Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2000, Blaðsíða 28
 Faðii 3ja daginn frían FRETTASKOTI0 SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 AVIS Frábær kjör á bílaleigu- bílum Sími: 533 1090 Fax: 533 1091 Ermail: avis@avis.is Dugguvogur10 Davíð Oddsson: A5 nýju í Alþjóðahval- veiðiráðið ákvörðun á næsta ári Davíð Oddsson segir líklegt að ákveðið verði á næsta ár að ís- lendingar gangi að nýju í Alþjóða- hvalveiðiráðið. Þetta er haft eftir Davíð í Financial Times. Þar er enn fremur haft eftir forsætisráðherra að íslendingar muni ekki hefja hvalveiðar á þessu ári og sennileg ekki heldur á því næsta. Davið bendir á að áður en hval- veiðar verði hafnar að nýju þurfi •# að tryggja markaði fyrir kjötið og segir í því sambandi að ólíklegt sé að Japanir muni kaupa af okk- ur hvalkjöt á meðan við stöndum enn utan við hvalveiðiráðið. -GAR Davíð Oddsson. 3 •4 Súpermódel og sjálfsfróun í Fókus á morgun er meðal ann- ars að fmna viðtal við leikarann Árna Pétur Reynisson sem snýr að utan til að blanda sér í slaginn hér heima auk þess sem kvikmyndin ís- lenski draumurinn er að detta inn og Jón Gnarr segir okkur allt um myndina og hvað er að gerast hjá honum. Þú færð að vita allt um kosti sjálfsfróunar og Shotgun-regl- urnar um setu í framsæti farþega- megin verða loksins kortlagðar. Sagt verður frá fyrirsætunni Gisele sem á að verða aðalmódel þessa ára- tugar, auk þess sem Lífið eftir vinnu er á sínum stað sem er ítar- legur leiðarvísir um skemmtana- og menningarlifið. Skólatorgiö opnað dv^iynd þoi Björn Bjarnason menntamálaráöherra opnaði Skólatorgið formlega í Selásskóla í gær. Skólatorgið er vefútgáfufyrir- tæki og þjónustuvefur fyrir grunnskóla landsins og auðveldar samskipti heimila og skóla. Snæfellsnes: Tveir á sjúkrahús eftir útafakstur Tveir menn voru fluttir á sjúkrahús eftir að fólksbíll þeirra hafnaði utan vegar á þjóövegin- um við Rif á Snæfellsnesi upp úr klukkan 10 á þriðjudagskvöldið. Bíllinn er ónýtur eftir atvikið. Mennirnir, sem voru ekki taldir lífshættulega slasaðir, voru báðir í beltum. Lögreglan í Ólafsvík rannsakar nú tildrög slyssins. -SMK Breiðholt: Pottur gleymd- ist á eldavél Eldur kviknaði í ibúð í Qölbýlis- húsi að Kötlufelli í Breiðholti um áttaleytið í gærkvöld. Tveir íbúar voru sofandi í íbúðinni er eldurinn kom upp en að sögn slökkviliðsins í Reykjavík hafði pottur gleymst á eldavél. Slökkviliðið mætti á svæðið og reykræsti íbúðina. Fólkið var flutt á slysadeild með minni háttar reykeitrun. -SMK Flugleiðir í vanda með leigu á vöruflutningavél: Ráðherra gaf grænt Ijós á afrískt dauðafar - að sérfræðingum Flugmálastjórnar forspurðum „Við sáum ástæðu til að skoða flugvélina við kom- una til landsins en niður- stöðurnar eru trúnaðar- mál og voru sendar í al- þjóðlegan gagnabanka flugöryggisyfirvalda," sagði Pétur Maack, for- stöðumaður Loftferðaeftir- litsins, um vöruflutninga- vél sem hingað kom frá Af- rican International Airwa- ys í lok síðasta mánaðar. Vélin var leigð af Flug- leiðum til vöruflutninga eftir að önnur leiguvél félagsins hafði verið kyrrsett í Bandarikjunum af öryggis-ástæðum. „Vélin fékk að fljúga hingað til lands með sérstöku leyfi sam- gönguráðherra og aðeins fyrir þetta eina flug,“ sagði Pétur Maack. Sú svartasta Samkvæmt heimildum DV neyddi flugvélaskortur Flugleiðir til að taka um- rædda vél frá Af- rican Inter- national Airways á leigu en hún mun vera á lista flugöryggisyfir- valda í Evrópu yfir svokallaðar sj ór æningj avélar sem eftirlitsmenn vara flugfélög við að leigja vegna slæms eftirlits og slælegs reksturs. Samkvæmt sömu heimildum mun vélin, sem hingað kom með sérstöku leyfi Sturlu Böðvarsson- ar. samgönguráðherra, vera „...ein sú svartasta á svarta list- anum yfir sjóræningavélarnar", eins og heimildarmaður orðaði það. Ástæða tll skoðunar - í hvernig ásigkomulagi var þessi afríska sjóræningjavél? „Þær upplýsing- ar eru trúnaðarmál en að sjálfsögðu var ástæða fyrir þvf að við skoðuð- um vélina," sagði Pétur Maack og bætti því við að rannsóknarmenn sínir væru við fulla heilsu eftir skoðun- ina. Ljóst þykir að Flugleiðir hafi ekki treyst sér til að sækja um leyfi til flugs afrísku þotunnar hingað til lands hjá Flugmálastjórn vegna ástands hennar. Því hafi forsvarsmenn félagsins snúið sér beint til ráð- herra sem gaf grænt ljós á flug sjóræningjavélarinnar. Afsláttur á öryggi „Það er ekki á ábyrgð ráðherra að veita afslátt í flugöryggismál- um,“ sagði Sturla Böðvarsson samgönguráðherra um flug afrfsku þotunnar. „Allt er varðar öryggis- mál er í höndum flug- málayfirvalda og þar sem vélin var innan Evr- ópska efnahagssvæðisins þegar beiðnin kom frá Flugleiðum sá ég ekki ástæðu til að neita henni um leyfi til flugsins.“ Það lá á „Ráðherrann lét minni hagsmuni víkja fyrir meiri og tók pólitíska ákvörðun sem var rétt,“ sagði Pétur J. Ei- ríksson, framkvæmdastjóri fragt- flutninga Flugleiða. „Tæplega 40 tonn af fiski biöu i Keflavik, skip var bundið við bryggju á Aust- fjörðum og beið eftir varahlut og verktakaframkvæmdir voru að stöðvast í Reykjavík. Þess vegna lá á.“ -EIR Pétur Maack Niöurstööurnar trúnaðarmál. Siguröur Helgason Dauövantaði flugvél. Sturla Böövarsson Veitir ekki af- slátt í öryggi. Nýtt hverfi Kópavogsbæjar við Elliðavatn: Reykjavíkurborg mun kanna skipulagstillöguna Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Skipulagsdeild Reykjavíkurborg- ar mun skoða deiliskipulagstil- lögu Kópavogs- bæjar við Elliða- vatn, þar sem Kópavogsbær áætlar mun stærri byggð á mörkum Reykja- víkur og Kópa- vogs en þar er nú þegar. „Þetta er á landi sem liggur að landi Reykjavíkur og það er gert ráð fyrir því i skipulagslögum að þegar þannig háttar til sé skipu- lagstillagan send aðliggjandi sveitarfélagi til skoðunar og um- fjöllunar," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri Reykja- víkur. Hún bætti því við að eftir því sem hún best vissi væri Reykja- vík ekki með neitt land til ibúða- byggðar þar sem háttar til eins og á Vatnsendalandinu, þar sem fólki sem á þar íbúðarhús en leig- ir jörðina hefur verið sagt upp leigusamningum sínum. „Ég veit ekki til þess að nein sambærileg byggð sé innan borg- arinnar," sagði borgarstjórinn í samtali við DV í morgun. -SMK Tílboósveró kr. 4.444 bfOthöf P-touch 1250 Lítil en STORmerkileq merkivél 5 leturstærðir 9 leturstillincjar prentar í 2 linur borði 6, 9 og 12 mm 4 gerðir af römmum Rafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport SYLVANIA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.