Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2000, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2000, Blaðsíða 26
42 MÁNUDAGUR 21. ÁGÚST 2000 I>V Ættfræði_________________ Umsjón: Helga D. Siguröardóttir 95 ára________________________________ Lára Þorsteinsdóttir, -V, 7 Kjarnalundi dvalarh., Akureyri. 90 ára________________________________ Þorsteinn C. Löve, Miðtúni 20, Reykjavík. 85 ára________________________________ Ögmundur Jóhannesson, Garðbraut 49, Garði. 80 ára________________________________ Ásdís Magnúsdóttir, Staðarbakka 1, Hvammstanga. “ 75 ára___________________________________ Emma Árnadóttir, Vallarbraut 5, Akranesi. Guömundur Einarsson, Hamraborg 28, Kópavogi. Rósa Anna Bjarnadóttir, Sólvallagötu 8, Keflavík. 70 ára________________________________ Ástvaldur Steinsson, Brekkugötu 1, Ólafsfirði. Guörún Páisdóttir, Lækjasmára 6, Kópavogi. Ólafur Herjólfsson, Hvammi, Vogum. 60 ára_______________________ Auöur Halldórsdóttir, ‘ Grundargötu 28, Grundarfiröi. Ásgeir Jóhannsson, Danmörku. Halldóra Erla Bjarnadóttir, Svíþjóð. Hulda Guömundsdóttir, Lindarbyggð 11, Mosfellsbæ. Sigurður Benediktsson, Hrannargötu 5, Keflavlk. 50 ára________________________ Hansína Kolbrún Jónsdóttir, Krummahólum 10, Reykjavík. Hartwig Muller, Þýskalandi. Kristjana Friðgeirsdóttir, Svíþjóö. Pétur A. Pétursson, Hliðarbraut 21, Blönduósi. Sigríöur Gunnarsdóttir, löalind 7, Kópavogi. Sigurgeir Þorbjörnsson, Grettisgötu 35b, Reykjavík. 40 ára________________________ Anna Margrét Wernersdóttir, Hrauntungu 8, Kópavogi. Bjarni Bentsson, Flúðaseli 72, Reykjavík. Filomena M De Oliveira Pires, Portúgal. Guöbergur P. Guðbergsson, Logafold 152, Reykjavík. i Guörún Aöalh. Matthíasdóttir, Melavegi 13, Hvammstanga. Guörún Perla Richter, Nóatúni 24, Reykjavík. Gunnhildur Arnardóttir, Grýtubakka 6, Reykjavík. Hjördís Kristinsdóttir, Saltabergi, Vestmannaeyjum. Högni Júlíus Svanbergsson, Bæjarsíðu 7, Akureyri. Jóhanna Davíösdóttir, Holtagerði 48, Kópavogi. Magnús Karlsson, Logafold 116, Reykjavík. Skúli Arnfinnsson, Kjarrhólma 30, Kópavogi. Vignir Demusson, Kirkjuvegi 12, Keflavík. allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ Sufiurhlíö35 • Sími 581 3300 Persónuleg, alhliöa útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrlr Eínarsson útfararstjóri Sverrír Olsen útfararstjóri Baldur Fredríksen útfararstjóri Utfararstofa Islands Sigríður Eyþórsdóttir menntaskólakennari og leikstjóri Sigríður Eyþórsdóttir, framhalds- skólakennari og leikstjóri, Ásvalla- götu 26, Reykjavík, er sextug í dag. Starfsferill Sigríður fæddist í Torfabæ í Sel- vogi í Ámessýslu og ólst þar upp. Hún útskrifaðist frá Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur árið 1968 og lauks starfsleikninámi frá Kennara- háskóla íslands árið 1988. Hún tók kennarapróf frá KHÍ árið 1991. Sigríður hefur sótt fjölda nám- skeiða í leiklist, leikstjórn og sér- kennslu. Hún var dagskrárgerðar- maður hjá Ríkisútvarpinu um ára- bil og sá aðallega um bamaefni. Hún kenndi leiklist í Hagaskóla ár- um saman og kenndi hömum í Kramhúsinu og í leikskólanum Listakoti leiklist. Sigríður rak einnig leiklistar- skóla bamanna á Fríkirkjuvegi og átti þátt í stofnun bamaleikhússins L.H., unglingaleikhópsins Veit mamma hvað ég vil, Snúðs og Snældu og Leikfélags eldri borgara. Að auki stofnaði Sigríður leikhóp- inn Perluna sem skipaður er fuÚ- orðnu, þroskaheftu fólki og starfar Perlan enn af fullum krafti undir stjóm Sigríðar. Sigríður kenndi leikræna tján- ingu á fj ölskyldunámskeiðum SÁÁ um árabil. Hún hefur kennt fólki á ölium aldri leikræna tjáningu hér- lendis og víða erlendis og tekið þátt i samvinnuverkefnum ýmissa þjóða á sviði leiklistar. Einnig hefur hún leikið hjá Leik- félagi Reykjavíkur, Leikfélagi Kópa- vogs, og í útvarpi, sjónvarpi og kvikmyndum. Sigríður hefur gefið út nokkrar bamabækur og skrifað fjölda hand- rita fyrir ýmsa leikhópa og leikstýrt þeim. Sigríður hefur að auki bæði samið og leikstýrt fyrir sjónvarp. Hún kennir nú hjá fullorðins- fræðslu fatlaðra í Reykjavík. Fjölskylda Sigríður giftist þann 23.8. 1963 Jóni L. Amalds, f. 28.1.1935, hæsta- réttarlögmanni. Hann er sonur Guðrúnar Laxdal og Siguröar Arn- alds. Sigríður og Jón skildu árið 1990. Böm Sigríðar og Jóns eru Eyþór Amalds, f. 24.11.1964, framkvæmda- stjóri Íslandssíma, maki hans er Móeiður Júníusdóttir, f. 4.5. 1972, söngkona, þau em búsett í Reykja- vík, og Bergljót Amalds, f. 15.10. 1968, rithöfundur og leikkona, hún á soninn Matthías Amalds, f. 24.2. 1986 og búa þau í Reykjavík en unnusti Bergljótar er Aziz Mihoubi. Systkini Sigríðar em Ingibjörg Eyþórsdóttir, f. 14.5. 1936, húsfreyja að Kaldaðarnesi, Flóa; Eydís Ey- þórsdóttir, f. 2.10. 1937, gjaldkeri í Reykjavík; Þórður Eyþórsson, f. 24.8. 1943, deildarstjóri í sjávarút- vegsráðuneytinu, hann býr í Hafn- arfirði. Bróðir Sigríðar, sammæðra, er Guðmundur Pétursson, f. 8.2. 1933, læknir i Reykjavík. Foreldrar Sigríðar voru Eyþór Þórðarson, f. 20.3. 1898, d. 6.10. 1988, bóndi í Torfabæ, Selvogi og verka- maður í Reykjavík og Bergljót Guð- mundsdóttir, f. 18.2. 1906, d. 19.6. 1980, húsfreyja og barnakennari. Þau bjuggu í Selvogi og í Reykjavík. Ætt Móðurforeldrar Sigríðar voru Guðmundur Jónsson, f. 19.4. 1873 í Borgarhöfn, Suðursveit, d. 5.5. 1957, hann var bóndi á Hofi í Öræfum, Hvammi i Lóni, Borgum í Nesjum, Reykjanesi, Grímsnesi og Nesi, Sel- vogi og Ingibjörg Jónsdóttir, f. 19.8. 1874 í Þórisdal, Lóni. Föðurforeldrar voru Þórður Er- lendsson bóndi, Selvogi, og Eydís Þorsteinsdóttir húsfreyja. Sigríður tekur á móti vinum og vandamönnum síðar. Alfreð Andrésson Leikarinn Alfreð Andrésson hefði orðið 92 ára í dag hefði hann lifað. Alfreð fæddist árið 1908 og var sonur Andrésar Nielsen, verkamanns í Reykja- vík, og konu hans, Guðnýjar Jósefs- dóttur, frá Uppsölum í Flóa. Alfreð lauk prófi frá Verslunarskóla íslands árið 1927 og starfaði eftir það sem verslunarmaður í Reykjavík, lengst af hjá O. Johnson og Kaaber. Segja má að tilviljun hafi ráðið þvi að Alfreð lagði fyrir sig leiklistina því hann kom fyrst fram í litlu hlutverki á leiksviði árið 1931 en þetta litla hlutverk varð upphafið að ferli hans og hann varð fljótt einn vinsælasti leikari landsins og án efa vinsælasti gamanleikarinn á sínum tíma. Alfreð ferðaðist víða um land og skemmti mönnum með kímnigáfu sinni. Hann lék einnig hjá Leikfélagi Reykjavíkur, Fjala- kettinum, Bláu stjömunni og Þjóðleik- húsinu. Árið 1947 dvaldi Alfreð í Dan- mörku viö leiklistamám. Hann þótti snillingur í túikun um- komuleysingja sem voru leiksoppar annarra. Hann hafði mjög sterka nær- vem, tjáningarríkt andlit og sérstak- lega gott tímaskyn. Margir muna ef- laust eftir honum úr verkum á borð við Mann og konu, Pilt og stúlku, Eftirlits- manninn og Grænu lyftuna. Alfreð var giftur leikkonunni Ingu Þórð- ardóttur. Hann dó langt um aldur fram árið 1955. Katrín Dalhoff Bjarnadóttir flöluleikari andaðist í Hamborg sunnudaginn 6.8. Guðmundur E. Kristinsson, Vancouver, Kanada, andaöist I Vancouver þriöjud. 8.8. Jaröaförin hefur farið fram. Kristinn Hafsteinn Helgason, Stóragerði 14, Reykjavlk, andaöist á heimili sínu þriöjudaginn 15.8. Útförin fer fram I kyrr- þey. Þóra Þorsteinsdóttir, fyrrverandi tal- símakona, frá Grund I Svínadal, lést á Landspítalanum I Fossvogi miövikudag- inn 16.8. Anna Þorvaldsdóttir, Guðrúnargötu 3, Reykjavík, lést á heimili sínu að kvöldi miðvikudagsins 16.8. Guöríður Lilja Jónsdóttir, Austurbrún 4, lést þann 6.8. Jarðarförin hefur fariö fram. Kodak Pú getur lagt myndir inn í keppnina hjá KODAK EXPRESS um land allt eða sent þær beint til DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík, merktar "SUMARMYNDAKEPPNI 2000". Katrín Sæmundsdóttir veröur jarösungin frá Laugarneskirkju mánudaginn 21.8. kl. 13.30. Sigurbjörn Fanndal Þorvaldsson, Karla- götu 1, Reykjavik veröur jarösunginn frá Víðistaðakirkju I Hafnarfiröi þriðjudaginn 22.8. kl. 15.00. Erla Guðmundsdóttir veröur jarösungin I safnaöarheimili Innri-Njarövíkur mánu- daginn 21.8. Sigurður Rósberg Traustason veröur jarðsunginn frá Fríkirkjunni I Reykjavík mánudaginn 21.8. kl. 13.30. ■ 1 cc ■OJO 1 (ö IM 550 5000 cn @ vísir.is ■ojo XX 550 5727 03 'CO ■ £ Þverholt 11, 105 Reykjavlk c/>

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.