Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2000, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2000 Skoðun I>V Áttu erfitt með að vakna á morgnana? Hróbjartur Róbertsson hjúkka: Já, ég man eftir aö hafa vaknaö snemma einhvern tímann, þaö er langt síöan. Baldur Már Jónsson busi: Já, ég á svolítiö erfitt meö þaö. Gísli Gunnarsson nemi: Nei, alls ekki, ég er eins og klukka. Kristín Anna Tryggvadóttir nemi: Nei, ég er eins og klukka. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir nemi: Nei, ég er A-manneskja. Bjarni Bragi Kjartansson hljóömeistari: Nei, en stundum þó. Hummer-jeppinn „Voru notaöir í „Flóastríöinu“ en voru lítiö eknir og vel meö farnir... “ Amerískir herbílar: Til sölu á Internetinu Nú kemur lltið af bílum frá varn- arliðinu til sölu hjá íslendingum. Og ekkert í líkingu við það sem áður var og hét. Þeir fáu bíl- ar sem koma eru borgaralegar útgáf- ur og illa farnir, sumir hverjir (nema einstaka einkabílar sem eru rifnir út og margir um hituna). Nú selur bandaríski herinn alla bíla á Intemetinu í öðrum löndum, svo og í Bandaríkjunum. Nýlega voru seldir mörg hundruð jeppar af Hummer-tegund, svo gott sem nýir. Þeir voru notaðir í „Flóa- stríðinu". Bílar þessir voru allir lít- ið eknir og vel með famir, ef svo má segja um bíla sem notaðir höfðu verið í hemaði. Einnig mátti sjá til sölu hertrukka af ýmsum stærðum „Hummer-jeppinn er stolt ameríska hersins, enda vel búinn og vandaður í alla staði. Hann er fluttur til ís- lands í borgaralegri útgáfu (þ.e. til einkanota) og kost- ar um 6 milljónir króna, að því er mér er tjáð. “ og gerðum. svo og vagna, kerrur fyrir jeppa og ljósavélar. í Þýskalandi hefur verið selt mik- ið af vélum og sérstökum vinnuvél- um. Vömr þessar dreifast víða um Evrópu, Asíu og til fyrrum Sov- étlanda. Hummer-jeppinn er stolt ameríska hersins, enda vel búinn og vandaður í alla staði. Hann er flutt- ur til íslands í borgaralegri útgáfu (þ.e. til einkanota) og kostar um 6 milljónir króna, að því er mér er tjáð. - íslendingar ættu að hefja inn- flutning á jeppum og trukkum frá bandaríska hernum sem selur á Netinu. Sú var tíðin að vamarliðið var með mikil umsvif hér og landherinn var hér til loka 6. áratugarins. Þá kom mikið af góðum jeppum hingað og öðrum herbílum sem íslendingar breyttu til heppilegra nota hér á landi. Þessir bílar entust vel. Ég er þess fullviss að þessir bílar seldust vel hér á landi núna. Upplýsingar um stór og mikil uppboð hersins og um fyrirtæki sem selja vörur frá hemum og senda að skipshlið þar sem íslensku skipafélögin hafa aðsetur, t.d. í Bandaríkjunum, má m.a. sjá í blað- inu „Military vehicles magazine". En á Netinu eru upplýsingar hvað viðamestar og þar er auðveldast að vega og meta tegundir og verðlagn- ingu. Skarphéöinn Einarsson skrifar: Lítt refsað fyrir unglingaofbeldi Kristín Árnadóttir skrifar: Þessa dagana er ofbeldi að aukast hér á landi, einkum á höfuðborgar- svæðinu. Það sem verra er að heyra er hvað unglingar, jafnvel ungir krakkar, voga sér að framkvæma. Og það um hábjartan daginn, og fyr- ir framan og innan um fullt af fólki. Annaðhvort er hér um að ræða sjúka unglinga og krakka eða óvenju ófyr- irleitna sem eiga ekki að vera í um- ferð eftir slík brot, í hvoru tilvikinu sem er. Nýjustu dæmin eru annars vegar þegar eldri manni með barn i fangi var hrint út í Reykjavikurtjöm, og því síðan borið við af ódæðismannin- um að hann hefði ekki séð að maður- inn var með bam í fanginu (þetta „Hér er t.d. litið á „busa- vígslur“ sem gamanmál en eru auðvitað ekkert annað en ofbeldi gagnvart nýjum nemum í menntaskólum. “ hefði bara átt að vera grátt gaman!) - og þegar tvær stúlkur og tveir dreng- ir réðust með ósvífnu orðbragði að manni í strætisvagni Kópavogs, hót- uðu honum og eltu hann er hann steig út og lúskraðu á honum með hjólabretti og hnúum og hnefum, sýna að hér er ekki allt með felldu. Ég er þeirrar skoðunar að allt of létt sé tekið á afbrotum unglinga og krakka hér á landi. í flestum tilvik- um er þó tekin skýrsla af viðkom- andi en honum síðan sleppt. Þar er um herfilegan misskilning að ræða. Þeir sem veitast að saklausu fólki á almannafæri eru haldnir óeðli af ein- hverju tagi og eiga ekki að ganga lausir fyrst um sinn. Allavega ekki fyrr en að lokinni ítarlegri rannsókn á geðheilbrigði þeirra. Aö einhverju leyti má tengja þetta óvenjumiklu krakkadekri sem hér viðgengst. Hér er t.d. litið á „busavigslur" sem gamanmál en eru auðvitað ekk- ert annað en ofbeldi gagnvart nýjum nemum í menntaskólum. Við erum eftirbátar, íslendingar, í agamálum og almennum umgengnisreglum hvert við annað, miðað við nágrann- þjóðir okkar, hvað þá þær sem okk- ur eru fjær. Dagfari Loksins íslensk Pravda í fjarlægri bemsku átti Dagfari eina hlýðna hundtík sem bar nafnið Pravda vegna lífseigrar trúar afa hans á fyrirmyndarríkið í austri. Afi Dagfara snerist seinna til framsóknarmennsku og var þá Prövdu til dauðadags skipað að hafa hemil á sauðkindinni þó að aldrei væri hún smalatík af guðs náö. Síðustu daga hefur Dagfara hlýnað um hjartarætur því að hlýðinn andi Prövdu lifir enn og þjónar nú sínum þriðja herra. Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að tala um hingaðkomu íslandsvinarins Lí Pengs. Dagfari er þó slíkur vinur Ríkisins að hann getur ekki á sér setið að hrósa sérstaklega frammistöðu allra sem héldu á spöðum í Breiðholtsheimsókn- inni - hápunkti ferðalags Lís. Fulltrúi hinnar nýju Prövdu kom sér þá strax fyrir í hægindastól blokkaríbúðarinnar og spjallaði við Lí og frú sem þangað höfðu heimsótt harðdug- legan verkamann úr prentsmiðju Málgagnsins. Þar hefur þessi valdi hópur Ríkisvina gantast með heimsmálin og vafalítið bragðað á heimabökuðu bakkelsi meðan Lí var uppfræddur um dásemdir góðærisins á íslandi. Það er löngu ljóst að ekki er við hæfi að trufla embættismenn með óvæntum spumingum, enda fengu óskólaðir fréttamenn að frnna til kínverska tevatnsins meðan fundurinn fór fram fyrir luktum Verkamenn í blokkinni voru og lœstir inni í íbúðum sínum ef ske kynni að þeir fœru að segja eitt- hvað sem sœrði viðkvœmar taugar Kínverjans eða breiða út lygar um íslenska fyrirmyndarríkið. dyrum. Verkamenn í blokkinni vora og læstir inni í íbúðum sínum ef ske kynni að þeir færa að segja eitthvað sem særði viðkvæmar taugar Kínveijans eða breiða út lygar um íslenska fýrirmyndarríkið. Þar má hæla framgöngu ísfenskrar ríkislögreglu sem stóð sig frábærlega undir handleiðslu Kína- manna sem vissulega hafa séð það svartara. Af þessu má líka sjá að loksins hefur Ríkið náð að þagga niður í þeim óvinum einræðisins sem gagnrýnir fréttamiðlar era og náð sér i traustan miðil sem aldrei léti hvarfla að sér að misbjóða ráðamönnum með óþægilegum spumingum, sögu- folsunum eða öðrum leiðindum. Öllum á líka að vera löngu ljóst að Ríkissjónvarpið er steinhætt að bera nafn með rentu. Skemmst er að minnast þeirrar óskemmtilegu uppákomu þegar leiðtogi okkar allra neyddist til að ávíta fréttamenn þess fyrir að hafa spurt einhvers sem andlitslausan lýð- inn varðaði andskotakomið ekkert um. Til þess að hnykkja enn frekar á ábyrgð sinni sem ríkisfjölmiðils þá birtir nýja Pravda með reglu- legu millibili greinar eftir annálað sómafólk sem segir farir sínar af öðram fjölmiðlum ósléttar. Þetta þykir Dagfara ekki einungis æskilegt - heldur blátt áfram nauðsynlegt - því eins og allir vinir Ríkisins vita þá er hér ekkert pláss fyrir rangar skoöanir. Dagfari bíður líka spenntur eftir bókavertíðinni fram undan því löngum hefur honum leiðst upp- vöðslusemi íslenskra rithöfunda. Nú era breyttir tímar og mörgu kiámritinu mætti eflaust kasta á eldinn án nokkurrar eftirsjár. _ n . Hvers veröa japönsk jen megnug? Kvótinn til Bolungarvíkur? lúðvík skrifar: Maður er farinn að halda að fisk- veiðikvótinn sé allur kominn til Bol- ungarvíkur, svo fyrirferðarmiklar era fréttir um vaxandi smábátaútgerð á staðnum. Ekki er langt síðan allir íbú- ar þama vestra hótuðu brottflutningi eða öðra verra ef þeir fengju ekki að veiða („sjá sér farborða" eins og þeir kölluðu það). Nú er meira að segja Morgunblaðið farið að fjalla í leiðara sinum um að smábátaútgerð Vestfirð- inga geti vísað veginn fyrir byggðarlög sem liggja nærri hinum gjöfulu flski- miðum. Guð láti gott á vita, segi ég bara. En gaman væri að fá upplýst hvemig þeir i Bolungarvík geta skyndi- lega fyllt miðin af smábátum til veiða. Hvaðan kom kvótinn? Og hvaðan kem- ur féð fyrir smábátana? Orðrómur er um að hér séu að baki japönsk jen sem fjármagni herlegheitin. Standa menn þama vestra undir þessum lánum? Verri en Bretar? Vilhjálmur Alfreðsson skrifar: Að undanfornu hefur verið mikið umtal um heimsókn Li Pengs, forseta þjóðþings Kína, hingað til lands. Mikið er líka rætt um viðskiptatengsl milli ríkjanna og þörfma á að auka þau, sem era í raun afar lítil, og kannski ekki að ástæðulausu. En hvemig stendur á þvi að ísland hefur blómstrandi viðskipti við England? Það vora þó Englending- ar sem drápu og slösuðu flesta íslend- inga síðustu 500 ár af öllum erlendum þjóðum. Eigum við ekki að hugsa til þeirra íslendinga sem dóu fyrir land okkar og þjóð? Hrossagaukar Hvers vegna á aö skjóta þá? Ekki skjóta hrossagaukinn Kristinn Sigurðsson skrlfar: Ég vona að hrossagaukurinn, sem er friðaður fugl, fái að vera það áfram. Svokallaðir skotveiðimenn vilja nú bæta hrossagauknum á lista siim yflr dýr sem þeir hafa svo gam- an af að drepa. Ég spyr: Til hvers? Ég hef alltaf haldið því fram að þessir ve- sælu menn, sem hafa ánægju af því að drepa litla fugla, séu haldnir vissri tegund af kvalalosta og sem slíkir ættu þeir ekki að kalla sig „sport- veiöimenn". Einfaldlega því nafni sem þeim tilheyrir: dýrakvalarar. Láglaunastefna Ræstitæknir hringdi: Þegar rikisstofnanir og dvalar- heimili aldraðra kvarta sáran tmdan manneklu til láglaunastarfa verður að líta lengra til baka. Hvers vegna era þetta láglaunastörf? Svar má m.a. fmna í þeirri fásinnu þegar atvinnu- leysið var hér sem mest, þá var hald- ið á lofti hinu svonefndu EKO-kerfi í ræstingum sem er sænskt að upp- runa. Þá vora greiddar kr. 578 á tím- ann á tímabilinu frá kl. 8 að morgni til kl. 20 að kvöldi 4 daga vikunnar en kr. 694 eftir þann tíma. Þetta átti að koma í veg fyrir lækkun launa hjá ófaglærðu fólki. Verkalýðsfélögin hafa haldið hlíflskildi yfir þessu kerfi og hækkað í tign fyrir! Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasí&a DV, Þverholti 11, 105 ReyHJavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.