Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2000, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2000 Fréttir DV Formaður skipulagsnefndar Kópavogs: Undrandi á sein- læti borgarinnar „Ég er undrandi á því að Reykja- víkurborg skuli ekki hafa sýnt þessu máli áhuga fyrr,“ sagði Ár- mann Kr. Ólafsson, formaður skipu- lagsnefndar í Kópavogi, vegna um- fjöllunar umhverfis- og heilbrigðis- nefndar Reykjavíkur um skipulags- mál á Vatnsendasvæðinu í landi Kópavogs. „Byggð í Vatnsendalandi er búin að vera inni á aðalskipulagi Kópa- vogsbæjar til fjölda ára, auk þess sem rætt hefur verið um þessa byggð í vinnutengdu svæðisskipu- lagi borgarinnar, en þar eiga öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæð- - vegna framkvæmda í Vatnsendalandi inu fulltrúa," sagði Ár- kunni að hafa áhrif á lífríki mann. „Og það sem meira Elliðavatns og Elliðaánna. er, fulltrúi Reykjavíkur- I j.1 „Við getum verið sam- borgar gegnir formennsku í • mála Reykjavíkurborg um nefndinni." ^ * I að það eigi að fara varlega. Eins og DV greindi frá í I » ^ Við viljum gera þetta í sátt gær var málið rætt á fundi ’ og samlyndi við þá,“ sagði umhverfis- og heilbrigðis- Ármann. „Það er á hreinu nefhdar Reykjavíkur fyrir I að þeir hjá Reykjavíkurborg skömmu. Var samþykkt að Ármann þurfa ekki að óttast að við vísa því til Heilbrigðiseftir- pörum ekki fram munum fara fram með em' lits Reykjavíkur og borgar- meö 0ff0rsj hverju offorsi. Við höfum verkfræðings til umsagnar. ..látið vinna skýrslu varð- Eins og fram kom í DV hafa borgar- andi frárennslismálin og annað yfirvöld verulegar áhyggjur af því slíkt. Skipulagsnefnd Kópavogs er að framkvæmdir í Vatnsendalandi mjög umhugað um að vatnið og líf- ríki vatnsins haldi sér. Markmiðið er að fólkið sem byggir Vatnsenda geti rölt niður að vatni, veitt fisk, skoðað fulgalíf, notið göngustíga í skóglendinu sem þama er. Þetta hefur komið skýrt fram á fundum og verið rætt mjög ítarlega viö bæj- arverkfræðing," sagði Ármann, sem kvað bæjarverkfræðing Kópavogs hafa óskað eftir fundi með forráða- mönnum Reykjavíkurborgar um málið snemma í sumar. Þeir hafi ekki svarað erindinu fyrr en í þess- ari viku. Fundurinn verði á næstu dögum. -JSS Frágengiö mál Niels Beck, framkvæmdastjóri hjá Er- icsson í Danmörku, og Eyþór Arnalds, forstjóri Íslandssíma, undirrituöu i gær samning um kaup á tækjum og hugbúnaöi til fjarskiptarekstrar. Íslandssími í slaginn: Nýtt far- símakerfi Farsímanotendum bætist nýr kostur í janúar næstkomandi en þá ætlar íslandssimi að hefja rekstur eigin farsímakerfls. Frá fyrsta degi á kerfið að ná til 90 prósenta lands- manna en að auki mun hafa verið gerður heildarsamningur sem sagö- ur er tryggja viðskiptavinum ís- landssíma aðgang að 237 reikisamn- ingum í 107 löndum. Íslandssími mun þegar hafa kom- ið sér upp 60 tengipunkta kerfi senda á höfuðborgarsvæöinu en alls er áætlað að verja fjórum milljörð- um króna til uppbyggingar á far- símakerfinu á næstu fjórum árum. Pétur Pétursson, upplýsingafull- trúi Íslandssíma, segir fyrirtækið Heimskort Íslandssíma Grænu svæöin sýna þau lönd þar sem Íslandssími hefur þegar reiki- samninga í gildi en gulu svæöin eru lönd þar sem samningar taka gildi á næstu mánuöum. ætla sér strax í upphafi að vera sam- keppnishæft í verði og þjónustu. Að sögn Péturs gera reikiákvæði fjarskiptalaga farsímafyrirtækjum, sem fyrir eru á markaði, skylt að semja við ný fyrirtæki um að endur- varpa þeirra simtölum á dreifikerfi sínu. Þannig eigi væntanlegir við- skiptavinir farsímakerfis íslands- síma að geta notað síma sína alls staðar þar sem það er nú þegar hægt hérlendis. „Þetta gerir tvennt: tryggir þeim umferð um sitt kerfi og að ekki sé ráðist í uppbyggingu á tvöföldu kerfi þar sem það er óhagkvæmt," segir Pétur. -GAR Af æfingu The lcelandic Take Away Theater á Dóttur skáldsins eftir Svein Einarsson Dóttir skáldsins er fyrsta verk leiklistarhátíöarinnar Á mörkunum sem hefst annaö kvöld Leiklistarhátíðin Á mörkunum kynnt: Trúðleikur og Góðar hægðir í gærdag var kynnt í Tjamarbíói leiklistarhátíðin Á mörkunum sem er samvinnuverkefni Samtaka sjálf- stæðra leikhúsa og Reykjavíkur Menningarborgar, dyggilega stutt af Sjónvarpinu, Opnum kerfum og Morgunblaðinu. Þórunn Sigurðardóttir, fram- kvæmdastjóri Menningarborgarinn- ar, flutti tölu á kynningarfundinum og sagði hún þá hugmynd að halda leiklistarhátíð á íslandi þriggja ára gamla, eða um hana hefði verið rætt um leið og ljóst var að Reykjavík yrði Menningarborg Evrópu árið 2000. Þórunn gat þess að leiklistin væri dýrust af allri frumsköpun, en engu að síður hefði metnaður verið lagður í að frumflytja einvörðungu íslensk verk á hátíðinni. Gunnar Helgason, einn úr undirbúnings- nefnd Á mörkunum, tók í sama streng og sagöist ekki geta annað en lofað öll leikskáldin, alla leikstjór- ana og alla leikarana - og síðast en ekki síst alla peningana sem lagðir hafa verið í verkefnið og gert það að veruleika - en heildarkostnaður við hátíðina mun nema á fjórða tug milljóna. Leiklistarhátíðin hefst annað kvöld með sýningu leikritsins Dótt- ir skáldsins og verða önnur fimm verk síðan frumsýnd eitt af öðru fram í miðjan október. Dóttir skáldsins er eftir Svein Einarsson og sett upp af The Icelandic Take Away Theater. Verkið er byggt að hluta á frásögnum úr Egils sögu og Laxdælu og var flutt á ensku í London 1998 í leikstjóm höfundar. Nú mun Bjöm Gunnlaugsson stýra frumflutningi verksins á íslensku í Tjarnarbíói annað kvöld. Næsta verk Á mörkunum verður Trúðleikur eftir Hallgrím H. Helga- son, í leikstjóm Arnar Árnasonar, sýnt í Iðnó 22. september. Þau verk sem enn eru ótalin eru Tilvist, verk- efni Dansleikhúss með Ekka, Háa- loft eftir Völu Þórsdóttur, Góðar hægðir eftir Auði Haralds og Vit- leysingarnir eftir Ólaf Hauk Símon- arson. -þhs Reyðarfjörður: Gluggum stolið úr íbúðarhúsi - íbúarnir voru heima Gluggum var stolið úr íbúðarhúsi á Reyð- arfirði um síðustu helgi. Tvær ibúðir em í húsinu og að sögn lögreglunnar á Eskifirði, sem hefur málið í rannsókn, virðist sem hús- ráðendur hafi verið heima er þjófurinn eða þjófamir athöfnuðu sig. Gluggamir sem um er að ræða eru tveir jámgluggar, svokallað- ir bretagluggar, og eru uppmnnir frá stríðs- árunum. Þeir voru í pallhúsi sem byggt er undir palli utan á húsinu sjálfu. -SMK DV-MYND HELGI GARÐARSSON Svara ekki skriflega Tryggingafélögin ætla að svara spurningum efna- hags- og viðskipta- nefndar munnlega á fundi. Jóhanna Sigurðardóttir seg- ist ekki sætta sig við það og Ögmund- ur Jónasson krefst skriflegra svara. Giinter Grass á íslandi Þýski Nóbelsverðlaunahafinn Gúnter Grass áritar bækur sínar í verslun Pennans Eymundsson í Austurstræti milli klukkan 17.30 og 18.30, fóstudaginn 8. september. Vaka-Helgafell gefur um þessar mundir út þriðja bindi Blikktromm- unnar eftir Grass. Tilefni komu Gúnters til landsins er 5. alþjóðlega bókmenntahátíðin sem haldin er dagana 10.-16. september í Norræna húsinu. íslensk friðargæsla efld Halldór Ásgrímsson skýrði frá því á alþjóðlegri ráðstefnu um ör- yggismál á Norður-Atlantshafi að brátt mundu íslensk stjórnvöld til- kynna um framlag íslands til friðar- gæslustarfa. Dagur sagði frá. nmui oiija Gunnar Eydal borgarritari segir það hafa verið rétt og í samræmi við S veitarstj órnarlög hjá Alfreð Þor- steinssyni, for- manni stjórnar Inn- kaupastofnunar Reykjavíkur, að sitja stjórnarfund hinn 14. ágúst. Mbl. sagði frá. Hestamönnum ekki vægt Hestafólk biður Náttúruvernd ríkisins um aö hætta við kæru vegna umhverfisspjalla. Því hafnar framkvæmdastjóri NR, enda sé mál- ið mjög alvarlegt. Dagur sagði frá. Há seiðavísitala þorsks Seiðarannsóknir benda til þess að á ferðinni sé efniviður í sterkan þorskárgang en þorskaseiði hafa að- eins einu sinni mælst fleiri en nú. Seiðavísitala loðnu var hins vegar mjög lág, eða sú önnur lægsta frá upphafi. Fasteignafélag spítaia? Magnús Pétursson, forstjóri Landspítalans, segir að til álita komi að stofna sérstakt fasteignafé- lag um byggingar spítalans. Mbl. sagði frá. Á leið úr bænum Engar formlegar viðræður hafa átt sér stað milli deilenda í Mjólkursam- lagi KEA á Akureyri frá því í síðustu viku en 15 mjólkurfræðingar sögðu þar upp störfum. Trúnaðarmaður mjólkurfræðinganna segir líklegt að hluti starfsmannanna hverfi frá Ak- ureyri. Dagur sagði frá. Ekki hestaútflutningsbann Dýravemdarráð telur ekki rétt að grípa til útflutningsbanns á íslensk- um hestum. Því hafði i erindi frá Friðberti P. Njálssyni verið bent á að islenskir hestar mættu þola „vít- iskvalir" erlendis vegna sumarex- ems. Mbl. sagði frá. Læknar vilja ræða við ÍE Stjórn Læknafé- lags Islands hefur óskað eftir að taka upp á nýjan leik viðræður við ís- lenska erfðagrein- ingu hf. um söfnun sjúkraupplýsinga í miðlægan gagna- grunn fyrirtækisins. -GAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.