Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2000, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2000
7
Fréttir
UmsJÖn: SM........
Höröur Kristjánsson
netfang: sandkorn@ff.ls
Fæðingarhríðir
Fæðing nýs
landssambands
verkafólks er búin
að vera löng og
: erfíð. Nú virðist
svo vera að hríða-
verkimir séu farn-
ir að harðna.
Erfitt mun þó
vera um það að
spá hvort króginn verði almennilega
kominn í heiminn áður en fyrirhug-
uð skírn fer fram í október. Nýjustu
fréttir herma að leit aö hinum
vammlausa formanni sambandsins
sé að bera árangur. Helst er rætt
um að Dagsbrúnarformaðurinn
Halldór Bjömsson verði fenginn til
að leiða nýja sambandið. Þá er
einnig talað um að til að slá á óá-
nægjuraddir af landsbyggðinni verði
fiskverkafólkskóngurinn á Húsavík
puntaður upp í varaformannssætið...
Ekki starfinu vaxnir
Snör handtök
lögreglunnar í við-
skiptum við
dýróða fréttamenn
við komu hins
háttvirta Li Pengs
á dögunum hefur
vart farið fram
hjá nokkrum
manni. Heimsókn
Kínakarlsins á íslenskt alþýðuheim-
ili í Breiðholtinu olli miklu
fjaörafoki og þótti mörgum skrýtið
að engum væri þar hleypt inn nema
ljósmyndara Moggans. Geir Jón
Þórisson, yfirlögregluþjónn i
Reykjavík, lét hafa það eftir sér að
þeir hefðu hreinlega ekki vitað af
ljósmyndaranum í íbúðinni. Glögg-
ur lesandi hefur bent á að þar með
hafi Geir Jón verið að segja að lögg-
an hafi alls ekki staðið sig í eftirlit-
inu. Það hafi einmitt verið lögð rík
áhersla á það af kínverskum örygg-
isvörðum að fínkemba alla við-
komustaði kínverska þingforsetans,
líka íbúðina í Breiðholtinu. Það að
löggunni hafi yfirsést “heill
Moggaljósmyndari“ þykir því í
meira lagi furðulegt...
Á mikið undir sér
Sigurður Hjart-
arson, stjómandi
Hins íslenska
reðasafns, þykir
með safni sinu og
uppátækjum því
tengdu vera íyrir
löngu búinn að
stimpla sig inn í
íslandssöguna.
Nýjasta dæmið er risaskaufi af búr-
hval sem rak upp í fjöru í Hrúta-
firði á dögunum. Margir fleiri gildir
limir eru á safni Sigurðar og þegar
mun vera búið að ánafna safninu
mannslim sem Pétur Pétursson,
læknir á Akureyri, mun sjá um að
aflima - að viðkomandi látnum að
sjálfsögðu. Með þetta fræga safn að
bakhjarli eru margir sem vOja
meina að Sigurður eigi, í bókstafleg-
um skilningi, mest undir sér af öll-
um núlifandi íslendingum...
Málínu reddaö
Sagt er að ís-
lenskir ráðamenn
geti nú varpað
öndinni léttar eftir
heimsókn Þýska-
landskanslarans
Gerhards
Shröders á
þriðjudaginn. Eft-
ir að vera búinn
að þeytast um á þyrlu í mat til Dav-
íðs Oddssonar á Þingvöllum
skruppu þeir félagar í Bláa lónið til
að spjalla betur saman. Þar upplýsti
Schröder sjálfur að íslendingar
þyrftu ekki að hafa miklar áhyggjur
af samskiptum við Evrópusamband-
ið. Þeir gætu reitt sig á stuðning
Þýskalands. Sagt er að áhyggjur
manna í utanríkis- og forsætisráðu-
neytum vegna Evrópumála hafi rok-
ið út í veður og vind við þessi tíð-
indi. Þar sjáist nú ekki nokkur
maður svitna lengur yfir erfiðum
spumingum um ESB - Þjóðverjam-
ir redda þessu bara...
Gjörningurinn Walkabout Stalk áVindhátíö 2000:
Listamenn
nema hafnar-
svæðið
Walkabout Stalk er yfirskriftin
á óvenjulegum dansgjörningi og
innsetningum sem hópur lista-
manna frá menningarborgunum
Reykjavík, Brussel og Helsinki
færir upp á Vindhátíðinni í
Reykjavík. Listamennirnir sex,
sem að uppfærslunni standa, eru
úr þremur listgreinum: arki-
tektúr, tónlist og dansi.
Sýningin er byggð á ákveðnum
grunni en er aðlöguð hverri borg
sem hún er færð upp í þannig að
hún er talsvert ólík hér í Reykja-
vík því sem hún var í Helsinki og
Brussel.
Sýningar hópsins byggjast á
mismunandi leiðum tO að nema
svæði. Annars vegar eru það hug-
myndir ástralskra frumbyggja
sem skOgreina svæði með söng;
svæði sem ekki er sungið er
dautt.
Hins vegar er um að ræða hug-
myndina um þá togstreitu sem
myndast í líkamanum þegar
ókunn svæði eru könnuð - for-
vitni hluti líkamans vill fara fram
á við en sá hræddi heldur sig til
baka. Svæðið sem sýningin fer
fram á er merkt með ljósainnsetn-
ingum og lokapunktur sýningar-
innar er svo sýningin í porti Hafn-
arhússins.
íslenski þátttakandinn í sýning-
unni er Ema Ómarsdóttir dansari
en hún stundaði nám í Brussel og
starfar þar nú sem dansari. Hún
dansar í hópi dans- og leikjastjór-
ans Jan Fabre en einnig starfar
hún sjálfstætt með öðrum hópum.
„Hugmynd okkar er að finna lítið
notuð svæði í borgunum og gefa
þeim nýjan lit eða nýjan tOgang,“
segir Ema.
Gjörningurinn hefur áður verið
færður upp í Brussel og Helsinki
og fengið lofsamlega dóma. í haust
verður hann svo færður upp aftur
í Brussel og einnig í MarseOles.
Fyrsta sýning hópsins var í gær
en sýningar verða einnig í dag og
á morgun. Kl. 14 eru uppákomur á
þaki Faxaskála og kl. 22 eru sýn-
ingar í porti Listasafns Reykjavík-
ur í Hafnarhúsinu.
Dulin búseta í Borgarfirði:
Búsetan tvöfald-
ast yfir sumar-
mánuöina
DV, BORGARBYGGD:
Að beiðni bæjarstjóra Borgar-
byggðar hefur Atvinnuráðgjöf Vest-
urlands unnið áfangaskýrslu um
svokáOaða „dulda búsetu" í Borgar-
firði. Kveikjan að þessari vinnu var
fundur um löggæslu- og heOsugæslu-
mál með fuOtrúum Borgarbyggðar,
Borgarfjarðarsveitar, löggæslu og
heOsugæslu í Borgarfirði í júlí.
Markmiðið með skýrslunni er að
meta flölda þeirra sem dvelja í Borg-
arfirði, einkum yfir sumarið. Meg-
inniðurstaðan er sú að að meðaltali
dveljist um 3.800 manns í umdæmi
Borgameslögreglu yfir sumarmán-
uðina (maí tO ágúst) umfram þá
sem þar eiga lögheimOi. Liggur
nærri að þetta sé tvöföldun á íbúa-
fjölda miðað við fasta búsetu. Sam-
bærOegar tölur fyrir heOsugæslu-
umdæmið eru um 3.300 manns.
Fram kemur í skýrslunni að um-
ferðarþungi undir HafnarfjaOi hafi
aukist um 50% á árunum 1995 tO
1999 og væntanlega hefur hann auk-
ist enn frekar í sumar. Ákvörðun
fjárveitinga tO ofangreindra emb-
ætta hafa að mestu tekið mið af
fjölda íbúa með fasta búsetu. Skýrsl-
an gefur tO kynna að í raun sé ver-
ið að þjónusta um helmingi fleiri
einstaklinga yfir sumarmánuðina
en þá sem þar eiga fast heimili.
EölOegt er að fjárveitingavaldið taki
tOlit tO þess þegar ákvarða á um-
fang heilsugæslu og löggæslu í
Borgarfirði. -DVÓ
Alþjóðahús
fýrir nýbúa
DV, AKRANESI:
Fundur framkvæmdastjóra sveit-
arfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem
haldinn var þann 14. ágúst síðasfiið-
inn, hefur lagt það tO við sveitarfé-
lögin sjö á höfuðborgarsvæðinu að
þau hefji undirbúning að rekstri Al-
þjóðahúss sem hefji starfsemi í byrj-
un næsta árs. Óskað verður eftir
þátttöku ríkisins og samvinnu við
RKÍ og aðra sem að rekstrinum gætu
komið. Meginviðfangsefni Alþjóða-
húss verður fjölmenningarlegt starf,
forvamir og bætt og samræmd þjón-
usta við nýbúa/útlendinga. -DVÓ
AEG
-k V«
ou-w
Vinnur verk sín í hljóði
Þetta er sú heitasta á markaðnum, turbo þurrkun með heitum blæstri
og svo hljóðlát að þú hefur ekki hugmynd um að hún er gangi. Tekur
12 manna stell, býr yfir 6 þvottakerfum, er með 6 falt vatnsöryggi
og svona mætti lengi telja - þetta er alvöruvél.
Við vonumst til að geta óskað þér til hamingju með áfangann en
bendum þér samt á að kveðja gamla uppþvottaburstann og -
vettlingana með hæfilegri virðingu.
Bless bursti
AEG Favorit 4231 U-W verð 49.900 stgr
Nú
á ég skilið að fá
uppþvottavél
PdDIOfjsygy
Geislagötu 14 • Slmi 462 1300
Lágmúla 8 • S