Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2000, Blaðsíða 24
28
FTMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2000
Tilvera
1 i f i A
Sigfúsarlög í
Salnum
í tilefni af því að 80 ár eru nú
liðin frá fæðingu Sigfúsar Hall-
dórssonar tónskálds munu Sig-
rún Hjálmtýsdóttir, sópran,
Bergþór Pálsson, baríton, og
Jónas Ingimundarson, á píanó,
flytja sönglög eftir Sigfús en
einnig ítalska höfunda. Sett hef-
ur verið saman ný tónleikadag-
skrá. Dagskrá þremenninganna
úr sönglögum Sigfúsar frá síð-
asta ári sló svo rækilega í gegn
að tónleikarnir urðu samtals
þrettán. Tónleikana í kvöld ætti
þvl enginn að láta fram hjá sér
fara. Tónleikamir hefjast kl. 20.
Krár
■ BJARNI ARA OG GRÉTAR
ÖRVARS I kvöld leika þe[r félagar,
Bjarni Arason og Grétar Örvarsson,
Ijúfa og létta tónlist á Kringlukránni
frá 22 til 1.
■ ÁRNI SVEINS Á PRIKINU Sjón
varpsmógúllinn Arni Sveins kann
ágætlega við sig á bak viö plötu-
spilarana og hann sér um að allir
verði sáttir á Prikinu í kvöld.
■ SVARTKLÆDDIR Á GAUKNUM i
kvöld verða allir í „SVORTUM FOT-
UM“ á Gauki á Stöng, í þaö
minnstp á sviðinu, enda hljómsveit-
in í SVÖRTUM FOTUM , með hressi-
legt soul-rokk frá kl. 23.00.
■ HEMMI OG BIGGI Á KRINGL-
UNNI Kringiukráin kynnir Hemma
Hemm og Bigga Bigga sem leika
nettsýrða dinner-tónlist með bjórí-
vafi.
■ PENTA Á PUNKTINUM Helgin
byrjar á Punktinum þessa vikuna
þar sem Penta mun leika fyrir dansi
sem aldrei fyrr.
Pjass
■ JÖRGEN SVARE í KAFFILEIK-
HUSINU Klarinettuleikarinn Jörgen
Svare og Guitar Islandico halda
jazztónleika í Kaffileikhúsinu. Að-
gangseyrir er 1500 krónur.
■ KVINTETT JÓELS PÁLSSONAR
Hinn heimsfrægi Kvintett Jóels
Pálssonar er í þann veginn að hefja
tónleikaferð um Kanada sem nefnist
Circumpolar Tour og gefst landan-
um kostur á aö fá forsmekkinn af
öllu saman á Kaffi Reykjavík klukk-
an 22 fýrir litlar 1500 krónur.
Klassík
■ VÍNARTÓNLEIKAR í STYKKIS-
HOLMI I kvöld kl. 20.30 verða ekta
Vínartónleikar í Stykkishólmskirkju.
og mun Wiener Opernball
Damenensemble spila. Hljómsveitin
er eingöngu skipuð konum, 7 hljóö-
færaleikurum sem leika tónlist frá
gullaldartímabili óperettunnar, m.a.
eftir F. Lehár, F. Kreisler og Johann
Strauss. Allar konurnar koma fram í
stórglæsilegum kjólum sem er ein-
kennandi fyrir þetta tímabil. Hljóm-
sveitin hefur komið fram um ger-
valla Evrópu og nýtur mikillar hylli. A
hverju ári kemur hljómsveitin fram á
hinu heimsþekkta óperuballi í Ríkis-
óperunni í Vínarborg, og er hún talin
ómissandi þáttur þar. Meö hljóm-
sveitinni í för til íslands er sópran-
söngkonan Unnur Astrid Wilhelm-
sen. Hún mun syngja þekkt Vínarlög
og aríur úr óperettum eftir R. Stolz,
N. Dostal og F. Lehár. Einnig koma
fram fjórir íslenskir samkvæmis-
dansarar sem dansa vínarvalsa viö
undirleik hljómsveitarinnar.
Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is
I>V
Hafdís Huld leikur aðalhlutverkið í íslenska draumnum:
Islenskt fjölskyldudrama
meö helgarpabbastemningu
- með fullt af hugmyndum sem ég þarf að koma frá mér
Hafdís Huld er 21 árs stúlka úr
Kópavogi sem leikur eitt af aðal-
hlutverkunum í kvikmyndinni ís-
lenski draumurinn sem frumsýnd
verður í kvöld. Hafdís er fjölhæfur
listamaður - hún semur og flytur
tónlist og hefur leikið í tveimur
kvikmyndum. Hafdís var um tíma í
hljómsveitinni Gus Gus og segir
sagan að hún hafl verið rekin vegna
þess að hún naut mun meiri athygli
en aðrir hljómsveitarmeðlimir. Haf-
dís er þessa dagana að vinna að
fyrstu sólóplötu sinni og fara upp-
tökur fram í Lóndon þannig að hún
segist búa í Kópavogi og London til
skiptis.
íslenski draumurinn
„Ég lít aðallega á mig sem söng-
konu og er að vinna að fyrstu sóló-
plötunni minni, ég sem öll lögin
sjálf og reyni að gera sem mest sjálf.
Þetta tekur allt miklu lengri tíma
þegar maður vill gera allt sjálfur og
platan kemur áreiðanlega ekki út
fyrr en eftir ár en það getur alltaf
dregist. Upptökur fara fram í
London en ég er yflrleitt heima þeg-
ar ég sem lögin.
Stelpan sem ég leik í íslenski
draumurinn heitir Dagmar og er
sautján ára menntaskólamær í MH,
hún er kærastan hans Tóta sem er
aðalpersónan myndarinnar. Dag-
mar er svona lítil pæja sem finnur
sér eldri kærasta og þau eiga ekkert
sameiginlegt, hann á t.d. tíu ára
dóttur sem er næstum því jafn stór
og kærastan. En vandamálið er að
þær þola ekki hvor aðra, þetta er í
raun saga af fólki sem við getum
fundið í Reykjavík. Við Dagmar eig-
um lítið sameiginlegt, ég og kærasti
minn erum á sama aldri. Dagmar
þolir ekki fótbolta og skilur ekki
áhuga Tóta á honum en hann er
samt alltaf að draga hana á völlinn.
Þau eru alltaf sitt á hvorri skoðun-
inni og eru ekki sammála um neitt.
Ég hef aftur á móti gaman af fót-
bolta og fer oft á völlinn þegar
kærastinn minn er að spila.“
Aðspurð segir Hafdís að það hafi
svo sem ekki verið erfitt að setja sig
í sporin hennar Dagmarar. „Ég var
í menntaskóla í þrjú ár og kynntist
karakterum sem eru ekki ólíkir
henni þannig að það var auðvelt að
leita sér að fyrirmyndum.
Hafdís Huld tónlistarmaður og leikkona
Stelpan sem ég leik í íslenska draumnum heitir Dagmar og er sautján ára menntaskólamær.
Tökumar fóru fram í ágúst í
fyrra og ætlunin var að gera sumar-
grínmynd og ég held að okkur hafi
tekist það. Við vorum ótrúlega
heppin, það var sól allan tímann og
það gekk allt vel og var mjög gam-
an. Fólk er oft að spyrja hvort það
hafi ekki eitthvað merkilegt gerst
en þannig er það ekki í raunveru-
leikanum, hlutimir ganga bara sinn
vanagang. Jú, það var reyndar
skrítið þegar Matt Keeslar, sem lék
í Screem 3, kom og lék eitt hlutverk.
Hann leikur kærasta fyrrverandi
konu Tóta. Þetta er reglulega ís-
lenskt fjölskyldudrama með helg-
arpabbastemningu.“
Villljós
„Ég lék einnig í mynd sem á að
frumsýna um jólin og heitir Villi-
ljós, sagan er eftir Huldar Breið-
fjörð. Myndin skiptist í fimm litla
hluta og ég leik ólukkulega 16 ára
ófríska stúlku. Annars er það tón-
listin sem tekur allan minn tíma
eins og er og ég veit ekki hvað fram-
tíðin ber í skauti sér. Mig langar til
að vera bæði söngkona og leikkona
og svo auðvitað að semja mína eig-
in tónlist því ég er með fullt af hug-
myndum sem ég þarf að koma frá
mér.“
-Kip
Bíógngnrýni
Háskólabíó - Pitch Black: ★ ★
Flott útlit - rýrt innihald
Alvöru geimhrollvekja varð til
með Alien og þegar frá eru teknar
þær fjórar Alien-myndir sem gerðar
hafa verið er ekki um auðugan garð
að gresja í slíkri kvikmyndagerð.
Það er eins og óbreytanlegur staðall
hafi verið fundinn í Alien og hefur
reynst erfitt fyrir þá sem fylgja í
kjölfarið að losna úr viðjum þess
staðals. Pitch Black fellur í þennan
flokk og nægir að segja að í henni er
sagt frá geimskipi sem brotlendir á
ókunnri plánetu þar sem leynast
ófreskjur undir yfirborðinu sem
tæta mannslíkamann í sundur á
sekúndubroti, til að samlíkingunni
við Alien sé náð. Þessi formúla hef-
ur dugað lengi og hún dugar hér.
Þess má geta aö leikstjóri og annar
handritshöfunda Pitch Black, David
Twohy, skrifaði handritið að Alien
3 og veit því að hverju hann gengur.
Pitch Black er flott í útliti, litir not-
aðir á sérstakan hátt þar sem gult
og blátt er áberandi og tæknilega
séð er hún vel gerð, þótt erfitt sé að
átta sig á hvað kvikmyndavélin er
að segja okkur í einstaka atriðum.
Innihaldið er frekar rýrt þegar að
Strandaglópar á hættulegri plánetu
Ljósiö er vörnin gegn ófreskjum sem þar lifa.
er gáð. Plánetan sem geimferjan
brotlendir á, sem í fyrstu virðist
vera eyðimörk, hefur þrjár sólir og
þar er aldrei myrkur. Þau sem lifa
brotlendinguna af komast þó fljótt
að því að fyrir tuttugu og tveimur
árum höfðu gestir heimsótt plánet-
una. Gömul tæki og beinagrindur er
allt sem eftir er af þeirri heimsókn.
Þau komast einnig að því að á tutt-
ugu og tveggja ára fresti verður sól-
myrkvi þegar nágrannaplánetan
Hilmar
Karlsson
skrifar gagnrýni
um kvikmyndir.
gengur fyrir sólirnar þrjár og þessi
sólmyrkvi er væntanlegur. Þegar
svo myrkrið kemur vaknar plánet-
an til lífsins og strandaglópamir
eru ekki beinlínis boðnir velkomnir
af geimverunum, nema sem fæða
fyrir innfædda...
Það er nokkuð um ódýrar lausnir
í myndinni og mótsagnir eru í hand-
riti. Það hefur þó engin afgerandi
áhrif á heildina, Pitch Black er ágæt
skemmtun fyrir spennúflkla. Leik-
arar, sem ekki eru þekktir, standa
fyrir sínu. Sá sem er verstur í byrj-
un, fjöldamorðingi sem var verið að
flytja milli fanganýlenda, reynist
bjargvættur þegar á reynir. Upp-
rennandi leikari, Vin Diesel, leikur
hann og gerir það vel, nema það er
eins og þær setningar sem hann fær
í myndinni komi beint úr fátæk-
legri orðabók Sylvesters Stallones.
Leikstjóri: David Twohy. Handrit: Ken &
Jim Wheat og David Twohy. Kvik-
myndatka: David Eggby. Aðalleikarar: Vin
Diesel, Radha Mitchell og Cole Hauser.