Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2000, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2000 13 DV______________ Flugeldasýning Tríó Tökyeát frá Finnlandi Kraftbirtingarhljómur djassins eins og hann getur skemmtilegastur oröið. Er undirritaður heyrði fyrr í sum- ar i píanótríói McCoy Tyners leika á djasshátíðinni í Kaupmannahöfn bjóst hann við að nokkur bið yrði á því að hann upplifði annað eins. En það gerðist nú samt á Kafíi Reykja- vík á þriðjudagskvöldið þegar Trió Tökyeát frá Finnlandi kom þar fram. Þvílík flugeldasýning! Ef ein- hverjir kannast við Michel Camilo, Gonzalo Rubalcaba og Michel Petr- uccianni geta þeir ímyndað sér hvemig píanisti Iiro Rantala er. Líkt og hjá McCoy Tyner-tríóinu kemur kraftbirtingarhljómur djass- ins eins og hann getur skemmtileg- astur orðið fram í tónlist Finnanna. Nema það að Rantala og félagar leita víðar fanga. Fyrir utan mið- og suð- ur-ameríska músík, bræðingstónlist og klassík mátti hvað eftir annað heyra óm af dálæti finnsku þjóðar- innar, tangó, og eitt verkið nefnist Iiro’s Not So Good Polka. Það fer ekki milli mála að Iiro er meistari á borð við framangreinda píanóleik- ara. Hraðabreytingar og taktskipti sem mikið var af runnu áreynslu- laust i gegnum lúkumar á honum. Bassaleikarinn Eerik Siikasaari og Rami Eskelinen trommari fylgdu honum gegnum ótrúlegustu rytma- flækjur, oftar en ekki á hálsbrjót- andi hraða. Tríóið lék talsvert af lögum af óútkomnum diski þar sem verkin eru tileinkuð ýmsum áhrifa- völdum þeirra félaga. Happy Hour eftir Eskelinen er tileinkað píanistanum og kvikmyndatónskáld- inu Dave Grusin og Pfft (!) tileinkað Victor Borge, mjög fyndið verk eins og nærri læt- ur. Met by Chance var svo tileinkað brasilíska gítarleikaranum Egberto Gismonti, lagið sjálft í choro-stíl en sólóið hjá Rantala vel „out“ sem var vel við hæfi þegar Gismonti er ann- ars vegar. Etýða var tileinkuð Moz- art nokkrum - í því voru allar hraða- takmarkanir þverbrotnar - og eitt lag var tileink- að Steve Gadd og Richard Tee, auðvitað bræð- ingsdæmi, og maður þurfti hreinlega að klípa sig til að trúa því að snjóhvítur Finni sæti við píanó- ið en ekki Tee sálugi í eigin persónu. Og sannast sagna er Eerik Siikasaari hreint ekki ólíkur kollega sínum Eddie Gomez sem svo oft lék með Gadd og Tee. Fleiri tileinkanir voru fluttar, þar á meðal til áðurnefnds Petrucciannis, og allt var þetta jafn skemmtilegt. Þótt áheyrendum væri nánast haldið á sætis- bríkinni mestall- an tím- ann var örlítið slegið af öðru hverju rétt til að fólk gleymdi ekki að anda. Hörkuskemmtun. Er Trió Tökyeát hafði lokið leik sínum hófust nýir tónleikar með Kvartetti Áma Heiðars. í þeim kvartetti er einn Finni í viðbót, Anssi Lehti- vouri trommuleikari, sem á eftir að koma meira við sögu á Jazzhátíð Reykjavíkur. Aðrir meðlim- ir kvartettsins eru Jóel Pálsson saxófónleikari og Gunnlaugur Guðmundsson bassaleikari. í fyrra settinu voru flutt frumsamin verk eftir píanist- ann sem væntanleg eru á geisladiski innan tíðar. Þau virðast nokkuð lipurlega samin við fyrstu heyrn og fjölbreytt. Næturljóðið ljúfa Fingurkoss hefði aflt eins getað komið úr smiðju Tómasar R. og Quality Street og „spæjara“lagið voru prýði- leg. Ámi Heiðar er að verða einn af okkar betri píanistum og verður fróðlegt að fylgjast með hon- um. Jóel virtist dálítið óöruggur í laglínuspili en bætti úr í sölóum. Gunnlaugur átti flna takta og Anssi er ansi góður. Ingvi Þór Kormáksson Norrænar bókmenntir í fókus „Hér hittirðu heiminn og kynnist bókmenntum hans, menningu, stefnum og straumum í samtím- anum,“ segir talsmaður Bókamessunnar í Gauta- borg sem verður 14.-17. september - og rekst þar með iflilega á bókmenntahátíðina okkar sem stendur frá 10. til 16. sept. Hér verða „aðeins" 32 þátttakendur, þar af 17 erlendir, en þátttakendur í Gautaborgarmessunni skipta hundruðum, svo ólíku er saman að jafna. Þrír erlendir höfundar eru sameiginlegir hátíðunum tveimur, lettneski höfundurinn Nora Ikstena, Tékkinn Ivan Klíma sem nánar er sagt frá hér á síðunni og Svíinn Kerstin Ekman. Meðal annarra stórra nafna i Gautaborg eru Suzanne Brogger, Sigrid Combúchen, Bret Easton Ellis, Per Olof Enquist, Sara Lidman, Henrik Nordbrandt, Klaus Rifbjerg, Pia Tafdrup, Soren Ulrich Thomsen, Márta Tikkanen og Tomas Tranströmer. Þið takið eftir því að þarna er enginn Gúnter Grass eins og hjá okkur! Norrænar bókmenntir verða í fókus á hátíð- inni og líklega hafa aldrei verið saman komnir jafnmargir norrænir rithöfundar og verða í Gautaborg þessa daga. Fundir með rithöfundum verða með ýmsu sniði, ýmist fyrirlestrar þeirra um eigin verk, tveggja manna tal eða fleiri sitja saman fyrir svörum. Til dæmis hittir Steinunn Sigurðardóttir irsku skáldkonuna Nuala O’Faola- in 15. sept. kl. 14. Sama dag kl. 11 hittast ljóð- skáldin Jóhann Hjálmarsson og Martin Enckell frá Finnlandi sem hefur þýtt ljóð Jóhanns. Dag- inn eftir kl. 15 tala þeir saman Einar Kárason og norski rithöfundurinn Roy Jacobsen. Þann sama 16. sept. kl. 14 hittir Thor þýðanda sinn, Inge Knutsson, og Lars Lönnroth prófessor og að morgni þess dags, kl. 11, tala Steinunn Sigurðar- dóttir, Kristín Ómarsdóttir, Einar Már Guð- mundsson og Haflgrímur Helgason um íslenskar bókmenntir og eigin verk. ÖU hafa þau komið út á sænsku á undanfomum mánuðum og vakið at- hygli þar í landi. Þann 15. sept. kl. 17 verður fund- ur um landafundi norrænna manna í Ameríku með þátttöku íslenskufræðinganna Ömólfs Thorssonar og Gísla Sigurðssonar og loks tekur Andri Snær Magnason þátt i fundi með yfirskrift- inni „Stjama fæðist" ásamt tveimur öðrum nýlið- um i bókmenntum Norðurlanda sem vakið hafa sérstaka athygli. Bókmenntir Gestur frá Prag Einn margra ágætra gesta Bókmenntahátíðar- innar sem hefst á sunnudaginn er tékkneski skáldsagnahöfundurinn Ivan Klíma. Þó að verk hans hafi ekki verið þýdd á islensku mér vitan- lega mun Klíma mörgum nokkuð kunnur enda sögur hans verið þýddar á fjölda tungna og sum- ar þeirra að minnsta kosti fengist hér í bókaversl- unum. Þá er nafn hans tengt því skammgóða vori í Prag 1968 og þeim hörmungum sem á eftir fylgdu, innrás Sovétmanna og leppstjóminni sem drap tékkneskt þjóðlíf í dróma um tuttugu ára skeið. Klíma var um þær mundir í framvarðar- sveit róttækra rithöfunda og var til dæmis rit- stjóri blaðs rithöfundasamtakanna sem einna kröfuharðast var meðal umbótasinna. Eftir innrásina var hann því einn þeirra menntamanna sem yfirvöld töldu brýna nauðsyn til aö tyfta duglega. Þannig fengust verk hans ekki útgefin altt fram að flauelsbyltingu 1989 og hann neyddist til að gegna ýmsum störfum til að hafa i sig og á. Ef ég man rétt vann hann bæði við nætur- vörslu og sorphreinsun. Þess utan mátti hann sæta ofsóknum líkt og Havel og fleiri landar hans. En bækur hans komu út í neðanjarðarútgáfum og voru gefnar út á Vesturlöndum. Meðal þeirra eru smásagnasafnið Fyrstu ástir og skáldsögum- ar Skip nefnt Von, Ást og sorp og síðast en ekki sist Dómari fyrir rétti. Sú síðastnefnda hefur fengist hér í enskri þýðingu (Judge on Trial) og er að mínu áliti með merkari skáldsögum evr- ópskum á síðari áratugum. Þar er á ferðinni magnþrungin lýsing á hlutskipti þeirra tékk- nesku menntamanna sem ekki flýðu land eftir ‘68, átakanleg saga en feiknarvel skrifuð og, þó efnið sé ekkert gamanmál, bráðfyndin. Klíma er ekki aðeins sagnaskáld og leikrita- skáld heldur og skarpgreindur ritgerðasmiður og hugleiðingar hans um hlutverk rithöfundarins í samfélaginu einhverjar þær greindarlegustu sem um það efni hefur verið skrifað og ekki lætur hann deigan síga þó umskipti hafi orðið í tékk- nesku samfélagi en heldur ótrauður vöku sinni. Við höfum haft nokkur kynni af tékkneskum bókmenntum þessarar aldar, hver man ekki þann Ivan Klíma. góða dáta Svejk, flestar sögur Milan Kundera eru komnar á íslensku, ein eftir meistara Hrabal og önnur á leiðinni. Það er góð búbót að eiga þess kost að kynnast Ivan Klima og vonandi tekur eitt- hvert framsækið forlag sig til og lætur þýða ein- hverja sögu hans þannig að kynnin verði varan- legri. Geirlaugur Magnússon ___________Meniúng Umsjón: Silja A&alsteinsdóttir SýnmgMiriam Báckström í dag kl. 17 verður opnuð í Listasafni Islands sýning á ljósmyndum sænsku listakonunnar Miriam Backström, að listakonunni viðstaddri. Mikil gróska hefur einkennt ljósmyndalistina á und- anfómum árum eins og við höfum m.a. séð á sýningum safnsins á verkum Inez van Lamsweerde, Nan Goldin, Janieta Eyre og Roni Hom undanfarna mánuði. Miriam Báckström vakti athygli stax á fyrstu einkasýningu sinni 1996 í Galleri Larsen í Stokkhólmi þar sem hún sýndi verkið Dödsbo/Estate of a Deceased Person sem vakti margvísleg- ar og flóknar spurningar um samband manns og hlutar. I Listasafhi íslands verður sýnd röð ljósmynda sem ber heitið Sviðsmyndir/Set Construction og fjailar um merkingarheim þeirra sviðs- mynda sem maðurinn býr sér í daglegu umhverfi sínu. Með því að birta kunn- uglegar myndir af daglegu umhverfl borgarbúans þar sem glittir í veruleik- ann bak við tjöldin, jafht inni sem úti við, raskar hún ró okkar og fær okkur til að hugsa um trúverðugleika og sýnd- armennsku, um stöðu mannsins í gervi- heimi nútímans. Sýningin er opin alla daga nema mán. kl. 11-17 og stendur til 8. október. Sjálfsmynd og hefðir Á morgun kl. 13 hefst í stofu 101 í Lögbergi málþing um þjóðfræði á Norð- urlöndum á vegum Árnastofnunar, fé- lagsvisindadeildar Háskóla íslands og Norræna þjóðfræðasambandsins. Flutt- ir verða þrír fyrirlestrar um efni sem eru ofarlega á baugi í norrænum þjóð- fræðarannsóknum. Marit Hauan talar um norska 17. aldar prestinn Petter Dass (sem minnir um margt á Sæmund fróða i íslenskum þjóðsögum) og hvem- ig hann fléttast inn í sjálfsmynd og sam- tímaumræðu í Norður Noregi; Else Marie Kofod talar um hefðir og hátíðir á 19. og 20. öld og hvemig breytilegir brúðkaupssiðir geta varpað ljósi á þró- un hugmynda okkar um ástina og Inger Lövkrona gerir grein fyrir kynjarann- sóknum á ofbeldi sem karlar heimsins eiga 90% hlut að. Inger mun leita skýr- inga á þessari hegðun og fjalla um of- beldi í ljósi kynferðis og menningar- bundinna þátta. Loks verða pallborðsumræður undir stjóm Gísla Sigurðssonar. Til heiðurs Haraldi Á laugardaginn verður haldin ráð- stefna um íslenska mannfræði í tileöii af starfslokum Haraldar Ólafssonar pró- fessors. Hún verður í stofu 201 í Odda og hefst kl. 10 um morguninn. Haraldur Ólafsson var ekki aðeins brautryðjandi í kennslu og rannsóknum á sviði mannfræði hér á landi heldur hefúr hann átt drjúgan þátt í að móta fjölmennan hóp íslenskra mannfræðinga með störf- um sínum við Háskóla íslands í rúma þrjá áratugi. Einnig hefur hann verið öt- ull við að kynna fræðigrein sína fyrir öflum almenningi i ræðu og riti. Að ráðstefnunni standa Mannfræði- og þjóðfræðiskor við Háskóla Islands, Mannfræðistofnun, Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og Félagsvísindadeild. Fluttir verða tveir opinberir fyrirlestrar og fjögur stutt erindi um efni sem Har- aldi hafa verið hugleikin. Að lokum verða pallborðsumræður um stöðu ís- lenskrar mannfræði. Aukatónleikar Eins og geta má nærri er uppselt á af- mælistónleika til heiðurs Sigffisi Hall- dórssyni í Salnum í kvöld með Diddú, Bergþóri Pálssyni og Jónasi Ingimundar- syni og ákveðiö hefúr verið að halda tvenna aukatónleika, þá fyrri á laugar- dagskvöldið kl. 20 og þá síöari á sunnu- daginn kl.17. Þremenningamir hafa æft upp splunkunýja e&iisskrá og er þar að finna margar af þekktum perlum Sigfús- ar, lög eins og Dagný, Tondeleyo, Vegir liggja til allra átta, Þín hvíta mynd, Enn syngur vomóttin o.fl. o.fl. Gaman, gaman.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.