrata lauk í Los Ang- eles í síðustu viku. í könn- un sömu aðila fyrir tiu dögum naut Gore fylgis 40 prósenta aðspurðra en Bush 56 prósenta. Þegar spurt var um fylgi frambjóðendanna ef þeir Patrick Buchanan og Ralph Nader væru teknir aðeins á með i reikninginn fékk Gore 47 pró- sent en Bush 46 prósent. Niels Helveg ánægður Niels Helveg Pet- ersen, utanríkisráð- herra Danmerkur, stendur fast á því að bandarísk stjórn- völd hafl veitt full- nægjandi trygging- ar fyrir því að ósprungin vetnis- sprengja liggi ekki á hafsbotni und- an herstöðinni í Thule. Fjórir fyrr- um starfsmenn í Thule segjast hafa séð gögn um annað. Drepinn á Norður-írlandi Hálffertugur maður var skotinn til bana á götu úti í bænum Dundalk á Norður-írlandi á laugar- dagskvöld. Lögreglan neitar að tjá sig um fréttir að maðurinn tengist hópi harðlínumanna úr röðum lýð- veldissinnaðra skæruliða. Jesse skerst í leikinn Bandariski blökkumannaleiðtog- inn Jesse Jackson talaði í gær við Líberíuforseta og hvatti hann til að sleppa 4 breskum sjónvarpsmönn- um sem sakaðir eru um njósnir. Lest banar sautján manns Vöruflutningalest með eldsneytis- farm fór út af sporinu skammt frá Nairóbí, höfuðborg Kenía, í gær, og létust að minnsta kosti 17 í nær- liggjandi húsum í eldhaftnu. Enn tvísýnt með Thorseth Norski ævintýramaðurinn Ragn- ar Thorseth liggur enn þungt hald- inn, með alvarlega höfuðáverka, á sjúkrahúsi eftir að hann féll af hest- baki í síðustu viku. Nyrup hafnar boði Poul Nyrup Rasmussen, forsæt- isráðherra Dan- merkur, hafnaði fyrir helgi boði íhaldsmanna um að taka þátt í loka- átaki þeirra fyrir samþykkt upptöku evrunnar, sameiginlegs gjaldmiðils Evrópusambandsins, í Danmörku. Þjóðaratkvæöagreiðsla verður um málið í næsta mánuði. Leita áfram að lausn Líbýumenn ætla að halda áfram að vinna að lausn gísla sem upp- reisnarmenn múslíma halda á eyj- unni Jolo á Filippseyjum, að því er utanríkisráðherra Líbýu, Abdel Rahman Shalgam, greindi frá I gær. Oppenheimer látinn Suður-afrísku námukóngurinn Harry Oppen- heimer, fyrrum stjómarformaður demantafyrirtækis- ins De Beers, lést á laugardag, 91 árs að aldri, eftir skammvinn veikindi. Forseti Suð- ur-Afríku kallaði Oppenheimer einn af afburðasonum landsins. Dóphringur upprættur Bandaríkjamenn og Kólumbíu- menn upprættu fíkniefnahring í sameiginlegum aðgerðum sem lauk í gær með handtöku þriggja meintra kókainsmyglara í Kólumbíu. Alls hafa þá 33 menn verið handteknir í Kólumbíu og Bandaríkjunum í að- gerðum þessum, að því er kólumb- íska lögreglan greindi frá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.